Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bil lund 19.995kr. Flugsæti Flogið með Loftleidir Icelandic alla miðvikudaga frá 2. júní til. 1. september. Ver› frá SÍÐAR á þessu ári tekur ný reglu- gerð Evrópusambandsins gildi þar sem m.a. er heimiluð leit á heimilum stjórnenda fyrirtækja þegar rök- studdur grunur er fyrir því að þar séu geymd gögn er varða brot á sam- keppnisreglum. Þetta eru viðbrögð Evrópusambandins við því að í mál- um, sem hafa komið til kasta fram- kvæmdastjórnar sambandsins og varða t.d. ólögmætt samráð fyrir- tækja, hafa gögn verið geymd annars staðar en í starfsstöðvum viðkom- andi fyrirtækja og jafnvel á heimil- um starfsmanna. Þetta kom fram í erindi Jónu Bjarkar Helgadóttur lögfræðings á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, um samkeppn- ismál í gær. Hún sagði að greinilega hefði orðið viss áherslubreyting hjá samkeppn- isyfirvöldum á allra síðustu árum í Evrópu og Bandaríkjunum í þá átt að þau sýndu samráði keppinauta aukinn áhuga og hefðu víða tekið þá ákvörðun að gera það að forgangs- verkefni, að uppræta samráð fyrir- tækja á sama sölustigi. Mætti merkja þessa stefnubreytingu í mörgum lagabreytingum sem gerðar hefðu verið að undanförnu. Jóna Björk benti á breytingar á danskri löggjöf í þessu samhengi. Fram til ágúst 2002 hefði verið lagt til grundvallar að sektir vegna ólög- mæts samráðs væru í samræmi við danskar réttarhefðir vegna efna- hagsbrota. Þá var hámarkssektin þrjár milljónir danskra króna. Hún sagði að þessu hefði verið breytt í ágúst 2002 og nú væri ekki miðað við danskar réttarhefðir heldur skyldu dómstólar hafa hliðsjón af tilteknu skema þar sem hámarkssektin væri 15 milljónir danskra króna eða um 150 milljónir íslenskar. Spurning um varnaðaráhrif Lítil reynsla er af sektarfjárhæð- um í samráðsmálum á Íslandi segir Jóna en samkvæmt sektarheimild samkeppnislaga er ramminn þar víð- ur; frá 50 þúsund krónum til 40 millj- óna eða 10% af veltu sem er þakið á sektinni. Til samanburðar tók hún dæmi af grænmetismálinu svokall- aða, sem er eina málið þar sem sekt- að hefur verið fyrir samráðsbrot, og námu sektir í kringum 2% af veltu. Jóna spyr hvort þessar fjárhæðir hafi þau varnaðaráhrif sem sektum er ætlað að hafa. Erfitt sé að spá út frá þessu eina máli hvort sektir í samráðsmálum á Íslandi komi til með að fylgja þróun hækkandi sekta í nágrannalöndunum. Segir hún hægt að setja dæmið upp þannig að fyrirtæki reikni út hvort þau græði samt á samráðinu þótt áhættan á sektunum sé tekin með í reikninginn. Sumir líti svo á að fjársektir hafi tak- mörkuð varnaðaráhrif og í mörgum tilvikum yrði niðurstaðan sú að menn tækju áhættuna. Af þessum ástæð- um hafi fleiri ríki bæst í hóp þeirra sem láta brot á tilteknum samkeppn- isreglum, sérstaklega samráðsbrot- um, einnig varða fangelsisrefsingu. Fjölbreyttir samningar Heimir Örn Herbertsson, lögmað- ur hjá Nestor lögmönnum, sagði að það mætti deila um hvort fram- kvæmanlegt væri að banna keppi- nautum að hafa með sér samráð og hvort slík lagaákvæði væru samþýð- anleg hugmyndum og frelsi og rétt- læti. Um það hefði Adam Smith efast. Heimir sagði að hugtakið samn- ingur í skilningi 10. gr. samkeppn- islaga gæti verið hefðbundinn bind- andi samningur. Miklu fleira kæmi þó þar til. Heiðursmannasamkomu- lag eða í raun hvers konar sameig- inlegur skilningur gæti flokkast sem samningur hvort sem hann væri lagalega bindandi eða ekki. Sam- komulagið gæti verið munnlegt eða skriflegt, formlegt eða óformlegt. Með öðrum orðum, sagði Heimir, hugtakið samningur yrði ávallt túlk- að afar rúmt og margvísleg sam- skipti keppinauta geta flokkast þar undir. Samstilltar aðgerðir Heimir sagði það enga lagalega þýðingu hafa að greina á milli samn- ings eða samstilltra aðgerða sem væru einnig bannaðar samkvæmt 10. gr. laganna. Í stuttu máli sagði hann að samstilltar aðgerðir væru eitt- hvað sem kalla mætti huglæga sam- stöðu keppinauta þar sem sam- keppninni væri vísvitandi skipt út fyrir samvinnu eða samstöðu. Það þyrfti ekki að gerast á grundvelli beinna tjáskipta milli fyrirtækja og gæti verið afleiðing af hvers kyns beinum eða óbeinum samskiptum þeirra í millum. Sagði hann að sumum kynni að þykja langt seilst og erfitt að fóta sig gagnvart svo óljósri reglu. En allt væri ekki búið. Það væri nefnilega ekki skilyrði að aðgerðirnar hefðu komist til framkvæmda eða að þær hefðu í reynd sannanlega haft skað- leg áhrif á samkeppni. Staðreyndin væri sú að samkvæmt meginreglu evrópsks samkeppnisréttar þyrfti hvorki að sanna ásetning til að raska samkeppni né að samkeppnin hefði raskast í reynd þegar metið væri hvort 10. gr. samkeppnislaga hefði verið brotin. Ef marka mætti dóma- framkvæmd úr evrópskum sam- keppnisrétti, sem byggðist á sams konar lagareglu og 10. grein sam- keppnislaga, þá fælu lögin í sér þá reglu sem hann hefði lýst. Opið orðalag Davíð Þór Björgvinsson prófessor sagði að í 17. grein samkeppnislaga væri kveðið á um að samkeppnisráð gæti gripið til aðgerða gegn samn- ingum, skilmálum og hvers konar at- höfnum sem brytu í bága við sam- keppnislög. Einnig gæti ráðið gripið til aðgerða gegn „aðstæðum sem hefðu skaðleg áhrif á samkeppni“. Þar sagði Davíð að vísað væri til aðstæðna á markaði en ekki hegð- Fleiri ríki taka upp fangelsisrefsingu við brotum á samkeppnislögum Efast um varnaðaráhrif fjársekta samkeppnisráða Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Þór Björgvinsson prófessor flytur erindi á málþingi Orators í Háskóla Íslands í gær. Snorri Stefánsson stýrði fundi en aðrir frummælendur voru Heimir Örn Herbertsson hdl. og Jóna Björk Helgadóttir lögfræðingur. Samkeppnisyfirvöld hafa víðtæka heimild til að túlka hvað séu sam- stilltar aðgerðir fyrir- tækja. Jafnvel svokölluð huglæg samstaða getur falið í sér brot á sam- keppnislögum. STJÓRNENDUR eins stórfyr- irtækis pössuðu vel upp á öll gögn um samráð sem þeir tóku þátt í. Komu þeir upp flóknu kerfi innri endurskoð- unar til þess að fylgjast með slíkum gögnum og eyða þeim. Þegar það þótti algjörlega nauðsynlegt, að geyma yfirlit yfir skiptingu viðskiptanna milli meðlima samráðsins, voru slík gögn færð yfir á tölvudisk, sem síðan var geymdur uppi á háalofti hjá ömmu eins stjórnandans. Þetta dæmi tók Jóna Björk Helgadóttir í erindi sínu og er úr árskýrslu OECD frá 2002. Gögn geymd hjá ömmu STJÓRN Ungmennafélags Íslands ákvað á stjórnarfundi um helgina að landsmót UMFÍ, árið 2007 skyldi haldið í Kópavogi og UMSK yrði mótshaldari. Árið 2007 verða 100 frá stofnun UMFÍ og verður því vænt- anlega mikið um dýrðir í Kópavogi í tilefni afmælisársins. Einnig var ákveðið að landsmótið 2009 yrði haldið á Akureyri og Ungmenna- samband Eyjafjarðar og UFA yrðu mótshaldarar, en félögin sóttu sam- eiginlega um að halda landsmót. Ár- ið 2009 verða 100 ár liðin frá fyrsta Landsmóti UMFÍ, sem haldið var á Akureyri árið 1909. Fjögur héraðssambönd innan UMFÍ sóttu um að halda landsmót árin 2007 og 2009. Þar var um að ræða UMSK, HSK, UMSE og UFA, öll með stuðningi sinna sveitarfé- laga, þ.e. Kópavogs, Árborgar og Ölfushrepps, og Akureyrar. Árni Arnsteinsson, formaður UMFE, fagnar valinu á Akureyri sem landsmótsstað árið 2009. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu stjórnar UMFÍ. Við munum standa undir þeim væntingum sem verða gerðar til þessa móts og væntum góðs samstarfs við okkar samstarfs- aðila, UFA,“ segir Árni. Haukur F. Valtýsson, formaður UFA, tekur í sama streng. „Við höf- um átt mjög gott samstarf í gegnum tíðina og það mun væntanlega verða enn frekar þegar þetta er komið. Ég lít á þetta sem verkefni fyrir Eyfirð- inga almennt,“ segir Haukur. Valdimar Leó Friðriksson, for- maður UMSK, segir þessi tíðindi mjög ánægjuleg. „Mótið verður ein- ungis í Kópavogi, þótt sambandið nái yfir mörg sveitarfélög. Við ætlum að vera með íþrótta- og menningarhátíð í tilefni af 100 ára afmæli UMFÍ. Þetta eru margar greinar, svo við verðum með mótið úti um allan bæ,“ segir Valdimar og bætir við að til standi að halda sögusýningu vegna afmælisins. „Við höfum líka hugsað okkur að fara með starfsíþróttirnar, eins og pönnukökubaksturinn inn í Vetrargarðinn í Smáralind. Það sem er sérstakt við Kópavog er að hér er öll aðstaðan til staðar.“ Næsta Landsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki 8. til 11. júlí nú í sumar. Nú munu aðilar utan UMFÍ í fyrsta skipti fá að taka þátt í mótinu, þannig að búist er við að það stækki umtalsvert, en undanfarin ár hafa keppendur verið rúmlega þúsund. Kópavogur og Akur- eyri urðu fyrir valinu Stjórn UMFÍ ákveður staðsetningu landsmóta Morgunblaðið/Þorkell FLUGVALLA- og leiðsögusvið Flugmálastjórnar er að undirbúa útboð vegna byggingar nýrrar 200 fermetra flugstöðvar á Bakka- flugvelli, sem Guðjón Hjörleifsson alþingismaður segir að muni valda byltingu í samgöngumálum Vest- mannaeyja. Kemur þetta fram í grein sem Guðjón skrifar á vef Eyjafrétta á Netinu. Hann segir að því stefnt að flugstöðin verði tekin í notkun áður en mesti ferðamannatíminn gengur í garð. Segir hann að kannað verði sérstaklega hvort flýta megi lagningu varanlegs slit- lags á 4,5 km vegarkafla sem vant- ar á veginn að Bakka frá hring- veginum, en sú framkvæmd ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Ný flugstöð á Bakka- flugvelli fyrir vorið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.