Morgunblaðið - 16.02.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 16.02.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Laus staða bíleiganda ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 23 69 8 0 2/ 20 04 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Toyota Landcruiser 100 Fyrst skráður: 02.1999 Ekinn: 100.000 km Vél: 4700 cc Bensín Litur: Vínrauður Verð: 3.450.000 kr. LÝST EFTIR FJÓRUM Lögreglan hefur lýst eftir fjórum mönnum í tengslum við rannsókn á láti manns í Neskaupstað. Lög- reglan í Fjarðabyggð hefur vegna rannsóknarinnar óskað eftir því að allir þeir ökumenn sem voru á ferð um Fagradal og Oddskarð eftir mið- nætti aðfaranætur sl. mánudags, þriðudags og miðvikudags hafi sam- band við hana. Valdaafsal til umræðu Paul Bremer, ráðsmaður Banda- ríkjastjórnar í Írak, sagði í gær, að stjórnin væri reiðubúin að ræða alla möguleika varðandi fyrirhugað valdaafsal í Írak en Bandaríkja- stjórn stefnir enn að því að það verði 30. júní næstkomandi. Sagt er, að um þetta sé ágreiningur innan Bandaríkjastjórnar og vilji Bremer og nánustu ráðgjafar Bush forseta standa við dagsetninguna en varn- armála- og utanríkisráðuneytið leggi til, að valdaafsalið verði dregið fram á næsta ár. Stórslys í Moskvu Talið er, að 28 manns að minnsta kosti hafi farist og á annað hundrað slasast er glerþak yfir sundlaug í Moskvu hrundi niður. Var á annan tug manna saknað og því búist við, að tala látinna ætti eftir að hækka. Er slysið rannsakað sem sakamál en óttast er, að verktakarnir, sem voru tyrkneskir, hafi ekki farið eftir byggingarreglugerðum. Aukinn örorkulífeyrir Raunaukning á greiðslum örorku- lífeyris hefur verið 8 til 10% síðustu árin samkvæmt skýrslu örorkumats- nefndar Landssamtaka lífeyrissjóða. Talið er að greiðslurnar hafi numið um 4.600 milljónum króna á síðasta ári en þær voru um 3.100 milljónir fyrir fjórum árum. Í skýrslunni seg- ir að nærtækasta skýringin á aukn- ingunni sé aukinn áunninn réttur, m.a. vegna þess að nú sé greitt í sjóðina af heildarlaunum en ekki einungis dagvinnulaunum. Surtsey mun standa um ókomin ár Eftir um 120 ár mun aðeins mó- bergsstapi standa eftir af eld- fjallaeyjunni Surtsey, sem byrjaði að rísa úr hafi fyrir rúmum 40 árum. Móberg stenst rof sjávar vel og mun Surtsey því væntanlega standa í ár- þúsundir. Þetta kemur fram í grein í Náttúrufræðingnum, eftir Svein P. Jakobsson jarðfræðing og Guðmund Guðmundsson tölfræðing þar sem birt er framtíðarspá um rof eyj- arinnar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 27 Viðskipti 11 Bréf 26 Erlent 13 Dagbók 28/29 Listir 15 Leikhús 30 Umræðan 16/17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Skoðun 20 Ljósvakar 34 Minningar 20/23 Veður 35 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GÍSLI Víkingsson, hvalasérfræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að rúmlega eitt hundrað grein- ar og skýrslur hafi verið gerðar sem byggja á hvalarannsóknarátakinu sem gert var á árunum 1986–89. Hann segist ekkert botna í gagnrýni Alþjóðadýraverndunarsjóðsins (Int- ernational Fund for Animal Wel- fare), sem sagði í Morgunblaðinu á laugardag að hundruð hvala hefðu verið veidd við Ísland í vísindaskyni á umræddum árum, án merkra vís- indaniðurstaðna. Christopher H. Tuite, næstæðsti yfirmaður sjóðsins, spurði hvar niðurstöður rannsókn- anna hefðu verið birtar, þar sem sjóðurinn hefði ekki séð neinar greinar um rannsóknirnar. Gísli segir að alls hafi 48 ritrýndar greinar verið birtar, þar sem óháðir vísindamenn fara yfir greinarnar fyrir birtingu. Þar af hafi 39 birst í erlendum ritstýrðum tímaritum eða bókum og níu í innlendum vís- indaritum, á borð við Náttúrufræð- inginn. Þá hafi 8 greinar birst í tíma- ritum sem ekki eru ritrýnd, sex í íslenskum tímaritum og tvær í er- lendum. Þá hafi ein doktorsritgerð verið byggð á rannsóknunum og 61 skýrsla eða grein, sem ekki hafi ver- ið birtar, þó að þær séu aðgengilegar almenningi. Gísli segir að flestar hafi þessar skýrslur verið lagðar fram á vettvangi Vísindanefndar Alþjóða- hvalveiðiráðsins og Norður- Atlantshafs sjávarspendýraráðsins. „Ég botna ekkert í þessari gagn- rýni. Ég held þetta hljóti að teljast óvenjumikið úr fjögurra ára rann- sókn. Það á enn eftir að bætast í þennan hóp, ég veit að minnsta kosti af tveimur greinum sem eru í yfir- lestri hjá öðrum vísindamönnum og munu væntanlega birtast á þessu ári,“ segir Gísli. Á þessu tímabili voru 292 lang- reyðar og 70 sandreyðar veiddar í vísindaskyni. Tuite sagði í Morg- unblaðinu á laugardag að hann teldi ekki nauðsynlegt að veiða hvali til að átta sig á lífsháttum þeirra. Telur nauðsynlegt að veiða hvali til að gera rannsóknir Gísli segir að aðferðum til að rannsaka hvali án þess að veiða þá hafi fleygt mjög fram á síðustu ára- tugum. Meginmarkmið hvalarann- sókna við Ísland sé að afla upplýs- inga um fæðu þeirra og til þess þurfi mjög nákvæma samsetningu fæð- unnar frá vori og fram á haust. Tvær aðferðir hafa verið nefndar til að rannsaka fæðu hrefnu án þess að veiða hana, að taka húðsýni og greina fitusýrur eða ísótópa. Gísli segir að þessar aðferðir hafi ekki verið prófaðar nógu vel og að nýleg- ar prófanir bendi til þess að fitu- sýruaðferðin gagnist illa. „Þriðja aðferðin er að taka saur- inn frá hvölum, fylgja þeim eftir þangað til þeir láta frá sér saur, safna honum í net og greina í honum DNA,“ segir Gísli. Hann bendir á að mjög mikið sýnamagn sé nauðsyn- legt í slíkar rannsóknir og að allt sé mjög óljóst um atferli dýranna og eins séu ýmis praktísk vandamál tengd þessari aðferð, hún sé t.d. mjög tímafrek. Hvalasérfræðingur botnar ekki í gagnrýni IFAW Rúmlega hundrað greinar byggðar á rannsóknunum Morgunblaðið/Ómar KJARAVIÐRÆÐUR samtaka at- vinnurekenda og launafólks á almenn- um vinnumarkaði eru nær einskorð- aðar þessa dagana við tilraunir til að ná samningum á milli Samtaka at- vinnulífsins, Starfsgreinasambands- ins og Flóabandalagsfélaganna. Við- ræður við önnur landssambönd og félög innan ASÍ hafa að mestu legið niðri að undanförnu á meðan beðið er eftir hvort nýr samningur verður til í þessum fundarhöldum, sem fara fram í húsnæði ríkissáttasemjara. Talsverðrar óþreyju er farið að gæta innan raða annarra landssam- banda þó að menn láti sér þessa stöðu mála lynda um sinn. „Það hefur ekki verið haldinn fundur með Samtökum atvinnulífsins í tvær vikur. Þeir hafa ekki truflað okkur mikið með slæmum tíðindum,“ segir Þorbjörn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Samiðnar. Á vegum Samiðnar hafa hins vegar verið í gangi viðræður við Reykjavík- urborg, Meistarafélag húsamiða og Bílgreinasambandið. „Við erum bara á bið. Halldór Björnsson [formaður Starfsgreina- sambandsins] hefur forgang. Hann er aldraður höfðingi og það ber auðvitað að bera virðingu fyrir slíkum mönn- um,“ segir Þorbjörn. Talið er að það gæti dregist í viku til viðbótar að fá niðurstöðu í viðræð- ur SA við SGS og Flóabandalags- félögin, að sögn Þorbjörns. Aðeins rætt við SGS og Flóabandalag „Við erum bara á bið“ SKIPAÐUR hefur verið starfshópur til að fylgjast með framvindu þeirra ákvarðana sem samþykktar hafa verið varðandi sparnað og aðhalds- aðgerðir á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Formaður hópsins er Niels Chr. Nielsen, aðstoðarmaður framkvæmda- stjóra lækninga. Starfshópurinn vinnur eftir verklýsingu frá forstjóra spít- alans og á að skila lokaskýrslu í október 2004. Er honum sér- staklega falið að fylgjast með að fækkun starfsfólks verði eins og ákveðið hafi verið, að starfshlutfall verði eins og ætl- að er, að samdráttur á einu sviði valdi ekki útgjöldum hjá öðru sviði og að unnið verði að sparnaði í innkaupum lyfja og rekstrarvöru í samræmi við markmið sem sett hafa verið. Með Niels í hópnum eru Lilja Stefánsdóttir, aðstoðar- maður framkvæmdastjóra hjúkrunar, Rúnar Bjarni Jó- hannsson endurskoðandi, deild gæðamála og innri endurskoð- unar, og Herdís Herbertsdótt- ir, deildarstjóri frávikagrein- ingar og rekstrareftirlits, skrifstofu fjárreiðna og upp- lýsinga. Starfs- hópur fylgist með sparnaði UNNIÐ er hörðum höndum við að ljúka byggingu innisundlaugar í Laugardalnum eins og þessi mynd ber með sér. Fyrirhuguð opnun er um mitt þetta ár og verður sund- laugin hluti af heilsu- og sund- miðstöðinni Laugum. Það verður því úr fjölbreyttri flóru heilsurækt- ar að velja í Laugardalnum og lík- legt að Íslendingar líti á þetta græna svæði sem litla paradís í framtíðinni. Gestum sundlauga Reykjavík- urborgar fjölgaði um níu þúsund á milli áranna 2002 og 2003. Flestir fóru þeir í Laugardalslaugina, eða rúmlega 542 þúsund gestir. Ekki voru þó margir gestir sem svöml- uðu í lauginni þegar myndin var tekin og verið var að einangra þak tæknivæddustu sundlaugar Íslands. Þakið einangrað Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.