Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 12
14 vtsm Miftvikudaeur 4. febrúar 1981 Stórkostlegur af siáttur á matvöru alla daga fyrir alla Sparimarkaðurinn Austurveri v/Háaleitisbraut. Neðra bílastæði (sunnan hússins) Miövikudagur 4. febrúar 1981 VÍSIR 15 „Hér er aigert ófremdarástand vegna prengsia” - segir Ásgeir Hðskuldsson. framkvæmdastlóri Flórðungssiúkrahússins á Akureyri, í samiaii við Vísi „Þaö þarf ekki aö likja þessu við ófremdarástand, þvi hér á sjúkrahúsinu rikir ófremdar- ástand vegna þrengsla á öllum sviðum”, sagði Asgeir Höskulds- son, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, i samtali við Visi. „Það er svo sem ekki að undra, þótt hér sé þröngt”, sagði Ásgeir, „þvi núverandi aðalbygging var tekin i notkun árið 1953. Siðan hef- ur ekki annað bæst við en fyrsti hluti tengibyggingarinnar, sem var tekin i notkun 1975. Það var hins vegar aðeins byrjunin af 60 þúsund rúmmetra nýbyggingu, sem fyrsta skóflustungan var tek- in af árið 1973 og átti þeirri bygg- ingu að vera lokið á þessu og næsta ári. Til samanburðar má geta þess, að gamla byggingin er 15 þúsund rúmmetrar. En fjárveitingar til nýbygging- arinnar hafa verið af skornum skammti, þannig að með sama hraða verður henni ekki lokið fyrr en á næstu öld”, sagði Ásgeir. — Bygging þjónustukjarna hef- ur staðið yfir siöan 1976. Hvenær má búast við þvi að hann verði tekinn i notkun? „Við gerum okkur vonir um að það geti orðið siðari hluta þessa árs, sem hægt verður að taka 2. hæðina og hluta af kjallaranum i notkun. Rikið veitir 1.075 gm kr. til byggingarinnar á þessu ári og ætti það að duga ásamt 15% framlagi Akureyrarbæjar, en þó ekki fyrir öllum þeim tækjakaup- um, sem nauðsynleg eru. Þarna verða skurðdeild, gjörgæsludeild og bæklunardeild og i kjallaran- um verður sótthreinsunaraðstaða og ýmiskonar tæknibúnaður. Aðalskrifstofunum hefur verið komið fyrir á 1. hæðinni til bráða- birgða, en þar verða i framtiðinni röntgendeild, slysadeild og göngudeild”, sagði Ásgeir. —En hvað með tengi- bygginguna? „Já, þar stendur nú hnifurinn i kúnni, það er enn eftir að tengja þessa þjónustubyggingu við sjálft sjúkrahúsið, sem verður gert með tengiálmu á 2 hæðum ásamt kjallara. Ef vei á að vera þarf þessi bygging að vera komin i gagniðsiðari hluta ársins, til þess að þjónustukjarninn komi að full- um notum. En það vantar fjár- magn iþessa byggingu. Það hefuc verið rætt um að auðvelda þetta með þvi að láta nægja að byggja kjallarann i sumar og nota hann til að byrja með. Við erum ekki sáttir við það fyrirkomulag, enda hljóta allirað sjá hversu óhentugt það er, að flytja sjúklinga á milli deilda, sem báðar eru á 2. hæð, en þurfa niður i kjallara til að kom- ast á milli. Okkur reiknast til að það ferðalag tæki ekki minna en 15 minútur, i stað þess að það tæki ekki nema 5 minútur að aka sjúklingunum á milli ef tengi- byggingin kemst upp”, sagði Ás- geir. T e x t i o g myndir: Gisli Sigurgeirs- son, Akureyri. Yfirmenn og stjórn sjúkrahúss- ins hafa átt fund með alþingis- mönnum kjördæmisins. Asgeir var spurður hvernig hugmyndin væri að leysa þetta mál? „Þaö er til heimild i lögum um lántöku til sjúkrahússins. Hug- myndin er aö Akureyrarbær taki lán til að koma tengibyggingunni upp. Yrði það þá hugsað sem framlag Akureyrarbæjar fram i timann. Ágreiningurinn er hins vegar um fjármagnskostnaðinn af þessari lántöku, sem rikið vill ekki taka þátt I. En þetta mál er i athugun og við vonum að hægt verði að leysa þetta mál, þannig að nýbyggingunni seinki ekki enn frekar en orðiö er”. — Hvar eru þrengslin mest? „Þrengslin eru allstaðar, hvert sem litið er, hvort heldur sem er vinnuaðstaða starfsfólksins eða aðbúnaður sjúklinganna. Einn hópur sjUklinga er verst settur, en það eru sjUk gamalmenni, en þar rikir algert neyðarástand. Það liggur fyrir heimild sjúkra- hússstjórnarinnar, um að breyta „Systraseli”, sem er bústaður fyrir hjúkrunarkonur, i legudeild fyrir 17-18 gamalmenni. En til þess að hægt sé að fara út i breyt- ingarnar skortir fjármagn. Það er dæmi upp á 150-60 g.m.kr. Það hefur komið til tals að reyna að fá þetta fé með framlögum frá ein- staklingum, sveitarfélögum i ná- grenninu og félagasamtökum, sem oft hafa lagt heilbrigðismál- um lið. Ekkert er þó ákveðið i þeim efnum”, sagði Asgeir. — En rýmkar ekki um ykkur þegar þjónustukjarninn kemur i gagnið? „Jú, það gerir það, en einungis á þeim sviðum sem hann er æti- aður til. En á öðrum sviðum eykst álagið, ég get nefnt þvottahús, eldhús og borðsal, þar sem um- fangiö eykst samhliða starfsemi sjúkrahússins og ekkert er gert til Asgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri FSA að bæta starfsaðstöðu á þessum sviðum. Það er þvi brýnt að á næstu árum verði settur fullur kraftur á nýbygginguna þvi með þessum eilifu bráðabirgöarlausn- um á aðkallandi vandamálum, sem þola ekki biö, veröur rekstur sjúkrahússins erfiðari og kostnaðarsamari”, sagði Asgeir i lok samtalsins. CXX^ diet pepsi ,ar. cA || ■ Likan af Fjórðungssjúkrahúsinu, eins og þaö á að veröa, og átti raunar aö vera orðiö, ef upphaflegar áætlanir heföu staðist. A: Gamla sjúkrahúsið frá 1953. B:Fyrri hiuti tengibyggingar, sem tekinn var I notkun 1975 oghýsir m.a. barnadeild tilbráðab. C: Tengibyggingin,sem þarf aðkomast upp Isumar. D: Þjónustukjarninn, sem verður tilbúinn i sumar, en kemur ekki að fullum notum nema tengibyggingin verði byggö, en til þess vantar fé. dief pepsi-cok 5yKURLAUST Sanilas

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.