Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 7

Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. febrúar 1981. Molar Jill Clayburgh og Walter Matt- hau leika aðalhlutvekin i mynd- inni First Monday in October se.m nu er verið að gera í Bandarikj- unum. Matthau leikur hæstarétt- ardómara i frjálslyndara lagi en Clayburgh leikur lögfræðing sem verður fyrsta konan til að setjast I hæstarétt Bandaríkjanna. Hún er í ailra ihaldsamasta lagi og það kemur til árekstra milli þeirra tveggja. Annars er það helst talið til tiðinda í umfjöllun banda- riskra blaða um þessa væntan- legu mynd að þetta verður vafa- laust i fyrsta sinn sem Walter Matthau leikur i mynd þar sem hann þarf ekki að spranga um á nærbol og röndóttum nærbuxum. Sú fræga blaðakona, Oriana Fallaci, var eitt sinn spurð hvaða persónur sögunnar hún vildi helst eiga viðtal við. Hún fékk 18 val- kosti: 1.-2. Adam og Eva. (Þau komu þessu öllu af stað.) 3.-5. Jesús Kristur, Júdas og Maria Mey. (Ég er viss um að Júdas hefur haft sitthvað að segja um Meistarann. Og svo er þessi spurning um meydóm Mariu. Ætli það hafi verið einhver sætur rómverskur hermaður? Og hvar var sonur hennar milli 12 og 30 ára aldurs?) 6. Alexander mikli. (Dásamlegt fifl). 7. -8. Hómer og Shakespeare. (Sumir segja að Hómer hafi ald- rei verið til. í viðtalinu myndi ég ganga rækilega úr skugga um það, til dæmis með þvi að fá að lita á fæðingarvottorðið). 9. Spartacus. (Einhver mesti maður sem lifaö hefur.) VISIR 10-12.*. M'Ósfe's..*.Sþlómon og. Dorttningin af Saba. ( Hvernig gæti ég undanskilið þau?). 13.-14. Hitler og Napoleon. (Hvað var Hitler alltaf að fitla við Evu Braun? Og ég myndi spyrja skepnuna Napoleon um listaverk- in sem hann stal frá Flórens.) 15. Jóhanna frá örk. (Hlaut, sem kvenréttindakona, aö taka hana með.) 16.-17. Lenin og Marx. (Auðvitað varö ég að hafa Lenín með. En til hvers að tala við Lenin án þess að lala við Marx? Það þyrfti t.a.m. að spyrja hann um meðferðina á eiginkonunni. Hvar var vinnuverðgildiskenn- ingin i þvi sambándi? Hann fór með hana eins og lénsherra með leiguliða sem hann á með húð og hári. Immanuel Kant hefði áreiðanlega haft eitthvað til mál- anna að leggja um þetta mis- ræmi). 18. Maður eða kona frá öðrum hnetti — eða Dinósárus. (Ég minntist ekki á Davið, Machia- 7 velli, Marco Polo, Tróju-Helenu, Dante, Xerxes, Rimbaud. Þvi miður varð ég að undanskilja þau öll. Þvi, i sannleika sagt, langar mig að nefna siðast menn eða konu frá öðrum hnetti. Aö þvi er virðist kemur það fortiðinni ekki við en ég er þó ekki viss. Mann- legri greind fer hrakandi og ég er hrædd um að þegar risaeðlurnar skriðu um svörðinn hafi mann- skepnurnar verið nógu klárar til að komast tl annarra hnatta án hjálpar NASA.) PH LEX-orlof shús TILBÚIN TIL UPPSETNINGAR 145 þús. jeprasen > : •t-- herbergi 5,5 ferm bað 4 ferm Stofa 17 ferm forstofa 3 ferm 4^-- ferm Borðstofa herbergi 5,5 ferm ii eldhús !! 4 ferm ii -- Skemmtilega hannað — er í einingum. Innréttingar í eldhús, bað og svefnherbergi fylgja Einangrað samkvæmt íslenskum staðal. Grófbylgjaðar Etirnit plötur á þaki. Hannað fyrir íslenskar aðstæður. Upplýsingar í síma 13843 Rós í hnappagatið Yorum að taka heim gullfalleg eikarhúsgögn fró Svíþjóð \ö' e sJÍr <$■ s Síðumúla 23 — Sími 84200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.