Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 21

Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 21
Laugardagur 21. febrúar 1981. 21 vtsm um smástelpur. Þennan dag vorum viö ein- ar i Sandy Cove. Viö fórum saman úti og Addie minntist á aö eftir viku myndi hún vera að synda i Kyrrahafinu. Addie er góö i sundi en ég þreytist fljótt svo ég fór uppúr, lagði handklæði á jöröina og fór aö lesa i timaritunum sem ég haföi haft meö mér. Addie hélt áfram aö synda og ég heyröi hana segja: „Ég ætla aö synda fyrir bugðuna og setjast á fossinn”. Þar sem áin rennur útúr Sandy Cove er dálitill foss, hann er ekki tæpur metri en þegar við vor- um litlar sátum viö oft á honum og létum vatnið renna milli fótanna á okkur. Eftir lengri tima hrökk ég upp og sá Addie hvergi svo ég hélt hún væri ennþá við fossinn en þegar ég gekk þangað var hún ekki þar. Ég hélt hún væri kannski að striöa mér svo ég klifraði upp á klett þar sem sér yfir Sandy Cove en ég sá engan, enga Addie. Svo kom ég auga á vatnalilju sem hófst og hneig rétt fyrir neðan fossinn en svo sá ég að þetta var ekki vatnalilja. Þetta var mannshönd — mannshönd meö skinandi demanti. Þaö var demanturinn á trúlofunarhringnum sem Jake gaf Addie. Ég flýtti mér niður að ánni og óö úti hana. Vatnið var mjög tært og ekki sérlega djúpt: ég sá andlitið á Addie undir yfirborðinu. Hárið á henni var flækt i greinaflækju á botninum. Þetta var vonlaust — ég þreif i hendina á henni og togaði af öllum kröftum en ég gat ekki bifað henni. Einhvern veg- inn, við munum aldrei vita hvernig, hefur hún dottið af fossinum og flækt sig I trénu á árbotninum. Það kaffærði hana. „Drukkn- un af slysförum”. Það stóð i krufningar- skýrslunni. Halló? TC: Já, ég er hérna. MARYLEE: Móðuramma min notaði aldrei orðið „deyja”. Þegar einhver dó, sérstaklega ef það var einhver sem henni þótti vænt um, þá sagði hún að hann hefði „burtkallast”. „Burtkallast” til betri staðar. Þannig lit ég á þetta. Addie var burtkölluð til að lifa með þvi sem hún elsk- ar. Börn. Börn og blóm. Fugla. Villijurta. TC: Mér þykir þetta svo leitt, frú Connors. Ég... MARYLEE: Það er allt i lagi, góði minn. TC: Ég vildi það væri eitthvað... MARYLEE: Ja, það var gott að heyra I þér. Og skilaðu kveðju til Jakes þegar þú nærð i hann. TC: Jake? JAKE: Þú hefur þá komist til baka. TC: 1 morgun. JAKE: Já, þú misstir þá ekki af brúð- kaupinu eftir allt saman. TC: Ég fékk bréfið þitt. Jake... JAKE: Nei. Þú þarft ekki að halda ræðu. TC: Ég talaði við Marylee Connors. JAKE: Nújá. (Averði) Hvað sagði hún? TC: Hún sagði mér hvað gerðist. JAKE: Nei nei nei! Það hefur hún ekki gert! TC: En, Jake, hún sagði... JAKE: Já, hvaö sagði hún? TC: Að þetta hefði verið slys. JAKE: Og trúirðu þvi? TC: Eftir þvi sem hún sagði mér kemur ekki annað til greina. HAKE: Hún veit ekki hvað gerðist. Hún sat á rassgatinu að lesa blöð. TC: Ja, ef það var Quinn hlýtur hann að vera töframaður. JAKE: Ekki endilega. En ég get ekki tal- að um það núna. Kannski fljótlega. Það gerðist dálitið sem gæti breytt öllu. Jóla- sveinninn var snemma á ferðinni i ár. TC: Ertu að tala um Jaeger? JAKE: Jamm! Póstmeistarinn fékk pakka. (Hann hló, gleðilaust) Slæmar frétt- ir fyrir Jaeger en góðar fréttir fyrir mig. Ég er að fara i bæinn aftur. Þú getur náð i mig á Prairie Motel á morgun. TC: Jake, biddu augnablik. Þetta hlýtur að hafa verið slys. Addie meina ég. JAKE: (þolinmóður einsog kennari að undirvisa fábjána) Ég skal segja þér eitt. Sandy Cove, þar sem þetta „slys” átti sér staðerá landi A.J. Millers. Þaö má komast þangaö á tvo vegu. Styttri leiöin og sú sem stelpurnar völdu, liggur yfir land Roberts Hawley Quinns. Adios, amigo! (Mér tókst ekki að sofna fyrr en undir morgun. Þar sem ég bylti mér fram og aftur i rúminu imyndaði ég mér i huganum hvernig Quinn gætihafa myrt Addie. Ég sá hann taka eftir þeim á leiðinni til Sandy Cove, sá hann elta þær og sá hann laumast að þeim. Svo þegar Addie fór að fossinum, þar sem hún var ekki lengur i augsýn syst- ur sinnar, þá hefur hann stokkið að henni, ógnaö henni með byssu til að hún æpti ekki upp yfir sig og siöan kaffært hana og flækt hárið i gamla trénu til að þetta liti sóma- samlega út. Vissulega var þetta möguleiki. En nema Jake heföi sitthvað meira i hönd- unum, var ég engu að siður tilbúinn til að trúa niðurstöðu krufningarinnar: „Drukknun af slysförum”. Mér tókstekki að sofa nema klukkustund. Þegar ég skreiddist frammúr komst ég auðvitaö að þvi að það var ekkert ætilegt i isskápnum svo ég fékk mér einungis kaffi og koniak i morgunverð. Svo fór ég að at- huga bréfin sem höfðu borist meðan ég var i burtu. Ég hafði átt afmæli 30. september og nokkrir kunningja minna höföu sent mér kort. Þar á meðal var Fred Wilson, rann- sóknarlögreglumaðurinn sem hafði kynnt mig fyrir Jake Pepper. Ég vissi að Jake ráðgaðist öðru hvoru við hann um málið en sjálfur hafði ég aldrei rætt um það við hann. (Ég greip tækifæriö.) FRED: Það er hann. TC: Fred? Það mætti ætla þú værir kvefaður. FRED: Hvort ég er. TC: Þakka þér fyrir afmæliskortið. FRED: Svona nú. Þú eyddir ekki pening i langiinusimtal bara útaf þvi! TC: Ja, ég ætlaði eiginlega að tala við þig um Jake Pepper. WJ F', < 'i RED: Svei mér þá! — það hlýtur að vera BV eitthvað til i þessu um GfBBgh hugskeytin. Ég var einmitt að hugsa um Jake þegar siminn hringdi. Þú veist að skrifstofan setti hann i TC: Hann drap tvo kúaþjófa. FRED: Hló en á eftir fylgdi heiftarlegt hóstakast) Ja, á þeim slóðum er það ekki kallað að drepa! TC: Nema hvað þeir voru ekki kúaþjófar. Þeir voru spilafélagar Quinns komnir að innheimta skuldir. Og satt aö segja held ég að dauði Addiear hafi ekki verið neitt slys. (Ég skýrði honum frá vangaveltum min- um um nóttina og rakti fyrir hann hvernig ég teldi mögulegt að Quinn hefði drepið Addie.) FRED: Þetta er kenning Jakes. TC: Nei. FRED: Nei. FRED: Ertu búinn að spinna þetta upp sjálfur? TC: Meira eða minna. FRED: Þrátt fyrir það er þetta það sem Jake heldur fram. Biddu við, ég þarf að snýta mér. (Hann snýtir sér.) FRED: Nokkur smáatriði til eða frá og þetta er nákvæmlega það sem Jake lagði fyrir skrifstofuna. Eins og ég segi: það hlýtur að vera eitthvað til i þessu með hug- skeytin. (Hann rakti fyrir mér sögu Jakes um fri. Þeir eru að reyna að fá hann til að hætta við málið. (Eftir að ég hafði sagt honum frá sfmtal- inu við Jake kvöldið áður sagði Fred:) Það kæmi mér á óvart ef þeir leyfa hon- um að halda áfram. Sko, Jaker er einhver sá klárasti sem ég hef komist i kynni við en i þessu máli er hann búinn að missa alla dómgreind. Hann er búinn aö berja höfðinu við steininn svo lengi aö hann er aö missa alla vitglóru. Ég meina: auðvitað var það hræðilegt sem kom fyrir kærustuna hans. En þetta var slys. Hún drukknaði. Jake get- ur ekki samþykkt það. Hann stendur úppá þaki og gargar MORÐ! Asakar svo þennan Quinn. TC: Kannski hefur Jake rétt fyrir sér. FRED: En kannski er maðurinn algjör- lega saklaus. Það viröist reyndar vera al- mennt álit. Ég hef talað við nokkra stráka á skrifstofunni hans Jakes og þeim ber saman um að það séu akkúrat engar sann- anir fyrir neinu. Stjórinn sagði mér að eftir þvi sem hann best vissi þá hefði Quinn aldrei drepið neinh. dauða Addiar og ég fann reiðibylgju stiga upp i mér. Hann, atvinnumaðurinn, haföi ekki getað fundið sennilegri skýringu heldur en ég. Ég hafði treyst á að hann hefði eitthvað áþreifanlegt til að byggja á. Ég var honum reiður en samtimis vissi ég að það var óréttlát reiöi.) Skrifstofan er milli tveggja elda. Þeir verða að taka Jake af málinu, hann er bú- inn að fara með sig! Hann berst umáhæl og hnakka, jú biddu fyrir þér! — en þetta verður að gerast. Eina nóttina, það var eftir að hann missti kærustuna, þá hringdi hann i mig. Hann var fyllri en hundraö Indiánar dansandi á kornakri! Hann sagöist ætla að skora Quinn á hólm i ein- vigi. Ég tékkaöi á honum morguninn eftir og þá mundi hann ekki einu sinni eftir þvi að hafa hringt. Þetta var hræðilegur dagur. Ég var svo taugaóstyrkur að ég réði mér varla. Hvaða rándýr sálfræöingur sem er getur frætt mann um að kviði orsakist af þunglyndi en þunglyndi segir sami sálfræöingur, er sprottið af kviða. I þessum vitahring eyddi ég deginum. Undir kvöld þoröi ég loks aö hringja: SÍMAVORÐUR: Góða kvöldið, Prairie Motel. Herra Pepper? Hæ Ralph, hefurðu séð Jake Pepper? Á barnum? Hann er á barnum, ég gef þér samband. BARÞJÓNN: Jake Pepper! Siminn til þin. Halló? Hver er þetta með leyfi? TC: Segðu honum það sé vinur hans frá New York. RÖDD JAKES: (Úr fjarska en færist nær) Auðvitað á ég vini i New York. Ég á vini i Tokyo, Bombay og New York. Halló, vinur minn frá New York! TC: Þú viröist kátur. JAKE: Ég er álika kátur og apaköttur betlarans. TC: Geturðu talað? Eða á ég að hringja seinna? JAKE: Þetta er ókei. Það er svo mikill hávaði hérna að enginn heyrir i mér. TC: (Varkár) Jæja þá. Hvernig gengur? JAKE: Ekkert æðislegt. TC: Er það skrifstofan? JAKE: (Furöu lostinn) Skrifstofan? TC: Já. Ég hélt þeir væru eitthvað að pirra þig. JAKE: Þeir eru ekkert að pirra mig. Ég er að pirra þá. Helvitis fifl! Nei, það er hálfvitinn Jaeger. Yndislegi póstmeistar- inn okkar. Hann er skithræddur. Vill stinga af frá öllu saman. Og ég veit ekki hvernig á að hindra hann i þvl. En það verð ég að gera. TC: Hvers vegna? JAKE: „Hákarlinn þarf beitu”. TC: Ertu búinn að tala við Jaeger? JAKE: 1 marga klukkutima. Hann er hérna hjá mér núna. Situr úti horni einsog kanina sem vill ekkert heldur en stinga sér oni holu. TC: Ég skil það. JAKE: Ég hef ekki efni á þvi. Ég verð að halda i gömlu geitina. En hvernig? Hann 64ra ára, á glás af seðlum og eftirlaunin á leiðinni. Hann er piparsveinn og nánasti ættingi hans á lifi er Bob Quinn! Frábært! Og hlustaðu nú: hann trúir þvi enn ekki að Quinn sé maðurinn. Hann segir, já kannski vill einhver gera mér mein en af hverju ætti það að vera Bob Quinn? Það getur ekki verið hann, hann er hold af mlnu holdi og álika röfl. Eitt veldur honum þó smákveisu. TC: í sambandi við pakkann? JAKE: Um-humm. TC: Var það utanáskriftin? Nei, það get- ur ekki verið. Var það myndin? JAKE: Sko strák. Þessi mynd er öðruvisi en hinar. Hún er ekki ný heldur tuttugu ára gömul. Hún er tekin á þjóðhátíðardaginn: Jaeger er i Kiwanisskrúðgöngu með Kiwanishatt á hausnum. Bob Quinn tók þessa mynd. Jaeger segist muna eft- ir þvi þegar hann tók hana af þvi hann reyndi seinna að fá myndina hjá Quinn en fékk hana aldrei. Þetta mundi 'ekki skipta miklu fyrir kvið- dómi en vandinn er að þetta skiptir heldur ekki miklu fyrir blessaðan póstmeistarann. Jú, hann er hræddur. En það er ekkert sem heldur i hann hérna og hann segir hann hafi alltaf ætlað að eyða siðustu árum sinum á heimshornaflakki. Ég er að reyna aö fresta þvi. Um óákveðinn tima. Heyrðu ég ætla að skreppa og hræra dálitið meira i kaninunni okkar. óskaðu mér gæfu og gengis. Og hafðu svo samband. Ég óskaði honum gæfu og gengis en þaö gekk hvorki né gaf: eftir innanvið viku voru póstmeistarinn og leynilögreglumaðurinn skildir að skiptum. Sá fyrrnefndi var farinn I heimsreisu en sá siðari var ekki lengur með málið. Það sem á eftir fylgir er útdráttur úr dag- bók minni á árunum 1975 til 1979. 20. október 1975: Talaði við Jake. Mjög bitur. Hann sagðist helst af öllu vilja segja upp en svo lengi sem hann væri á skrifstof- unni væri hann þó nálægt kjötkötlunum. Ef hann segði upp myndi hann lika missa eftirlaunaréttinn en á þvi hefur hann engin efni. 25. nóvember 1975: Þakkargjörðardagur. Vaknaði i morgun og mundi aö það er ár liðiö frá þvi Jake hitti Addie I fyrsta sinn. Ég ákvað að hringja ekki i hann: það gæti ýft upp sárin. Hringdi i Fred Wilson og hann sagðist hafa heyrt að Jake væri önn- um kafinn við að elta kúaþjófa. Þeir höfðu sett ungan strák, einhvern Nelson, i hitt málið sem þeir voru farnir að kalla „Skröltormagryfjuna” en það er vist bara aö nafninu til. Opinberlega eru þeir enn aö rannsaka málið en i reynd eru þeir hættir. 5. desember 1975: Talaöi við Jake. Það l>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.