Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 3
Miövikudagur 4. febrúar 1981 39 fóstrur í Kópa vogi hófa verkfaili: „Göngum út 20. tedp.” „Við erum ekki allskostar ánægðar meö það sem koma átti i okkar hlut og ákváöum á fundi I fyrradag, að ganga út af vinnu- stöðum 20. febrúar n.k. Við höfum þegar sent bréf varðandi þessa ákvöröum til bæjarráðs”, sagði Heiðrún Sverrisdóttir við Visi. Sagði Heiðrún að þær hefðu fengið 12. launaflokk i siðustu sér- kjarasamningum, auk tveggja undirbúningstima i viku. Hins vegar hefði verið sett fram krafa um 13. launaflokk og aldurshækk- anir, og hefði verið lögð mikil áhersla á siðarnefnda atriðið. Samkvæmt þvi hefðu fóstrur átt að fá 14. launaflokk eftir 2 ár og 15. eftir fjögur ár, hefði verið farið að kröfum þeirra. „1 starfsmannafélaginu i Kópa- vogi fá allir starfsmenn eins flokks hækkun eftir 15 ára starf, og það á einnig við um okkur”, sagði Heiðrún. Fóstrur i Reykjavik, Hafnar- firði, Seltjarnarnesi, Garðabæ, og Akureyri hafa einnig boðað vinnustöðvun. Frestuðu hinar siðastnefndu uppsögnum, sem koma áttu til framkvæmda 1. febrúar og er gert ráð fyrir að þær láti koma til vinnustöðvunar um leið og fóstrur i Kópavogi. Fóstrur i öðrum bæjarfélögum hafa sagt upp frá og með 1. febrúar. Þá samþykkti Borgarráð Reykjavikur i s.l. viku að fóstrur skyldu fá tvo undirbúningstima á viku, en Björgvin Guðmundsson formaður Launamálanefndar Reykjavikurborgar hefur látið i ljós þá skoðun, að ekki sé tækt að ganga lengra til móts við þær að sinni. Fóstrur i Reykjavik munu þvi standa við fyrri ákvörðun um boðaða vinnustöðvun, vegna óánægju með launaflokkana, að þvi er Arna Jónsdóttir tjáði Visi. —JSS. vtsm Það varð uppi fótur og fit hjá yngri kynslóðinni á Akureyri á laugardagsmorguninn, þegar þaö uppgötvaðist að um nóttina hafði snjóað mikið — og það var „snjókarlasnjór”. Mörg listaverk uröu til viðsveg ar um bæinn og margir þeir eldri rifjuðu upp kunnáttu sina við listsköpun úr snjó. Þessi myndarhjón búa við Helgamagrastrætið. GS/Akureyri. FisKveröiö 09 siómanna- samningar: FRA RIKISSTJÚRNINNI" „EKKERT LIGGUR FYRIR „Það kemur undarlega fyrir sjónir að almennt fiskverð, verð á loðnu, rækju og hörpudiski skuli ekki enn vera ákveðið, þegar þess er gætt að rikisstjórnin sagði á gamlársdag að Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins verði útvegað nægilegt fjármagn til að tryggja eðlilega afkomu fiskvinnsl- unnar,” sagði Matthias Bjarnason alþingismaður i spjalli . viö fréttamanna Visis. „Ekkert hefúr legið fyrir, frá hendi rikisstjórnarinnar i þessum efnum og þvi hafa aðilar I yfir. nefnd verðlagsráðs ekki getað gengið til fiskverðsákvörðunar. Þeir vita ekki hvernig atvinnu- vegurinn stendur. Þetta er ástæðan fyrir að ekkert fiskverð er tilbúið og að engir kjarasamn- ingar sjómanna hafa verið gerðir. Það er eðlilegt að sjómennirnir séu að verða órólegir, vegna þess að 22—23% launahækkun og verð- bætur, sem aörir fengu i október og 1. desember. Svo er þáttur útgerðarinnar hörmulegur, hún hefur orðið að taka á sig stórfelld útgjöld vegna mikillar verðbólgu. Oliugjaldið rann út um áramót og útgerðin veit þar af leiðandi ekkert hvernig staða hennar er. Helst mun vera talaö um innan stjórnarinnar að láta i Verðjöfnunarsjóð sjávarút- vegsins og jafnvel færa þar á milli deilda, en til þess þarf laga- heimild og þaö er alveg vitaö mál að hagsmunaaðilar munu aldrei ljá máls á þvi að færa á milli deilda.” — Sv. UTSOLUMARKAÐUR (hús J. Þorláksson & Norðmann) , Mikið Buxum- úrval af skvrt™ peysum— úlpum — jökkum — bolum — o.fl. o.fl. Stórkostleg verðlækkun Vinnufatabúðin Skúlagötu 30 ifll

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.