Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. febrúar 1981 VISIR 9 TONLEIKAR I KYRRÞEY Tónleikar í Háskólabiói Laugard. 31. janúar 1981. Efnisskrá: Sigursveinn D. Kristinsson: Svíta í g-moll Magnús Blöndal Jóhannesson: Adagio Áskell Másson: Klarinettkonsert Jónas Tómasson: Orgía Þorkell Sigurbjörnsson: Mistur Skúli Halldórsson: Gos i Heimaey Fjögur fyrst töldu verkin voru frumflutt hér. Flytjendur: Einar Johannesson, klarinettleikari og Sinfóníuhljómsveit islands, stjórnendur Páll P. Páls- son og Jean-Pierre Jacquillat. Það gæti vel farið svo, þegar upp er staðið, að þessir tónleikar verði taldir hinir merkustu á þvi starfsári Sinfóniuhljómsveitar- innar, sem nú stendur yfir. Frumflutningur fjögurra islenzkra hljómsveitarverka og endurflutningur tveggja i viðbót er enginn smáviðburður. Samt voru tónleikarnir haldnir i mikilli kyrrþey, með leynd mætti næst- um segja, og eins litiili viðhöfn og framast gat orðið. Að visu var vel frá þeim sagt i útvarpi, en heldur seint til að það kæmi að fullu gagni. Þeir voru ekki auglýstir, svo að ég yrði var við, og ekki sá ég þeirra getið i blöðum fyrr en að morgni tónleikadagsins. Þeir voru haldnir á tima, sem hingað til hefur varla talizt nothæfur nema e.t.v.fyrir nemenda- tónleika. „Annars flokks" tónleik- ar? Efnisskráin var fjölritaður tvi- blöðungur sem bar öll merki þess að sparnaöarsjónarmið hefðu ráðið mestu um útlit hennar og frágang. Og enginn hafði að þessu sinni orðið til að skreyta sviðið blómum, sem siðan færu i sjúkra- hús, eins og tiðkað hefur verið á tónleikum Sinfóniuhljómsveitar- innar. 1 stuttu máli má segja að tónleikarnir bæru flest ytri merki þess að vera taldir „annars flokks” af forsvarsmönnum hljómsveitarinnar, ill nauðsyn, en ekki sjálfsagður þáttur, mikils- verðasti þátturinn i þvi menn- ingarstarfi, sem Sinfóniu- hljómsveitinni var frá upphafi ætlað að rækja og er i rauninni al- gert skilyrði fyrir tilvist hennar. Um sjálfan flutning tónlistarinn- ar gegndi öðru máli, og varð ekki annað séð eða heyrt en vel væri til hans vandað af hálfu stjórnenda og hljómsveitarmanna. Kaupa Sínfóníuna. Það vakti athygli i haust, þegar kynnt var verkefnaskrá Sinfóniu- hljómsveitarinnar fyrir þetta starfsár, hve fátt var þar af islenzkum tónverkum. Aðeins tvö verk átti að frumflytja, og af öðrum tveimur átti að dusta nokkurra ára ryk. Þegar um þetta var talað, var þvi svarað til, að efnt mundi verða til sérstakra islenzkra tónleika, og munu það vera þeir tónleikar, sem hér eru til umræðu. En ekki var stór- hugur f o r s t ö ð u m a n n a hljómsveitarinnar meiri en svo, þegar til kom, að þess var krafizt af Tónskáldafélaginu að það greiddi húsaleigu fyrir tónleika- haldið, laun lausráðinna hljóð- færaleikara i hljómsveitinni og e.t.v. eitthvað fleira. Með öðrum orðum er svo komið, að islenzk tónskáld þurfa að kaupa Sinfóniu- hljómsveitina til að flytja verk sin. Þá held ég að ástæða sé til að staldra við og athuga sinn gang. islensk tónskáld. Svo vill tU, að sá sem þessar linur ritar átti nokkurn þátt i að koma Sinfóniuhljómsveitinni á fót á sinum tima. Þá var ekki farið dult með það, að eitt aðalhlutverk hennar hlyti að vera að koma á framfæri islenzkum hljómsveitarverkum, sem til féllu. Við þetta held ég að hafi verið staðið sæmilega allmörg fyrstu árin, eftir þvi sem framboð var á slikum verkum og bolmagn hljómsveitarinnar leyfði. Þá voru fáir menn hérlendir, sem sömdu slik verk. En fyrirsjáanlegt var, að þeim mundi fjölga, og það hefur orðið. Núlifandi Islensk tón skáld, sem hafa skrifað og eru að skrifa mjög frambærileg hljóm- sveitarverk, munu vera nálægt tveim tugum talsins. Þetta eru vel menntaðir tónlistarmenn, og afköst þeirra, miðað við allar aðstæður, eru ótrúlega mikil. Islendingar eru kallaðir bóka- þjóð. Hugsum okkur, að á landinu væri starfandi aðeins eitt bóka- forlag, rekið fyrir almannafé, og engin önnur leið til að koma rit- verkum á framfæri. Mundum við ekki telja það menningarlega og siðferðilega skyldu slikrar stofn- unar að gefa út allar frambæri- legar islenzkar bækur, sem skrifaðar væru? Væri ekki annað hrein og bein skemmdarstarf- semi gagnvart islenzkri menn- ingu? Og hvað um hið rómaða tjáningarfrelsi, sem við eigum að búa við a.m.k. i orði kveðnu? Jón Þórarins- son skrifar Blikur á lofti. Þessi hugmynd kann að virð- ast fáránleg, og vonandi verð ur hún aldrei að veruleika. Kannske er hún samt ekki að öllu leyti jafn-fjarlæg og virðast mætti. Þegar alls er gætt, er Sinfóniuhljómsveit Islands i svipaðri aðstöðu og slikt útgáfu- fyrirtæki mundi vera. Hún er eini farvegur islenzkra hljómsveitarverka frá höfundum til njótenda, og ætla má, að meðal þeirra verka sé margt það vandaðasta og merkasta, sem til verður i tónsköpun hér á landi um þessar mundir. Þær skyldur, sem þetta leggur hljómsveitinni og forstöðumönnum hennar á herð- ar, mega aldrei gleymast. Ef svo færi, mætti fara að efast um til- verurétt hljómsveitarinnar sjálfr- ar.'i Hljómsveitin hefur einnig skyldur að rækja gagnvart öðru tónlistarstarfi og öllum almenn- ingi i landinu. Þær mega heldur ekki gleymast. En lika þar sýnast mér vera blikur á lofti. Ein- leikaravalið á verkefnaskrá starfsársins og ferðaáætlanir til útlanda með erlenda efnisskrá að langmestu leyti og erlendan ein- leikara,meðan ekki eru sögð efni til tónleikaferða innanlands, vekja grunsemdir um, aö hér sé ekki nógu vel á verði staðið. En um það verður ekki fjölyrt að sinni. Áhugi almennings. Það skal tekið.skýrt fram til þess að koma i veg fyrir hugsan- legan misskilning, að sá, sem þetta skrifar, hefur undan engu að kvarta i samskiptum við Sinfóníuhljómsveitina eða forsvarsmenn hennar. Þetta eiga að vera varnaðarorð, mælt i fullri vinsemd, en af nokkurri áhyggju. Það er mikil gróska i tónlistar- starfi á þessu landi. Þar ætti Sin- fóniuhljómsveitin að vera i fylk- ingarbrjósti, og hún ætti að hafa alla burði til aö vera það. En þvi miður verður að játa, að flest það áhugaverðasta, sem gerzt hefur á tónlistarsviðinu hér nú siðustu árin, hefur orðið fyrir framtak annarra aðilja. Þó þarf ekki að kvarta um, að áhuga almennings á þessu starfi skorti. Ég hygg hann sé meiri hér en I flestum öðrum löndum, sem ég þekki til. Þetta sannar m.a. aðsókn að tón- leikum eins og „Myrkum músik- dögum” um þetta leyti á siðasta ári, tónleikum Kammersveitar Reykjavikur i Austurbæjarbiói fyrir nokkrum dögum og fjölmög- um öðrum tónleikum, þar sem flutt er ný eða torráðin tónlist. Meira að segja var aðsókn að þeim tónleikum, sem eru tilefni þessarar greinar, meiri en hægt var að vænta, eftir þvi hvernig staðið var að kynningu þeirra. Þó er mér kunnugt um fjölda fólks, sem missti af þeim vegna slæ- legrar kynningar, og harmar það. íslenzk verk á hverri efniskrá. íslenzk tónskáld eiga skýlausan rétt á þvi, að Sinfóniuhljómsveit Islands kynni verk þeirra almenningi i landinu, ekki aöeins á sérstökum „leynilegum” tónleikum, sem haldnir eru,að þvi er virðist, með ólund og það markmið efst I huga, að þá heyri sem fæstir, heldur á reglulegum tónleikum hljómsveitarinnar, innan um önnur viðfangsefni hennar, þar sem islenzku verkin standa þá eða falla eftir verðleik- um sinum. Höfuðregla ætti að vera, að eitt islenzkt verk væri á efnisskrá sem flestra tónleika. Þurfa ekki aö biöja afsök- unar. Um viðfangsefni tónleikanna á laugardaginn, sem hafa orðið til- efni þessara hugleiðinga, verða ekki höfð mörg orð, enda naum- ast ástæða til að reyna að gera upp á milli þeirra að sinni. Þau eru jafnólik og höfundar þeirra eru margir, en þau eiga það sameiginlegt, að þau eru öll verk alvarlega starfandi listamanna, sem hafa til að bera þá kunn- áttu að þeir þurfa ekki að biðja neinnarafsökunará verklagisinu eða handbragði. Hvert um sig hefði sómt sér með prýði á efnis- skrá hinna reglulegu sinfóniutón- leika, ef þeim hefði verið valinn þar staður af viti og smekkvísi. Það er ljúf skylda að geta hér alveg sérstaklega einleikarans á tónleikunum, Einars Jóhannes- sonar, sem lék mjög erfitt og vandasamt hlutverk i verki Ás- kelsMássonar af yfirburða leikni og sannfærandi innlifun, svo að unun var á að hlýða. Jón Þórarinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.