Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 27
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 27 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Liðveisla Starfsmaður óskast til að aðstoða 35 ára fatlað- an karlmann heima hjá sér á daginn á milli kl. 12.00 til 20.00. Starfið felst í því að veita honum félagslega þjónustu og aðstoða hann við það sem viðkemur venjulegu heimilishaldi. Þú þarft að vera létt/ur í lund og hafa gaman af því að sitja og spjalla yfir góðum kaffibolla. Nánari upplýsingar um starfið og launakjör eru í síma 567 1734 á milli kl. 9.00 til 16.00. Heimir og Þór Ingi. RAÐAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Tilkynning um framboðs- frest til stjórnarkjörs Samkvæmt 34. gr. laga Félags ísleskra síma- manna skal fara fram allsherjaratkvæða- greiðsla um kjör stjórnar, varastjórnar, trúnað- arráðs og varamanna í trúnaðarráð. Með hliðsjón af framansögðu tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 16.00 föstudaginn 19. mars 2004 og ber að skila tillögum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Hverjum lista skal fylgja skrifleg staðfesting þeirra sem á listanum eru. Reykjavík, 13. febrúar 2004. Stjórn Félags íslenskra símamanna. FÉLAGSLÍF  MÍMIR 6004021619 I H.v.  HEKLA 6004021619 IV/V H.v. I.O.O.F. 19  1842168  III.O.O.F. 10  1842168  Fr. EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Þorsteini Þorsteinssyni, markaðsstjóra Ríkisútvarpsins: „Fyrir nokkru hafnaði undirrit- aður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, birtingu auglýsingar frá Skjá einum með textanum:„Greiðendur afnota- gjalda athugið – Skjár einn alltaf ókeypis“. Ákvörðunin byggðist á því mati að í auglýsingunni fælist brot á reglum Ríkisútvarpsins frá árinu 1983 um auglýsingar. Þær reglur hafa skýra lagastoð. Reglum þessum til stuðnings hefur einnig verið bent á samsvarandi ákvæði í samkeppnislögum. Ákvörðunin um að hafna auglýsing- unni var tekin að höfðu samráði við lögfræðing Ríkisútvarpsins. Áður en lengra er haldið skal áréttað að ákvörðunin er byggð á faglegu mati og alls ekkert eins- dæmi. Ríkisútvarpið neyðist öðru hverju til að hafna birtingu auglýs- inga ef þær samrýmast ekki gild- andi lögum í landinu. Þar skiptir engu hver á í hlut. Ákvörðunin var studd eftirfar- andi rökum: 1. Auglýsing Skjás eins felur í sér tileinkun á alþekktu ávarpi Rík- isútvarpsins sjálfs til afnota- gjaldsgreiðenda. Þetta ávarp hefur eingöngu verið notað af RÚV um langt skeið. 2. Ríkisútvarpið hefur boðið Skjá einum að birta auglýsinguna „Skjár einn alltaf ókeypis“ breytta þannig að ávarpið falli brott. Forsvarsmenn Skjás eins hafa sýnt þeirri tillögu tómlæti. Auglýsingin með þessum breyt- ingum segir í raun allt sem tals- menn Skjás eins segjast vilja koma á framfæri. Því má færa rök fyrir því að forskeytið „Greiðendur afnotagjalda athug- ið“ sé villandi og notað í öðrum tilgangi en látið er í veðri vaka. 3. Afnotagjaldsgreiðendur eru við- skiptavinir RÚV, eins og kemur fram í lögum um Ríkisútvarpið frá árinu 2000. Þar er ekki minnst einu orði á rétt annarra til afnotagjalda. Forsvarsmenn Skjás eins kynnu að rökstyðja löngun sína til að ávarpa afnota- gjaldsgreiðendur með eftirfar- andi hætti: Til að geta verið með sjónvarpstæki og horfa á Skjá einn, þurfa allir að greiða afnota- gjöld. Mótrök RÚV eru þau að engin viðskipti fara fram á milli greiðenda afnotagjalda og Skjás eins. Viðskiptavinir Skjás eins eru fyrst og fremst auglýsendur, enda er stöðin eingöngu fjár- mögnuð með auglýsingafé. 4. Ríkisútvarpið hefur alltaf farið sparlega með það að ávarpa greiðendur afnotagjalda þar sem 92% þeirra greiða gjöldin skil- víslega. Með því að ofnota ávarpið er skilvísum afnota- gjaldsgreiðendum valdið ónæði. Það brýtur gegn hagsmunum Ríkisútvarpsins ef önnur fyrir- tæki tileinka sér fyrrgreint ávarp eins og Skjár einn vildi gera í þessu tilfelli. 5. Auglýsing Skjás eins felur í sér villandi samanburð sem sam- keppnislög banna (20. gr. a, liður a). Færa má rök fyrir því að með auglýsingunni sé verið að leggja Sjónvarpið og Skjá einn að jöfnu – þar sé verið að segja að fólk greiði afnotagjöld til Sjónvarps- ins en fái Skjá einn ókeypis. Þetta er tæplega samanburðar- hæft þar sem afnotagjaldinu er varið til rekstrar fleiri miðla en eingöngu Sjónvarpsins. Þar má meðal annars nefna Rás 1, Rás 2, fjórar svæðisstöðvar, auk Textavarps og fjármögnunar Sinfóníuhljómsveitar Íslands að hluta. 6. Enn fremur er vísað til liðar e í 20. gr. a samkeppnislaga þar sem meðal annars stendur: ,,…að ekki sé kastað rýrð á vörumerki, vöruheiti, önnur auðkenni, vöru, þjónustu, starfsemi eða aðstæður keppinautar, eða þeim sýnd lítils- virðing“. Augljóst er að saman- burðurinn afnotagjöld og Skjár einn ókeypis er gerður til að kasta rýrð á aðstæður RÚV. 7. Í 21. gr. samkeppnislaga stendur meðal annars: ,,...Auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir skulu ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra eða sökum þess að skírskotað er til óviðkom- andi mála“. Ekki verður séð að afnotagjöldin sem slík séu við- komandi Skjá einum. Eins og sjá má að ofangreindu telur undirritaður Ríkisútvarpið hafi haft margar gildar ástæður til að hafna birtingu auglýsingar Skjás eins. Jafnframt hefur verið farið að leikreglum í þessu máli. Útvarps- stjóra og útvarpsráði hefur verið kynnt staða málsins, sem væntan- lega mun fá sína lokaafgreiðslu á næsta fundi ráðsins.“ Yfirlýsing frá markaðs- stjóra Ríkisútvarpsins LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 BÖRN og kennarar þeirra frá leik- skólanum Krílakoti, sem starfar á Kópaskeri og í Lundi, settu á dög- unum upp myndlistarsýningu í af- greiðslu Landsbanka Íslands á Kópaskeri. Sýningin er hluti af verkefni Landsbankans á öllu Norðurlandi. Eftir að hafa þáð veitingar í boði bankans, settust börnin niður og sungu fyrir starfsfólk bankans og aðra sem áttu leið um, þar á meðal fréttaritara Morgunblaðsins, sem náði þessari mynd af þeim. Listaverkin eru öll mjög áhuga- verð, en eins og gefur að skilja er aldur sumra listamannanna ekki mjög hár eða alveg niður í eins og hálfs árs. Myndirnar voru málaðar ýmist af einstaklingum eða hópum. Alls eru 20 börn í leikskólanum Krílakoti. Þar er unnið metn- aðarfullt og árangursríkt starf í nánu samstarfi við Öxarfjarð- arskóla. Leikskólastjóri er El- isabeth Hauge. Deildarstjóri í Lundi er Guðrún Margrét Einarsdóttir. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Börnin sungu fyrir starfsfólk bankans. Myndlistarsýning leikskólabarna Kópaskeri. Morgunblaðið. STJÓRN Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara (FSSS) hefur sent frá sér ályktun þar sem er mótmælt harðlega fyrirhuguðum niðurskurði í endurhæfingu á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi (LHS). Með þessari ákvörðun missi tugir sjúklinga mik- ilvæga þjónustu sem skerði lífsgæði þeirra verulega. „Stjórnin vekur athygli á því að niðurskurður í endurhæfingu á fjöl- fötluðum og langveikum sjúklingum mun aðeins leiða til flóknari og dýr- ari lausna í heilbrigðiskerfinu. Stjórn FSSS hvetur jafnframt heilbrigðisyfirvöld til að nýta sér betur þá rekstrar- og fagþekkingu sem víða leynist í heilbrigðiskerfinu og ná þannig fram aukinni hagræð- ingu og sparnaði.“ Mótmælir niðurskurði á endurhæfingardeild Bridsfélag yngri spilara Sex pör mættu og spiluðu barometer, 5 spil á milli para mið- vikudaginn 11. febrúar. Inda Hrönn Björnsdóttir og Anna Guðlaug Nielsen náði fljótlega góðri forystu og héldu henni til loka. Loka- staða efstu para varð þannig: Inda Hrönn Björnsd. – Anna G. Nielsen 7 Bára V. Friðriksd. – Heiða H. Sigmundsd. 3 Þorvaldur F. Guðj. – Grímur Kristinss. 3 Guðbjörg E. Baldursd. – Sigrún Sveinbj. -1 Næsta spilakvöld verður miðviku- daginn 18. febrúar og verður stefnt að því að spila tvímenning. Allir spil- arar 30 ára og yngri eru velkomnir. Spilagjald er aðeins 200 krónur á spilara. Bridsfélag Hafnarfjarðar Síðasta lotan í þriggja kvölda monrad-tvímenningi var spiluð mánudaginn 9. febrúar. Efstu menn það kvöld urðu: Guðni S. Ingvarss. – Hafþór Kristjánss. 59,8 Andrés Þórarinss. – Halldór Þórólfss. 57,7 Friðþjófur Ein. – Guðbrandur Sigurb. 56,8 Sveinn Vilhjálmss. – Ársæll Vigniss. 56,8 Ómar Óskarsson – Helgi G. Jónsson 54,2 Kvöldin þrjú eru síðan lögð saman og reiknað meðaltal, og er niður- staða þess þannig: Friðþjófur Ein. – Guðbrandur Sigurb. 57,5 Andrés Þórarinss. – Halldór Þórólfss. 55,0 Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 54,3 Sveinn Vilhjálmsson – Ársæll Vigniss. 53,0 Ómar Óskarsson – Helgi G. Jónsson 52,9 Næstkomandi mánudag, 16. febr- úar, verður spilaður eins kvölds tví- menningur, en síðan verður tekið til við hraðsveitakeppni 1. mars, að af- lokinni Bridgehátíð, en frí verður hjá félaginu 23. febrúar vegna hennar. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.