Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Lukku Láki – Reipi böðulsins
framhald ...
© DARGAUD BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÍSLENSKA þjóðin hefur frá lýð-
veldisstofnun haldið upp á nokkur
afmæli er tengdust m.a. upphafi
byggðar, stofnun
alþingis, kristni-
töku og lýðveldis-
stofnun. Hafa
þessar hátíðir
verið haldnar í
sátt og samlyndi
með beinni þátt-
töku forseta,
stjórnvalda og yf-
irleitt þjóðar. Nú
ber svo við að haldið er upp á hundr-
að ára afmæli heimastjórnar með
þeim hætti að lengi verður í minnum
haft. Forsætisráðuneytið, sem hefur
frumkvæði að hátíðarhöldunum, kýs
að hunsa forseta Íslands. Honum er
ekki boðið að taka þátt í hátíðinni,
hvorki sem þjóðhöfðingja né þeim
doktor í stjórnmálafræðum sem
hann er með sérstaka áherslu á
heimastjórnina. Hann er í raun snið-
genginn með svo afgerandi hætti að
þjóðin stendur agndofa. Og ekki nóg
með það. Forsætisráðherra virðist
ákveða í desember að haldinn verði
fundur í ríkisráði, sem er æðsta
stofnun lýðveldisins, með þátttöku
forseta og ríkisstjórnar. En forseti
er ekki látinn vita. Fundinum er
haldið leyndum fyrir forsetanum
sem kýs að taka frekar þátt í annarri
hátíð í lok janúar, hátíð í minningu
Vilhjálms Stefánssonar í Vestur-
heimi þar sem þátttöku hans er ósk-
að og framlag hans virðist meira
metið en við 100 ára afmæli heima-
stjórnar á Íslandi. Þetta er þvílíkt
virðingarleysi við þjóðhöfðingja okk-
ar að manni dauðbregður, fyrir utan
það að vera í sjálfu sér ólöglegt hvað
ríkisráðsfundinn varðar. Maður get-
ur ekki varist þeirri hugsun að hátt-
vísi forsætisráðherrans sé viðbrugð-
ið.
Nú er það svo að þjóðin vill að sátt
ríki um þjóðhöfðingjann hvað sem
líður stjórnmálamönnum sem hrær-
ast í pólitísku moldviðri hversdags-
ins og eru títt umdeildir. Á það ekki
síst við um forsætisráðherrann sem
löngum hefur skipað þann sess í
könnunum að vera sá vin- og óvin-
sælasti í senn. Ekki er hægt að meta
þessa uppákomu núna öðruvísi en
svo að þarna hafi verið gerð regin-
mistök. Að sniðganga forseta þjóð-
arinnar vísvitandi með þessum hætti
er gróf móðgun við þjóðina (sem
reyndar virðist heldur ekki vera sjá-
anleg á þessari hátíð) og þau gildi
sem stór hluti hennar vill hafa í
heiðri. Svo geta það varla talist póli-
tísk klókindi að ráðast með svo
óvægnum hætti sem gert hefur verið
að því sameiningartákni sem nýtur
hvað víðtækasts stuðnings meðal
þjóðarinnar. Reyndar rifjast upp í
þessu sambandi setning sem maður
nokkur lét sér eitt sinn um munn
fara að gefnu tilefni: „Svona lagað
gera menn ekki.“
INGÓLFUR STEINSSON,
ritstjóri og tónlistarmaður,
Mánastíg 2, 220 Hafnarfirði.
netfang tunga@ismennt.is
„Svona lagað gera
menn ekki“
Frá Ingólfi Steinssyni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi opið bréf frá Falun
Gong:
Til Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra,
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra,
Sólveigar Pétursdóttur þing-
manns.
Háttvirtir móttakendur.
Við erum komin um langan veg.
Veltið þið ekki fyrir ykkur hvers
vegna við komum aftur og aftur til
Íslands?
Við viljum styðja góð gildi, í sam-
ræmi við íslenskar mannréttinda-
hefðir, sem íslenska þjóðin lét svo
einlæglega í ljósi í júní 2002.
Hverja mínútu, allan sólarhring-
inn í rúm fjögur ár, hafa iðkendur
Falun Gong sætt grimmilegum pynt-
ingum af hálfu kínversku lögregl-
unnar, eins og stutt hefur verið
skjallegum gögnum frá stofnunum
Sameinuðu þjóðanna, Amnesty Int-
ernational, Human Rights Watch og
öðrum.
Að fyrirmælum stjórnar Jiangs
um að „svipta þá ærunni, gera þá
gjaldþrota og tortíma þeim“ hafa 100
milljónir iðkenda Falun Gong misst
öll réttindi sín, meðal annars réttinn
til menntunar, atvinnu og húsnæðis.
Hundruðum þúsunda hefur verið
haldið í fangelsum, geðsjúkrahúsum
og þrælkunarbúðum. Þau hafa orðið
að þola heilaþvott, nauðganir, nauð-
ungarfóstureyðingar, raflost og aðr-
ar misþyrmingar. Þúsundir hafa lát-
ið lífið af völdum pyntinga og
upplýsingar um nær 900 dauðsföll
hafa þegar verið skráðar.
Okkur skilst að Falun Gong hafi
ekki verið mjög þekkt á Íslandi fyrir
júní 2002. Tíminn hefur liðið. Fleiri
staðreyndir hafa komið fram og ís-
lenskum leiðtogum hefur því gefist
gott tækifæri til að breyta afstöðu
sinni.
Í hverju samfélagi er það skylda
borgaranna að leggjast gegn ofbeldi
í hvert sinn sem þeir verða vitni að
því. Þar sem áreiðanlegar upplýsing-
ar liggja fyrir um ofsóknirnar í Kína
erum við öll vitni að þeim. Er það
ekki skylda hvers manns að leggjast
gegn þessum ofsóknum?
„Það eina sem hið illa þarf til að
sigra er að góða fólkið aðhafist ekk-
ert.“
Við viljum skora á ykkur að senda
réttu skilaboðin og lýsa yfir stuðn-
ingi við þá sem sæta ofsóknum í
Kína.
Með kveðju.
Opið bréf frá
Falun Gong
Frá Norrænum samtökum
iðkenda Falun Gong