Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 4
4 vtsm Laugardágur 21. febrúar 1981. ...gefinn fynr fimmaura- brandara Formálalaust: Hvernig lita útlenskir reyfarahöfundar á ísland og ís- lendinga? Þótt landið sé úr alfaraleið hafa slikir rithöfundar öðru hvoru fundið sig knúna — sjálfsagt af tómri nýjungagirni — til að láta morðsögur sinar, njósnabókmenntir og aðra spennugjafa svokallaða gerast hér á landi. Reyfarahöfundar hafa aldrei talist til raunsæisdýrkanda—raunar er það oftar en ekki hreinn og beinn þvættingur sem fram gengur af þeirra munni en hvernig liður ísland fyrir það? Málið skal athugað. Hér að neðan verður fjallað um bækurnar Bjössi á ís- landi eftir Flemming Muus, Út i óvissuna eftir Desmond Bagley og Vegið úr launsátri eftir Richard Falkirk. í næstu viku verða siðan tekin fyrir bók- menntaverkin Frank og Jói á Islandi eftir Franklin W. Dixon, Ragnarök eftir J an B jörkelund og ef til vill fleiri af þvi tagi. Svona er svo algengt á tslandi: brosmildur og hlýramjúkur peyji frá Los Angeles eöa Chicago að umfaðma allshugarfegna, hjóigraða fs- lenska stúlku... Um þad hvernig reyfarahöfundar lita á ísland og íslendinga. Fyrri hluti Eilifðar unglingurinn Bjössi og erkióvinur hans, Jaroslav Karamzinski koff „Bjössiá tslandi”er nafn á bók sem kom Ut hér á landi árið 1960 og er hUn eftir danska rithöfund- inn Flemming B. Muus. Muus er kynntur meö þessum orðum á kápu: „Fyrir einstakan dugnað (i siðari heimsstyrjöld) hlaut hann hiö mikilsvirta heiöursmerki Distinguished Service Order, úr hendi sjálfs Bretakonungs, George VI. Er hann einn meöal Dana nU, sem ber þaö mikla heiöursmerki.” Slðar segir aö Bjössabækurnar, sem heiti Bo- bögerne á dönsku, séu samtals 12 og i þeim ölium komi fram tvær aöalpersónur en aö ööru leyti sé hver bók sjálfstæö. Þessar tvær persónur eru Bjössi og „erkióvin- ur hans, Karamzinskikoff”. „Bjössi á tslandi” er ekki löng bók, aðeins 89 siöur, en þaö er ekki fyrr en á siðustu 20 blað- siöunum sem Island kemur veru- lega viö sögu. Þótt þessari Uttekt sé ætlaö aö athuga hvernig landiö kemur reyfarahöfundum fyrir sjónir, er óhjákvæmilegt, og raunar bráöskemmtilegt, aö rekja i' stuttu máli söguþráö fram aö þvi aö leikurinn berst til Islands. Þessi bók er, þrátt fyrir fullyrö- ingar á kápu nánast beint fram- hald af annarri bók sem hét að likindum „Bjössi i Ameriku”. Bjössi er ungur Dani, hann heitir Ipsen að eftirnafni, og er einn af þessum eilifu drengjum sem vaöa uppi í unglingabókum (eöa geröu alla vega til skamms tima), leysa miklargátur og lenda i ævintýr- um meö stuttu millibili en eru alltaf átján ára eöa þá nitján. I siöustubók varBjössi I heimsókn hjá vinum sfnum i Ameriku, bila- kóngnum Dallum og fjölskyldu hans þegar „erkióvinurinn Karamzinskikoff tekur upp á þvi aö ræna syni iðnjöfursins. Bjössi leysir hannreyndarúr haldi en þá haföi bófinn fengiö lausnargjaldið sem var teikningar af hinum dularfulla „flugjeppa” sem Dall- um haföi hug á aö framleiða, jeppa sem gat ekki einungis ekiö á jörðinni heldur og siglt og flog- iö! Karamzinskikoff kemst undan á flótta og þar hefur Muus frá- sögn sina i þessari bók sem hér skal fjallaö um. En hver er Karamzinskikoff? „Jarozlav Karamzinskikoff hafti lifað miklu ævintýralifi. Hann var RUssi aö fæðingu, haföi oröiö ofursti i Sovéthernum en falliö I ónáö og flUiö. Þá gekk hann i þjónustu Vivana, sem var litið, óháö rlki I Stara Planina- fjöllum I Suöaustur-Evrópu. Þar féll hann einnig I ónáö, en I Thai- landi, þar sem hann haföi starfað fyrir Vivana sem flugumaöur og spellvirki, byrjaöi hann á nýjan leik. (Hvaö var litiö, óháö riki I Suöaustur-Evrópu aö gera meö aö senda spellvirkja til Thai- lands? Innskot —IJ) Hann keypti ópium og fékk stóra sendingu af þvi I Glbraltar. Með fullar hendur fjár — um þaö bil tuttugu þUsupd^ dollara — fór hann til Sviss, og fyrir helminginn af fénu aflaði hann sér falsaös vegabréfs, sem opnaöi honum leið til Bandarikj- anna, og þar haföi hann fengið starf I Pontiac-verksmiöjunum i Detriot (NB sem óbreyttur verkamaður á færibandi! innskot -IJ)”. Hefst nU sagan. Þessi ógurlegi glæpamaöur Karamzinskikoff er innlyksa i Bandarikjunum og ákveður aö reyna aö koma teikn- ingunum I verö. Hann leitar hælis hjá Lu Sjang, sem rekur ópium- bUllu i New York og tekur aö leita hugsanlegra kaupenda. Lýsingar á ópíum-bUllunni eru mjög skrautlegar og minna ekki litiö á sögurnar frægu um Basil fursta (eins og þessi bók gerir reyndar i heild) en ekki eru tök á aö fara Ut i þaö hér. Sem er synd. Hvað um þaö, Karamzinskikoff fær þá snjöllu hugmynd að bjóöa þekktum þýskum iöjuhöldi jepp- ann til sölu. Þó Flemming Muus hafi e.t.v. barist gegn Þjóöverj- um I seinna striöi er þaö augljóst aö hann fær nokkuö Ut Ur þvi að slá um sig meö verulega þýskum nöfnum. Iðjuhöldurinn, sem reynist tilkippilegur, heitir nefni- lega hvorki meira né minna en Baron Gerhard Friedrich Knuck von Toten und Hallsbruck, og er ekki nefndur öðru nafni i bókinni. Aðstoöarmaöur hans, sem hann fær til aö sjá um kaupin fyrir sig, heitirekki siöra nafni: Graf Maxi milian von und zu Eschenbach- Wurttembergveide! Greifinn not- ar dulnefniö Wilhelm Klagenburg á feröum sinum og finnst litið til um svo ómerkilegt og stutt nafn, aö þvf er virðist. Klagenburg fer altént til Bandarikjanna til fund- ar viö Karamzinskikoff og þeir hittast I borginni Buffalo tií að semja um kaupin. Kemur nU Bjössi til skjalanna. Lögreglan hafði fengið hann til að hjálpa sér við leitina að RUssan- um en sU hjálp var aðallega fólgin I þvi að láta Bjössa spranga um götur ymissa stórborga og reyna að koma auga á Karamzinski- koff! Basil fursti heföi verið full- sæmdur af sliku verkefni, enda fer svo aö Bjössi rekst á Karam- zinskikoff i Buffalo, um það bil sem samningaviðræðum er að ljUka og veröur RUssinn aö hafa sig snimhendis á brott. Bjössi og vinir hans elta hann til New York þar sem þeir ramba inn i götu LU Sjangs. Bjössi kann skil á ópíum- lykt siöan hann baröist við Karamzinskikoff i Thailandi, er skemmst frá þvi aö segja aö lög- reglan brýst inn i ópiumbæliö, handtekur LU Sjang og hyski hans en RUssinn kemst enn undan á flótta. Þaö má reyndar hafa það með að þegar hann varð að stökkva Ut um glugga á húsinu var hann aö lesa bók Dostoévskijs, Karamazov- bræðurnir! NUnU, aöþrengdur af Bjössa stekkur Karamzinskikoff Uti höfn New York-borgar og er þar bjargað upp i fiskiskipið Ingólf frá Reykjavik. Það var á leiö úr viðgerð og tók stefnuna til tslands; af þvi aö skipstjórinn nennti ekki að standa i pappirs- veseni var ekki hirt um aö til- kynna flóttamanninn en honum þess i staö fengin vinna um borð. Skipstjórinn heitir Jóhannes Arn- arson (þekkti Muus nafn Ingolfs Arnarsonar? — en lítiö annaö?) og hann er kumpánlegur og hress og veröa þeir ágætis kunningjar, Karamzinskikoff og hann. Ingólf- ur kemur viö i Halifax og þaðan sendir Karamzinskikoff greifan- um Maximilian von und zu Eschembach-Wurttenbergweide skeyti um aö hitta sig bráölega á Hótel Borg og tekur fram aö Loft- leiöir haldi uppi reglulegu áætl- unarflugi sem daglegum flug- ferðum frá Ildewild flugvelli stopp bestu kveðjur! Greifinn lætur ekki segja sér þetta tvisvar en pantar þegar far til Islands og hver skyldi sitja við hiö hans i flugvélinni nema Björn Ipsen? Bjössi var á leiö heim til Dan- merkur eftir frægöarför sina til Amerlku en engum haföi dottið i hug aö láta athuga hvort Karam- zinskikoff væri á fiskibátnum Ingólfi, enda þótt J. Edgar Hoover yfirmann FBI grunaöi þaö mjög sterklega. Bjössi var þannig alls ekki á glæpamanna- veiðum en auövitað átti þaö fyrir honum að liggja aö rekast aftur á Karamzinskikoff. Það byrjaði með þvf aö flugfreyjan, Elin Hjaltalin — „föngulegasta stúlka” segir i bókinni þó ekki sé ljóst, hvort þaö er Flemming Muus eöa hinn kynlausi Bjössi sem lýsir henni þannig — býöur hún sem sagt Bjössa fram i flug- stjórnarklefa og flugstjórinn — Siguröur Magnússon — ber hon- um boð frá forstjóra Loftleiöa. Væri hann ekki fáanlegur til aö hafa viödvöl i Reykjavik, þessi frægi bófaveiðari? — Loftleiðir sjá fyrir húsnæöi og öllu slíku. Þetta fannst Bjössa freistandi þvi „þaö mundi veröa spennandi að heimsækja land sem snerti heimsskautsbaug”. Hann fellst þvi á þetta og fær sér hótelher- bergi, hvar nema á Hótel Borg?! Þar gistir hann á milli herbergja Jaroslavs Karamzinskikoffs og Greifans með langa nafniö... Islandi er lltið lýst. Þó er sagt frá þvi aö Hekla hafi verið talinn inngangur helvítis hér einu sinni og Bjössa er boðið i flugferö um suöurland, flugmaður er Björn Pálsson! Þeir stefndu „i suðaust- ur fyrir fjöll rjúkandi hveri og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.