Vísir - 26.02.1981, Page 16

Vísir - 26.02.1981, Page 16
16 Fimmtudagur 26. febrúar 1981 Tomma 09 Jenna aftur umsvifalaust Andrea Magdalena Jónsdóttir, Garðabæ skrifar: Mig langar til að koma nokkr- um orðum á framfæri um sjón- varpsdagskrána. Nú eru uppi raddir um að stytta dagskrána og jafnvel hefur heyrst, að fella eigi niður einhvern allra vinsælasta þáttinn, sem er auðvitað „Húsið á sléttunni”. Mér finnst að sitthvað annað mætti missa sin áður en farið verður að skera niður það litla efni, sem er við hæfi barna. Iþróttaþátturinn er ágætur þegar hann er hann er i umsjá Jóns Stefánssonar en Bjarni Felixson virðistekki hafa lag á að skipta efninu skynsamlega niður. Auk þess ætti að taka sérstaklega fram að iþróttaþátturinn sé ekki við hæfi barna þegar Bjarni er viö stjórnvölinn. Framburður hans er slikur að ekki er vert að hafður sé til fyrirmyndar. Það allra besta sem sjónvarpið hefur nokkurn tima fundið upp á að sýna voru hinir geysivinsælu þættir um Tomma og Jenna. Ég skora eindregið á stjórnendur sjónvarpsins að hefja sýningar á þeim þáttum umsvifalaust. Það má heita fullvist, að þvi yröi fagnað gi'furlega um land allt. inenaingum ouy p,Hvererhin ' hliðin.Oddur? Fagmaftur hringdi: Sophuiionar 1 Viti vegna u»ivik- ” urmilnns.vildi ég Oslia elUr nan- ari ikýringum Odds A þvl, hver Vegna athugaiemdar Oddi hin hliftlna mllinuié.iem honufl Thorareniena viö grein Kriöriki er IV0 t|&r>u um Oddur Thorarensen apótckari f Laugavegsapóteki hafði samband við blaðið vegna spurningar „fag- manns” til hans er birtist á les- endasiðu hlaðsins. Oddur kveöst reiðubiíinn aö svara að því upp- lýstu hver fagmaöur er. Þaö er þvi á valdi „fagmannsins” hvort svör fást við fyrirspurn hans. Oddur er beðinn velviröingar á þvi hversu lengi hefur dregist aö hirta orösendingu hans. Tilburöir þessir kosta okkur skattgreiöendur hvorki meira né minna en á annaö hundraö milljónir króna. Á meðan hjúkrunarmál aldraðra eru í ólestri: Á annað hundruð millj- ónir í listahátíð Grétar H. Óskarsson skrifar: Sjálfskipaðir menningarfröm- uðir meö þá hugsjón að troða „menningu” í okkur hina, hvort sem við viljum það eða ekki, eru fyrirbrigði sfðustu áratuga. Nær undantekningarlaust eru þessir menningarvitar vinstrisinnaðir eða svokallaðir menntakommar. Oftast er hægt að hrista hausinn yfir þessum vesalingum og vor- kenna þeim i þeirri von, að þetta eldist einhvern timan af þeim eða þá hlæja góðlátlega að tilburðum þeirra og þeim uppákomum, sem þeirkoma af stað. Stundum geng- ur þó Ut yfir allan þjófabálk og virðist þá forheimskunin og geð- bilunin sjóða upp úr þessum meningarvitum svo strókurinn; stendur Ut um öll vit og göt ái likamanum ofan til og neðan. Arið 1963 voru hér menningar- postular þessarar klfku, sem leystu niður um sig buxurnar og ráku við framan i áhorfendur og nU 1980 var það Japani, sem vafði getnaðarlim sinn tuskum og spig- sporaði um götur Reykjavfkur. Menningarvitarnir héldu ekki vatni af hrifningu. Nú væri þetta bara til þess að hlæja að, ef málið væri ekki graf- alvarlegt. Tilburðir þessir kosta okkur skattgreiðendur hvorki meira né minna en á annað hundrað milljónir króna. öreigafulltruarnir Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra og Sigurjón Pétursson, borgar- stjórnarformaður hafa tekið að sér að greiða geðbilun menningarvitanna flokksbræðra sinna á listahátið með okkar skattpeningum, sem skiptist jafnt á milli rikis og Reykjavíkur- borgar. Þessa dagana skrifa læknar allra sjúkrahúsanna í Reykjavfk i blöðin og lýsa hrikalegu ástandi i hjUkrunarmálum aldraðra i Reykjavik. A sama tima veita þeir öreigafulltrúarnir Ragnar og Sigurjón á annað hundrað milljónum króna i aðra eins geð- bilun og þessi siðasta listahátfð var. Með hvaða rétti og samkvæmt hvaða heimild eyðiö þið Ragnar Arnalds og Sigurjón Pétursson minum peningum og annarra ör- eiga f slikt? Eru Deir að skapa lisl? Þórður Jónsson spyr: t tilefni Uthlutunar listamanna- launa í ár langar mig að spyrja þá sem vit hafa á: Eru þeir sem vinna viö færi- bandaframleiðslu á iðnaöarvöru að skapa list?, t.d. þeir sem eru i iðnaöarmUsi'kbransanum, eru þeir listamenn? Bllllnn seldlsl sama dag Sigfús Þórsson hringdi: Ég vildi sérstaklega þakka ykkur á Vfsi fyrir stórgóða þjón- ustu i smáauglýsingunum, eftir að þiö tókuö upp það kerfi að birta mætti myndir með auglýsingun- um, ef viðkomandi kemur með það sem auglýsa skal til ykkar. Ég tel aö alltof sjaldan sé það gert að þakka það sem vel er unn- iðog þvi óska ég eftir að eftirfar- andi lýsing birtist i blaöinu. Ég haföi mikið reynt að selja Bronco bil, sem ég fekk upp i annan bíl er ég seldi. Mér hafði verið sagt að enginn vandi væri að losna við slikan bil i öllum snjónum, sem kom yfir okkur og tdk þvf bílinn uppí fullur vonar’ um skjóta sölu. Ekki gekk sala þótt margir tæku aö sér sölu bils- ins, og ég auglýsti stift I hálfan mánuð. Sfðan datt mér i hug að auglýsa i smáauglýsingum Visis, kom með bilinn niður eftir, þar sem hann var myndaður. Sama kvöld og auglýsingin birtist, var billinn seldur. ‘y'l F»þp8 y.\. x'kvold i’?ðir hlutir. \ . 421 i / let. UddJ , f.Pontlac( I um helgina ma 72799 Af- slðppun gilflip - og pá verður flrengur lil Dóra skrifar: Kona spuröi um daginn hvernig hún ætti að fara að þvi aö búa til dreng. Ég hef formúluna, og sel hana ekki dýrara en ég keypti: Konan skal hafa náðuga daga, hvila sig mikið borða hollan mat og losa sig við stressið, en maöur- inn á að vera þreyttur og slæptur, bara rétt svo að hann geti gert „hitt”, þá verður drengur úr þvi. Ef stúlku er óskað, þá snúum við þessu öllu öfugt. Ég sá þetta einu sinni í þýsku blaði og þar var sagt að þetta væri 90% öruggt, samkvæmt tilraunumá tilteknum fjölda fólks.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.