Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 11 Allt að 30% afsláttur til Flugkortshafa Með Flugkortinu má greiða flugfarseðla með Flugfélagi Íslands, bílaleigubíl, hótelgistingu og ýmsa aðra þjónustu hjá völdum fyrirtækjum í samstarfi við Flugkortið. Notkun kortsins hefur einnig í för með sér ýmsa sérþjónustu og fríðindi ásamt því hagræði sem fylgir sundurliðuðu reikningsyfirliti sem Flugkortshafa er sent mánaðarlega. Flugferðir Hótel Bílaleiga Fundaraðstaða Fyri r tækjaþjónusta Flugkortið er greiðslu- og viðskiptakort ætlað fyrirtækjum í viðskiptum við Flugfélag Íslands ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S -F LU 22 49 3 10 /2 00 3 Upplýsingar hjá Fyrirtækjaþjónustu Flugfélags Íslands sími 570 3606. Netfang: flugkort@flugfelag.is www.flugfelag.is BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbanka Ís- lands, sagði á aðalfundi bankans sem haldinn var á laugardaginn, að Landsbankinn muni áfram spila sóknarbolta en muni reyna að spila hann þannig að það sé í sátt við sam- félagið. Björgólfur rifjaði upp á fundinum það sem fram hefði komið þegar Sam- son-eignarhaldsfélag eignaðist um 45% hlut í Landsbanka Íslands fyrir rúmu ári. „Við sögðumst ætla að spila sókn- arbolta. Að við ætluðum Landsbank- anum forystuhlutverk á íslenskum bankamarkaði. Bankinn ætlaði að styðja íslensk fyrirtæki í útrás. Við sum af stóru orðunum höfum við þeg- ar staðið, aðeins ári síðar, en að öðr- um unnið ötullega. Það er engum of- sögum sagt að á þessu eina ári hafi íslenskt fjármálalíf gengið í endurnýj- un lífdaga. Ég tek ekki djúpt í árinni þegar ég segi að þar hafi Landsbank- inn lagt mikið af mörkum. Þjónusta við einstaklinga og fyrirtæki bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi hefur batnað. Samkeppni hefur harðnað og birst í lægri vöxtum. Og í æ minni vaxtamun. Með fjárfesting- arstarfsemi sinni hefur Landsbank- inn komið af stað löngu tímabærri endurnýjun á íslensku atvinnulífi. Á sama tíma hafa þessar breyting- ar styrkt Landsbankann verulega þar sem verðmæti bankans hefur aukist um 75%, eignir um 61% og hagnaður um 46% á þessu eina ári. Þá hefur ís- lenskur verðbréfamarkaður stóreflst þrátt fyrir fækkun skráðra fyrirtækja en viðskiptin á milli ára jukust um 72% og verðgildi hlutabréfa hefur aukist um 56%,“ sagði Björgólfur. Arðgreiðsla undir settum markmiðum Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 10% af nafnvirði hlutafjár í arð. Af hagnaði ársins 2003 eftir skatta, sem nam 2.955,8 milljónum króna verða greiddar 750 milljónir króna í arð. Arðgreiðsla þessi nemur um 25,4% af hagnaði. Því sem eftir stendur af hagnaði ársins, 2.205,8 milljónum króna, verður ráðstafað til hækkunar á eigin fé Landsbanka Ís- lands. Að sögn Björgólfs er þessi arð- greiðsla nokkuð undir settum arð- semismarkmiðum um að arðgreiðsla nemi á bilinu 30–50% af hagnaði hvers árs. „Við þessa stefnu vill bankaráðið almennt standa. Í ljósi mikils vaxtar á nýliðnu ári, sem var langt umfram björtustu vonir, þarf nú að styrkja eigið fé til sóknar og vaxt- ar. Af þessari ástæðu er nú vikið lít- illega frá þessari stefnu. Ég treysti því að hluthafar meti stefnuna á sama hátt og bankaráð á þessum fundi. En ég tel rétt að geta þess að frá því að skrifað var undir einkavæðingu bank- ans um áramótin 2002 og 2003 og til þessa dags hafa hlutabréf í bankanum hækkað um 100%, eða tvöfaldast,“ sagði Björgólfur. Hann þakkaði starfsfólki Lands- bankans fyrir vel unnin störf á liðnu ári og kynnti þá ákvörðun bankaráðs að greiða öllum starfsmönnum bank- ans 125 þúsund krónur í kaupauka. Mikill hagvöxtur fram undan Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði í sinni ræðu á aðalfundinum að árið 2003 hafi almennt verið mjög hagstætt fyrir ís- lenskt atvinnulíf og þær miklu fram- kvæmdir sem hófust þá geri það að verkum að spáð er áframhaldandi miklum hagvexti fram yfir mitt ár 2008. „Impregilo hefur hafið sínar framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og Landsbankinn hefur átt þátt í að styðja þá framkvæmd. Við reiknum nú með að bæði Alcoa og Columbia Ventures fjárfesti í nýjum álverum og nýrri álframleiðslu og þetta eru að sjálfsögðu langstærstu fjárfestingar á Íslandi í seinni tíð. Við gerum ráð fyrir því að heildarfjárfestingar út af þessum tveimur verkefnum verði 250 milljarðar og gjaldeyrisinnstreymið nemi 120 milljörðum á þessu tímabili. Þrátt fyrir spár hefur stöðugleiki haldist. Það hefur verið tryggt með aðhaldi í ríkisfjármálum og peninga- málum og er sátt um þau sjónarmið í samfélaginu almennt. Fylgifiskur þessara miklu framkvæmda og fjár- festinga er það helst að gengi krón- unnar hefur styrkst eilítið meira en við höfum viljað sjá í bankanum. Hitt er það að evran hefur styrkst á sama tímabili og útflutningsiðnaðurinn hef- ur náð að snúa útflutningi sínum inn á evrusvæði og það hefur vegið upp á móti þessari hækkun krónunnar. Að öðru leyti eru efnahagsáhrifin minni en við áttum von á. Verðbólga er því innan hóflegra marka og öll markmið þar að lútandi virðast geta náðst,“ sagði Halldór. Útlit fyrir lækkun langtímavaxta Segir Halldór að Landsbankinn telji að vegna góðra horfa í efnahags- málum þjóðarinnar megi fresta hækkun skammtímavaxta. „Sömu- leiðis teljum við að efnahagsbatinn, vöxturinn og góð lausafjárstaða í bankakerfinu muni þýða að langtíma- vextir geti farið lækkandi.“ Halldór segir að á liðnu ári hafi Sig- urjón Þ. Árnason verið ráðinn banka- stjóri við hlið hans á árinu ásamt því að hópur reyndra stjórnenda var ráð- inn til Landsbankans. Í kjölfarið hafi verið gerðar ákveðnar skipulags- breytingar. „Ég vil leggja áherslu á það vegna umræðna um verðbréfa- viðskipti í samfélaginu að skipulags- breytingunni var ætlað í senn að að- greina vel störf innan Landsbankans og tryggja að starfsemin væri að fullu í samræmi við ákvæði laga en jafn- framt að auka skilvirkni og gera starfsemina alla einbeittari.“ Halldór sagði að á liðnu ári hafi Landsbankinn endurheimt að nokkru frumkvæði sitt og leiðandi stöðu „en brýnt er að hafa það í huga við mat á stöðu Landsbankans að hann er stærsti bankinn í íslensku umhverfi ef litið er til markaðshlutdeildar í al- mennri viðskiptabankastarfsemi.“ Um 400 milljarðar í eignastýringu Halldór segir að útibúanet Lands- bankans verði eflt og fjárfestingar- starfsemi verði einnig styrkt áfram. Á síðasta ári hafi markaðshlutdeild Landsbankans í Kauphöll Íslands aukist úr 20 í 35%. Þrjú af fimm stór- verkefnum sem hafa verið á árinu í umbreytingarverkefnum hafi verið á vegum Landsbankans. Segir Halldór að 68% af félögum í Kauphöllinni séu í verulegum við- skiptum við Landsbankann. Eigna- stýring hafi einnig verið styrkt og nú séu um það bil 400 milljarðar í eigna- stýringu hjá bankanum og er það tvö- földun, að hans sögn, frá því sem áður var. Að sögn Halldórs fækkaði kostum til hagræðingar á fjármálamarkaði eftir samruna Kaupþings og Búnað- arbankans í KB banka. „En áfram eru möguleikar á ís- lenskum fjármálamarkaði. Það er hægt að halda áfram að skoða banka og tryggingarfélög. Það er hægt að ná fram aukinni samvinnu milli banka og sparisjóða til að lækka kostnað. En stærsta málið fyrir bankakerfið fram undan er umbreyting á Íbúða- lánasjóðnum. Það er brýnt til lengri tíma að fella þessa starfsemi að starf- semi bankanna. Veita þeim aðgang að því sem er vel rúmlega helmingur af allri fjármálaþjónustu til einstak- linga.“ Halldór segir að Landsbankinn muni halda áfram að leita alþjóðlegra og innlendra fjárfestingartækifæra á þessu og næsta ári. „Við vorum komin með nokkur verkefni á lokastig und- irbúnings í lok síðasta árs en þau náðu ekki fram að ganga eða hafa ekki náð fram að ganga enn vegna þess að eftir því sem leið á síðasta ár fóru verð- hugmyndir seljenda á breskum markaði, verðhugmyndir seljenda banka, miklu hærra heldur en við gát- um réttlætt miðað við þær ströngu arðsemiskröfu sem við setjum til slíkra fjárfestinga. Við setjum þá kröfu að kaup nýrra eininga verði til þess að stækka samstæðuna en jafn- framt þannig að arðsemiskrafan sem er sett fyrir bankann, nú 15–17%, haldist.“ Dregið úr framlögum á afskriftareikning Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, fór yfir reikninga bankans á fundinum. Að hans sögn voru markaðsaðstæður fjármálafyrir- tækja mjög góðar á liðnu ári og gerir bankinn ráð fyrir því að svo verði áfram í ár. En búast megi við því að gengisvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands hækki ekki jafn mikið í ár og á liðnu ári. Segir hann að stærðarhag- kvæmni Landsbankans hafi aukist ásamt því að tekjugrunnur bankans hafi styrkst. Landsbankinn hafi aukið framlög í afskriftareikning útlána á árinu 2003 en gerir ráð fyrir að úr þeim muni draga á árinu 2004. Sigurjón segir að Landsbankinn geri ráð fyrir því að arðsemi eigin fjár á árinu 2004 verði svipuð og á árinu 2003 en þá nam hún 17,6% eftir skatta. Á aðalfundinum var sjálfkjörið í bankaráð og sitja sömu menn í banka- ráði Landsbankans í ár og á síðasta ári. Þeir eru: Björgólfur Guðmunds- son, Andri Sveinsson, Einar Bene- diktsson, Kjartan Gunnarsson og Þorgeir Baldursson. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands Sóknarbolti spilaður í sátt við samfélagið Morgunblaðið/Golli Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Landsbanka Íslands, og Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, á aðalfundi bankans. ● HALLDÓR J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, vék að um- svifum bankanna og fyrirtækja í ræðu sinni á aðalfundinum. „Á liðnum misserum hefur verið vikið töluvert að umsvifum bankanna og fyrirtækja í íslensku samfélagi. Því er óumflýjanlegt að gera hér stutta grein fyrir því hver er þátttaka Landsbankans á þessu sviði. Þess er fyrst að geta að útlánastarfsemi bankans er um 85–90% af heildar- umsvifum Landsbankans. Ef við not- um þetta sem mælikvarða á hluta kjarnastarfsemi í heildarstarfsemi þá er ljóst að þetta er mjög hátt hlut- fall kjarnastarfsemi ef við horfum á alþjóðlegan samanburð þar sem þessi þáttur í starfsemi banka er víða 60,70–75%. Stefna bankans er hins vegar sú að hlutabréfastaða okkar verði ekki meiri en sem svarar 4% af heildareignum. Þar af verði um 1–2% í almennri veltubók. Og þrátt fyrir umræðuna um fyrirferð bank- anna á íslenskum markaði þá eru þær fimm stefnumarkandi fjárfest- ingar sem bankinn er að vinna öt- ullega að um þessar mundir ekki nema um 2,5% af heildareignum bankans. Þetta er í raun og veru áþekk heildarstaða og hefur verið um nokkurra árabil. Það sem hefur breyst og það er til batnaðar, er að bankinn hefur ein- beitt sér að fáum og stórum verk- efnum og hefur orðið, eins og dæmin sýna, betur ágengt í því en áður. Bankann hefur afmarkað mjög alla aðra áhættustöðu sína þannig að hluthafar geta verið rólegir hvað þetta varðar. Ég taldi brýnt að gera þetta hér að umtalsefni vegna mjög ónákvæmnar umræðu í samfélaginu um þennan þátt í starfsemi bankanna,“ sagði Halldór í ræðu sinni á aðalfundi Landsbankans. Umsvif banka og fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.