Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 24

Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 24
wimm Miövikudagur 4. febrúar 1981 síminner 86611 Veðurspá dagsins Um 300 km vestur af Snæfellsnesi er 990 mb lægð, sem þokast austur. Enn dýpri lægð vestan við Grænland á hreyfingu norður. Draga mun úr frosti og vestan til á landinu verður orðið frostlaust með kvöldinu, en sennilega kólnar aftur fljótlega. Veðurhorfur næsta sólarhring: Suðurland tii Breiðafjarðar: Suðaustan og sunnan kaldi eða stinningskaldi með dálitilli snjókomu og siðar slyddu i dag, alihvöss suðaustanátt eða hvasst og rigning i kvöld, gengur i nótt i suðvestan eða vestan stinningskalda með slydduéljum. Vestfirðir: Suðaustan og austan stinningskaldi i dag, en all- hvasst i kvöld og nótt, dálitil snjókoma eða slydda, einkum er á liður. Strandir og Norðurland vestra: Suðaustan gola og siöan stinningskaldi, snjókoma með köflum. Norðurland eystra til Aust- fjaröa: Hæg breytileg átt og bjart veður i dag, suðaustan kaidi eða stinningskaldi og dálitil snjókoma i kvöld og nótt. Suöausturland: Stillt og bjart veður i fyrstu, suðaustan kaldi og snjókoma siðdegis, fyrst vestan til. Slydda i nótt. VeöPiö hér og par Veður kl. 6 i morgun: Akureyri léttskýjað -4-15, Bergen skýjað 0, Helsinki snjókoma h-4, Kaupmanna- höfn skýjað 2, Osló léttskýjað 4-4, Reykjavik snjókoma 4-7, Stokkhólmur skýjað 0, Þórs- höfn hálfskýjað 4-2. Veður kl. 18 i gær: Aþena heiðskirt 10, Berlín skýjað 5, Chicagoskýjað. Nuuk skýjað 4-7, London skúr 7, Luxemborg rigning 4, Las Plamasléttskýjað 7, Maliorka léttskýjað 10, Montreal léttskýjað -15, N-Yorkskýjað 4-4, Paris rigning 9, Róm þokumóða 8, Malaga heiðskirt 13, Vin skýjað 10, Winnipeg skafrenningur 4-17. Loki segir t>að er alrangt að halda þvi fram, að Björgvin Guðmunds- son, borgarfulltrúi Aiþýðu- flokksins, sé kærulaus — eins og sumir hafa viijað halda fram — allavega siðan hann fékk á sig kæru fyrir verðlags- brot hjá BÚR! Steingrímur tregur til aö leyfa vaxtahækkun: „BANKARHIR KOMU VEL OT í FVRRA” „ Bankarnír komu ákaf lega vel út á sfðasta ári, og miklu betur en maöur var lát- inn halda fram eftir árinu, þannig að það verður að fara mjög varlega í það að leyfa hækkanir á vöxtum útlána". Þetta sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, þegar blaðamaður Vísis spurði hann í morgun álits á tillögum Seðlabankans í vaxtamálum. A fundi rikisstjórnarinnar i grimi Hermannssyni og Svavari og taka ákvarðanir i þeim efn gær var þremur ráðherrum. Gestssyni falið að ræða vif um. Gunnari Thoroddsen, Stein- Seðlabankann um vaxtamálin Steingrimursagði að það væri ýmislegt i tillögum Seðlabank- ans sem hann gæti ekki fallist á. — sem dæmi nefndi hann,að sér þætti miður að ekki skyldi vera gert ráð fyrir vöxtum af sex mánaða innlánum. Alvar- legast væri þó ef tillögurnar hefðu i för með sér almenna hækkun á útlánsvöxtum, þar sem ekki lægi fyrir að bankarnir þyftu á þvi að halda.miðað við afkomu þeirra á siðasta ári. P.M Banasiys Fjórtán ára drengur frá Þor- lákshöfn, Olvir Gunnarsson drukknaði siðdegis i gær. ölvir var i fjöruferð i Þorláks- höfn ásamt bekkjarfélögum og kennara er slysið varð. Hann hafði hætt sér m jög nærri sjónum en mikið brim var á þessum slóð- um og aðfall. ölvir stóð á bjargi einu i fjörunni þegar mikið brim skall yfir, og bar hann út á svip- stundu. Slysið átti sér stað um klukkan 15.30 en um klukkustund siðar bar sjórinn lik piltsins að landi. ölvis Gunnarsson var fæddur, 5.10 1966 til heimilis að Reykja- braut 14, Þorlákshöfn. _as Bragi Guðmundsson Bragl Guömundsson læiur ai störfum Um þessi mánaðaihót lætur Bragi Guðmundsson, ritstjórnar- fulltrúi Visis, af störfum hjá blað- inu. Bragi hefur sett á stofn eigið fyrirtæki, Krákus s.f. Bragi Guðmundsson hefur lengstan starfsaldur þeirra sem nú starfa á ritstjórn blaðsins. Hann hóf störf i júni 1962, fyrst sem ljósmyndari en síðustu árin sem ritstjórnarfulltrúi. Visir vill þakka Braga fyrir hans góðu störf i þágu blaðsins og samstarf, sem verið hefur með miklum ágætum. Honum er óskað velgengni i nýju starfi. Tvennir minningarhljómleikar um breska Bitilinn John Lennon, sem myrtur var í Bandarikjunum fyrir skömmu, voru haldnir i Austurbæjarbiói i gær. Húsið var þéttsetið I bæði skiptin og eins og sjá má á myndinni urðu allnokkrir að láta sér nægja að sitja á góifinu. Illjómleikarnir voru iátiausir, en vand- aðir — enda komu fram margir af virtustu popptónlistarmönnum landsmanna, og voru undirtektir áheyrenda mjög góðar. Visismynd:GVA .JU.MN6T AB VÍÐ QRÆNUM A LOKUN' - segir Jón Sigurðsson. framkv.st). Járnblendiverksmlðjunnar „Þessi lokun er engán veginn gerð i ókkar þágu og sú fuliyrð- ing, aö við högnumst á henni, er alröng”, sagði Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga, i samtali við Visi. „Vkð vonum hins vegar að við förum sléttir út úr þessu með þeim greiðslum, sem samið var um. Þó erum við að taka vissa áhættu. Þegar upp verður staðið gætum við hafað tapað sölum vegna þess að frameiðslan var alveg stöðvuö.” —■ Er ekki sölutregða á járn- blendi núna? ,,JÚ, það er alveg rétt og við er- um með nokkrar birgðir. Salan gengur þó ekki verr en það, að við getum lent i þeirri stöðu að verða uppiskroppa með efni verði fram- leiðslustöðvunin langvinn”. — 1 hverju fefast greiðslurnar 'til ykkar? „Við fáum launagreiðslur starfsmanna greiddar og annan hlaupandi kostnað sem á okkur fellur. Vaxtakostnað fáum við hins vegar ekki uppiborinn nema að mjög litlp leyti”, sagði Jón Sigurðsson. —ATA ...næst ZUZUKi..og svo bústaöurinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.