Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 31
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14.
Svakalegasti
spennutryllir ársins
frá leikstjóra Face/Off
og Mission Impossible 2.
Tilnefningar til
óskarsverðlauna11
Sýnd kl. 9. B.i. 12.
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.
Charlize Theron:
Golden Globe verðlaun
fyrir besta leik í
aðalhlutverki.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
Sannsöguleg mynd sem byggð
er á skuggalegri ævi fyrsta kvenkyns
fjöldamorðingja Bandaríkjanna.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.
MIÐAVERÐKR. 500.
www.laugarasbio.is
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6.
HJ MBL
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
Besta leikkona í aðalhlutverki
Besti leikari í aukahlutverki
21
GRAMM
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
2
HJ Mbl.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
ÓHT Rás2
Vann 3 Golden Globe. Besta gamanmynd
Besta handrit Besti gamanleikari í aðalhlutverki
Ein athyglisverðasta mynd ársins
l l
i i l i i í l l i
i li i
„Dýrmætt
hnossgæti“
EPÓ Kvikmyndir.com
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
Besta mynd, besti leikstjóri, besta
handrit og besti leikari í aðalhlutverki
4
BILL MURRAY SCARLETT JOHANSSON
Allir þurfa félagsskap
SV MBL
„Glæsilegt ævintýri.
Hreinn unaður frá
upphafi til enda.“
FréttablaðiðÓHT Rás 2
l il t i t ri.
r i r fr
fi til .
r tt l iSV Mbl.
Kvikmyndir.comvi y ir.
Sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense með hinni frábæru Halle Berry. Hún
vaknar upp á hæli og man ekki eftir hræðilegum glæp sem hún á að hafa
framið! Ekki er allt sem sýnist. Mynd sem fær hárin til að rísa.
ÓHT Rás2
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
H A L L E B E R R Y
myndarinnar, á blaðamannafundi
eftir sýninguna.
Myndin er byggð á leikriti eftir
norska leikskáldið Jon Fosse og
fjallar um eitt kvöld í lífi pars á fer-
tugsaldri í íbúð í Berlín. Karlinn er
þunglyndur rithöfundur og konan er
búin að fá nóg og ætlar að hlaupast á
brott með elskhuga sínum. Myndinni
lýkur með því að rithöfundurinn
fremur sjálfsmorð með því að
stökkva út um gluggann.
BLAÐAMENN á kvikmyndahátíð-
inni í Berlín voru ekki hrifnir af
þýsku myndinni Die Nacht singt ihre
Lieder, sem keppti um Gullbjörninn,
aðalverðlaun hátíðarinnar.
Um er að ræða ástarsögu en
áhorfendur hlógu stundum að sam-
ræðunum í myndinni og margir
gengu út áður en myndinni lauk.
„Viðurkenndu að þú hafi gert lélega
mynd,“ sagði einn blaðamaður við
Romuald Karmakar, leikstjóra
Karmakar varði myndina og sagð-
ist hafa rétt til að búa til ástarsögur
sem enduðu illa. Síðan skammaði
hann bandaríska handritshöfunda
sem hann sagði hafa vanið áhorf-
endur við myndir þar sem allt fer
vel.
Karmakar sagði að þetta væri
ekki í fyrsta skipti sem áhorfendur
hefðu gengið út af kvikmyndum
hans og sagði: „Stundum er hægt að
finna kímni í dýpstu örvæntingu.“
Blaðamenn lítt hrifnir af þýskri mynd sem keppir um Gullbjörninn
„Viðurkenndu að þú
hafir gert lélega mynd“
Þýska myndin Nætursöngur fékk blendnar móttökur á Berlínarhátíðinni
og veltu menn fyrir sér hvernig í ósköpunum hún hefði komist í keppnina.
Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í Berlín, sem
lauk á sunnudag, voru konur í aðalhlutverki.
Þær voru ráðandi fyrir framan myndavél-
arnar og einnig er
fjöldi kvenna í
hlutverki leik-
stjóra, handrits-
höfunda og fram-
leiðenda sífellt að
aukast. Dóm-
nefndin var skipuð
fjórum konum og
þremur körlum en
formaður hennar
var leikkonan
Frances McDorm-
and, sem hlaut
Óskarsverðlaun
árið 1997 fyrir
hlutverk sitt í
Fargo.
„Það var kominn tími til,“ sagði Frances
McDormand þegar hún var spurð um þann
fjölda kvenna sem var í aðalhlutverkum kvik-
myndanna á hátíðinni. „Það er mjög mik-
ilvægt.
Einnig er ánægjulegt að sjá konur skrifa
handrit. Fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir
því er vert að benda á það að við erum at-
hyglisvert kyn.“
Gullbjörninn fór til Þýskalands
Sú mynd sem hlaut aðalverðlaun hátíð-
arinnar, Gullbjörninn, var einungis send til
keppni á síðustu stundu. Velgengni mynd-
arinnar Head On, sem var ódýr í framleiðslu,
kom leikstjóranum Fatih Akin í opna
skjöldu. Myndin fjallar um unga tyrkneska
konu, búsetta í Hamborg, sem giftist óláns-
manni í því skyni að komast burt frá
strangtrúaðri fjölskyldu sinni.
Fatih, sem er fæddur í Tyrklandi en upp-
alinn í Þýskalandi, sagðist vonast til þess að
myndin stuðlaði að bættum hag tyrkneskra
innflytjenda í Þýskalandi.
Kvikmyndin Lost Embrace, sem einnig
fjallar um barn innflytjenda, hlaut Silf-
urbjörninn. Aðalleikari myndarinnar, Daniel
Hendler, hlaut verðlaun fyrir bestan leik í
aðalhlutverki.
Verðlaunin fyrir bestu leikstjórn féllu í
skaut Kim Ki-Duk frá Suður-Kóreu en hann
leikstýrði myndinni Samartian Girl.
Annað árið í röð hlutu tvær leikkonur Silf-
urbjörninn fyrir bestan leik í aðalhlutverki,
Charlize Theron, fyrir hlutverk sitt í Mons-
ter og Catalina Sandino Moreno fyrir hlut-
verk sitt í Maria Full of Grace.
Daybreak, mynd sænska leikstjórans
Björn Runge, hlaut Bláa engilinn, verðlaun
sem veitt eru fyrir bestu evrópsku myndina.
Úrslitin voru tilkynnt af formanni dóm-
nefndarinnar, Frances McDormand, og hin-
um þýska Peter Rommel, sem einnig átti
sæti í dómnefndinni.
Íslenska kvikmyndin Kaldaljós var valin til
sýninga í „Panorama Special.“ Þar er ekki
um að ræða keppni en „Panorama Special“
er virtasti flokkurinn fyrir utan keppnina
sjálfa. Það þykir mikill heiður að komast í
þennan flokk og fágætt að íslenskar myndir
komist þar að.
Konur í
aðalhlut-
verki í
Berlín
Reuters
Sænska leikkonan Pernilla August bregður á leik með Silfurbjörninn við mikla hrifningu aðstandenda myndarinnar Daybreak. Björn Runge
og aðstandendur myndarinnar hlutu verðlaunin fyrir listrænt framlag sitt. Myndin var einnig valin besta evrópska myndin.
Þýsk-tyrkneski leik-
stjórinn Fatih Akin
kyssir Gullbjörninn.