Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 21
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 21
✝ Emilía Björns-dóttir fæddist á
Siglufirði 11. maí
1945. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans í Kópavogi laug-
ardaginn 7. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Björn Guðmundsson,
f. 14. júní 1925, og
Sigurlaug Þóra
Sophusdóttir, f. 25.
nóvember 1923, d.
15. desember 1998.
Systkini Emilíu eru
Margrét Björnsdótt-
ir, f. 1946, og Sophus Jón Björns-
son, f. 1955.
Emilía giftist 1966 Stefáni Æv-
ari Guðmundssyni, f. 1945, syni
hjónanna Guðmundar Finnboga-
sonar, f. 1914, d. 2002, og Lovísu
Eðvarsdóttir, f. 1913, d. 1983.
Börn Emilíu og Stefáns eru: 1)
Þóra, f. 1967. Börn hennar eru
Emilía, f. 1991, Finn Axel, f. 1996,
og Eva Lind, f. 2003. Maki Þóru
er Sigurður Hansen, f. 1967. 2)
Lovísa, f. 1970. Börn Lovísu eru
Daníel Ingi, f. 1991, Andri Björn,
f. 1996, og Erna Ósk, f. 2001.
Maki Lovísu er Jón Björnsson, f.
1968. Emilía og
Stefán slitu samvist-
ir árið 1979.
Sambýlismaður
Emilíu frá 1984 er
Jóhann Ingi Einars-
son, f. 6. maí 1940.
Börn Jóhanns eru 1)
Anna Margrét, f.
1959. Börn hennar
eru Páll Örvar, f.
1982, og Einar Orri,
f. 1990. Maki Önnu
Margrétar er Svan-
ur Elísson, f. 1955.
2) Einar, f. 1964.
Barn Einars er Er-
lingur, f. 1992. Maki Einars er
Hildur Erlingsdóttir, f. 1965.
Emilía bjó á Siglufirði til átta
ára aldurs en fluttist þá til Hafn-
arfjarðar. Árið 1969 fluttist Em-
ilía ásamt fjölskyldu sinni til Kan-
ada þar sem hún bjó til ársins
1979. Eftir heimkomuna starfaði
Emilía hjá Raunvísindastofnun
Háskólans en hefur frá árinu
1984 rekið sundlaug Hótels Loft-
leiða ásamt manni sínum Jóhanni
Inga.
Útför Emilíu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Það er okkur þungbærara en orð
fá lýst að kveðja þig nú, elsku
mamma. Við erum ekki bara að
kveðja móður heldur líka bestu vin-
konu. Við vorum vart komnar frá
þér þegar við vorum komnar með
hvor aðra í símann.
Við þrjár höfum gengið saman í
gegnum ýmislegt á okkar lífsleið.
Við eigum svo margar góðar minn-
ingar frá æskuárunum í Kanada en
svo skildu leiðir okkar í stutta stund
þegar við fluttumst heim aftur til
Íslands og við fórum allar sín í
hverja áttina um tíma meðan þú
vannst myrkranna á milli til að
byggja okkur heimili svo við gætum
sameinast á ný.
Allt varð léttara fyrir þig þegar
þú fannst hamingjuna á ný og Jó-
hann kom inn í líf okkar. Við ferð-
uðumst mikið saman á þessum tíma
og margar ljúfar minningar urðu til.
Svo byggðuð þið ykkur sumarhús á
Laugarvatni og litlu ömmubörnin
þín tvö, Daníel og Emilía, voru oft
hjá þér með pensilinn í hönd eða að
aðstoða ykkur við að gróðursetja
tré. Þetta eru ljúfar minningar fyrir
þau og söknuður þeirra er mikill.
Vorið á eftir að verða okkur erf-
itt. Hver mun koma og taka okkur
með sér í göngu- og hjólatúra? Við
sátum svo oft út í garði með öllum
barnabörnunum og biðum þess að
sjá þig koma fyrir hornið á hjólinu
þínu með litlu hvítu körfuna rétt
eftir klukkan eitt.
Þú lagðir alltaf mikið á þig til að
okkur og öðrum í kringum þig gæti
liðið vel. Hjarta þitt var alltaf fullt
af stolti og ást til okkar. Hjá þér
kom aldrei til greina að gefast upp
og þú sýndir okkur það í verki.
Mamma, við vitum að þú myndir
vilja að nú sýndum við styrk þótt
erfitt sé og héldum áfram, sama
hvað á bjátar, líkt og þú hefur alltaf
gert. Þú varst svo sterk í veikindum
þínum þar sem þú barðist af styrk
við erfiðan sjúkdóm. Sama hversu
máttfarin þú varst kom aldrei til
greina að þú gæfir eftir reisn þína.
Svona varst þú allt þitt líf og það
gerði okkur stoltar af þér.
Horfið er nú sumarið og sólin.
Í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin.
Nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Ég gái út um gluggann minn,
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér og nístir
mig.
(Vilhj. Vilhj. – Jóhann Helgason.)
Takk, mamma, fyrir tímann sem
við áttum með þér.
Þóra og Lovísa.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bakvið dvelur,
og fagrar vonir tengdir líf mitt við,
minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á?
Heyrirðu storminn, kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymi meðan lífs ég er.
(Valdimar H. Hallstað.)
Pabbi.
Góð kona er fallinn frá í blóma
lífsins, ekki aðeins góð heldur fal-
leg, prúð og látlaus í hvívetna.
Við systkinin kynntumst Millu
fyrir tæpum tuttugu árum þegar
leiðir Millu og föður okkar lágu
saman, það var gæfa pabba okkar
að fá Millu í fangið.
Milla og pabbi voru ótrúlega
samhent, þau hafa saman starfað að
rekstri sundlaugar Hótels Loftleiða
af mikilli eljusemi og myndarskap
samhliða því að búa sér og dætrum
Millu einstaklega fallegt heimili
sem bar vitni um snyrtimennsku og
afburða smekkvísi þeirra beggja.
Saman höfðu þau yndi af börnum
og barnabörnum hvort annars.
Þakklæti er okkur systkinunum efst
í huga fyrir hvað Milla var honum
pabba góð og vönduð kona, okkur
systkinunum og drengjunum okkar
sérlega hlý.
Við biðjum Guð að styrkja pabba
okkar, Björn, föður Millu, dætur
hennar, Þóru og Lovísu, eiginmenn
þeirra og barnabörnin.
Blessuð sé minning Millu.
Anna Margrét, Svanur,
Einar Örn, Hildur, Páll Örvar,
Einar Orri og Erlingur.
Milla systir var ekki bara systir
mín. Hún var líka mín besta vin-
kona. Við systurnar vorum oft mjög
samrýndar og áttum margt sameig-
inlegt í lífinu, en það besta sem við
áttum var vináttan sem aldrei
brást.
Milla var ári eldri en ég og fædd-
ist í Siglufirði eins og við báðar, en
þar bjuggu foreldrar okkar fyrstu
búskaparárin ásamt frændfólki.
Þótt fjölskyldan flytti „suður“ þá
slitum við aldrei tengslin við gamla
góða Siglufjörð og nutum þess að
heimsækja á sumrin afa Sophus
sem bjó þar og rak Litlu búðina. Þá
gistum við hjá Sigga frænda og
Boggu sem tóku okkar alltaf svo
vel. Það voru ógleymanlegar stund-
ir að dvelja með Millu hjá afa á síld-
arárunum en þá var Siglufjörður
sannkölluð heimsborg og svo margt
um að vera og allir glaðir og ham-
ingjusamir. Við systurnar unnum
oftast í búðinni en fengum líka
vinnu á planinu þegar á þurfti að
halda. Það má því segja að þar
kynntumst við hvor annarri mjög
vel enda stundum einmana og ég
litla systir kunni svo sannarlega að
meta Millu sem var oft á tíðum mitt
lífsankeri í ólgusjó.
Milla mín hafði yndi af öllu því
fagra sem lífið býður uppá. Hún var
einstakt snyrtimenni og hafði góðan
smekk. Heimili hennar voru alltaf
fullkomin og það sama gilti um
hana sjálfa og alla fjölskylduna. Það
var sama hvenær ég kom í heim-
sókn til Millu, alltaf var heimili
hennar eins og hún væri nýflutt inn
og þar naut hún sín best. Hún bar
af í kvenleika sínum og var ætíð svo
vel tilhöfð og fögur.
Hennar síðustu mánuðum mun
ég aldrei gleyma. Þar sem hún
barðist við hinn miskunnarlausa
sjúkdóm, þá gafst hún aldrei upp.
Hún vildi láta alla finna að hún væri
ekki þjáð. Lagði sífellt áherslu á
það enginn mætti vera sorgmædd-
ur, hún myndi sigrast á sjúkdómn-
um og allt yrði eðlilegt aftur fyrir
hana og hennar nánustu. Allt fram
á síðasta dag hélt hún reisn sinni.
Hún lék hlutverk sitt sem hin þjáða
af einstakri ró og sýndi þar sinn
mikla styrk sem henni var svo eðli-
legur en fáir höfðu tekið eftir. Hún
Milla systir var nefnilega sérstak-
lega sterk kona og áreiðanleg. Hún
var hæg að eðlisfari og nægjusöm.
Fjölskylda hennar var henni allt.
Hún eignaðist tvær dætur þær
Þóru og Lovísu sem voru auga-
steinar hennar og reyndust henni
svo vel alla tíð og á milli þeirra ríkti
svo mikil ást og umhyggja. Fyrir
Millu var það mikil hamingja þegar
hún eignaðist barnabörnin sín sem
öll voru svo hænd að henni enda
naut hún ömmuhlutverksins til hins
ýtrasta og vissi ekkert meira gef-
andi og gleðilegra en að hafa þau
hjá sér. Þá var mín stolt.
Þegar hún Milla kynntist honum
Jóhanni sínum þá hófst nýr ham-
ingjukafli í lífi hennar. Hún og Jó-
hann sáu um og ráku sundlaugina á
Hótel Loftleiðum, frá því að þau
kynntust. Þar eignuðust þau sanna
viðskipta vini sem þau litu á sem
hluta af sinni fjölskyldu enda fjöldi
fastra gesta hjá þeim mikill og góð-
ur vinahópur. Fyrirtækið þeirra var
sannkallað fjölskyldufyrirtæki þar
sem þau sameinuðu krafta sína með
stuðningi barnanna. Þau eignuðust
falleg heimili og byggðu sér sælu-
reit á Laugarvatni. Þau voru ákaf-
lega samstiga í gerðum sínum og
áttu svo sannarlega vel saman. Jó-
hann stóð við hlið Millu sinnar sem
klettur alla sjúkdómsleguna, ásamt
börnunum hennar og sínum.
Milla var gullfalleg kona sem fell-
ur frá á besta aldri, í blóma lífsins.
Hún barðist við meinið af ein-
stökum krafti, en varð að lúta und-
an einum skæðasta sjúkdómi sem
mannkynið glímir nú við. Hún,
hennar nánasta fjölskylda, hjúkr-
unarfólk og vinir gerðu svo sann-
arlega allt sem í þeirra valdi stóð til
að vinna á bug á sjúkdómnum sem
því miður hafði sigur að lokum. Það
er svo erfitt að sjá á eftir henni nú
þegar við vorum farnar að hlakka
til þess að eyða ellinni saman hjá
hvor annarri.
Þú áttir nú reynd þess auga, sem sá,
barst óskir í hjarta, og þrek til að lifa;
sú vissa var rituð þitt enni á,
sem efans flýjandi merki skrifa.
Þú vannst þína trú gegnum starf og stríð,
og hún studdi þinn hug á prófsins tíð.
Sem hetja þú þráðir hlutfallið þitt,
að hverfa á brautina dökku, löngu,
að hníga nú ein, svo hljóðlega, mitt
í hljómnum af lífsins sigurgöngu.
Sem hetja þú kneyfðir þá köldu veig
með kulda og ró í einum teig.
(Einar Ben.)
Það er því með miklum söknuði
sem við Baldvin og fjölskyldan
kveðjum systur mína og sanna vin-
konu. Við vottum pabba, sem nú
hefur misst aðra konu úr lífi sínu,
Jóhanni, börnunum, tengdabörnun-
um og barnabörnunum okkar
dýpstu samúð með von og ósk um
að Guð styrki ykkur öll í sorginni.
Sorginni sem fylgir söknuðinum
sem þessi góða kona skilur eftir
með okkur öllum.
Margrét systir.
Það er erfitt að sætta sig við að
elsku Milla okkar sé fallin frá á
besta aldri og í blóma lífsins. Þetta
var erfið barátta við illvígan sjúk-
dóm sem hún tókst á við, en aldrei
lét hún hugfallast og mætti örlögum
sínum af kjarki og reisn.
Hún Milla var eina systir mömmu
og þær voru alltaf mjög nánar og
góðar vinkonur, bjuggu í sama bæj-
arfélagi og hittust nær daglega.
Sama gildir fyrir okkur Þóru og
Lovísu, sem höfum alltaf verið mjög
nánar og grínumst oft með að við
séum meira eins og systur en
frænkur, vildum gera allt saman og
gjarnan eins. Milla og stelpurnar
bjuggu í sömu götu og við í nokkur
ár og þá var ýmislegt brallað. Milla
frænka gætti þess að hafa auga
með okkur og uppátækjasamar
unglingsstelpur áttu síður en svo
auðvelt með að komast upp með
hvað sem var. Oft þegar við tipl-
uðum niður Krókamýrina seint á
kvöldin pískrandi og flissandi stóð
hún í glugganum og tók á móti okk-
ur, því hún vildi ekki fara að sofa
fyrr en stelpurnar hennar höfðu
skilað sér heim. Hún var hlý og góð
eiginkona og mamma sem bjó fjöl-
skyldu sinni traust og fallegt heim-
ili.
Það var því auðvelt að láta sér
líða vel á heimilinu og ég á þaðan
margar góðar minningar. Snyrti-
mennskan var í fyrirrúmi en við
stelpurnar fengum samt alltaf að
athafna okkur svo lengi sem við
gengjum frá öllu eins og hún vildi
hafa það. Snyrtimennskan hefur
ávallt verið í fyrirrúmi hjá systr-
unum og við frænkurnar höfum
ósjaldan gantast með það þegar
okkur hefur fundist full langt geng-
ið á þeirri braut.
Síðustu dagarnir með Millu voru
ótrúlega dýrmætir og það var alltaf
stutt í brosið og húmorinn hjá henni
þrátt fyrir veikindin.
Þessar stundir munu aldrei líða
mér úr minni. Huggun harmi gegn
er að minningarnar verða ekki
teknar frá manni og við þær munu
þeir sem nutu þess að umgangast
Millu geta yljað sér í framtíðinni.
Guð blessi minningu Millu
frænku og gefi ykkur Jóhanni,
Þóru, Lovísu og fjölskyldum, afa og
systkinum hennar styrk og æðru-
leysi á þessari sorgarstund.
Þóra Margrét Baldvinsdóttir.
Milla mín er látin. Ég man þá tíð
þegar við bjuggum í Kanada og ég
var lítill drengur. Þá var Milla eins
og önnur mamma mín, ég var hepp-
inn, tvær mömmur. Það var gott að
geta leitað til hennar þegar eitthvað
bjátaði á og mamma vildi ekki
þóknast mér, þá fór ég til Millu og
hún leysti vandann enda var hún
mér alltaf svo góð.
Við vorum mjög náin þegar við
bjuggum þar, en svo fluttum við
heim en Milla og hennar fjölskylda
ákváðu að dvelja þar lengur. Ég fór
í heimsókn til hennar og fjölskyld-
unnar nokkrum árum síðar í fylgd
ömmu og afa og við gistum hjá
henni, Stebba og Þóru heilt sumar
og aftur var ég dekurbarnið hennar
Millu og Þóra frænka eins og litla
systir mín.
Ég fékk að gera allt sem ég vildi
það sumarið. Við fórum reglulega á
framandi veitingastaði sem þá voru
ekki komnir til Íslands og við Þóra
frænka borðuðum bara kjúklinga og
kleinuhringi í nánast öll mál. Það
var erfitt að skilja við þau þá eftir
eitt eftirminnilegasta sumar sem ég
hef átt.
Þegar leiðir þeirra Millu og
Stebba skildu þá fluttist hún heim
með dæturnar Þóru og Lovísu. Mér
þótti vænt um að þær skyldu flytja
aftur heim til Íslands. Var glaður
fyrir þeirra hönd. En það var þó
sárt að upplifa sársaukann sem
fylgdi skilnaði þeirra Stebba og að
sjá fólk sem maður elskar ganga í
gegnum erfiðleika.
Nokkrum árum eftir að Milla
flutti heim til Íslands kom ástin aft-
ur inn í líf hennar en það var hann
Jóhann. Ég sá aftur fallega brosið
hennar. Fræga Millu-brosið er mér
alltaf efst í huga. Það endurspeglar
góðmennskuna og það undurfagra
jafnvægi og rólegheit sem henni var
svo tamt. Fyrir svona strák eins og
mig sem aldrei gat verið kyrr þá ró-
aðist ég alltaf þegar ég sá Millu-
brosið.
Hún og Jóhann ráku sundlaugina
á Hótel Loftleiðum sem er minn
uppáhaldsstaður á Íslandi til að
heimsækja og slaka á, frá hama-
gangi hins veraldlega lífs. Ég var
alltaf velkominn í laugina og þau
neituðu mér algerlega um að borga
fyrir mig, það var aldrei tekið í mál,
hvort sem ég kom með börnin mín
eða vini. Stundum kom það fyrir að
ég var seinn fyrir og kom að þeim
þegar þau voru að loka en þau
kröfðust þess að ég nyti þess að
vera hjá þeim í lauginni. Þau biðu
bara eftir að ég hefði fengið baðið
mitt. Mér leið alltaf eins og ég væri
konungur þegar ég var hjá henni og
Jóa.
Ég hefði aldrei trúað því að ég
ætti ekki eftir að sjá Millu mína aft-
ur. Það er vond upplifun. Það er bú-
ið að vera erfitt að vera ekki hjá
fjölskyldunni á svona erfiðum tím-
um, en ég veit að hún var í góðum
höndum.
Laugardagsmorguninn 7. febrúar
vaknaði ég við skýra mynd af Millu
sem var umvafin ljósi með fallega
brosið sitt sem ég mun aldrei
gleyma. Það var eins og hún væri
að segja að allt væri í lagi og að
henni liði vel. Ég hafði sent henni
lag sem mér er kært og heitir „Let
me see the light“ og hún sagði mér
í draumnum að hún hefði séð ljósið.
Þá varð ég sáttari.
Ég vildi óska þess að ég gæti ver-
ið með ykkur, mín kæra fjölskylda,
á þessari stundu. Ég elska ykkur öll
og verð með ykkur í huganum í dag
eins og Milla þegar hún kom til mín
daginn sem hún dó.
Ég samhryggist ykkur, elsku
Þóra, Lovísa, Jóhann, afi, mamma,
Sophus, Stefán, tengdasonunum,
barnabörnunum og vinunum sem
eiga um sárt að binda.
Björn frændi í Los Angeles.
Kveðja frá „vestur-íslensku“
vinkonunum
Milla mín, við erum hnípinn hóp-
ur sem kveður þig langt um aldur
fram. Við kynntumst fyrst í Kanada
um árið 1970, allar nýfluttar þangað
með eiginmönnum og börnum.
Á árunum sem fylgdu voru kynni
okkar það náin að nánast var eins
og um stórfjölskyldu væri að ræða.
Oft var glatt á hjalla mikið sungið,
spjallað og hlegið.
Þú fluttir síðan heim til Íslands
en nú ertu farin, alfarin. Megi al-
mættið fylgja þér.
Við þökkum samveruna hérna
megin, sjáumt hinum megin í te.
María,Vera, Svala,
Bettý, Erna og Elín.
EMILÍA
BJÖRNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um
Emilíu Björnsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Við minnumst Emilíu Björns-
dóttur með hinstu kveðju, en eftir
lifir minningin um bjarta, hlýja og
yndislega Millu. Jóa manni henn-
ar, dætrunum, Birni föður hennar
og fjölskyldunni vottum við samúð
okkar.
Burt frá böli hörðu,
burt frá tára jörðu
lít þú upp, mín önd.
Trúan ástvin áttu
einn, sem treysta máttu,
Guðs við hægri hönd.
Jesú hjá er hjálp að fá,
hann þér blíður huggun býður,
hvíld og lækning meina.
(Helgi Hálfd.)
Ingibjörg Einarsdóttir og
Jóhann G. Guðjónsson.
HINSTA KVEÐJA