Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 11
Samþykktur Islenskur staöall um meöferöarmerkingar frá Iönþróunarstofnun tslands. „Svona gerum viö við pvoum okkar pegar bvott Nýr bækiíngur um bvottastörf á heimilum frá Kvenfélagasam- bandí íslands kominn út Aður fyrr voru þvottadagar- nir taldir miklir erfiðisdagar, enda var það mikið likamlegt álag að þvo þvott á þvotta- bretti, bera vatn inn i hús eða þvo og skola út i bæjarlæk. I Reykjavik báru konur þvottinn sinn inn að Þvottalaugum eins og kunnugt er, og þar var siðan tekið til starfa, enda var þar nóg af heitu vatni. Timarnir hafa breyst, nú á dögum eru þvotta- störfin auðveld en samt,.. þrátt fyrir góð tæki og góða vinnuað- stöðu, þurfa menn að kunna til verka.endaermun meirihætta á þvi nú á dögum en áður fyrr að flk geti skemmst i þvotti. Fatnaður okkar er gerður úr margvislegum efnum sem hafa mismunandi eiginleika og þola mismunandi meðferð. Það er þvi mikilvægt að flokka þvott eftir þvi hvaða meðferð hinir einstöku hlutir þola. Nýr þæklingur frá Kvenfél- agasambandi Islands, sem ber heitið „Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott” fjallar einmittum þvottastörf á heimil- um og þau vandamál sem þeim eru samfara. t bæklingnum er sagt frá þvi hvaða meðferð helstu vefjarefni þurfa að fá i þvotti og hvernig ber að notfæra sér á sem hagkvæmastan hátt þau tæki sem viðast eru til á heimilum til að auðvelda þvottastörfin. Samkvæmt rannsókn, sem fram fór um endingu heimilistækja árið 1978, Laganemar aðstoða við útfyllingu skattframtaia fram til 10. febrúar Svo sem á siðasta ári, hefur ORATOR félag laganema ákveðið að gangast fyrir aðstoð við almenning, við útfyllingu skattframtala hjóna og einstak- linga, utan atvinnurekstrar, fyrir tekjuárið 1980. Aðstoð þessi hófst i tilrauna- skyni i fyrra, og þótti þá takast mjög vel, og naut mikilla vinslda framteljanda. Fjöldi fólks hefur haft samband við félagið og óskað eftir að starf- semi þessifæri nú aftur af stað. Stjórn ORATORS hefur þvi ákveðið að verða við þessum til- mælum og hófst framtalsaðstoð laganema, i fyrradag og stend- ur til og með 10. febrúar næst- komandi. Er fólki bent á að koma i LöGBERG, hús laga- deildar sunnan aðalbyggingar Háskóla íslands, á 1. hæð, þar sem laganemar munu taka á móti þvi. Gjaldi i hóf stillt Framtalsaðstoðin verður veitt virka daga kl. 17 til 22 og um helgár kl. 13 til 19, og beina laganemar þeim tilmælum til framteljanda, að þeir hafi með sér öll framtalsgögn og helst af- rit af siðasta skattframtali, vegna ársins 1979. Þá verður einnig hægt að hafa simasam- band við laganema á sama tima, i sima 21325, og er simaþjónustan einkum miðuð við framteljendur utan Reykjavikursvæðisins. Laganemar þeir sem fram- talsaðstoðina annast eru allir á siðasta námsári við lagadeild Háskólans og hafa allir sótt sér- stakt námskeið i skattarétti. Gjald fyrir þjónustu þessa er mjög i hóf stillt og hefur stjórn ORATORS ákveðið hana nýkr. 140.00. hafa 93% allra heimila hér á landi þvottavél. Ennfremur eru sýndar ýmsar meðferðarmerkingar sem fata- framleiðendur láta fylgja framleiðslusinni. Fyrir nokkrum árum lét Iðnþróunar- stofnun Islands semja og sam- þykkja islenskan staðal um meðferðarmerkingar, og eru tákn hans sýnd i bæklingnum og sagt frá þvi hvernig ber að túlka þau. Vonandi verður það til þess að islenskir fataframleiðendur fari að nota staðalinn meira en verið hefur og láti vitneskju um meðferð fylgja framleiðslu sinni. Sigriður Haraldsdóttir, deild- arstjóri hjá Verðlagsstofnun tók saman bæklinginn fyrir K.I. Hann er til sölu á Leiðbeininga- stöð húsmæðra að Hallveigar- stöðum, Túngötu 14,3. ju hæð og kostar 10 kr. Opið kl. 3-5 á virkum dögum. —ÞG. Reyndu áskrift .... þad borgar sig við bjódum nýjum lesendum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánadamóta. Djoovmm sfmi 81333

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.