Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 19
Á
rið 2004 verður eitt af
þeim allra mikilvægustu
í sögu Evrópusam-
bandsins. Á árinu munu
tíu ríki Mið- og Austur-
Evrópu ganga í sambandið og kosið
verður til nýs Evrópuþings. Einnig
munu aðildarríkin reyna að ná sátt-
um varðandi texta stjórnarskrár
ESB. Þar að auki mun örugglega
reyna meira á nánari samvinnu aðild-
arríkjanna í varnar- og öryggis-
málum. Allt eru þetta atriði sem
snerta Íslendinga töluvert og er því
mikilvægt að fylgjast vel með þróun
mála.
Því miður höfum við Íslendingar
ekki borið gæfu til þess að taka þátt í
samrunaþróun Evrópu nema að tak-
mörkuðu leyti sem þiggjendur í
gegnum EES-samninginn. Þrátt fyr-
ir að meirihluti Íslendinga hafi verið
hlynntur aðildarviðræðum við Evr-
ópusambandið í næstum öllum skoð-
anakönnunum frá árinu 1997 þá hafa
stjórnmálamenn ekki viljað hlusta á
þær raddir.
Andstæðingar ESB á Íslandi hafa
hins vegar hamast gegn þróun Evr-
ópusambandsins eins og rjúpan við
staurinn. Ekki virðast þeir hafa
mikla þekkingu á alþjóðastjórn-
málum og hafa uppi stór orð um
hrossakaup og baktjaldamakk í Evr-
ópusambandinu. Auðvitað geta menn
sett upp vandlætingarsvip og talað
um einhvern fullkominn heim en
hvort sem mönnum líkar betur eða
verr þá eru þetta hefðbundin vinnu-
brögð í alþjóðlegu samstarfi, hvort
sem það heitir ESB, Sameinuðu
þjóðirnar, EFTA eða WTO. Þegar
margar þjóðir koma saman þarf að
samræma skoðanir, finna lausnir
sem aðilar geta sætt sig við og ná
þannig lendingu í erfiðum málum.
Oftar en ekki er réttur smáþjóða
virtur – öfugt við það sem einangr-
unarsinnar halda fram.
Gott dæmi um slíkt mál er landa-
mæradeila Liechtenstein við Tékk-
land og Slóvakíu sem gat komið í veg
fyrir stækkun EES. Í augum al-
mennings á Íslandi virtist þetta ekki
stórt mál en Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra hefur lýst því yfir að
þetta hafi verið ein erfiðasta milli-
ríkjadeila sem hann hefur komið ná-
lægt. Eftir marga fundi, skilaboð,
ferðalög náðist lausn á þessu máli
þannig að stækkun EES gat orðið að
veruleika. Annað mál, að vísu mun
minna, sem þurfti að ná pólitísku
samkomulagi um var skipun Hann-
esar Hafstein í embætti yfirmanns
ESA í Brussel. Enginn dregur í efa
hæfni Hannesar í þetta embætti
enda einn reyndasti embættismaður
á þessu sviði í Evrópu. Hann er hins
vegar Íslendingur og nú er staðan
þannig að Norðmenn, sem borga
langmestan hluta af rekstri ESA og
EFTA, eiga hvorugan yfirmann
þessara stofnana. Í alþjóðlegu sam-
starfi þurfa menn stundum að gefa
eftir þrátt fyrir að það þjóni ekki al-
veg hagsmunum eigin ríkis í augna-
blikinu.
Erfiðleikar eins og hafa komið upp
í kringum stjórnarskrá Evrópusam-
bandsins eru ekki nýir af nálinni.
Mjög sambærileg mál komu upp í
tengslum við Maastrict-samninginn
og sáttmálana í Nice og Amsterdam.
Einnig man vel upplýst áhugafólk um
Evrópumál stirðleikann á milli Bret-
lands og hinna aðildarríkjanna þegar
Thatcher var við völd í London. Það
eykur hins vegar á flækjustigið að 25
ríki koma að málinu, hvert með sínar
áherslur. Það þarf því ekki að koma
mjög óvart að ekki tókst að klára
málið í stjórnartíð Ítala. Því er þó
ekki að leyna að það var töluvert póli-
tískt áfall fyrir sambandið að svo fór.
Það fellur því í hlut smáríkisins Ír-
lands að reyna að klára þetta mál.
Einangrunarsinnum er tamt að
tala um miðstýringu í Evrópusam-
bandinu og hafa haft uppi stór orð
um texta stjórnarskrárinnar í því
sambandi. Þarna virðast einangr-
unarsinnar hafa misskilið markmið
stjórnarskrárinnar enda ljóst að eitt
af meginmarkmiðum hennar er að
varðveita sjálfstæði þjóðanna sem
mynda sambandið en ekki færa völd-
in meira til Brussel. Í stjórn-
arskránni er rækilega hnykkt á þeim
grundvallar eðlisþætti í samstarfinu
að Evrópusambandinu er ekki ætlað
að koma í staðinn fyrir aðildarríkin,
heldur er hlutverk þess aðeins að
taka á þeim málefnum sem ekki er
unnt að takast á við með fullnægjandi
hætti innan aðildarríkjanna, til dæm-
is að berjast gegn starfsemi al-
þjóðlegra glæpahringja.
Eitt er það sem einangrunarsinnar
eiga erfitt með að skilja en það er
notkun orðsins „federal“. Má þar lík-
legast um kenna lítilli þekkingu
þeirra í öðrum tungumálum eða að
þeir lepji upp túlkun gulu pressunnar
í Englandi á orðinu. Staðreyndin er
sú að orðið „federal“ þýðir dreifræði
eða að koma valdinu út til héraðanna.
Að halda einhverju öðru fram er
hreinlega rangt og geta menn lesið
hvaða kennslubók sem er í stjórn-
málafræði til að fá það staðfest.
Notkun orðsins „federal“ hefur
reyndar verið viðkvæmt mál innan
ESB allt frá því að Bretar gengu í
sambandið árið 1973. Líklegast
horfðu Bretar eitthvað til Bandaríkj-
anna varðandi notkun á orðinu þar í
landi, til dæmis í orðinu FBI (Feder-
al Bureau of Investigation). Hins
vegar er ljóst að löndin á meginlandi
Evrópu túlka orðið á hefðbundinn
hátt og því eiga Frakkar og Þjóð-
verjar oft erfitt með að skilja þessa
viðkvæmni Breta gagnvart hugtak-
inu. En til að koma til móts við
áhyggjur Breta er orðinu alveg
sleppt í stjórnarskránni og einnig
setningunni „ever closer union“ til að
leggja áherslu á sjálfstæði þjóðríkj-
anna.
Mismunandi túlkun á hugtökum
og notkun margra tungumála er gott
dæmi um hið margslungna samræm-
ingarstarf sem á sér stað innan Evr-
ópusambandsins. Auðvitað er þetta
mikil vinna og oft þarf að samræma
skoðanir en öfugt við það sem margir
virðast halda þá hafa lítil tungumál,
eins og bretónska, katalónska og
baskneska blómstrað undanfarin ár.
Þetta sýnir að hagsmunir smáríkja
eru virtir innan Evrópusambandsins
og margt sem bendir til þess að með
stækkun sambandsins muni smáríki
auka enn áhrif sín. Ísland gæti því
með skynsamlegri utanríkisstefnu
orðið leiðandi ríki á þeim sviðum sem
það vildi verða áberandi til dæmis í
sjávarútvegi.
Það er ljóst að hræðsluáróður and-
stæðinga Evrópusambandsins um yf-
irþjóðlegt vald og súperríki Evrópu á
ekki við rök að styðjast. Smáríkin
innan ESB bera ekki skarðan hlut
frá borði í stækkaðri Evrópu og ef
eitthvað er þá eru smærri ríkin að
styrkja stöðu sína í Evrópu nú-
tímans. Til að fylgja þessu máli eftir
ætla Evrópusamtökin á Íslandi á
þessu nýja ári að standa fyrir öflugu
kynningarstarfi um Evrópumál hér á
landi með fundum, greinaskrifum og
með þátttöku í almennri þjóðmála-
umræðu.
Sögulegt ár
framundan
hjá ESB
Eftir Andrés Pétursson
’ Það er ljóst aðhræðsluáróður and-
stæðinga Evrópusam-
bandsins um yfirþjóð-
legt vald og súperríki
Evrópu á ekki við rök
að styðjast. ‘
Höfundur er formaður
Evrópusamtakanna.
að feta sig eftir leið aukinnar verksmiðjuvæðingar og
einmitt viljað setja fyrirvara við undirritun Kyoto-
bókunarinnar um að við fáum að menga meira en aðrir
vegna þess að við höfum mengað svo lítið hingað til!
Þetta er fáheyrð skammsýni og ber vott um að rík-
isstjórnin sé föst í gamaldags hugmyndakerfi þar sem
heildarhugsun um manninn í umhverfinu kemst hvergi
að.
Við í Vinstri-grænum hugsum öðruvísi. Við höfum
lagt áherslu á sjálfbæra þróun sem er í takt við nýja
hugsun í umhverfismálum sem hefur tíðkast á alþjóð-
legum vettvangi. Hún miðast við að nýta auðlindir
náttúrunnar á hófsaman hátt og þannig að þær nái að
endurnýja sig. Ennfremur að við nýtingu nátt-
úruauðlinda sé umhverfinu ekki spillt og engin meng-
un hljótist af. Með því að hafa sjálfbæra þróun að leið-
arljósi getum við þróað samfélag þar sem maður og
náttúra lifa í sátt og samlyndi sem er nauðsynlegt til
að bæði lifi áfram. Ef umhverfismálin eru ekki í lagi er
nefnilega marklaust að tala um allt hitt. Þó að auðvitað
sé eðlilegt að hugsa um málefni dagsins í dag er líka
nauðsynlegt að velta fyrir sér landinu eftir hundrað ár
og hvað við getum gert til að það verði í nothæfu
standi.
mestur á flatlendi. Þar hafa verið nefndar tölur sem
virðast ótrúlegar við fyrstu sýn, þ.e. að meira en 10%
allra plantna og dýra deyi út vegna þeirra gróðurhúsa-
lofttegunda sem þegar hefur verið sleppt út í and-
rúmsloftið og ef ekkert verður að gert geti sú tala
hækkað upp í 25% í kringum miðja þessa öld. Þetta
eru ógnvænlegar tölur en þurfa ekki að koma á óvart
þar sem ljóst er að styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloft-
inu hefur aukist um 50% frá því fyrir iðnbyltingu.
Líffræðileg fjölbreytni er mikilvæg. Eitt lítið dæmi
er t.d. að flest virk efni í lyfjum uppgötvast í því formi
sem þau finnast í í náttúrunni.
Útdauðar tegundir gætu þannig þýtt glataða mögu-
leika á þessu sviði. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi um
mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, svo ekki sé minnst
á heildaráhrifin á vistkerfið allt.
Loftslag er sameign jarðarbúa og við Íslendingar
getum lagt okkar af mörkum í þessum málaflokki. Til
dæmis með því að undirrita Kyoto-bókunina án sér-
ákvæða og ætti það að vera forgangsverkefni um-
hverfisráðherra.
Nýtt hugmyndakerfi
Staðreyndin er sú að umhverfinu er ógnað úr ýms-
um áttum og það er margt sem Íslendingar geta gert
til að sporna við þeirri þróun. Hér eru miklir mögu-
leikar en því miður hefur núverandi ríkisstjórn kosið
gerð hef-
r og náði
nandi
af manna
að öll
hverf-
nú verði
rif hlýn-
vænleg.
ur eiga
ra en
ar barna og barnabarna
arbúa
gt
ví að
era
Höfundur er varaformaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Morgunblaðið/RAX
æðingu“ ríkisstjórnarinnar.
um norrænu þjóðum sem raða sér við topp-
inn.
Ráðherrann stærir sig einnig af því að
hafa gert samning við Háskóla Íslands um
að greitt verði fyrir 5.200 virka nemendur.
En hann gleymir því að virkir nemendur við
Háskólann eru 5.700 eða um 500 fleiri. Ef
menn ætla að styðjast við þá aðferðafræði
að greitt sé með hverjum nemanda verður
að greiða með hverjum nemanda en ekki
sleppa tíunda hverjum.
Fjöldatakmarkanir
ráðherrans opinberaðar
Ráðherrann telur í grein sinni að íslenska
þjóðin hafi hátt hlutfall háskólamenntaðs
fólks. Þetta er rangt. Ef skoðaðar eru nýj-
ustu tölur OECD fyrir árið 2001 kemur í
ljós að um 27% fólks á aldrinum 25 til 34 ára
hefur lokið háskólaprófi á Íslandi en á öðr-
um Norðurlöndum er þetta hlutfall yfirleitt
um 37%. Staðan er enn verri ef litið er til
framhaldsskólaprófs þar sem einungis um
60% Íslendinga á aldrinum 25 til 34 ára hef-
ur lokið því. Á öðrum Norðurlöndum er
þetta hlutfall um 86%–94%. Þetta þýðir að
nánast annar hver Íslendingur í þessum
aldursflokki hefur einungis grunnskólapróf.
Að lokum segir ráðherrann í grein sinni,
„Ríkið getur ekki gefið grænt ljós á að Há-
skólinn taki inn fleiri nemendur en gert er
ráð fyrir í fjárlögum.“ Í þessum orðum ráð-
herrans felast þau tímamót að Háskóli Ís-
lands er ekki lengur opinn öllum stúd-
entum. Með knöppum fjárveitingum
ríkisstjórnarinnar til Háskólans hefur ráð-
herrann því ákveðið meiri takmarkanir að
þjóðskólanum en hafa þekkst í sögu Há-
skólans. Fjöldi nemenda við Háskólans
mun því takmarkast af pólitískri ákvörðun
ráðherrans en ekki eftirspurn og vilja þjóð-
arinnar. Slíkt er ekki menntasókn heldur
fjársvelti.
ld til háskóla og 0,1% sem
ld. Athyglisverð eru hin miklu
ld í ýmsum ríkjum en það eru
að verulegum hluta. Myndin
gt að við erum langt að baki öðr-
nreka hjá ríkisstjórninni
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingarinnar.
"#
"
#
%&
*"
,
$
3.$3
8% 9 2*"
6
*"
(
:26
#;! 224 ; 2<:286=