Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 12
VlSIR
Laugardagur 21. febrúar 1981.
Mauratónlist
Sú hljómsveit sem einna mesta athygli hefur vakiö i Bretlandi
undanfarið er Adam and the Ants. Þessi hljómsveit hefur átt
hvert lagið af ööru á vinsældarlistanum yfir smáskifur þar i
landi og um tima voru þau 4 talsins lögin með Adam and the
Ands sem gistu listann. Einnig hefur breiðsklfan Kings of the
Wild Frontier haldið toppsætinu um nokkurra vikna skeiö.
avari; — „
hvitír i onar
Nafn trommarans Phil Collins er tengt nær órjúfanlegum böndum nafni hljóm-
sveitarinnar Genesis. Allt frá því Collins steig úr trommarasæti sínu og hóf upp
raust sina er Peter Gabriel yfirgaf Genesis um miðjan síðasta áratug og til dagsins
í dag, hefur Collins haft lag á að koma mönnum i opna skjöldu.
Pönk
En hvaða fyrirbæri er þetta
eiginlega kynni einhver að
spyrja. Adam Ant forsprakki
hópsins er lærður myndlistar-
maður og stofnaði fyrstu útgáf-
una af hljómsveitinni árið 1976
um svipað leyti og Sex Pistols
gerðu garðinn frægan. Komst
Adam brátt i tæri við Malcolm
McLaren klámbúðareiganda og
umboðsmann Sex Pistols og
annar aðili i sömu starfsgrein
Jordan að nafni gerðist umbi
Adams og mauranna. Jordan
tókst með bellibrögðum að bóka
hljómsveitina á ýmsa klúbba á
fölskum forsendum og hafði það
ýmsarmiður góðar afleiðingar i
för með sér. Þegar pönkkvik-
myndin Jubilee var i fram-
leiðslu tokst Jordan að koma
Adam and the Ants i hlutverk i
myndinni. Skapaði þetta hljóm-
sveitinni nokkra hylli. Ekki
gekk þeim þó allt i haginn. Litil
sjálfstæð hljómplötuútgáía tók
að sér að gefa út nokkrar litiar
plötur með hljómsveitinni og
eina breiðskifu, en aldrei komu
inn neinar tekjur fyrir gerð
þessara piatna.
Einn á báti
Árið 1979 stóð Adam uppi með
nafnið á hljómsveitinni en enga
liðsmenn þarsem Malcolm
McLaren hafði hreinlega stoliö
hljómsveitinni (heitir nú Bow
Wow Wow), frá honum. Adam
var þó ekki á þvi að gefast upp
þó pönkguðinn McLaren hefði
rekið hann útúr paradis.
Raunar segist Adam vera
McLaren mjög þakklátur fyrir
að hafa gert sér þetta þvi það
var ekki fyrr en eftir að þetta
gerðist að hjólin fóru að snúast
honum i hag. Adam skaut á
fundi með gitarleikaranum
Marco, setti hljómsveit á lagg-
irnar og saman pældu þeir i
hvaða stefnu þeir ættu að taka.
Þeir leituðu til Afriskrar þjóð-
legrar tónlistar m.a. tónlistar
Zulu manna, könnuðu tónlist
ameriskra indiána og annarra
frumstæðra þjóðflokka og
reyndu að sameina áhrifin hefð-
bundnu rokki. „Við ákváðum að
finna tónlistinni okkar mjög ein-
kennandi hljóm sem auðvelt
væri að þekjkja hana á.Einsog
þegar þú heyrir i Abba, þa
veistu að það eru Abba”, segir
Adam Ant. „Pólarnir tveir i tón-
list okkar eru tveir trommuleik-
arar og Adam annast sjálfur
sönginn, Marco leikur á gitar og
þeir semja einnig allt efni
hljómsveitarinnar. Krafturinn
er svo i trommuleiknum og
bassaleiknum. Textarnir fjalla
um Antmusic og Sexpeople, eða
einsog segir i einum textanum,
að þá dreymir um nýtt skeið
mauratónlistar. Music for the
future / don’t be square be there
/ all good clean fun / Antmusic
for Sexpeople / Sexpeople for
Antmusic.
Vinsældir Adams and the Ants
eruef til vill aðeins loftbóla sem
á eftir að springa, en það kemur
i ljós með næstu plötu þeirra
hvort þeim tekst aö halda at-
hyglinni jafn óskiptri og nú
siðustu vikurnar.
—jg
Fjölbreytni
Þaö átti enginn von á öðru en
að dagar Genesis væru taldir er
andlit hljómsveitarinnar,
söngvarinn og leikarinn Peter
Gabriel tilkynnti brottför sina
árið 1975. Þaö kom mönnum þvi
verulega á óvart hversu kraft~
mikill söngvari Phil Collins
reyndist vera. Þessi trommari
sem i æsku hafði fengist við
leiklist, er á meðal bestu
trommara Breta i dag þó hann
sé ákaflega umdeildur.
Vinsældir Genesis eru gifurleg-
ar og virðast þeir geta boðið
ádáendum sinum næstum hvað
sem er án þess að styggja þá
einsog v insældakosningar
Melody Maker sl. ár sýndu
glöggt. Genesis vann yfirburða-
sigur á flestum sviðum i þeim
kosningum, þrátt fyrir að platan
Duke sem út kom i fyrra hafði
ekki fengið sem besta dóma.
Phil Collins er sá þeirra
þremenninga sem skipa
Genesis sem auöveldast á með
að vinna með ólikustu tónlistar-
mönnum. Meðal þeirra sem
hann hefur leikiö með eru
Robert Fripp, Brian Eno, Peter
Gabriel, John Martyn og John
Stevens, auk þess hefur hann
djammaö með Pete Townsend.
Einnig hefur hann verið
meölimur jazzrokk sveitarinnar
Brand X, meö skrykkjum frá þvi
hún var stofnuð.
Face Value
1 viðtali við Melody Maker
sem birtist nýlega i tilefni nýút-
kominnar sólóplötu hans Face
Value, kemur m.a. fram að
Genesis eru að vinna að nýrri
plötu um þessar mundir. Einnig
kemur ýmislegt annað fram,
s.s. þaö aö skoöanir þeirra
Genesismanna stangast nokkuð
á hvaö úrvinnsluaðferðir
snertir. Phil er mjög hneigður
aö svartri tónlist og á
sólóplötunni sinni notar hann
m.a. jazzrokk bassistann
Alphonso Hohnson, blásarasveit
Earth Wind & Fire og kór
blökkubarna til aö fá fram soul
áhrif i tónlistina. Útse.triingar
eru allar léttari og frjálsari en
hjá Genesis og meiri tilfinning
rikir i flutningi laganna.
Genesis plata
,,Ég átti mjög mikið af lögum
sem ekki voru Genesis-leg”
segðir Phil Collins. „Og lög sem
hefðu ekki komið til með að
hljóma einsog ég vildi ef ég
hefði látið Genesis spila þau
inn”. Um nýju Genesis plötuna
sem er i bigerð segir Phil m.a.
„Viö eigum nóg efni á tvær plöt-
ur” og að auki segir hann að
hver um sig eigi nægjanlegt efni
á fleiri sólóplötur. Þau lög sem
hljóðrituð verða fyrir næstu
Steve Winwood — Arc
of a Diver Island ILPS
9576
Steve Winwood á margt
sameiginlegt með nafna sin-
um Wonder. Báöir hófu þeir
feril sinn mjög ungir að árum
og vöktu strax mikla athygli.
Þeir eru báöir verulega
snjallir að handleika hin ýmsu
hljóðfæri og semja mjög góö
lög sem hreinlega setjast aö i
huga manns. Steve Winwood
sendir nd sina aðra sólóplötu á
markaðinn og vinnur hann allt
sjálfur d þessari plötu. Hin til-
finningarika söngrödd Win-
woods nýtur sin mjög vel á
lögunum sjö sem eru á plöt-
unni eru. Gamla Traffic til-
finningin svifur yfir vötnunum
án þess þó aö brjótast i gegn
að verulegu leyti og i heildina
er þessi plata mjög þétt og
heilsteypt. Textasmiðirnir
þrir sem S.W. fær til liðs viö
sig hafa smiðaö visur sem
falla vel að lögunum. Hljóð-
færaleikurinn er einfaldur en
þó mjög smekklegur og kemst
Winwood mjög vel frá honum.
Arc of a Diver er plata sem
sækir sjálfkrafa á fóninn eftir
að hdn er einu sinni komin i
grennd við hann.
Genesis plötu verður allt saman
efni sem þeir hafa unnið i sam-
einingu.
I viötalinu i MM kemur einnig
fram að þegar Keith Moon
trommari Who lést, bauðst Phil
til aö segja starfi sinu i Genesis
lausu til að taka sæti Keiths i
Who. Pete Townshend var hins-
vegar nýbúinn að ráða Kenny
Jones i starfið og eiga Genesis
aðdáendur Kenny þessvegna
ýmislegt að þakka. Phil segist
vera ánægður með stefnu
Genesis og ætla að halda starfi
sinu áfram til að reyna ýmislegt
s.s. að stofna nýja hljómsveit á
næstunni, en bætir siöan viö
„Það verður ekki á kostnað
Genesis”. • — jg
1965- 80
Adam & the Ants
Basement
5 — 1965 — 1980 Is-
land ILPS 9641
Basement 5 er rokk/reggae
trió/kvartett, sem um margt
minnir á frumherja pönksins.
Forsprakki hópsins Dennis
Morris er svartur semog bass-
istinn Leo og gitaristinn J.R.,
en trommarinn Richard Du-
danski sem er hvitur, starfaði
áður með Public Image. Hann
virðist vera eins konar auka-
meðlimur hljómsveitarinnar.
Dennis ólst upp á meðal hvitra
barna og þar var þaö rokkið
fremur en reggaeiö sem átti
hug hans. Þegar pönkiö hóf
innreið sfna fylgdist hann meö
þvi, fyrst sem „freelance”
ljósmyndari en siðar sem
starfsmaður Island útgáf-
unnar. NU er Dennis söngvari
og hugmyndarfræöingur
Basement 5, pólitiskrar
hljómsveitar sem hellir úr
reiðiskálum sinum á plötunni
1965—1980. Tónlistin er þungt
og hrátt rokk annarsvegar og
hinsvegar grunnt reggae eða
dub sem bassinn keyrir aðal-
lega áfram. Að minu mati er
B.5 ein athyglisveröasta
hljómsveit Breta i dag og
plata þessi verulega góð
áheyrnar.