Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Laugardagur 21. febrúar 1981 VÍSIR útgelandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarlulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra Irétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. lþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emll Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirtkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. . Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla8, Símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholtl 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölú 4 nýkrónur eintakið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. t framhaldi af strandi Heimaeyjar, þar sem tveir ungir sjómenn fórust hafa spunnist ósmekkiegar umræóur og getsakir um, hver beri sök á þvi aö aðstoð varðskipsins Þórs var afturköiluð. í fárviðrinu á mánudaginn rak Heimaey frá Vestmannaeyjum stjórnlaust upp í brimgarðinn við Þykkvabæjarf jörur með þeim hörmulegu afleiðingum að tveir ungir menn fórust. Þessi at- burður hefur verið í fréttum undanfarna daga og þá einkum vegna þess að aðstoð varðskips var hafnað þegar líklegt má telja að bjarga hefði mátt skipi og mönnum. Heimaey var að veiðum norðan við Eyjarnar, en fékk net i skrúf u. Kallað var eftir aðstoð og voru tvö fiskiskip nærstödd ásamt varðskipi. Annað skipið, ölduljónið, kom taug yfir í Heimaey, en hún slitnaði. Togaranum Sindra tókst heldur ekki að koma björgun við vegna veðurofsans. Meðan Heimaey hraktist stjórnlaus undan veðrinu í átt að brimgarðinum, var haft sam- band við varðskipið Þór, og það beðið um aðstoð. Skömmu síðar var hinsvegar sú aðstoð aftur- kölluð og kom varðskipið hvergi nærri hinu nauðstadda skipi. Strax á þriðjudagsmorgni kvis- ast út, að ástæðan fyrir aftur- kölluninni hafi verið vegna þeirra björgunarlauna sem varð- skip kref jast undir slíkum kring- umstæðum. i fyrstu var fullyrt að trygg- ingafélagið hefði bannað að beðið yrði um aðstoð varðskips- ins. Ótímabærar yfirlýsingar frá Höskuldi Þráinssyni skipherra á Þór voru skildar á þann veg. Þessu hefur tryggingafélagið mótmælt harðlega, enda illt undir því að sitja, þegar það reynist rangt með öllu. Engum er til sóma, allra síst viðurkenndum og virtum skip- herrum hjá Landhelgisgæslunni að vera með hvatvísar ásakanir í svo alvarlegu máli. Það er vafasamt í meira lagi þegar löggæslumenn á borð við skipherra fara með dylgjur og getsakir gagnvart þriðja aðila, áður en rannsókn og sjóprófum er lokið. Það eina sem liggur staðfest fyrir, er að beiðni til varðskipsins var afturkölluð, og væntanlega kemur það t Ijós við sjópróf, hvaða aðili tók ákvörðun um þá afturköllun. Allar ásakanir geta beðið að svo stöddu. Hitt er sérstakt rannsóknaref ni hvernig það megi vera að varð- skip er ekki umyrðalaust fengið til hjálpar nauðstöddum skipum. Sagt er að björgunarlaun varð- skipsmanna séu svo há og íþyngj- andi, að útgerð og skipstjórnar- menn tregðist við að leita að- stoðar þeirra, jafnvel þótt illa standi á. Þetta er auðvitað forkastan- legt með öllu. Mannslíf verða ekki metin til fjár og líf sjó- mannsins er meira virði en öll þau björgunarlaun, sem sett eru upp. í rauninni kemur það leik- mönnum og landkröbbum á óvart, að heyra um þá tiihögun að björgunarlaun renni að veruleg- um hluta beint í vasa varð- skipsmanna: að þeir hagnist per- sónulega á því að bjarga mönn- um og skipum úr neyð. Menn hafa staðið í þeirri meiningu að starfsmenn landhelgisgæslunnar hefðu það hlutverk að vernda og bjarga íslenskum sjóförum, án þess að f yrir það kæmu sérstakar björgunargreiðslur. í því tilviki sem hér er um rætt hefðu björgunarlaun vegna Heimaeyjar numið hundruðum þúsunda nýkróna og þar af fengi áhöfnin 25% launanna. Þetta er ótrúlegt en satt. Og það er ömurlegur og hörmulegur sannleikur, að vangaveltur um slíkar greiðslur geti kostað mannslíf að ófyrirsynju. Það er óviðurkvæmilegt að hafa uppi gagnrýni á einn eða annan vegna þessa atburðar. Að- eins er hægt að lýsa yfir hryggð og setja fram þá ^kýlausu kröfu að björgun mannslífa verði ekki metin til fjár. I Ibseh i tísku í Kína g Menningarbylting stóö yfir I B Kina og óróinn mikill. Bókum | var brennt. öllum sem ofsa- h trilarmönnum Rauða varöliðs- ■ ins voru ekki þóknanlegar. Ef ig Rauðakveriö er undanskilið R voru fáar bækur þeim þóknan- ■ legar. Meðal þess sem fór á bál- m ið voru verk norska leikrita- H skáldsins Henriks Ibsens en H hann hafðiáður verið i nokkrum ■ metum með kinverskum. Nú ee var hann ekki Maó að skapi. Æ | siðan hefur litið farið fyrir Ibsen g| þarna austur frá en nú er að B veröa breyting á. Eftir umrót ■ menningarbyltingarinnar hafa ■ Kinastjórar á ný komist aö ■ þeirri niðurstöðu að ýmsir vest- * rænir dekadentar séu ekki með I öllu slæmir og tæknikratanum ■ Deng Xiaoping er til að mynda ekkert illa við Ibsen. Þvi var ■ leyfð Utgáfa á verkum hans að nýju og Kinverjar eru ekki smá- tækir: þeir ætla að gefa út öll leikritin hans tuttuguogfimm og skipta i átta bindi. Til aö gera útgáfuna enn veglegri eru einn- „ ig gefin Ut rit annarra höfunda I um Ibsen fyrst og fremst*Georg Brandes og George Bernard Shaw. Umbótamaður Forstjóri útgáfufyrirtækis rikisins í Kina — þaö forlag heit: ir aö sjálfsögðu Alþýöubók- menntaUtgáfan — heitir Lu Yuan. Hann segir að þessi út- gáfa á verkum Ibsens sé stærsta verkefni sem Kinverjar hafi tekist á hendur, ,,og við gerum það vegna þess að við litum svo á að Ibsen sé nútimanum nokk- urs virði. Umbótasinnaðar skoðanir Ib- sens eru að sjálfsögðu i fullu gildi enn i dag og geta komið að góðum notum”, segir Lu Yuan. „Ibsen réðist gegn gamaldags, forpokuðum hugsunarhætti og það fellur i kramið hjá okkur Kinverjum sem eigum i svip- aðri baráttu, til dæmis við léns- herratilhneigingar innan stjórn- kerfisins. Við þurfum á Ibsen að halda til að fá fólk til að hugsa sig um.” Hin nýja Ibsen-aðdáun kin- verskra stjórnvalda er þegar farin aö segja til sin. ,,Brúðu- heimilið” var nýlega sent tvi- vegis Ut i sjónvarpinu austur þar og vakti mikla athygli. Lu Yuan segir það ekkert kyn þvi einmitt nú séu kinverskar konur fyrir alvöru að reyna að brjótast undan aldagömlum fordómum og venjum og verk Ibsens verði þeim vopn i hönd. Pappirsskortur Það er svo skrýtið að það sem helststendur kinverskum Ibsen- áhugamönnum nú fyrir þrifum er sem sagt alls ekki andstaða stjórnvalda hejdur hreinn og beinn pappirsskortur. Fyrsta bindiðsem hefst einsog venja er á leikritinu Catilina kemur ekki út fyrr en á næsta ári og siðan munu liða tvö ef ekki þrjú ár áöur en öll bindin átta komast á markað. Alls verður heildar- verkið gefið út i 30 þúsund ein- tökum en þar fyrir utan verða nokkur einstök verk gefin út sér og þá i 100 þúsund eintaka upp- lagi. Ef ekki kæmi til pappirs- skorturinn væru þessar tölur sénnilega allt að helmingi hærri. Fyrir tveimur árum siöan þreifaði Alþýðubókmenntaút- gáfa fyrir sér um Ibsen-undir- tektir með þvi að gefa út i einu bindi leikritin Máttarstóipa samfélagsins, Afturgöngur, Brúðuheimilið og Þjóöarnið- ing. Upplagið stóö á 80 þús- undum og seldist upp á skammri stundu. Aðallega munu það hafa verið mennta- menn af eldri kynslóð sem gripu fegins hendi þetta tækifæri til að endurnyja kynni sin af Ibsen en hann var i hávegum hafður i staklega áður en kommúnistar tóku stjórnina i sinar hendur árið 1949.1 Kiria er litið svo á.aö hann hafi haft afgerandi áhrif á þjóðfélagsumbótahreyfinguna „4. mai” sem hafði mikil áhrif á kinverskan æskulýð á árunum 1920- 30. Þeir sem yngri eru þekkja minna til Ibsens en vilj- inn sýnist vera fyrir hendi. Fyrst útgefið 1917 Það er raunar langt siðan Kinverjar fengu fyrst smekk fyrir Ibsen og fyrstu þýðingar á verkúm hans munu hafa komið út i Kína þegar árið 1917. Nú verður á vegum Alþýðubók- menntaútgáfunnar farið yfir allar fyrri þýðingar og það leið- rétt sem þurfa þykir en þau verk sem nú verða þýdd i fyrsta sinn eru flest meöal elstu verka hans — meðan Ibsen var ekki sist þjóðernissinnaður. „Þetta er erfift verk” segir Lu Yuan um þýðingar á verkum eins og Pétri Gaut. ,,Þeir sem bera hitann og þungann af þýðingunum eru tveir af hinum þekktari samtiðarrithöfundum i Kina, Xiao Qian og Xu Chengsi og er lögð áhersla á aö verkið verði vandað til hins ýtrasta.” Þeir munu þó ekki þýða beint úr norsku heldurstyðjast við ensku fyrst og fremst en einnig hafa þýskar og rússneskar útgáfur til hliðsjónar. Einstaka verk þarf ekki aö þýða uppá nýtt og er Brúðu- heimilið eitt þeirra. Rithöf- undurinn Peng Chiasheng þýddi þaö fyrir ekki löngu síðan og snilldarlega að'mati Kínverja. Þeir sýta það nú mjög að Peng geti ekki aðstoðað viö nýju út- gáfuna en það getur Peng nefni- lega ekki. Hann var einn þeirra sem féll I ónáð i menningarbylt- ingunni, var handtekinn og pyntaður svo rækilega að hann hefur verið geðsjúkur siðan. (Þýtt og endursagt úr Aftenposten.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.