Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 8
8 ria Miövikidagur 4. febrúar 1981 VlSIR útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram, vtsm Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Friða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- • þórsdóttir, Krlstfn Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirlkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 86611, 7 llnur. Auglýsingarog skrifstofur: Siðumúlae, Símar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 4 nýkrónur elntakið. Vísir er prentaður I Blaðaprenti, Síðumúla 14. Rikisstjórnin vill hækka innlánsvexti, en lækka útiánsvexti. Seölabankinn hefur ekki komiö auga á þá töfraformúlu sem geri þaö kleift. Eins og kunnugt er hef ur ríkis- stjórnin sett bráðabirgðalög um frestun vaxtahækkana. Jafn- framtfela bráðabirgðalögin í sér ákvæði,sem lúta að sex mánaða verðtryggðum innlánsreikning- um. Hvorutveggja hefur mælst vel fyrir hjá almenningi, enda er nánast hver maður á fslandi við- skiptavinur bankastofnana, ým- ist sparif járeigandi ellegar skuldari. Það er því flestum fagnaðaref ni, þegar gefin eru út lög, sem kveða á um lækkaða út- lánsvexti en bætta ávöxtun inn- lána. Ásetningur stjórnvalda í þess- um efnum er virðingarverður. Vandinn er hinsvegar sá, hvernig megi koma því dæmi saman, að bankarnir geti hækkað innláns- vexti en lækkað útlánsvexti á sama tíma. Satt að segja er það venjulegum mönnum óskiljanlegt. Svo virðist sem Seðlabankinn sé sömu skoðunar. Eða hvernig getur banki borið sig, sem þarf að greiða meir fyrir það fé, sem lagt er inn, heldur en það sem hann þarf að lána út? Eftir þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að stofna til verð- tryggðra innlánsbóka til sex mánaða, setti Seðlabankinn f ram tillögur til ríkisstjórnarinnar hvernig þetta lagaákvæði skyldi útfært í almennum bankavið- skiptum. Þar var lagt til, að eins árs vaxtaaukareikningar breytt- ust í verðtryggða reikninga. Jafnframt var gert ráð fyrir að víxlalán,sem væru til lengri tíma en eins árs, féllu niður. Vextir á þriggja og níu mánaða lánum yrðu 45% en verðtryggð lán til eins til þriggja ára með 1.5% vöxtum. Eins og þessar tillögur bera með sér, fela þær í sér umtals- verða hækkun vaxta í formi verðtryggingar. útkoman yrði því sú, að lánskjör verða stórum verri en fram að þessu hefur tíðkast. Eru þau þó slæm fyrir. Nú hefur það spurst, að ríkis- stjórnin muni hafna þessum til- lögum Seðlabankans. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, með hlið- sjón af þeim pólitísku ákvörðun- um hennar, að almennir vextir á útlánum skulu lækka en ekki hækka, eins og Seðlabankinn ger- ir ráð fyrir. Ef þetta reynist rétt, verður fróðlegt að sjá hvor hafi betur. Ekki er annað að sjá og heyra en ríkisstjórnin sé að bjóða byrginn þeim lögmálum, sem í bankavið- skiptum gilda. Hún er að fara fram á að bankarnir taki upp lánastarfsemi, sem þeir ráða ekki við. Ef nahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar litu vel út á pappírnum. Þeim var fylgt úr hlaði með fögrum orðum. Vin- sældir komu í kjölfarið. En nú er komið að fram- kvæmdinni. Og þá stangast held- ur betur á falleg fyrirheit og kaldur veruleiki. Það er ekki nóg að viljinn sé fyrir hendi. Hann gerir ekki kraftaverk né breytir staðreynd- um. Það er sjálf sagt að viðurkenna, að vaxtamálin eru ekki auðleyst. Þar togast á hagsmunir spari- fjáreigenda og vaxtabyrði skuldaranna. í þeirri miklu verð- bólgu, sem nú geisar, er nánast útilokað að haga vaxtapólitík þannig að öllum líki. En það leys- ir auðvitað engan vanda að lofa öllum öllu, þegar ekki er hægt að standa við þau loforð. I ákafa sínum til að þóknast almennings- álitinu og skoðanakönnunum hef- ur rfkisstjórnin fallið í þá gryf ju. Hér á landi rfkir vaxtaokur, sem er klafi á öllum almenningi og atvinnurekstri, sem f levtir sér áfram á lánum og lánalánum. Sú stefna er studd, sem stuðlar að því að létta þessari byrði af. En þá verða stjórnvöld að beita öðr- um úrræðum en sýndarmennsku. Mannkynssagan í beinni útsendingu Milljónir Bandarikjamanna sátu sem limdir viö sjónvarps- tækin sin einn sögulegan dag i janúar. Nýr forseti skyldi svar- inn inn og von var á að gisla- máliö leystist. Það hafði legið eins og mara yfir allri þjóöinni og nú bentu allar likur loksins til þess aö hinir 52 hrjáðu sendi- ráösmenn kæmust heim. Og við myndum öll sjá það i beinni út- sendingu. Strax eftir að Reagan hafði fariö með eiðstafinn lagði Cart- er, nú fyrrverandi forseti, af stað til Georgiu. I Plains nokkrum timum seinna, sáum við hvar hann reyndi að halda aftur af tárunum þegar hann skýrði fólki i heimabæ sinum frá þvi aö gislarnir heföu verið frelsaöir hálftima eftir athöfn- ina 1 Washington og væru nú ný- komnir út fyrir lofthelgi írans. Kvikmyndatökumaðurinn flýtti sér að súmma að og heima i stofu sáum viö og heyrðum til- finningarnar yfirtaka hinn ör- þreytta og glaöa mann. Fréttaritari Visis i Bandarikjunum, Þórir Guðmundsson, hefur sent blaðinu eftirfar- andi frásögn af forseta- skiptunum og heim- komu gislanna. Klukkan hálf tiu um kvöldið var sjónvarpað um gervihnött þar sem gislavélin lenti á flug- velli i Algeriu. En það var ekki það eina sem við sáum i undra- kassanum. Sjónvarpsmiðstöðv- , arnar þrjár höfðu allar sent myndavélar til eiginkvenna og mæöra nokkurra gisla. Þegar eiginmennirnir og synirnir komu út sáum við á innsettri mynd hvar konurnar hlógu, brostu, grétu eða störðu þegar ástvinir þeirra stigu fæti á frjálsa jörð. Ein sem var farin að venjast hinum 50 frétta- mönnum sem höföu umkringt hana siðustu daga sagðist hafa leikiö á þá. „Sex sjónvarps- myndavélar og óteljandi myndavélar biöu eftir að ég brysti i grát, en ég bara hló og var kát”. Sjónvarpstækninni hefur fleygt ótrúlega fram á siðustu árum. Uppfinningamennirnir hafa tekið stór skref og þau verða sifellt stærri. 20. janúar sá fólk mannkynssöguna gerast inni i stofu hjá sér, á nákvæm- lega sömu stundu og atburðirnir geröust. Jafnvel hér i Banda- rikjunum er slikt sjaldgæft. Ekki vegna þess aö tæknina vanti, heldur af þvi aö hérlendis * vilja menn (eða réttara sagt konur 18-49 ára, sem auglýsing- unum og þá jafnframt dag- skránni er yfirleitt beint aö) alla jafna heldur horfa á góða skemmtiþætti en fréttir. Með tilkomu karlasjónvarps, þar sem fréttum er varpaö út hverja minútu sólarhringsins og fólk fær auglýsingalausa dagskrá gegn 100 króna gjaldi á mánuði (sem borgar reyndar fyrir 30-50 rásir i viöbót) hefur skapast möguleikinn á þvi að SJÁ hvað er aö gerast, hvar sem er i heiminum á meðan það er að gerast. Og ef mci.uum likar ekki Ronald Reagan: Veröur ferill hans eins og enn ein Hollywood B-mynd? þaö sem þeir sjá, þá bara stilla þeir á næstu rás. Nýorðinn forseti Bandarikj- anna er ameriski draumurinn holdi klæddur og það var sjón- varpið sem átti einna mestan þátt i þvi að koma honum til valda. Ronald Reagan er i raun tákn þeirra áhrifa sem það hefur haft á lif og skoðanir manna. Kosningabaráttan ’80 var vandlega skipulögð af aðstoðar- mönnum allra frambjóðend- anna en i þeim efnum báru þó menn Reagans af. Þeir skipuðu honum aö fara aldrei út af hin- um vandlega samda texta þvi i hvert sinn sem hann gerði það talaði hann af sér (samanber Taiwan og Ku Klux Klan- yfir- lýsingarnar og trén sem áttu að vera mestu mengunarvaldar i heimi). Hann hélt mjög sjaldan blaðamannafundi þar sem fréttamenn gátu spurt óþægi- legra spurninga. Aðatoðarmenn Reagans (og hinna frambjóðendanna auðvit- að að einhverju leyti) gátu næstum þvi ráðið hvar yrði sýnt i kvöldfréttatima sjónvarpanna. Meðþviaðhalda ræðu i vinsam- legri borg, setja myndavéla- pallana á stað þar sem áheyr- endur virtust sem flestir, og hafa þjóðfánann, frelsisstyttuna eða gott slagorð i bakgrunni var tryggt aö myndin yrði hagstæð. Sjónvarpsmenn elska góða brandara, vissu fjölmiðlasér- fræðingar Reagans, og þvi var yfirleitt haföur einn fimmaura- brandari með i ræðunni, sem var haldin um þrjú leytið svo nægur timi væri til að vinna „fréttina” fyrir hálf sjö fréttirn- ar. Brandararnir voru oft góöir og hittu beint i mark. Til dæmis: „Billy er eini meðlimur Cart- er-fjölskyldunnar sem hefur stefnu I utanrikismálum”. Ann- ar var: Aö reyna að halda i við loforö Jerry Browns er eins og að lesa Playboy á meðan konan þin flettir blaðsiöunum. Reagan er i rauninni ágætis- maður og alls ekki eins grunn- hygginn og sumir halda. Hann hefur bara leyft sérfræðingum að stjórna sér svo mikið, að þaö er erfitt aö gera greinarmun á honum og þeim. Þeir Banda- rikjamenn (meirihluti senni- lega) sem létu sér nægja að fylgjast meö sjónvarpsfréttun- um fengu þvi aöeins fyrirfram ákveðna mynd af hugsanlegum leiðtoga sinum. Nú þegar hann er oröinn forseti, kviða frétta- menn i Washington þvi helst, að sýndarleikurinn haldi^ áfram. Þórir Guömundsson Kansas USA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.