Vísir - 26.02.1981, Side 11
Fimmtudagur 26. február 1981
VlSIR
11
AÐALSKIPU-
LAG NES-
KAUPSTAÐAR:
,,Við erum með i takinu núna og
leggjum áherslu á sjúkrahúss-
bygginguna sem er geysimikil
bygging”, og þáð er verkefnið
sem við leggjum mesta áherslu á
um þessar mundir” sagði Logi
Kristjánsson bæjarstjóri á Nes-
kaupstað er Visir ræddi við hann,
en blaðinu barst nýlega aðal-
skipulag Neskaupstaðar, heljar-
mikinn doðrant sem spannar árin
1979—1999.
„Það verður lokiö við inn-
réttingará þessu ári og við stefn-
um að þvi að reyna aö taka sem
mest i notkun af þessari byggingu
á næsta ári” sagði Logi. „Annað
mál á dagskrá er gatnagerðin.
Við keyptum á siðasta ári gömlu
§
Frá Neskaupstað
Hægt að fjdlga íbúum um 400
malbikunarstöðina frá Akureyri
og það er hugmyndin að reyna að
ná verulegum áfanga i gatna-
málunum jafnframt þvi að við
munum leggja áherslu á það að
hinir gangandi muni njóta fyllsta
réttar og reyna að stuðla að þvi að
þessir aðilar skiljist að eftir þvi
sem hægt er en að öðru leyti verði
bfllinnað hæga á sér fyrir fölkinu.
„Það spilaði ýmislegt inni er
við keyptum þessa malbikunar-
stöð frá Akureyri, við höfum
verið mjög steinefnasnauðir til
þess að blanda oliumöl og flutn-
ingskostnaður á þvi efni hingað er
ákaflega dýr. En við getum
blandað malbik hér úr þeim
steinefnum sem hér eru fyrir
hendi.”
„Þriðja málið eru fræðslu-
málin. Við erum að byggja fjöl-
brautarskóla og þar eru næg
verkefni áfram. Þá vinnum við að
verkkennslu og þá i tengslum við
atvinnuvegina.”
„Hægt að fjölga ibúum”
— Það kom fram i samtalinu
við Loga að hægt er að sýna fram
á að með ákveðnum aðgerðum sé
hægt að fjölga ibúum á staðnum
úr 1700 i 2200 á stuttum tima, ef
það væri sett sem markmið. Það
væri aðallega spurning um ný at-
vinnutækifæri. Það þurfti að
koma 30—40 ný tækifæri i iðnaði
til að ná þessu marki.
Fáar á frjósemisaldri
1 aðalskipulaginu, i kafla þar
sem rætt er um fólksfjölda kemur
fram að aldursskipting ibúanna
sé hagstæð með tilliti til atvinnu-
uppbyggingar, en hinsvegar sé
kynjaskiptingin óhagstæð að þvi
leytinu að konur eru hlutfallslega
fáar og fæstar á giftingaraldri og
helsta frjósemisaldri.
„Já, þetta er hlutur sem við
höfum rekið okkur á og er ein
orsökin fyrir þvi hvernig atvinnu-
tækifærasamsetningin er hérna.
Það vantar hérna aukna fjöl-
breytni til þess að við missum
ekki þessar stúlkur frá okkur,
þarna kann að visu að vera um
ævintýraþrá aðræða hjá þeim, en
þær hafa leitað suður i atvinnuleit
þött hugsanlega hafi þetta verið
aðeins hagstæðara fyrir okkur
allra siðustu árin. Það hefur
vantað tækifæri fyrir þær, ég held
það hafi ekki vantað strákana”.
gk—•
^^^^lWenskór
SKOSALAN
Laugavegi1 — Sími16584