Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 23
tsak (Woody Allen) niælir nokkur orö um kosti og galla mannllfsins inn á segulband. SkiKl al tilverunni Tónabíó: Manhattan Leikstjórn: Woody Allen Handrit: Woody Allen og Mar- shall Brickman Kvikmyndataka: Gordon Willis Tónlist eftir George Gershwin Aöalleikarar: Woody AUen, Diane Keaton, Michael Murphy, Mariel Hemingway og Meryl Streep Bandarisk, árgerö 1979. Manhattan er ekki nema litill skiki af New York og þar býr fólk- iö sem fjallað er um I nýjustu mynd Woody Allen, en myndin ber einnig nafn þessa rómaða hverfis. Persónur myndarinnar eiga viö ófá vandamál að striða, en erfiöleikar þeirra eru aðeins litið brot vandamála mannkyns. Hér er fjallað um sálarháska Vesturlandabúans af dæmafárri gamansemi. Aðalpersónurnar að Tracy (Mariel Hemingway), sautján ára gamalli ástkonu Is- aks (Woody Allen) undanskilinni, lifa og hrærast i mennta-og menningarklikum New York borgar. Þar bera menn nöfn „ismanna” fram af mikilli leikni og dæma fagrar listir með hraða ljóssins. Þrátt fyrir afspyrnu góðar að- stæður til fullnægingar likam- legra og andlegra þarfa er lif aö- alhetjunnar, Isaks, þyrnum stráö braut. Stúlkan, sem hann er ást- fangin af, er einum tuttugu og fimm árum yngri en hann, og svoleiðislagað gengur ekki. Besti vinur Isaks, Yale, gefst upp i framhjáhaldi sem hann hefur lengi staöiö i meö blaðakonu nokkurri. Þar eð Isak tekur að sér aö hugga blaðakonuna en Yale er enn ekki orðinn henni afhuga, þá er voðinn vis. En „Manhattan” er ekki bara flækja um ástarþrihyrninga, þvi i myndinni er lýst margslugnum peráónuleikum aðalpersónanna. Isak er dæmigerður nútimamað- ur. Hann er taugaveiklaður, ótt- ast t.d. krabbamein meir en orð fá lýst, hefur stöðugar áhyggjur af samböndum sinum við konur, er fráskilinn og á son sem hann fær lánaöan á sunnudögum. Aðr- ar persónur „Manhattan” eru ekki siöur dæmigerðar fyrir nú- tima miðstétt. Woody Allen tekur oft heim- spekileg vandamál til umfjöllun- ar, en það ætti samt ekki aö gera - „Manhattan” fráhrindandi þvi hann fjallar um þau á harla Sólveig K. Jónsdóttir skrifar hversdagslegan hátt. Raunar hjálpastflestaö til að gera „Man- hattan” aðlaðandi. Leikararnir eru allir snjallir og fara vel meö hlutverk sin. Kvikmyndatakan er oft á tiöum ákaflega góö, einatt blátt áfram og gerir New York að einkar geðslegum staö. Tónlist George Gershwin fellur vel að efni myndarinnar auk þess sem hún er alla jafnan góð af sjálfri sér. Til eru .þeir sem þykir Woody Allen litiö spennandi og tæpast áhugaverður, en þó er sá hópur likast til stærri sem finnur ein- hver hluta af sjálfum sér og sin- um áhugamálum i „Manhattan”. — SKJ VISIR 23 Alþýöuleikhúsiö sýnir: Kona Þrir einþáttungar eftir Dario Fo og Franca Rame Þýöing: Olga Guörún Arnadótt- ir Ólafur Haukur Simonarson Lárus Ýmir óskarsson Leikstjóri: Guörún Asmunds- dóttir Leikmynd og búningar: Ivan Török Hljóð: Gunnar Reynir Sveins- son Lýsing: David Walters Kæra Alþýðuleikhús! Til hamingju meö nýja húsnæðið. Megi það verða þér eins og egg utan um blómiö sem þú ert! Kær kveöja, undirrituð. Fyrsta leikritið, sem Alþýðu- leikhúsiö fraumsýnir i Hafnar- biói eru. reyndar þrir einþátt- ungar eftir Dario Fo og konu hans, Franca Rema. Þrjár sög- ur af þremur konum i fjarska hversdagslegum kringumstæö- um, sem eru teygðar sundur og saman likt og myndir i spé- spegli. Fyrsta myndin sýnir konu, sem vaknar hálftima fyrr en eiginmaðurinn til aö koma barninu fyrir hjá dag- mömmunni áður en hún ver i verksmiöjuna. Ég held enginn verði bættari þó þráöurinn veröi rakinn, og læt það þvi vera. Sumum konum a.m.k. mun finnast liktog Dario Fo hafi leg- ið á hleri heima hjá þeim og e.t.v. furða sig á þvi hvað sé svona sprenghlægilegt viö þetta alltsaman! Sólveit Hauksdóttir fór á kostum, skopleg og rauna- leg í senn eins og sannur trúöur. I næstu sögu segir frá annarri eiginkonu, sem i þetta sinn er heima vinnandi. Hún talar stanslaust við nágrannakonu um barniö sem sefur, um sjúkl- inginn mág sinn, sem er kynóð- ur, um eiginmann sinn, sem læsir hana inni vegna framhjá- halds, um framhjáhaldið, um gluggagæginn hinu megin við götuna, um dónann sem hringir til að klæmast i simanum, um sjálfa sig. Kúgun karlanna, sem er afbrigðileg og sjúk nema konan eigi eitthvað undir þeim komið — i þvi tilfelli er kúgunin aðeins þreytandi. Karlar fá vissulega ekki vægan dóm hjá Dario, en þó fannst mér dómur- inn yfir konunni þyngri og ekki siður umhugsunarverður. Þessi einþáttungur er liklega sá van- þakklátasti leikkonunni, bæði fyrir það aö vera meira ógnvekjandi en fyndinn og ekki sizt hins, að efni hans höfðar siður til islenskra kvenna en Italskra. (Þaö er ég a.m.k. aö vona!) Þrátt fyrir reynsluleysi náði Edda Hólm góöum tökum á þessari innilæstu (ekki aöeins af eiginmanni heldur sjálfri sér lika) ráðvilltu, hugrökku og fár- ánlegu konu. t hléinu velti ég þvi fyrir mér hvað þær Sólveig og Edda heföu nú báðar verið góðar og hvers vegna þær sæust ekki oftast og hvaðþað væru nú margar góðar ungar leikkonur til, sem varla nokkurn timann fá að njóta sin. Rúsínan i pulsuendanum kom þó eftir hlé. Og hvilik rúsina! Kona, fyrst elskandi og hispurs- laus, siðan ólétt, siðan fæðandi barn, siðan móðir að segja barninu sinu söguna af litlu stúlkunni með tuskudúkkuna, sem hitti rauðan kött og dverg og verkfræðing (orð kvöldsins: „þvi eins og allir vita, er verk- fræðingapiss baaaaaneitrað”) o.fl. o.fl. Þá sögu getur liklega engin sagt nema Franca Rame og Guðrún Snæfriður Gisladótt- ir. Sú Guðrún virtist hafa allar mannlegar tilfinningar á valdi sinu, i andlitinu, i augunum, i röddinni, i öllum likamanum. Og áhorfendur eins og nótna- borð undir fingrum sér til að spila á hvaða lag sem hún vildi. Þessi siðasti einþáttungur heitir „Við höfum allar sömu sögu að segja” og gæti það i raun verið samheiti þáttanna þriggja. Leikritum konur, frá konum og vonandi til margra kvenna, sem taka vini sina með. Enginn - hrópandi boðskapur heldur spé- spegill til aö lita sjálfa sig al- varlegum augum i. Leikmyndin var einföld, dálit- ið harðneskjuleg. (Karlmann- leg?) Hún opnast i upphafi eins og bók, eða eins og aflæst hug- skot. Mér leiddist hjartað með pflunni af einhverjum ástæðum en skildi vel eilifa návist barna- vagnsins, — Og þaö þótti mér velútfærð og smellin hugmynd að láta konur leika búsáhöld og aðra muni, sem þörf var á. Leikhljóðin voru óaðfinnanleg og þýðingin eins og þættirnir hefðu veriö skrifaöir á islensku. t sýningarlok klöppuðu kátir áhorfendur öllum aðstandend- um sýningarinnar með Guðrúnu Asmundsdóttir leikstjóra i broddi fylkingar mikið og verð- skuldað lof i lófa. Sjálf er ég varla hætt að klappa! Ms Svipmynd úr leikritinu Kona, sem Alþýöuleikhúsið sýnir um þessar mundir. Hundheiðnar matarvenjur Þá eru þorrablótin hafin. Menn troða sig út á súrum hrútspungum, sviðum, slátri og lifrarpylsu, súrum hval og rófu- stöppu, og sumt af þessu er þess eðlis aö menn komast varla nær þvi aö éta söguna sjálfa en ein- mitt yfir súrfatinu. Annars skyldu menn ekki álita að blótið hafi verið fundið upp af veitingahúsinu Naustinu i Reykjavik og Halldóri Gröndal fyrsta forstööumanni þess. Hins vegar átti Halldór mikinn þátt i að koma hinni gömlu islensku matargerö I sviðsljósið á sinum tima. Blót er hundheiðinn siöur og þvi bindast sögur af hrossa- kjötsáti sem aflagðist hér á landi upp úr árinu eitt þúsund, þegar viö trúnni var tekið af lýði. Þá var smám saman hætt að borða hrossakjöt, og slikum trúarhryllingi hafði verið bætt við i aldanna rás, að heldur sultu menn i hel á hunguröldun- um en leggja sér hrossakjöt til munns. Jafnvel enn i dag gætir hinnar trúarlegu andúðar á hrossakjöti, sem kemur fram i þvi, að þaö er talið óæðra kjöt I kælikistum súpermarkaöa, innan um svinakjöt sem gyðing- ar geta ekki borðað af trúar- ástæðum og gott ef ekki arabar llka. Og undirritaður hefur heyrt konu segja viö afgreiöslu- mann, að hún vildi ekki hrossa- kjöt af þvi það væri af skepnu sem svitnaöi. Þann dag komst jafnvel svitinn I trúarbrögðin. Þorrablótin, sem Naustiö vakti upp aö nýju meö glæsileg- um árangri, eru ekki blót I eiginlegum skilningi, heldur krásaveisla gerö úr mat, sem var alþýðufæöa alla tiö siðan is- lendingar áttu sögu og allt fram á þennan dag sums staðar I sveitum, þar sem fólk nennir enn aö gera til matar á haust- dögum og lætur ekki frystikist- una sjá fyrir matarllfi heimilis- ins. Hin gamla Islenska matar- gerð, eins og hún birtist okkur á þorrablótum ræöst af gömlum geymsluvenjum, þ.e. sýringu og reykingu. Dr. Skúli Guðjónsson, prófessor i Arósum, skrifaði doktorsritgerö sina um geymsluaöferöir okkar, þar á meðal súrsaða matinn, sem hann taldi hafa ráðið úrslitum um bærilegt heilsufar lands- manna, jafnvel á erfiðleikatim- um. Gott ef hann telur ekki að súrinn hafi haldiö I okkur llfinu mestanpart, vegna þess hve hann var heilsusamlegur. Hver þjóö á slnar matarvenj- ur og heldur sig við þær að nokkru eða endurvekur þær eins og við með vissu millibili. Eyja- búar, eins og á Mallorka, eru þekktir fyrir að búa til margvis- lega réttiúrsvinum.Þeir tömdu sér snemma aö henda engu af svlninu og úr þvi uröu til marg- víslegar pylsur og innmatur, sem þeir neyta enn I dag, þótt útlendingum þyki það ekki beint fýsilegur matur. Kvenskörung- ur á borð viö George Sand lýsir þvi á einum stað, að einkenni- legt sé hvaða ókjör Mallorkabú- ar geti búið til af ómeti úr svin- um. Ætli einhverjir útlendingar gætuekki skrifað annað eins um þorramatinn okkar, þar sem sauðkindin er tekin til likrar meðferöar, þótt geymsluaöferö- in sé ööruvisi. Þegar við étum súra hrúts- punga, sem er finasti matur á jarðriki, en sumir geta ekki borðaðnema kalla kviðsvið, eða neytum súrra lundabagga, er- um við komin i beint súrsam- band við fornöldina. Skyrgerð annars vegar, og saltleysi og siglingaleysi hins vegar, réðu öllu um þessa matarþróun. Að geyma mat I súr var bæöi snjöll ogheilsusamleg aöferö, og sumt af hreysti fornaldarinnar má ef- laust rekja til súrátsins, eins og raunar kemur óbeint fram hjá dr. Skúla. Hvar sem grafiö hef- ur verið eftir gömlum bæjar- tóftum koma staöir I ljós, þar sem geymdir hafa verið sáir til skyrgerðar og Ilát undir súr- meti. Og þetta hafa ekki verið nein smáræðis flát ef marka má Flugumýrarbrennu fyrst sjálfur jarl landsins, er siöar varö, gat leynst með árangri I súrkeri og fannst ekki þótt stungiö væri spjótum niður i glmaldið. Þannig færa þorrablótin okk- ur talsverða hollustu, fyrir utan að vera skemmtileg upprifjun á matarvenjum. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.