Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 6
VtSIR Laugardagur 21. febrúar 1981. Þurfa Þórshafnarbúar að fá togara? i allri umræðunni um Þórshafnartogarann alræmda er gengið út frá því sem staðreynd# og skiptir þá ekki máli hvort umræðan fer fram í þing- sölum> Framkvæmda- stofnun, fjölmiðlum eða manna á milli. En sú staðhæfing hefur aldrei verið sönnuð, það hafa ekki einu sinni verið leidd að henni skynsam- leg rök. Meira að segja Þórshafnarbúar sjálfir hafa alia tið vitað að togarakaup voru alls ekki besti kosturinn til að bæta atvinnuástand þar í sveit. Þeir hafa árum saman barist fyrir að verða aðnjótandi fiskmiðlunar og sótt það mál við alla sjávarútvegsráðherra undanfarinna ríkis- stjórna, en engan hljóm- grunn fenqið. Steingrfmur Hermannsson Sverrir Hermannsson Eggert Haukdai Hjörleifur Guttormsson Stefán Vaigeirsson Ragnar Arnalds Þórshaf narmálió: Kari Steinar Guönason ÍOB Ólafur Rafn Jónsson, sveitar- stjóri á Þórshöfn. ] Ni ú er leitaö aö synd lasel l Þaö er ekki fyrr en töfraorðiö „togari” er nefnt að bændahetj- an Stefán Valgeirsson tekur viöbragö, að eigin sögn til að bregðast ekki kjördæmi sinu, og drifur málið i gegn. Togara skulu þeir fá, hvað sem það kostar. Samtryggingin leggst á eitt um að pota málinu þegjandi og hljóðalaust i gegn. N.-Þingey- ingar skyldu fá togara án þess að leggja út eyri af kaupverðinu og allar reglur um fiskiskipa- kaup frá útlöndum voru óþarf- ar, væntanlega vegna „sér- stakra ástæðna". Þingmenn kjördæmisins skrifa rikisstjórninni bréf og biðja um togara fyrir Þórshafnarbúa, rikisstjórnin biður Framkvæmdastofnun um umsögn á aðstæðum og stofnun- in sendir stjórninni svar þar sem mælt er með togarakaup- um og rikisstjórnin samþykkir 1. ágúst þessi dæmalaust merki- legu togarakaup. Visir sagði frá því í nóvember Visir varð fyrstur til að vekja athygli á þessu máli i frétt 14. nóvember á siðasta ári. Dag'inn eftir tók undirritaður málið til meðferðar i fréttaauka og gerði þar grein fyrir helstu atriðum þess. Siðan hefur málið þróast svo að það er nú eitt heitasta mál samfélagsins. Stórmenni þjóðarinnar segja að mistök hafi veriö gerð og þreyta miklar kappræður um hverjum sé um að kenna, en fáum virðist detta i hug að rétt væri að leiðrétta mistökin. Fjölmiðlarnir nota meirihlutann af fréttarými sinu fyrir málið og tiunda orð spek- inganna dyggilega, ritstjórnar- greinar fjalla hver af annarri um efnið og snilli- og stóryrða- smiðir láta að sér kveða. Ógott mál, þarf að leysa niður um menn, hneyksli, skitamál, fyrirgreiðslupólitik og fleira i þeim dúr er nefnt. Glöggskyggni máttarstólpanna Atkvæöasmalarnir eru bless- unarlega sammála um að Þórs- hafnarbúar skuli fá sinn togara og það er ákveöið mál. Þeir stagla um framkvæmdaatriöi, sem þeir segja réttilega aö séu fyrir neðan allt velsæmi og- enganveginn samboðin æöstu forsjá landsmanna, og þar koma margar fávislegar athugasemdir á daginn. Ein er sú að nú geta máttar- stólparnir með engu móti skilið hvernig i ósköpunum verðið á skipinu getur orðið svo hátt sem raun ber vitni. . i fyrstu frásögnum Visis af málinu, 14. og 15. nóvember, er skilmerkilega greint frá þvi að liklegt verð muni að lokum verða 3,5 milljarðar króna. Þeir visu menn vissu að þeir höfðu heimilað kaup á rækjutogara og það ber glöggskyggni þeirra ekki gott vitni að þeir gera sér þess ekki grein að það verður að breyta rækjutogara til að hann henti til bolfiskveiða og breytingar kosta peninga. Engin smámál verður að finna. Umræöa siðustu daga bendir að visu mjög á þann sem á að jarða og raunar einnig hver eða hverjir taka það að sér. Allt mála- vafstur máttarstólpanna beinist nú að þvi að finna sökudólg til að jarða og sökudólgurinn er vafa- laust ungu athafnamennirnir á Norð-austurhorninu, sem eru að reyna að rétt hlut sinna byggða. Undrun máttarstólpanna á heildarverði skipsins, athuga- semdir um að misnota óútfyllt- ar ávisanir og jafnvel aðdrótt- anir um óprenthæfar ástæður til að þeir mættu ekki á samninga- fund við Frakka um ákveðið skip, og fleira i þeim dýr, benda eindregið til að verið sé að smiða gálgann handa norðan- mönnum. Það er þá ekki úr vegi að lita á Allt það sem menn nú deila um i þessu máli eru vissulega atriði, sem vert er umað fjalla, það eru engin smámál hvernig máttarstólpar samfélagsins standa að sinum atkvæða- veiðum. Það er heldur ekkert smámál þegar rótgrónir þingmenn, eins og Stefán Valgeirsson, eftir öll þessi ár á þingi, hafa ekki uppgötvað að hagur einstakra byggðarlaga verður ekki aðskilinn frá þjóðarhag. Og margir hafa lýst þeirri skoðun sinni að málið sé einskonar prófmál á samvisku . máttarstólpanna og fleira muni fylgja á eftir. Hver ætlar aö jarða hvern? ,,En hver á að jarðann,” sagði Steinn Steinar. Nú er forvitnilegt að vita hvern á að jarða og hvernig. Syndasel Sigurjón Valdimarsson skrifar þeirra „sök”. Til að byrja með er rétt að geta þess "að á Þórs- höfn er mjög nýlegt frystihús, vel búið og að mati þeirra sem um það fjalla, frábærlega vel rekið að öllu leyti. Heimamenn vildu fiskmiölun, en ekki togara Um langa hrið hafa þessir menn barist fyrir skynsamleg- um úrbótum á atvinnusviði byggða sinna, og eins og fyrr var nefnt, hefur borið þar hæst að þeir hafa beðið um fiskmiðl- un. Þeim er ekki svarað af neinni alvöru heldur er einhverju hreytt i þá, nánast með orðunum, hafiði þetta eða þið fáið ekki neitt. Þeir óskuðu ekki eftir að fá togara, fyrr en þeir voru úrkula vonar um að máttarstólparnir rriundu veita þeim hagkvæma úrlausn, vegna þess að margnefndir máttar- stólpar veigra sér við að marka stefnu i fiskveiðimálum. Þess vegna urðu þeir að fá togara. Lái þeim svo hver sem er, að þeir skuli vilja fá gott og nýlegt skip, þegar þeir loksins eftir langa hrakfarasögu, fá bunka af óútfylltum ávisunum i hendur. Hverá aöborga? Það er ekki liklegt að stjórnmálaskörungunum með öll sin snilliyrði mistakist að bjarga sinu skinni heilu út úr þessari hriö, þeir hafa lent i vondum veðrum fyrr og það er heldur ekki sennilegt að þeim mistakist að jarða ungu menn- ina fyrir norðan. En eftir stendur enn spurningin um hver eigi að borga. Það er jú um það samið hvert á að borga kaup- verðið i fyrstu lotu, það heitir lán til kaupenda með ábyrgð þjóðarinnar. Siðan kemur að þvi að greiða og þá falla allir vixl- arnir á ábyrgðarmennina, þ.e.a.s. þjóðina. Framkvæmdastofnun hefur reiknað út að miðað við meðal- rekstur minni togara muni útgerðin geta greitt um 900.000 krónur á fyrsta árinu upp i vexti og afborganir. Það sem á að Bréf Framkvæmdastofnunar til rikisstjórnarinnar „Stjórn Framkvæmdastofn- unar rikisins bendir á að jafnt fyrri scin siðari athuganir á vegum stofnunarinnar á at- vinnumálum Þórshafnar leiöi i ljós að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir til að auka og jafna fiskafla á staðnum. Með þvi móti einu vcrði full at- vinna tryggö á Þórshöfn og jafnframt góö afkoma frysti- htissins og sveitarfélagsins. Stjórnin telur að likleg leið til að ná þessu marrkmiði, miðað viö rikjandi aöstæður, sé að -fenginn veröi togari, nægilega stór til að geta náð til fiskimíöa allt frá Vestfjöröum til Suð-Austurlands. Sá togari vcrði rekinn sameiginlcga af aðiium á Raufarhöfn og Þórs- höfn eins og gert er ráð fyrir í sérstöku samkomulagi. Jafnframt verði lögö áhersla á samræmingu rekstrar og náið samstarf fiskvinnslustöðvanna I þess- um plássum. Mun Framkvæmdastofn- unin bjóða fram. aðstoð við skipulagningu þessa sam- starfs og skipulag fiskvinnslu- stöðvana og togaraútgeröar”. Og siðan: „Til þess að tryggja sem best árangur þessara aögerða lcggur stjórnin áherslu á að hraöaö verði vegabótum á milli staðanna til að stuðla að hindrunarlitlum fiskflutning- um á milli staðanna og öðrum nauösv nlegunt samskiptum. Bent skal á að I starfsáætlun byggðadeildar er gcrt ráð fyrir gerð sérstakrar áætlunar um eflingu atvinnu og byggöar á Austurlandi”. i bréfi frá Sverri Hermanns- svni dags. 8. júli til forsætis- ráöherra. borga er hins vegar 7.525.000,00 Mismuninn, 6,6 milljónir, verður þjóðin að taka á sig nema þjóðmálaskörungarnir ætli að nota rekstrartapið sem ástæðu til að jarða norðanmenn. 35.000 krónur á hverja f jölskyldu Til að gefa lesendum hug- mynd um stærð þessa dæmis má benda á ýmsar staðreyndir. fbúar staðanna, Raufarhafnar og Þórshafnar eru samtals um 940. Það þýðir að verði tapinu skipt á þá, koma 7.050,000 krón- ur á hvern ibúa eða 35.250.0C á fimm manna fjölskyldu. (Rúmlega 3,5 milljónir gaml- ar). Ennfremur má benda á aö tekjustofnar þessara sveitar- félaga gefa af sér samtals tæp- lega 6 milljónir króna, þannig að þótt allt fé hreppanna færi i reksturinn, dygði það ekki til. Þessar staðreyndir vilja máttarstólparnir ekki lita á og segja að öll ábyrgðin sé hjá öðrum. Hvers vegna? Það er óskiljanlegt, þvi oft hefur verið á þetta bent, m.a. strax i fyrstu fréttum Visis af málinu. Þeir reyna að láta svo lita út sem þeir séu að gera norðanmönnum vel, en sú saga er ekki öli. Bakkafullur lækur Það er sjálfsagt að bera i bakkafullan lækinn að birta hér viðtöl við þá menn, sem komið hafa við sögu þessa máls undan- farna daga, svo mikið hefur verið eftir þeim haft i fjölmiðl- um. Af nógu er þó að taka, þvi undirritaður hefur átt viðtöl við marga þeirra á allra siðustu dögum og geymir þau á snæld- um. Það má þó gefa örlitið sýnishorn af ummælunum. Steingrimur Hermannsson: „Það er alrangt að ég hafi flutt nokkur tilmæli” Sverrir Hermannsson: „En Steingrimur sagði að viðhorf rikisstjórnarinnar væri nú..„” Karl Steinar Guönason: „Annaðhvort Steingrimur Hermannsson eða Sverrir Hermannsson hafa sagt ósatt.” Steingrimur Hermannsson: „Vitanlega er það ljóst að þessir aðilar fyrir austan haga sér alveg eins og kjánar.” Sverrir Hermannsson: „önnur eins vinnubrögð, eins og fulltrúa þessa félags, þarna fyrir norðan eru fátið.” SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.