Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 46. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Gleyma ekki afmælum Hjónin Þorsteinn og Þóra eru fædd sama daginn | Daglegt líf Fasteignablaðið | Fyrsta heimili Þorgerðar Katrínar  18 hæða hús í Kópavogi Íþróttir | Óvænt úrslit í körfubolt- anum Eyjakonur unnu góðan sigur í Frakklandi Fasteignir og Íþróttir í dag NÝ reglugerð Evrópusambandsins heimilar samkeppnisyfirvöldum að leita á heimilum stjórnenda fyrirtækja þegar rökstuddur grunur er fyrir því að þar séu geymd gögn er varði brot á sam- keppnisreglum, sagði Jóna Björk Helga- dóttir lögfræðingur á málþingi Orators í Háskóla Íslands í gær. Kemur reglu- gerðin til framkvæmda síðar á árinu. Með því er brugðist við þeirri þróun að gögn sem varða samráð er síður að finna í starfsstöðvum viðkomandi fyrirtækja. Jóna Björk sagði að Bretar hefðu breytt löggjöf sinni árið 2002 þannig að nú væri bresku samkeppnisstofnuninni heimilt að koma fyrir hlerunarbúnaði og eftirlitsmyndvélum í íbúðarhúsnæði, hótelum og einkabifreiðum við rannsókn á samráðsbrotum fyrirtækja. Heimir Örn Herbertsson lögmaður taldi að ekki væri knýjandi að breyta lög- um á Íslandi ef samkeppnisyfirvöld vildu fara inn á þá braut að gera húsleit heima hjá starfsfólki fyrirtækja. Heimildir til rannsóknar væru geysilega opnar. ESB-reglur um samkeppnismál Húsleit heima hjá starfsfólki heimiluð  Efast/6 FJÓRIR menn, tveir Íslendingar og tveir Lithá- ar, eru eftirlýstir af lögreglu í tengslum við lík- fundinn í Neskaupstað á miðvikudag. Hafa lög- regluembættum víða um land verið sendar ljósmyndir af fjórmenningunum og hefur lög- reglan á Keflavíkurflugvelli leitað mannanna í hópi farþega á leið úr landi. Þar er enn unnið hörðum höndum að því að skoða myndir af fólki sem kom til landsins með flugi síðustu daga og bera saman við teikningu og ljósmynd af líkinu, en í iðrum mannsins fund- ust fíkniefni við krufningu og er því talið að hann hafi verið nýlega kominn til landsins. Þá hefur lögreglan í Fjarðabyggð óskað eftir því að allir þeir ökumenn sem voru á ferð um Fagradal og Oddskarð eftir miðnætti aðfara- nætur mánudags, þriðjudags og miðvikudags í síðustu viku, hafi samband við lögreglu. Til viðbótar því að rannsaka ferðir á svæðinu mun lögregla hafa til skoðunar hverjir tóku bíla- leigubíla dagana áður en líkið fannst, hverjir flugu innanlands, bókuðu gistingu á svæðinu og annað í þeim dúr. Einnig er hægt að rekja ferðir manna með því að skoða hvaða símstöðvar far- símar þeirra hafa skráð sig inn á og ekki ólíklegt að lögregla reyni að rekja ferðir fjórmenning- anna með þessum hætti. Greiðslukortafærslur geta einnig gefið mikilvægar upplýsingar. Tíu manna hópur lögreglumanna, þar af sex rannsóknarlögreglumenn frá embætti ríkislög- reglustjóra, vinnur nú í Neskaupstað að rann- sókninni. Enginn hefur enn verið handtekinn. Fjórir eftirlýstir vegna líkfundarins í Neskaupstað Lögreglumaður að störfum í gær á bryggj- unni í Neskaupstað þar sem líkið fannst. Myndum af mönnunum dreift til lögregluembætta víða um land Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir ÖFLUGUR jarðskjálfti, 5,7 á Richter, varð að minnsta kosti 22 mönnum að bana og eyðilagði hundruð húsa í Norður-Pakistan í fyrrakvöld. Þessi fjölskylda missti allt, sem hún átti, en illa gekk að koma björgunarliði á vettvang vegna skriðufalla og skemmda á vegum. Fannst skjálftinn víða um land og meðal annars í höfuðborg landsins, Islamabad. Nokkrir eft- irskjálftar fylgdu stóra skjálftanum og sumir allmiklir. Reuters Misstu allt sitt í jarðskjálfta PAUL Bremer, ráðsmaður Bandaríkjastjórn- ar í Írak, sagði í gær, að hún væri til tals um málamiðlun hvað varðaði valdaskipti í Írak en fréttir eru um, að ágreiningur sé um þau innan Bandaríkjastjórnar. Bremer sagði í viðtali við tvær bandarískar sjónvarpsstöðvar, að enn væri stefnt að því að afhenda nýrri íraskri ríkisstjórn völdin í hend- ur 30. júní næstkomandi en hins vegar yrðu til- lögur Sameinuðu þjóðanna, sem eru væntan- legar eftir viku eða 10 daga, teknar til gaumgæfilegrar athugunar. Bandaríkjastjórn hefur stefnt að því, að full- er. Ágreiningur er innan Bandaríkjastjórnar um tímasetningu væntanlegra valdaskipta að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Newsweek. Sagt er, að Bremer og menn nánir Bush vilji umfram allt, að valdaskiptin fari fram fyrir kosningar eins og Bush hefur lofað en aftur á móti standi varnarmála- og utanrík- isráðuneytið saman aldrei þessu vant og hafi stungið upp á, að þau verði dregin fram á næsta ár. Þar óttast menn, að komið geti til borgarastríðs í Írak verði ríkisstjórn skipuð án beinna kosninga í landinu og það yrði mar- tröðin mesta. trúaþing víðs vegar um Írak tilnefni menn í væntanlega stjórn en Ali al-Sistani, leiðtogi sjíta, sem eru í meirihluta í landinu, er andvíg- ur því. Vill hann beinar kosningar en Banda- ríkjamenn telja ekki nægan tíma til að skipu- leggja þær fyrir 30. júní. Bremer viðurkenndi, að öryggisvandamálin í Írak myndu ekki verða leyst með fyrirhuguð- um valdaskiptum en minnti á þau orð George W. Bush forseta, að Bandaríkjamenn myndu ekki hlaupa burt frá hálfunnu verki. „Verkið er að koma á fót lýðræðislegu, stöðugu og samein- uðu Írak og það tekur sinn tíma,“ sagði Brem- Ljá máls á málamiðlun í Írak Ágreiningur sagður í Bandaríkjastjórn um væntanleg valdaskipti Washington. AP, AFP. ELITE-fyrirsætufyrirtækið, sem kom á framfæri stjörnum á borð við Claudia Schiff- er, Naomi Campbell og Cindy Crawford, hefur lýst sig gjaldþrota. Í gjaldþrotsbeiðninni er ástæðan sögð vax- andi kostnaður vegna yfirvofandi málaferla en Elite og raunar önnur fyrirsætufyrirtæki hafa meðal annars verið sökuð um verð- samráð. Þá krefst einn fyrrverandi starfs- maður Elite næstum 300 millj. ísl. kr. í bætur fyrir heilsutjón, sem hann segist hafa orðið fyrir vegna óbeinna reykinga. Elite orðið gjaldþrota New York. AFP. ÞÝSKA lögreglan ætlar að virkja almenning um allt Þýskaland í baráttunni við glæpa- menn og helsta vopnið verður farsíminn. Verða fólki send SMS-skilaboð með upplýs- ingum um afbrot eða glæpamenn og það beðið að láta vita, búi það yfir einhverri vitneskju. Þessi starfsemi hefst almennt í dag og mun að sjálfsögðu aðeins ná til þeirra, sem það samþykkja, en hún hefur verið stunduð frá haustinu 2002 í 11 lögregluumdæmum og gef- ið mjög góða raun. SMS-skilaboð til lögreglunnar kosta ekkert og er sérstaklega vonast eftir góðri þátttöku atvinnubílstjóra, til dæmis strætisvagna- og leigubílstjóra, en þeir eru mikið á ferðinni og verða vitni að einu og öðru. Lögreglan nefndi þetta sem dæmi um skilaboð frá lögreglunni: „Bankarán, lög- reglan leitar tveggja manna á fertugsaldri. Gallabuxur, svartir jakkar. Flýðu á brúnum BMW, Dortmund-númer.“ SMS gegn glæpunum Frankfurt. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.