Vísir


Vísir - 26.02.1981, Qupperneq 8

Vísir - 26.02.1981, Qupperneq 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 26. febriiar 1981 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir:- Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Ðragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, slmi Sóóll, 7 llnur. Auglýsíngar og skrifstofur: Siðumúla8, Simar86óll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. SKOLLALEIKUR MEB SKATTA Fyrst er skattahækkunum dembt yfir þjóBina. SiBan er grynnt á súpunni og þaB kallaO skattalækkun. Hvenær ætla menn aO sjá I gegnum þennan skollaleik? Ríkisstjórnin hefur tilkynnt lækkun á sköttum og hækkun á bótum almannatrygginga. Sjálf- sagt er að taka þessum ákvörð- unum vel, en óþarfi að þakka sérstaklega fyrir. Með þessum aðgerðum er nefnilega ekki nema hálf sagan sögð. Hvað varðar tryggingabæturn- ar er ríkisstjórnin aðeins að leið- rétta að hluta það augljósa rang- læti sem leiddi af bráðabirgða- lögunum, þar sem bætur voru skertar til jafns við launaverð- bætur. Það hefði verið argasta óskammfeilni hjá ríkisstjórninni, að láta elli - og örorkuþega gjalda þessefnahagsöngþveitis sem hun hefur sjálf átt þátt í að skapa. Bæði stjórnarandstaðan og sér- fræðingar framkvæmdavaldsins höfðu bent á, að skerðingar- ákvæði bráðabirgðalaganna bitn- uðu að fullu á bótaþegum. Ríkis- stjórnin hefur séð að sér í þeim efnum. í skattamálunum hafa þau boð verið látin út ganga, að ríkis- stjórnin sé að lækka skatta um 100 milljónir króna, eða um 1,5%. Að þessu leyti er hún að efna það loforð, sem verkalýðshreyfing- unni var gefið um áramótin. En ekki er allt sem sýnist. Við afgreiðslu fjárlaga ákvað ríkisstjórnin skattvísitölu 145 stig. Þó lá það fyrir, að tekjur síðasta árs sem skattar eru greiddir af, höfðu hækkað um 51- 52%. Þetta þýðir einfaldlega að persónufrádrátturinn er ekki hækkaður til jafns við tekjuaukn- inguna. Skattar hækka sem mis- muninum nemur. Frádrátturinn verður því í hlutfallinu 45, meðan tekjur aukast í hlutfallinu 51-52. í krónum talið gefur þetta ríkis- kassanum, um 100 milljónum króna meira í skattheimtu. Við skulum taka sem dæmi að rétt verð vöru væri 100 krónur. Kaupmaðurinn tæki hinsvegar ákvörðun um að verðleggja hana á 120 krónur. Þessu næst auglýsti hann útsölu og tilkynnti verð- lækkun niður í 110 krónur! Þetta er sá leikur sem ríkis- stjórnin dundar sér við um þess- ar mundir. Hækkar fyrst skatt- ana stórlega, en tilkynnir síðan með bumbuslætti, að hún hafi ákveðið að lækka skatta. Því miður virðast alltof margir ganga í gildruna og taka mark á slíkum blekkingum. Stjórnmála- menn hafa brugðið sér í ýmsa skollaleiki í gegnum tíðina. Þar er enginn með hreinan skjöld. En annað mál er það, hvað almenn- ingur lætur bjóða sér enda tak- mörk fyrir óskammfeilninni. Vera má að almenningur taki gagnrýni stjórnarandstöðunnar með fyrirvara, þegar hún hefur bent á þessar kúnstir, en tími er kominn til að skattgreiðendur geri sér grein fyrir leikaraskapn- um sem viðhafður er. Með þetta í huga er það hrein- asta fásinna og lýðskrum, þegar því er slegið upp í málgögnum stjórnarinnar að einhver stór- kostleg skattalækkun sé á ferð- inni. Slíkt er ekkert annað en lít- ilsgild þjónkun og viðsf jarri hlut- lausri eða heiðarlegri blaða- mennsku. Og svo er þetta étið upp af fréttastofu Ríkisútvarps- ins án þess að rekja að neinu að- draganda málsins eða skatta- dæmið í heild sinni. í sjálfu sér er ekki hægt að álasa forystu Alþýðusambands- ins fyrir að hafa samþykkt þær tillögur sem nú eru lagðar fram um skattalækkanir til umbjóð- enda þeirra. Vitaskuld fallast menn á hærri persónufrádrátt, niðurfellingu sjúkratryggingar- gjalds og breytingar á þrepum. Með því er ekki verið að viður- kenna að skattastefna ríkistjórn- arinnar sé af hinu góða. Það er verið að endurheimta bita af þeirri köku sem áður var tekin. Hinsvegar mættu forystumenn launþegahreyf ingarinnar að ósekju tíunda af meiri einurð þá tvöfeldni sem ríkisstjórnin sýnir umbjóðendum þeirra. Þá eru sjálfstæðismenn búnir að kasta sprengju inn í stjórnarskrórmálið. Að visu er hæpið að hvellur henn- i ar verði mjög hár og hún mun ekki leggja alla mót- i spyrnu að velli, en hvað um það: Fram er komin til- laga, sem menn munu eitthvað ræða og það er alls I ekki útilokað að hún geti haft veruleg áhrif á loka- I niðurstöðu. Ég á þarna auðvitað við hugmyndir um einmenn- ingskjördæmi. Þær eru langt frá því að vera eitthvað | nýmæli. Allt fram til 1959 voru mörg einmennings- | kjördæmi hérlendis, en þá voru þau af numin og komið ' á þeirri kjördæmaskipan, sem enn helst. Þá töldu | menn að breytingin stuðlaði að auknu lýðræði, áhrif ■ „stóru” flokkanna tveggja, einkum þó Framsóknar- I flokksins, voru óeðlilega mikil, miðað við heildarat- J kvæðamagn í skjóli einmenningskjördæmanna. B Andstætt lýðræði Þaö hefur heldur ekki staðiö á höröum viöbrögöum viö þessari gömlu hugmynd, nú þegar rykiö hefur verið dustaö af henni. Formaður Alþýöubandalagsins rauk udp til handa og fóta og kallaði hana leiftursókn gegn lýðræöi. Mundi þó litlu máli skipta hve margir væru kosnir i hverju kjördæmi, ef hans flokk- ur mætti einn ráöa. Væntanlega veröa alþýöuflokksmenn einnig andsnúnir hugmyndinni og framsóknarmenn veröa senni- lega einnig ragir, þvi Framsókn arflokkurinn er ekki eins stór og hann var hér áöur, þegar veldi hans var sem mest á dögum ein- mennmgskjördæmanna. Eru einmenningskjördæmin andstæö lýöræði? 1 fljótu bragði er auövelt aö benda á ýmis at- riöi, sem renna stoöum undir þá skoöun. Þau stuöla aö tveggja flokka kerfi og útiloka i mörgum tilvikum alla þá, sem ekki játast undir það, frá þvi að eiga mögu- leika á kjöri til þings. Stór hluti þjóðarinnar fær óeölilega fáa fulltrúa á löggjafarþingið. Glöggt dæmi um það er að finna á Bretlandi, þar sem frjálslyndi flokkurinn á ávallt talsvert miklu fylgi að fagna en hefur sáralitil áhrif á þingi. Afleiðing- arnar af þessu yrðu þær aö miklu skarpari skil yrðu i stjórnmálum, eins og raunar gerist þar sem einmennings- kjördæmi eru viö lýöi, endan- lega ákvöröunartaka er i hönd- um eins sigurvegara, mála- miðlunar gæti i litlum mæli. Hvað myndi gerast hér? Þaö er dálitiö forvitnilegt aö velta þvi fyrir áer, hvaö myndi gerast hér, ef landinu yröi skipt upp i einmenningskjördæmi. Aö öllum likindum myndu allir flokkarnir bjóða alls staðar fram i fyrstu kosningunum, til þess aö fá fram ákveðna styrk- leikastööu i hverju kjördæmi, Afleiðingin yrði nær vafalaust sú aö Sjálfstæöisflokkurinn fengi yfirgnæfandi meirihluta á alþingi. Framsókn fengi all- marga menn úti á landsbyggð- inni, Alþýöubandalagið kannski einhverja i þéttbýli, Alþýöu- flokkurinn sennilega engan mann, Þá er átt við aö eingöngu kjördæmakjörnir menn ættu setu á þingi. Þó þarf alls ekki svo aö vera, þvi vel mætti hugsa sér ákveðið sambland af kjör- dæmakjörnum mönnum og landskjörnum, og að þeir flokk- ar, sem engan mann fengju kjördæmakjörinn, fengju ein- hverja landskjörna, ef atkvæða- magn þeirra væri verulegt. Engu aö siður er það ljóst að engan þriflokkanna getur lang- að i þessar fyrstu kosningar i einmenningskjördæmum. Hins vegar eru miklar likur á þvi aö viöhorfin myndu breytast verulega i þar næstu kosning- um. 1 fyrsta lagi myndu sjálf- stæðismenn einir bera ábyrgö á stjórnarfarinu i heilt kjörtima- bil, svo allir þeir, sem væru þvi andsnúnir, myndu væntanlega fylkja sér um þá frambjóöend- ur, sem liklegastir væru til að fella frambjóðendur sjálf- stæðismanna. 1 ööru lagi myndu þriflokkarnir liklega nota þetta fyrsta kjörtimabil til þess að stokka upp spilin og mynda kosningabandalag eða nýjan stjórnmálaflokk, sem gæti hæg- lega náð yfirhöndinni aö fjórum árum liönum. Magnús Bjarnfreðsson leggur út af tillögum sjálfstæðismanna um að hverfa aftur til einmenn- ingskjördæma. Hann undrast mjög þau við- bröqð, sem gætir meðal Alþýðubandalagsmanna en i Þjóðviljanum eru til- lögurnar um einmenn- ingsk jördæmin túlkaðar sem leiftursókn gegn lýð- ræði. „Flokkseigendur" skelf- ast Einmenningskjördæmi i dag myndu þannig nær vafalaust leiöa af sér nýja flokkaskipan. Margir værukærir valdsmenn þyrftu að hugsa sér fyrir nýrri vinnu, áhrif þeirra myndu minnka og jafnvel hverfa eins og dögg fyrir sólu. í þeim darr- aðardansi yrðu úrslit óljós og þvi vissast að stiga aldrei fyrstu sporin. Þó ekki væri nema af þessari ástæðu mun tillaga sjálfstæðismanna ekki fá hljóm- grunn. Hins vegar er hæpið aö lýð- ræðið herlendis myndi biða hnekki af þvi að einmennings- kjördæmi væru upp tekin að nýju. Það myndi neyða menn til ábyrgðar á orðum sinum og gjöröum og er raunar hæpið að lýðræöi verði með öðru betur styrkt hérlendis nú. Að þvi má einig leiða sterk rök að i þeim óskapnaði sem islensk flokka- skipan er nú orðin og i þeim eilifa samsteypustjórna-hring- dansi, sem hér er stiginn, ráði litlir harðskeyttir hópar óeðli- lega miklu, hópar sem ekki myndu gráta lýðræðið mörgum tárum, ef þeir einu sinni næðu á þvi kverkataki sem dygöi. En þótt ekki sé von til þess að einmenningskjördæmi verði að nýju tekin upp hérlendis er ekki óhugsandi að tillaga sjálfstæðis- manna muni hafa áhrif. Hún mun leiöa hugann að þvi að stjórnmál eru ekki aðeins flokk- ar, heldur lika einstaklingar — menn. Það er einmitt sterkasta hlið einmenningskjördæmanna, að þá er kosið um menn, ekki siður en stefnur — aö maður minnist nú ekki á holtaþokuna sem nú er moðað úr. Þess vegna erekki ósennilegt, að um leið og hugmyndin um einmennings- kjördæmin verður kveðin niöur muni menn koma nokkuð til móts við hana meö þvi aö tryggja meiri persónuáhrif i nýjum kosningalögum. Þá er hún til góös fram komin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.