Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ég má ekki vera memm, mamma er alveg orðin ga-ga. Húsþing um Svein Pálsson Merk bók kem- ur loks út á ný Ráðstefna, eða hús-þing, verður í Nor-ræna húsinu næst- komandi þriðjudag, tileinkað Sveini Pálssyni og útkomu bókar hans, „Icelandic Ice Mountains“. háskólarektor, Páll Skúla- son, mun af þessu tilefni veita viðtöku fyrsta ein- takinu sem tákni fyrir há- skólasamfélagið og vís- indaiðkun þar eins og segir í fréttatilkynningu frá Hinu íslenska bók- menntafélagi sem stendur að útgáfunni. Einn í hópi fjölda fyrirlesara á hús- þinginu er Oddur Sigurðs- son, jarðfræðingur hjá Orkustofnun. – Hver var Sveinn Páls- son? „Sveinn Pálsson var fæddur á Steinsstöðum í Skagafirði 1762 og menntaðist í Hólaskóla. Hann nam hjá landlækni á Seltjarnar- nesi í nokkur ár áður en hann fór til læknisfræði- og náttúrufræði- náms 1787 í Kaupmannahöfn. Ár- ið 1791 lauk hann prófi í náttúru- fræði frá Hafnarháskóla fyrstur manna og ef til vill er hann fyrsti maður yfirleitt til að útskrifast með háskólapróf í náttúrufræði. Hann hélt til Íslands til náttúru- fræðirannsókna 1791–1794 með styrk frá Náttúrufræðifélaginu í Höfn. Síðar varð hann læknir á Suðurlandi og bjó lengst af í Vík.“ – Segðu okkur líka frá bók- inni … „Bókin sem nú er að koma út heitir Icelandic Ice Mountains og er ensk þýðing á Jöklariti Sveins sem er án vafa merkasta ritsmíð hans af mörgum. Hún var skrifuð á dönsku. Aðrar ritgerðir á sama tíma blikna í samanburði við Jöklaritið og leið langur tími áður en bætt væri við fræði Sveins svo nokkru næmi. Hún var rituð á ár- unum 1793–1794 og send Nátt- úrufræðifélaginu danska 1795 til útgáfu. Svo hrapallega vildi til að embættismenn félagsins skildu engan veginn hve merkilegt fram- lag Sveins var og vísuðu handrit- inu frá sér til Noregs. Ekkert varð úr útgáfu þess uns hlutar verksins birtust í árbók Ferða- félagsins norska 1882 og 1884. Í heild birtist Jöklaritið fyrst í ís- lenskri þýðingu Jóns Eyþórsson- ar 1945 en fram til þessa hefur vísindaheimurinn varla haft nokk- ur tök á að kynna sér ritið þar sem það hefur ekki birst á erlend- um tungum.“ – Hvað var það sem menn skildu ekki á sínum tíma? „Óvíða í gamla heiminum höfðu menn nokkuð af jöklum að segja. Íbúar Alpalanda höfðu að vísu orðið fyrir barðinu á vexti jökla og Norðmenn þekktu jökla. Það var þó ekkert í líkingu við þær búsifj- ar sem Íslendingar höfðu af jökl- um. Hér á landi ollu eldgos í jökl- um auk þess margföldum skaða. Eðli jökla skildu menn að mjög takmörkuðu leyti og ýmsar bábilj- ur viðgengust meðal menntamanna sem Sveinn bregður ljósi á eða leiðréttir. Það var ekki fyrr en hálfri öld síðar að menn fóru að gera sér grein fyrir að mikill hluti Norðurálfu var að verulegu leyti mótaður af jöklum ísaldar.“ – Hvert er markmiðið með út- gáfu bókarinnar nú? „Bókinni er ætlað að fylla í verulega gloppu í vísindasögu 18. aldar, einkum erlendis. Henni verða varla gerð góð skil ef verk Sveins liggja í þagnargildi. Sumar myndirnar hafa aldrei áður birst í frumgerð sinni. Sitthvað á vissu- lega erindi við íslenska vísinda- menn líka. Í einu af óbirtum hand- ritum Sveins frá 1815 gerir hann grein fyrir hinum mikla gíg eða öskju sem liggur undir Mýrdals- jökli. Það þótti merkileg uppgötv- un hálfri annarri öld síðar þegar íslenskir vísindamenn komu auga á þetta aftur. Á fimmta hundrað aftanmálsgreina eru í bókinni til skýringa, einkum ætlaðar erlend- um lesendum. Auk þess eru hátt í hundrað myndir til að gera betur grein fyrir staðháttum og til sam- anburðar við kort og teikningar Sveins.“ – Hvernig munu áhugasamir geta nálgast bókina? „Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands og Alþjóðajöklafræðifélagið. Bókin verður seld í bókaverslunum og kynnt hjá alþjóðlegum félögum. Útgefandi sér um dreifinguna. Hægt verður að kaupa bókina á húsþinginu á þriðjudaginn.“ – Segðu okkur frá ráðstefn- unni … húsþinginu, tilgangi og áherslum … „Með ráðstefnunni eða hús- þinginu, sem við gjarnan nefnum svo í stíl við Sturlunga, viljum við vekja athygli á náttúrufræðingn- um Sveini Pálssyni, sem er miklu kunnari sem afburðalæknir. Hann hafði andlegt og líkamlegt atgervi langt umfram flesta aðra menn. Hann lagði mikið til nátt- úruvísinda, dýrafræði, grasa- fræði, veðurfræði og jarðfræði auk jöklafræði. Hann skrifaði þrjár ævisögur auk sinnar eigin, uppfræddi almenning með því að þýða á íslensku og samdi ljóð sem ekki hafa birst fremur en margt annað sem eftir hann ligg- ur. Þar fyrir utan hefur brauð- stritið tekið drjúgan tíma því hann fór í læknisvitjanir austur á Djúpavog og vestur á Seltjarnar- nes og þá var hestur eina farar- tækið en allar stórár óbrúaðar. Auk þess var hann auðvitað bóndi og sjómaður. Það eitt að ná nærri áttræðisaldri á þessum tíma verð- ur að teljast afrek.“ Oddur Sigurðsson  Oddur Sigurðsson fæddist á Akureyri 1945. Stúdent frá MA 1965. Jarðfræðinám í Uppsalahá- skóla 1965–71 og hefur starfað hjá Orkustofnun síðan, sl. 15 ár við jöklarannsóknir og vatna- mælingar. Var 10 ár í stjórn Jöklarannsóknafélagsins og einnig í stjórn foreldrafélaga í leik- og grunnskólum. Eiginkona er Kolbrún Hjaltadóttir kennari og eiga þau 4 börn og eitt barna- barn. Börnin: Finnur, Sölvi, Freyja og Jórunn. Miklu kunnari sem afburðalæknir HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm héraðsdóms þar sem kona var dæmd fyrir ölvun við akstur, eftir að í ljós kom að systir hennar hafði ekið bifreiðinni og gefið upp nafn ákærðu. Atburðurinn átti sér stað í janúar 2003. Lögreglumenn handtóku konu og færðu til töku blóðsýnis vegna gruns um ölvun við akstur. Hún framvísaði ekki persónuskilríkjum, en gaf upp nafn systur sinnar. Ákæra var gefin út á hendur syst- urinni og hún fyrir héraðsdómi svipt ökuréttindum til tveggja ára og dæmd til að greiða 160.000 króna sekt. Hún mætti ekki við þingfest- ingu málsins og var málið tekið til dóms og dómur kveðinn upp sam- dægurs. Þegar henni var birtur dómur kvaðst hún saklaus af sakar- giftum og taldi að systir sín hefði ek- ið bifreiðinni. Viðurkenndi að hafa gefið upp rangt nafn Við skýrslugjöf viðurkenndi syst- irin að hafa gefið upp rangt nafn við handtöku og yfirheyrslu hjá lög- reglu. Fyrir Hæstarétt voru lagðar skýrslur lögreglumannanna sem höfðu afskipti af ökumanni bifreið- arinnar umrædda nótt, þar sem þeim ber saman um, eftir að hafa séð myndir af systrunum, að ljóst væri að ákærða hafi ekki verið ökumaður bifreiðarinnar, heldur systir hennar. Hæstiréttur ómerkti dóm héraðs- dóm og vísaði málinu frá héraði. Mál- ið dæmdu hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kol- beinsson og Ingibjörg Benedikts- dóttir. Gaf upp nafn systurinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.