Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 13
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 13 Tilvalin fyrir verslun eða aðra starfsemi. Frábær staðsetning í nágrenni við öflug fyrirtæki. Nr. 3a er ca 250 fm jarðhæð og 130 fm 2. hæð. Nr. 3b er ca 250 fm jarðhæð og 130 fm 2. hæð. Hægt er að opna á milli. Hæðirnar hafa sérinngang svo mögulegt er að leigja þær sér. Upplýsingar í síma 897 3703 og ester@bakkar.is TIL LEIGU - ATVINNUHÚSNÆÐI SKEIFAN 3a og 3b Akranes | Hluti af viðbyggingu við leikskólann Vallarsel á Akra- nesi var á dögunum tekinn í notk- un við hátíðlega athöfn. Um er að ræða glæsilega byggingu og vel útbúna í alla staði. Þráinn E. Gíslason, verktaki viðbygging- arinnar, afhenti Sveini Krist- inssyni, forseta bæjarstjórnar, lyklana og Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Vallarsels, tók svo við lyklunum fyrir hönd Vall- arsels. Tvær deildir leikskólans eru nú fullbúnar en sú þriðja verð- ur tilbúin síðar í vetur. Leikskólinn Vallarsel tók fyrst til starfa í maí 1979 og var þá tveggja deilda leikskóli, hann var síðan stækkaður verulega 1985. Við þá stækkun var leikskólinn orðinn þriggja deilda skóli, 431,0 m2 að stærð og þar gátu dvalist 66 börn. Eftir að ákveðið var að hefja framkvæmdir við stækkun Vall- arsels var börnum fjölgað í leik- skólanum á síðasta ári sem nemur einni deild. Til þess að af því gæti orðið fékkst aðstaða fyrir elstu börn leikskólans í Grundaskóla og dvöldust þau þar meðan á bygg- ingaframkvæmdum stóð. Auk ný- framkvæmda voru gerðar umtals- verðar breytingar á eldra húsnæði leikskólans. Með þessari nýbyggingu verður Vallarsel 6 deilda leikskóli 930,0 m2 að stærð þar sem 143 börn geta dvalið samtímis. Stærð lóðar er 5610.0 m2. Þegar allar deildir leikskólans hafa verið teknar í notkun verða leikskólapláss á Akranesi fyrir 288 börn. Stöðugildi við leikskólann eru í dag á vel á þriðja tuginn. Í byggingarnefnd hinnar nýju bygg- ingar voru þeir Pétur Óðinsson, Guðni Tryggvason og Gunnar Ólafsson. Voru þeim þökkuð frá- bær störf, en áður höfðu þeir skip- að byggingarnefndir vegna bæði leikskólans Teigasels og einsetn- ingu grunnskólanna. Arkitektar að eldri byggingu leikskólans voru Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðs- son og hefur Guðmundur og arki- tektastofan Arkþing séð um hönn- un breytinga og nýbyggingar. Framkvæmdir voru á hendi Tré- smiðju Þráins E. Gíslasonar. Eins og áður segir eru allar fram- kvæmdir eins og best verður á kosið og allir þeir sem komið hafa að þeim eiga hrós og þakklæti skilið. Ný leikskólabygging tekin í notkun Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi, afhendir Lilju Guðlaugsdóttur leikskólastjóra lyklana að hinni nýju byggingu leikskólans Vallarsels. LÖGFRÆÐINGAR á Vesturlandi stofnuðu nýlega með sér félag á veitingahúsinu Fimm fiskum í Stykkishólmi. Undirbúningur stofn- unar félagsins hefur staðið í fjögur ár og var Daði Jóhannesson í Stykkishólmi formaður undirbúningsnefndar. Tilgangur félagsins er m.a. að fræða fé- lagsmenn um það sem efst er á baugi á sviði lögfræðinnar auk þess að skemmta fé- lagsmönnum. Félagið hlaut nafnið Lögvestri og var samþykkt að stjórn þess skuli ein- göngu skipuð konum og er þannig tryggt að félagið verður ekki fyrir aðkasti frá jafnrétt- isyfirvöldum. Jafnframt var samþykkt að lög félagsins skuli óskráð og sker elsti fé- lagsmaður úr þeim deilum sem upp kunna að koma. Er þannig tryggt að litlar frátafir verða frá fræðistörfum og skemmtunum vegna deilumála. Á fundinn mættu 11 lögfræðingar víðs veg- ar af Vesturlandi þrátt fyrir aftakaveður. Stofnfélagar teljast engu síður 12 þar sem Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri forfallaðist á elleftu stundu en hann er einn hvatamanna að stofnun félagsins og helsti velgjörð- armaður þess ásamt Benedikt Guðbjartssyni hdl. sem færði félaginu vandaða fundagerð- arbók. Í upphafi fundar gerði formaður undirbún- ingsnefndar grein fyrir störfum nefnd- arinnar og svaraði gagnrýni á störf hennar. Á dagskrá fundarins var það markverðast að Finnur Torfi Hjörleifsson, fv. dómstjóri Hér- aðsdóms Vesturlands, hélt fróðlegt erindi sem hann nefndi „Fýsnin til fróðleiks og skrifta“ og Ingi Tryggvason hdl. fór með gamanmál. Var gerður góður rómur að máli þeirra. Loks var stutt spurningakeppni undir stjórn formanns undirbúningsnefndar og hlaut sigurvegarinn, Björg Ágústsdóttir, veg- legan farandgrip til varðveislu. Í stjórn félagsins voru sjálfkjörnar Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfjarð- arbæ, Anna Birna Ragnarsdóttir, sýslumaður í Búðardal, og Hjördís Stefánsdóttir, stað- gengill sýslumannsins í Borgarnesi. Lögfræðingar víðs vegar af Vesturlandi voru á fundinum. Lögfræðingar á Vesturlandi stofna félag HREPPSNEFND Skorradalshrepps hefur samþykkt að ganga til sameiningarviðræðna við Borgarfjarðarsveit, Borgarbyggð og Hvítár- síðuhrepp og hefur Davíð Pétursson, oddviti í Skorradalshreppi, þegar óskað eftir fundi með forsvarsmönnum umræddra sveitarfélaga. Í bókun hreppsnefndarinnar er þó mælt með að reynt verði að koma böndum á umfang nefnd- arstarfa og aðkeypta þjónustu sérfræðinga og nýta þau gögn sem til eru frá fyrri sameining- arviðræðum. Meirihluti með viðræðunum Ákvörðunin um að óska eftir sameiningarvið- ræðum kemur í kjölfar skoðanakönnunar á meðal íbúa í Skorradalshreppi þar sem þeir voru beðnir að velja á milli þriggja kosta og nefna þann besta, næstbesta og lakasta. Þrjátíu og fimm svör bárust, þar af voru tveir auðir seðlar en 55 íbúar munu búa í hreppnum. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni töldu nítján eða um 57% það vera besta kostinn að óskað væri eftir sameiningarviðræðum með Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit og Hvítár- síðuhreppi en um 40% töldu það aftur á móti vera versta kostinn. Rúmlega 36% töldu best að Skorradalshreppur héldi að sér höndum og leit- ast væri við að sveitarfélagið yrði áfram sjálf- stætt en aðeins 6% töldu best að óska eftir sam- einingarviðræðum með Hvalfjarðarstrandar- hreppi, Skilmannahreppi, Innri-Akraneshreppi og Leirár- og Melahreppi. Liðlega 63% töldu það þó vera næstbesta kostinn. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segir ljóst að meirihluti sé fyrir sameiningarvið- ræðum en tekur jafnframt fram að ekki hafi mörg „atkvæði“ þurft að sveiflast til í könn- uninni til þess að breyta niðurstöðunum. „Þann- ig að það verður að vera greinilegt að menn sjái einhvern hag í þessu svo menn geti átt von á því að slíkt myndi ná fram að ganga í kosningum,“ segir Davíð. Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgar- byggð, segist fagna þessari ákvörðun hrepps- nefndar Skorradalshrepps enda hafi menn í Borgarbyggð verið þess fúsir um nokkra hríð að fara í slíkar viðræður. „Við teljum það mjög jákvætt að öll sveitarfélög á þessu svæði verði eitt sveitarfélag.“ Páll segir samningafund enn ekki hafa verið boðaðan en hann reikni með að það verði hald- inn fundur í næstu viku þar sem aðild Skorra- dalshrepps að viðræðunum verði rædd og geng- ið frá henni. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarð- arsveit, segir sér lítast mjög vel á það að Skorradalshreppur komi að sameiningarvið- ræðum. „Við höfum leynt og ljóst hinkrað að- eins í okkar starfi á meðan þeir voru að fara yfir sín mál því okkur fannst það vera eðlilegt að þessir ágætu nágrannar væru með,“ segir Sveinbjörn. Skorradalshreppur reiðubúinn í sam- einingarviðræður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.