Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. febrúar 1981.
vísm
Það þarf að vera ærið tilefni
til að ástæða sé að hreykja ein-
staklingum og bera á þá lof og
dýrð. Hástemmd lýsingarorö og
mærðarfullar mannlýsingar
gera sjaldan greiða, þeim sem í
hlut á. Afrek manna og ferill
þeirra verður heldur ekki met-
inn eftir vegtyllum og stöðu-
táknum. Sá getur verið mestur,
sem minnst lætur fara fyrir sér._
Þetta kemur manni I hug,
þegar Auður Auöuns veröur sjö-
tug. Hún hefur notið mikils
trausts á sinum langa starfsferli
i stjórnmálum og á hana hafa
hlaöist mörg metorðin. Ferill
hennar er óvanalegur að þvi
leyti, að hún hefur verið sú kona
islensk sem hefur gerst
brautryðjandi til trúnaðarstarfa
sem æöst eru i islenskum stjórn-
málum.
Sá listi er langur og veröur
ekki rakinn hér. Þessa trúnaðar
hefur Auður Auðuns notið að
verðleikum og forganga hennar
hlýtúr að vera öðrum konum
hvatning og uppörvun.
En mestu varöar þó, að Auður
er ekki mestvegna metorðanna,
heldur vegna sjálf sín. Henni er
ekki hreykt vegna framans,
heldur vegna þess að hún hefun
verið manneskja. Hófsemd
hennar og högværð er við
hrugðiö. og það starf sem hún
hefur unnið i kyrrþey i skjóli
trúnaöarins gerir veg hennar
mestan.
Gegn betir vitund
Slika mannkosti mætti gjarn-
an hefja til virðingar á nýjan
leik. Sú árátta virðist æ rikari,
að taka meira eftir hávaða og
hrópum stjórnmálamanna, en
þvi verki sem þeir afkasta,
Sýndarmennska, bægslagangur
i fyrirgreiöslu og hvatvis um-
mæli um menn og málefni eru
að verða aðaleinkenni pólitiskr-
ar umræðu.
Dæmið um togarakaupin til
Þórshafnar og Raufarhafnar er
þar glögg staðfesting. I ákafa
sinum til að þóknast kjósendum
er vaðið áfram i þvi máli án
'igrundunar eða fyrirhyggju.
Akveðið er að kaupa togara til
að leysa atvinnumál þessara
kauptúna. Þar fer fremstur
Stefán Valgeirsson, sem sjálf-
sagt af góðum hug til kjósenda,
tekur blint undir kröfuna um
togarakaupin.
En þetta er mikill bjarnar-
greiði. Það er vonlaust að út-
gerðin beri sig. Eða vilja ibúar
þessara staða leysa sin atvinnu-
mál með þvi að hlaða upp
skuldaböggum á sin eigin bök
um ófyrirsjáanlega framtið? Ef
ætlunin er hinsvegar að láta
Byggðasjóð eða rikið bera hall-
ann, þá er málið ekki einkamál
þessa kjþrdæmis, heldur lands-
manna allra.sem gera kröfu til
þess aðskattpeningum þeirra sé
ekki sólundað.
Steingrímur Hermannsson
boðar fiskveiðistefnu, sem út af
fyrir sig er skynsamleg, en felur
i sér veiðitakmarkanir hjá of
stórum flota. Samt lætur hann
hafa sig gegn betri vitund i að
skrifa undir enn ein togarakaup,
sem kallar á taprekstur hjá
þeim sama togara og enn frek-
ari takmarkanir hjá öörum
skipum.
Fyrirgreiðslupólitik
Hér verður ekkifffirið út i for-
dæmingu eöa briglsyrði gagn-
vart þeim einstaklingum, sem
ábyrgð bera á þvi hneyksli sem
átt hefur sér stað. En væri ekki
ástæða fyrir þingmenn og aðra
ráðamenn aö endurskoða hug
sinn og vinnubrögð i þeirri
fyrirgreiðslupólitik sem svo
ákaft er stunduð. Fyrirgreiðsl-
an má ekki ganga út yfir öll vel-
sæmismörk, og kappsemi i
þeirri viðleitni að þjóna kjós-
endum verður að hafa sin tak-
mörk. Þingmenn eru ekki kosn-
ir til að taka blint og hugsunár-
laust viðhverri bón eða kröfu og
fylgja henni eftir af offorsi. Þeir
hafa skyldum að gegna gagn-
vart skat.tgreiðendum öllum og
starfsvið þeirra fer ekki eftir
landamærum kjördæma.
Losað um buxna-
strenginn
Menn verða að meta hvort at-
vinnumál nokkur hundruð
manna byggöarlaga verði best
leyst með þvi, að hrinda af stað
atvinnurekstri, sem kostar of-
fjár og felur i sér bullandi tap.
Ef mörkuð er fiskveiðistefna og
togaraflotinn takmarkaður, þá
má ekki vikja frá þeirri stefnu
,af greiðasemi við flokksbræður.
Ef mönnum er trúað fyrir stór-
um og digrum sjóðum, þá geta
þeir ekki ráðskast með þá sjóði
af geðþótta eða hrossakaupum.
Nú er talaö um aö „ýmsir”
séu með allt niðrum sig. Svo
smekkleg sem slik ummæli eru,
þá læðist að almenningi sá
grunur, að þingmenn allir, séu
með niðrum sig, eða amk. hafi
losnað um buxnastrenginn, þeg-
ar slik mál sem tittnefnd
togarakaup verða opinber. Það
verður enginn einn dreginn til
saka öðru visi yn að draga þá
ritstjórnar
Ellert B. Sctwam
ritstjóri skrifar
ályktun að stjórnmálin og
vinnubrögð á þeim vettvangi
þurfi á allsherjarendurhæfingu
að halda.
Nýir verslunarhættir
Við afgreiðslu frumvarps um
hækkað vörugjald á sælgætis- og
gosdrykkjaframleiðslu seldi
Eggert Haukdal atkvæði sitt
gegn þvískilyröi að rikisstjórn-
in hefi 15 mjlljónum króna til
Byggðasjóðs. Rikisstjórnin
keypti atkvæðið en eyrnamerkti
þessa upphæð til skipasmiða-.
iðnaðarins.
Þaö skal látiö liggja miili
hluta hvaða augum lita beri á
slika verslunarhætti, en þvi
fagnað að aukið l'é renni til inn-
lendrar iðnaöarstarfsemi.
En þá gerist það óvænta i
tengslum viö fyrrnefnt togara-
mál, að fjármálaráðherra tekur
ákvörðun um að hækka fram-
lag rfkisins til kaupanna úr 80%
I 90% og tilkynnir að viðbótar-
fjárveitingin verði tekin af
verslunarfé Eggerts. Með öðr-
um or’ðum: stjórnvöld telja
fjármunum rikissjóðs betur
varið til að standa undir tapút-
gerð á Þórshöfn, heldur en að
éfla fslenskan skipasmiðaiðnað!
Tillaga til
málamiðlunar
Annað dæmi skal tekiij
Agreiningur hefur verið um
Blönduvirkjun, og háværust er
andstaðan frá formanni þing-
flokks Framsóknarmanna,
sauðfjárbóndanum Páli Péturs-
syni. Páli hefur nú lagt fram til-
lögu sem hann telur til mála-
miðlunar og er i þvi fólgin, að
haga stíflugerð með þeim hætti,
að afréttir Húnvetninga verði
ekki skertar. Þessi tillaga kost-
ar um 100 milljónir króna ,,eða
sem nemur þremur skuttogur-
um”. Hvað munar um það spvr
Páll.
Með öðrum orðum: 1 augum
forystumanns stærsta stjórnar-
flokksins erþaö réttlætanlegt að
margfalda virkjunarkostnað við
þessa stórvirkjun, til þess eins
að vernda beitilönd sauðfjár, á
sama ti'ma og niðurgreiöslur og
útflutningsbætur sauðfjár-
vafurða eru að sliga þjóðina.
Er nema von, að illa gangi að
koma þjóðfélaginu á réttan
kjöl!
Niðurskurður á
dagskiá
A meðan rifist er um
hneykslanleg og óverjandi
togarakaup sem kosta þjóðar-
búið rúmlega 30 milljónir króna,
stendur Rikisútvarpið frammi
fyrir þvi aö skera verulega nið-
ur dagskrá bæði i sjónvarpi og
hljóðvarpi. Sá niðurskurður
stafar af þvi, að áætlanir stofn-
unarinnar sýna fram á rúmlega
3 milljóna króna halla á þessu
ári, eins og reyndar tvö undan-
farin ár.
Aðalástæðan er sú, að stjórn-
völd hafa ekki leyft eölilegar
hækkanir á afnotagjöldum til að
mæta verðbólguþróun. Afnota-
gjaldið vegur i visitölunni og
visitöluna má ekki hækka ef
verðbólgunni á aö halda skefj-
um, segir rikisstjórnin.
Eins og nú horfir virðast tveir
kostir koma til greina i niður-
skuröaráformum. Annar er sá,
að lengja sumarfriið, skera niö-
ur eftirmiðdagsefni á laugar-
dögum og sunnudögum og stytta
dagskrána að hluta flesta
virka daga.
Hinn kosturinn er að loka
sjónvarpi einn dag til viðbótar
fimmtudeginum.
Um niðurskurð I hljóövarpi er
enn ekki farið að ræða.
Útvarpið greiðir ekki
atkvæði
Þessar umræður fara fram i
útvarpsráöi, án þess að nokkur
stjórnmálamaður sjái ástæðu til
að gera þá kröfu, að stjórnvöld
bjargi þeim 3 milljónum króna
sem upp á vantar. Rfkisútvarp-
iöhefur ekki atkvæðisrétt, það á
engan þingmann engan þrýsti-
hóp eða Framkvæmdastofnun
að raunvini.
Þó er hér í húfi reisn og til-
vera stærstu menningarstofn-
unar þjóðarinnar. Þó er
þetta niðurskurður, sem
kemur niður á innlendri dag-
skrárgerð, hvort heldur hún
snyr aö hefðbundnu menningar-
efnviþróttum, barnatimum eöa
almennu skemmtiefni. Þó er
verið að fjalla um það hvort
sjónvarpið þurfi að draga sam-
an seglin og hefja útsendingar á
ódýrara og ómerkilegra efni.
Margur hefði sjálfsagt haldið að
það stæði yfirvöldum nær, að
efla og bæta dagskrána i stað
þess að þynna hana út.
Björguriarlaun
Alvarlegustu fréttir vikunnar
eru þær, að aðstoð við skip I
sjávarháska hafi verið hafnað
vegna fjárhagslegra útgjalda,
sem björgunin kynni að kosta.
Skipið strandaði og tveir ung-
ir menn fórust. Venjulegir menn
hafa staðið i þeirri meiningu, að
það leiddi af sjálfú sér, að allt
væri gert sem unnt er, til að
bjarga skipum i neyð. Mannslif
verða ekki metin til fjár, og það
er átakanlega sorglegt, aö
greiösla björgunarlauna standi i
mönnum og komi i veg fyrir
björgun meö svo hörmulegum
afleiðingum.
Hér á það ekki við að áfellast
útgerð eða skipstjórnarmenn,
en þaö nær auðvitað engri átt að
varðskipsmenm' svo ágætir sem
þeireru, hafi af þvi fjárhagsleg-
anávinning, ef þeir bjarga skip-
um úr sjávarháska. Hvað þá að
tilraun til aö komast hjá slikum
greiðslum valdi manntjóni eins
og nú geröist.