Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ                                                                                                               !  "      ALLS hafa 24 sjálfboðaliðar farið til Palestínu á vegum samtakanna Ís- land-Palestína á síðustu tveimur ár- um, en samtökin héldu aðalfund sinn í Norræna húsinu í gær. Sjö sjálf- boðaliðar greindu frá reynslu sinni af sjálfboðastarfinu á fundinum í gær. Að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, formanns samtakanna, liggur fyrir að fleiri sjálfboðaliðar fari utan á næst- unni. Hann segir sjálfboðaliðana flesta vera milli tvítugs og þrítugs en sá elsti sem hefur farið utan á vegum samtakanna er 67 ára gamall. Sam- tökin hafa skipulagt 31 ferð frá því í apríl 2002 og hafa 24 sjálfboðaliðar tekið þátt. Eldar Ástþórsson, 26 ára nemi í fjölmiðlun í Gautaborg í Svíþjóð, var staddur í Balata-flóttamannabúð- unum við Nablus þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í gær. Hann sagði blaðamanni frá því sem hann upplifði í þorpinu Budrus á dögunum þar sem hann tók þátt í friðsamlegum mótmælum með þorpsbúum gegn múrnum sem reisa á milli Palestínu og Ísraels. „Múrinn er ekki byggður á landa- mærum Ísraels og Vesturbakkans [Palestínu]. Í tilfelli Budrus og margra fleiri þorpa nálægt múrnum liggur einn múr Ísraelsmegin og ann- ar Palestínumegin sem einangrar íbúana frá mörkuðum, vinnustöðum, skólum og heilsugæslu í Ramallah. Múrinn mun líka stela landi af bænd- um í Budrus. Þorpsbúar hafa verið duglegir við að mótmæla því að múr- inn verði reistur þvert í gegnum land- ið þeirra. Í Budrus hafa verið mót- mæli á hverjum fimmtudegi þar sem þorpsbúar planta ólífutrjám í stað þeirra sem hefur verið eytt vegna undirbúnings að byggingu múrsins.“ Eldar segir þorpsbúa vilja hafa al- þjóðlega sjálfboðaliða með sér í frið- samlegum aðgerðum af þessu tagi þar sem ólíklegra sé að ísraelski her- inn skjóti á sjálfboðaliðana. „Það hef- ur oft gerst að herinn hefur skotið á þorpsbúa ef sjálfboðaliðar eru ekki með,“ segir Eldar. Hann kveðst finna fyrir þakklæti fyrir starf sjálfboðaliðanna. „Okkur finnst það hafa sýnt sig að alþjóðleg nærvera á staðnum skiptir máli bæði til að sýna samtöðu með Palest- ínumönnum og af því að þetta virðist skila sínum árangri. Stofnanir eins og SÞ hafa ekki sent neina eftirlitsmenn til að verða vitni að því sem er í gangi hérna og þess vegna hafa mannrétt- indasamtök sent hingað sjálfboðaliða til að vera vitni og einnig til að vera Palestínumönnum til aðstoðar. Manni finnst maður virkilega vera að gera gagn og finnur að fólk er þakklátt fyrir það sem við gerum hérna,“ segir Eldar. Hann kom til Palestínu fyrir mán- uði og ætlar að vera í tvær vikur til viðbótar. Að þeim tíma loknum held- ur hann aftur til náms í Gautaborg. 24 sjálfboðaliðar hafa starfað á vegum samtakanna Ísland-Palestína Planta trjám í mótmælaskyni Jafnt ungir sem aldnir taka þátt í friðsamlegum mótmælum gegn múrnum milli Ísraels og Palestínu. Þessir vösku palestínsku piltar planta ólífutrjám í stað þeirra sem Ísraelsher ryður burt til að rýma fyrir múrnum. Myndin er tekin í Palestínu fyrir nokkru. Frá vinstri eru sjálf- boðaliðarnir Árni Freyr Árnason, Axel Wilhelm Einarsson, Þorsteinn Otti Jónsson, Eldar Ástþórsson og Sverrir Þórðarson. VAKA sigraði naumlega í kosning- um til Stúdentaráðs á dögunum, en félagið hlaut 48,8% atkvæða og fimm fulltrúa af níu. Háskólalistinn bætti við sig um fjórum prósentum í fylgi, fékk 15% atkvæða og náði inn manni í annað sinn. Röskva hlaut 36,2% at- kvæða og náði inn þremur fulltrúum. Röskva og Vaka hlutu hvor sinn fulltrúann í háskólaráð. Háskólalistinn jók fylgi sitt einn fylkinga. Arnar Þór Stefánsson, for- maður kjörstjórnar, telur listann hafa tekið fylgi sitt af Vöku í þetta skiptið, en Vaka missti um fjögur prósent frá síðustu kosningum. Vaka hélt meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs JÓN Kaldal sem stýrt hefur tímarit- unum Iceland Review, Atlanticu og Skýjum sl. átta ár mun láta af störf- um í byrjun mars að því er segir í til- kynningu frá Heimi. Við ritstjórn Atlanticu og Iceland Review taka Anna Margrét Björnsson og Páll Stefánsson. Anna Kristine Magnús- dóttir verður ritstjóri Skýja. Páll er þekktur fyrir ljósmyndir sínar og hefur starfað hjá Iceland Review í 22 ár. Anna Margrét hefur starfað sem blaðamaður á Iceland Review sl. 4 ár. Anna Kristine hefur starfað sem blaðamaður í 27 ár. Ritstjóraskipti hjá Iceland Review ♦♦♦ KYNNISFERÐIR sf. voru í Hæsta- rétti í fyrradag dæmdar til að greiða tveimur félagsmönnum Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis skaðabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þannig sneri rétturinn við dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur, en þar var fyr- irtækið sýknað af kröfum stefnenda. Þegar mönnunum tveimur var sagt upp í september 2001 var gild- andi í kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og Sleipnis ákvæði um forgangsrétt félagsmanna í Sleipni til að starfa samkvæmt samningn- um, en á sama tíma hafði fyrirtækið menn í störfum flutningabifreiða- stjóra sem ekki voru félagsmenn í Sleipni. Ástæða uppsagnanna var sögð vera minnkandi umsvif í rekstri. Báðir mennirnir voru fram- arlega í harðvítugum kjaradeilum og verkfallsaðgerðum Bifreiðafélagsins Sleipnis árið 2000, sem meðal annars beindust gegn Kynnisferðum. Félagsdómur féllst í dómi sínum í maí 2002 á það með Sleipni að Kynn- isferðir hafi með uppsögnunum brot- ið gegn forgangsréttarákvæðinu. Kynnisferðir töldu aftur á móti að ákvæði kjarasamninga um forgangs- rétt Sleipnis hefði ekki náð til upp- sagnar starfsmanna. Héraðsdómur sýknaði Kynnis- ferðir af öllum kröfum stefnenda í apríl síðastliðnum. Hæstiréttur dæmdi aftur á móti í gær að fyrir- tækið skyldi greiða mönnunum skaðabætur, sem og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, en féllst ekki á kröfu áfrýjenda um greiðslu miskabóta. Hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir dæmdu málið. Hæstiréttur sneri við Sleipnisdómi Kynnisferðir dæmdar fyrir ólöglega uppsögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.