Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 4. febrúar 1981 vísm lesendur haía orðiö Epu skíðalyft ur forgangs verkefni? Ég legg það ekki i vana minn að hlaupa i blöð þótt mér mislíki eitthvað, en nú get ég ekki stillt mig. Ég er mikill áhuga- maður um trimm eða heilsurækt og geri mikið af þvi að hlaupa eða skokka mér til skemmt- unar og heilsubótar. Þvi miður er engin viðun- andi aðstaða fyrir okkur trimmara að gera þetta hérna i höfuðborginni og er það ástæðan fyrir þvi að ég sest niður við skriftir. Á sama tima er skiöalyftum hrúgaö upp i nágrenni höfuöborg- arinnar. öll iþróttafélögin hafa fengiö lyftur sem kosta hundruöir milljöna gamalla króna svo ekki sé minnst á lyftufjöldann i Blá- fjöllum og i Hveradölum. Þaö viröist sem þetta sé álitiö þaö nauösynlegasta þegar málefni iþróttamanna og trimmara ber á góma. Það er fróölegt aö vekja athygli á þvi'aö þessar lyftur eru hugsan- lega notaðar i 2-3 mánuöi á ári hverju en siðan standa þessi rán- dýru mannvirki ónotuð hina mán- uði ársins. A sama tima er ekki hægt að út- búa eins og eina sæmilega skokk- braut i Reykjavik fyrir allan þann fjölda sem hefur áhuga á að trimma. Fólki var að visu bent á að hægt væri að skokka á hinum nýja frjálsiþróttavelli i Laugar- dal, en þegar til kom reyndist hann fyrst og fremst hugsaður fyrir keppnisfólk sem einokar þessa aöstöðu. Þessir istrubelgir sem eru reyndar bara pólitiskir vindbelgir og skipa þaö ráö sem fer meö iþróttamál borgarinnar eru greinilega ekki starfi sinu vaxnir. Þeir láta undan öllum þeim þrýstingi sem örfáar hræöur beita varðandi skiðalyftur en láta svo málefni hinna sem vilja skokka afskiptalaus. Þetta er ekki hægt að liða. Hvaö eiga pólitiskir fulltrúar aö vera aö vasast I þessum málum? Þeir nota þaö sem stökkpall inn i pólitikina aö komast i þetta svo- kallaða Iþróttaráö, þar standa þeir meö nefið upp i loftiö og monta sig og tala fallega á tylli- dögum, ekki vantar þaö, en hafa svo ekkert vit á þvl sem þeir eru að gera og eru reyndar eingöngu i atkvæöaleit. Svei og aftur svei og hana nú. Málefni þroskaheftra eru i megnasta ölestri. Árið 1981 er ár fatlaðra: Þroskaheftir eru í neirra hópi Móðir skrifar. Nú er hafiö nýtt ár, og hefur það veriö tileinkaö málefnum fatl- aöra. Er það vel og vonandi verö- „Rokkari” skrifar. Eins og alþjóð veit er nú hafin keppni i veitingahúsinu Holly- wood sem kölluð er rokkkeppni. Þar sem ég er ákafur rokkari hafði ég hugsað mér að taka þátt, en mótdansarinn minn sem dans- ar venjulega með mér forfallaðist á siöustu stundu svo ekki varð úr. En ég fór samt á staðinn til að fylgjast með. Þar kepptu tvö pör, og hreyf- ingar þeirra áttu miklu fremur skyltvið ballett en rokk eins og á aö dansa það. Upp á upphækkuð- ur eitthvaö róttækt gert i þeirra málum sem vanrækt hefur verið á undanförnum árum. En einn hlutur hefur alveg um palli sátu siðan nokkrir „skallarokkarar” af gamla skól- anum og dæmdu bæði pörin áfram i úrslitakeppnina, húrra!! Fyrst það þarf ekki meira til að komast i úrslit rokkkeppninnar ættu allir að skella sér i hana sem geta eitthvað hreyft sig, greini- legt er að það er ekkert skilyrði að geta rokkað. Niðurstaða min er ég tölti heim á leið sársvekktur var sú að þetta væri engin rokkkeppni enda ekk- ert rokk dansað fyrir dómnefnd- ina sem tók hinsvegar mjúklega á keppendum og sendi þá i úrslitin. gleymst, og er hann sá að þroska- heftir eru lika fatlaðir i þess orðs fyllstu merkingu og eiga þvi að njóta góðs af og þau samtök sem berjast fyrir málefnum þeirra og bættum lífskjörum. Það er vissulega slæmt að vera hreyfilamaður svo dæmi sé tekið og vera bundinn viö hjólastól alla sina æfi með þeim hömlum sem það leggur á fólk. En að vera þroskahefur alla sina æfi er sist skárra, og reyndar er sá hópur verr settur i þessu þjóðfélagi en hinn. Málefni þroskaheftra eru öll I hinum mesta ólestri og oftar en ekki hefur það bitnað á þessum einstaklingum á þann hátt að sviðið hefur undan. Þá er öll að- staða aðstandenda þroskaheftra hin versta og hefur rikisvaldið lit- iðsem ekkert lagt af mörkum til þess að auðvelda þeim að sjá þessum einstaklingum farboða. A árinu 1981 sem er tileinkað fötluðum og þess vegna um leið þroskaheftum er nauðsyn á að eitthvað raunhæft verði gert i þessum málum. vertu Vísis- áskrifandi - Það borgar sig endasími 86611 Leiðbeiningar til Einars B. HJ og KP skrifa. Við erum tveir sem höfum mik- inn áhuga á körfuknattleik og er- um i 2. flokki. Þar sem við teljum okkur hafa nokkurt vit á körfu- knattleik viljum við benda Einari Bollasyni landsliðsþjálfara á nokkra leikmenn sem spila i úr- valsdeildinni og við teljum að eigi fullan rétt á að leika i landsliði okkar Islendinga, en þeir eru þessir: Jón Öskarsson 1S Guðmundur Guðmundsson IR Sigmar Karlsson IR Albert Guðmundsson 1S Einar Bollason landsliðsþjálfari I körfuknattleik fær ábendingar um leikmenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.