Vísir - 04.02.1981, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 4. febrúar 1981
19
vtsm
dánarfregnlr brúökaup
tilkynningar
Útivistarferðir
Stjörnuskoðun i kvöld, miðvikud.
kl. 20 frú BSl að vestanverðu.
Verð 30 kr. Hafið sjónauka með.
útivist.
Ólafur
son
Ólafur Pálsson sundkennari lést
23. janúar sl. Hann fæddist 16.
október 1898 á Ormsstöðum i
Grimsnesi i Árnessýslu. Foreldr-
ar hans voru Ólöf Steingrimsdótt-
ir og Páll Erlingsson. Olafur réðst
sem sundkennari að Sundlaugun-
um i Reykjavik ásamt Jóni bróð-
ur sinum árið 1921. Hann var fast-
ur kennari við Sundlaugarnar til
1954. Eftir það var hann ráðinn
prófdómari i sundi og gegndi þvi
starfi þar til hann hætti fyrir ald-
urs sakir árið 1968. Arið 1934
kvæntist Ólafur eftirlifandi konu
sinni Jústu Sigurðardóttir. Eign-
uðust þau þrjú börn. Ólafur verð-
ur jarðsunginn i dag 4. íebrúar
frá Laugarneskirkju kl. 13.30.
Elin Filippusdóttir Holmas lést
28. jan. sl. Hún fæddist 4. júli 1907
að Þingeyrum i Húnaþingi.
Foreldrar hennar \ oru Sveinsina
Asdis Sveinsdóttir og Filippus
Vigfússon. Elin giftist eftirlifandi
manni sinum Rolv Holmás frá
Noregi, sem hafði komið til
Islands að vinna. Þau iluttu til
Noregs og bjuggu i Lindls, sem
erskammtfrá Bergen. Þau hjón-
in eignuðust fimm börn. Elin
verður jarðsungin i dag, 4. febrú-
ar, frá Lindas-kirkju i Noregi.
aímœli
Nýlega voru gefin saman i hjóna-
band Hrafnhildur Hliðberg og
Magnús Kristjánsson. Þau voru
gefin saman af séra Halldóri
Gröndal i Grensáskirkju. Heimili
ungu hjónanna er að Langholts-
vegi 41. Ljósmynd MATS, Lauga-
vegi 178.
Kristin Snæ-
björnsdóttir.
70 ára er i dag 4. febrúar Kristin
Snæbjörnsdóttir frá Tálknafirði.
— Hjallavegi 54, Rvik. Eiginmað-
ur hennar er Baldvin Jóhannes-
son.
Kristin er að heiman.
genglsskiánlng
Gengið á hádegi
þann 3. febrúar 1981.
1
1
1
100
100
100
100
100
100
100
100
100
100
Bandarikjadollar 6.230 6.248 6.853 6.8728
Sterlingspund 14.703 14.745 16.1733 16.2195
Kanadadollar 5.220 5.235 5.742 5.7585
Danskar krónur 0.9606 0.9634 1.05666 1.05974
Norskar krónur 1.1500 1.1533 1.265 1.26863
Sænskar krónur 1.3689 1.3729 1.50579 1.51019
Finnsk mörk 1.5614 1.5659 1.71754 1.72249
Franskir frankar 1.2811 1.2848 1.40921 1.41328
Belg.franskar 0.1842 0.1847 0.20262 0.20317
Svissn.frankar 3.2550 3.2644 3.5805 3.59084
Gyllini 2.7235 2.7314 2.99585 3.00454
V.þýsk mörk 2.9582 2.9668 3.25402 3.26348
Lirur 0.00625 0.00626 0.006875 0.006886
Austurr.Sch. 0.4181 0.4193 0.45991 0.46123
Escudos 0.1123 0.1126 0.12353 0.12386
Pesetar 0.0755 0.0757 0.08305 0.08327
Yen 0.03066 0.03075 0.033726 0.033825
trskt pund 11.019 11.051 12.1209 12.1561
Hvað fannst fölki um helgar-
dagskrá ríkisfjölmlðlanna?
úvænl endaloK með
belra móti í gær
Sólveig Astvaldsdóttir, Hafnar-
firði: Ég horfði litið á sjónvarp-
ið i gærkvöldi.Horfði auðvitað á
fréttir, þvi það reyni ég að gera
alltaf. Þættirnir Óvænt endalok
eru yfirleitt mjög skemmtilegir
og i gær var hann mjög góður.
Ég hef útvarpið oftast opið á
daginn og i gær hlustaði ég með
öðru eyranu á syrpuna og finnst
mér sú breyting mjög til batn-
aðar hjá útvarpinu. Nú, ég
hlustaði á fréttir og á þáttinn A
vettvangi, sem mér finnst vera
ágætur.
Arnar Sigurþórsson, Grindavlk:
Ég horfði á þáttinn um heims-
styrjöldina siðari i gær og þótti
það nokkuð skemmtilegur þátt-
ur. Á Óvænt endalok nennti ég
ekki að horfa á. I gær hlustaði
ég litið á útvarpið, en i morgun
hlustaði ég á Pál Heiðar. Ég hef
alltaf gaman af að hlusta á
hann. Siðan hlustaði ég á for-
ystugreinar blaðanna og mér
finnst ágætt að fá þær svona á
einu bretti.
Guðjdn Gunnarsson, Reykja-
vík: Ég horf ði á Óvænt endalok i
gær og fannst sá þáttur með
þeim betri i þessum ílokki.sem
ég hef séð. Þeir eru satt aö segja
oft ansi hreint lélegir. Ég gerði
tilraun til að horfa á teikni-
myndina um goðin, en á þvi
gafst ég upp. Aftur á móti horfði
maður alltaf á Tomma og Jenna
á sinum tima. Á útvarp hlustaði
ég ekkert.
)
(Smáauglýsingar — sími 86611
OPIÐ: Mánudaga til föstudaga kl. 9-22
Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl. 18-22
Hljóóteri
Tónlistarnemi
óskar eftir aö taka flygil á leigu.
Upplýsingar i sima 74179 og 75366
á kvöldin.
Heimilistæki
Óska eftir að kaupa lítinn isskáp
ca. 1.50 á hæð. Einnig þurrkara.
Uppl. í sima 66090 og 72262 á
kvöldin.
Verslun
Bókaútgáfan Rökkur.
Útsala á kjarakaupabókum og til-
tölulega nýjum bókum. Afgreiðsl-
an, Flókagötu 15, miðhæð er opin
kl. 4-7. Simi 18768.
Útsala hefst
mánudaginn 2. febrúar. Barnaföt,
úlpur, buxur, peysur, náttföt,
mikill afsláttur, ódýr herranær-
föt, bolir á 26 kr. og buxur siðar á
kr. 38. Falur, Austurveri,
Háaleitisbraut 68.
Vetrarvörur
Vetrarvörur.
Sportmarkaðurinn, Grensásvegi
50auglýsir: Skiðamarkaðurinn á
fulla ferð. Eins og áður tökum við
i umboössölu skiði, skiðaskó,
skiðagalla, skauta o.fl. Athugið
höfum einnig nýjar skiðavörur i
úrvali á hagstæðu verði. Opið frá
kl. 10-12 og 1-6, laugardaga kl.
10-12. Tekið á móti póstkröfupönt-
unum i simsvara allan sólar-
hringinn. Sportmarkaðurinn,
Grensásvegi 50 simi 31290.
Sumarbústaóir
Vantar þig sumarbústað
á lóðina þina? 1 afmælisgetraun
Visis er sumarbústaður frá
Húsasmiðjunni einn af vinning-
unum. ERTU ORÐINN
ASKRIFANDI? Ef ekki þá er
siminn 86611.
Hreingerningar
Gólftennahreinsun
Hreinsum teppi og húsgögn með
h'áþrýstitæki og sogkrafti. Erum
einnig með þurrhreinsun á ullar-
teppi ef þarf. Það er fátt sem
stenst tækin okkar. Nú eins og
alltaf áður, tryggjum við fljóta og
vandaða vinnu. Ath. afsláttur á
fermetra Itómuhúsnæöi. Erna og
Þorsteinn, simi 20888.
Hreingerningarþjónusta
Stefáns Péturssonar tekur að sér
hreingerningar á einkahúsnæði,
fyrirtækjum og stofnunum. Menn
með margra ára starfsreynslu.
Uppl. i sima 11595milli kl. 12 og 13
og e. kl. 19.
Þrif, hreingerningaþjónusta.
Tek að mér hreingerningar og
gólfteppahreinsun á ibúðum,
stigagöngum, stofnunum o.fl.
með nýrri háþrýsti djúphreinsi-
vél. Þurrhreinsun fyrir ullarteppi
ef með þarf. Vanir og vandvirkir
menn. Upplýsingar hjá Bjarna i
sima 77035.
(Dýrahakl
Fiskabúr óskast keypt.
Vinsamlegast hringið i sima 38782
e. kl. 20.
Kettlingar fást og kettlingar
óskast.
Við útvegum kettlingum góð
heimili. Komið og skoðið
kettlingabúrið.
Gullfiskabúðin, Aöalstræti 4,
Fischersundi, Talsimi 11757.
Spákonur
Les i lófa og spil og spái i bolla.
Uppl. i sima 12574. Geymið
auglýsinguna.
Til byggi
TTT sölu 2x4”, 1x6” og 1x5”
einnotað mótatimbur. Uppl. i
simum 14779 og 12879.
Þjónusta
Húsráðendur
Glugga- og hurða þéttingar. Þétt-
um opnanlega glugga og hurðir
með innfræstum þéttilistum.
Sama verð um helgar fyrst um
sinn. Pantanir i sima 39150 milli
kl. 9 og 18.
Dyrasimaþjónusta
ónnumst uppsetningar og viðhald
á öllum gerðum dyrasima. Ger-
um tilboð i nýlag’nir. Uþþf. i simá'
39118.
Bilaþjónusta
Höfum opnað bilaþjónustu ,að
Borgartúni 29. Aðstaða til snrá-
viðgerða, bo^ddýviðgerða og
sprautunar. Hófum kerti, platin-
ur o.fl. Berg sf. Borgartúni 29,
simi 19620.
Pipulagnir.
Viðhald og viðgerðir á hita- og
vatnslögnum og hreinlætistækj-
um. Danfosskranar settir á hita-
kerfi, stillum hitakerfi og lækkum
hitakostnað. Erum pipulagninga-
menn. Simar 86316 og 32607.
Geymið auglýsinguna.
Múrverk — Flisalagnir — Steypur
Tökum að okkur múrverk, flisa-
lagnir, múrviðgerðir, steypur,
nýbyggingar. Skrifum á teikning-
ar. Múrarameistarinn. Simi
19672.
Tek að mér
áð skrifa eftirmæli og aímælis-
greinar. Pantið timanlega. Helgi.
Vigfússon, Bólstaðarhlið 50, simi
36638.
Efnalaugar
Efnalaugin Hjálp,
Bergstaöarstræti 28 a. Simi 11755.
Fljót og góð þjónusta.
Safnarinn
■gX
—■
Kaupi gamla peningaseðla
(Landssjóður Islands, Islands-
bankinn og Rlkissjóöur tsiands).
Aðeins góö eintök. Tilboö sendist
augld. Visis, Siðumúla 8, merkt
„Staðgreitt 36598”.
Allt fyrir safnarann hjá Magna.
Til að auka fjölbreytnina fyrir
safnarann kaupi ég sel og skipti:
Frimerki, stimpluð og óstimpluð,
gömul póstsend umslög (frþ 1960
og eldri), pósíkort með/éða án
frimerkja, einnig erlend kort ef
þau eru gömul. Prjónmerki
(félagsmerki, 17. júni og önnur
slik). Peningaseðla og kórónu-
mynt, gömul isl. landakort.
Skömmtunarseðlar eru lika vin-
sælt söfnunarsvið. Innstungubæk-
ur og albiím fyrir frimerki i fjöl-
breyttu úrvali. Myntalbúm og
myntskápar fyrirliggjandi. Verö-
listar og annað um frimerki og
myntir i miklu úrvali. Hjá
Magna, Laugavegi 15, simi 23011.
Atvinnaiboói
Óskum eftir að ráða konu
til saumastaría, einnig konu til
léttra verksmiðjustarfa.
Trésmiðjan Meiður, simi 86822.
Ungt reglusamt
par óskar eftir 2ja
herbergja ibúð. Snyrtilegri og
góðri umgengni heitiö. Uppl. i
sima 83199 eftir kl. 19.
Sölubörn óskast.
Vinsamlega hafið samband eftir
kl. 7 á kvöldin i sima 38223.
Sölumaður óskast i húsgagna-
verslun.
Starfssvið: Sala, pantanirog um-
sjón með byrgðum. Umsóknir
með upplýsingum um fyrri störf
sendist augld. Visis, Slðumúla 8,
merkt „Röskur 39385”.
húsn. óskast.. _
%
Atvinna óskast
óska eftir kvöld og helgarvinnu.
Hef unniðviðafgreiðslu, veitinga-
og skrifstofustörf. Get byrjað
strax. Uppl. i sima 71721.
26 ára röskur maður
óskar eftir góöri atvinnu, hefur
sérhæft verslunarpróf, stúdents-
próf, og fjölþætta starfsreynslu.
Margt kemur til greina. Uppl. i
sima 18312 milli kl. 14-19.
Stúlka óskar eftir ræstingar-
starfi,
eftir kl. 19 á kvöldin og e.kl. 20
föstudaga. Uppl. i sima 31760.
Hjúkrunarstörf, vélritun o.fl.
Sjúkraliöa vantar vinnu, strax.
Margt kemur til greina. Vinsam-
lega hringið i sima 41240 milli kl. 3
og 6 á daginn.