Morgunblaðið - 16.02.2004, Page 28

Morgunblaðið - 16.02.2004, Page 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skaftafell og Skeiðfaxi koma og fara í dag. Dettifoss og Trinket koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Polar Amaraq og Sel- foss koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13-16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13– 16 bútasaumur, kl. 13.30 dans. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Stólaleikfimi kl. 9.30, kvennaleikfimi kl. 10.20 og 11.15, spænska framhald 11.30, glerbræðsla og pílukast kl. 13, spænska byrjendur kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, pútt í Hraunseli kl. 10–11.30, biljardsal- urinn opinn til kl. 16, tréútskurður kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30, kór- æfing Gaflarakórsins kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Handmennt, kl. 13.30, línudanskennsla fyrir byrjendur kl. 18, dans- kennsla í samkvæm- isdönsum framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. kennt að orkera, kl. 9.30 sund- og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, spilasalur opinn. Dans fellur nið- ur. S. 575 7720. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, línu- dansnámskeið kl. 17.30. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 brids og búta- saumur, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 13.30 skrautskrift. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- til föstudags. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun þriðjudag, sundleikfimi Graf- arvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 10–11 ganga, kl. 13–16.45 op- in vinnustofa, myndlist. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 9–16. Kl. 13.30 opið hús, ma. söngur, fé- lagsvist. Þórðarsveigur 1–5 Grafarholti. Kl. 13.30 spiladagur, kaffiveit- ingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánudags- kvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK Gullsmára spilar í félagsheimilinu, Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19 brids. Í dag er mánudagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jh. 10, 11.)     Björn Bjarnason, dóms-málaráðherra og borgarfulltrúi, skrifar á vef sinn í gær um yfirlýs- ingu starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem birtist í Morgun- blaðinu í gær. Voru stjórnmálamenn, þ.á m. stjórnarmenn í OR, beðn- ir þar að hætta árásum á fyrirtækið.     Þetta er nefnt hér,vegna þess að fyrir tveimur árum, þegar tek- ist var á í borgarstjórn- arkosningum og málefni Orkuveitu Reykjavíkur bar óhjákvæmilega hátt, var einnig látið að því liggja af fulltrúum starfs- manna, að umræður um fyrirtækið væru skað- vænlegar fyrir það. Eðli máls samkvæmt taka umræður um fyr- irtæki mið af því, sem þar er að gerast. Því miður verður að segja þá sögu eins og er, að tilefni til neikvæðra umræðna um OR eru meiri en almennt gengur og gerist um fyr- irtæki. Þar er að sjálf- sögðu ekki við starfsfólk OR að sakast heldur þá, sem stjórna för þess og störfum,“ segir Björn. Hann nefnir að erfitt sé að fá upplýsingar um ým- islegt í rekstri fyrirtæk- isins, jafnvel fyrir stjórn- armenn. „Hver veit til dæmis, hvað hinar um- deildu höfuðstöðvar OR kosta? Hvers vegna er ekki unnt að leggja fram yfirlit yfir kostnaðinn? Af hverju er alltaf hörfað í skotgrafir, þegar á þessi útgjöld OR er minnst? Sjónarspilið í kringum hugsanlega sölu OR á Perlunni, jók ekki álit neins á þeim, sem að því stóðu. Rökstuðningurinn fyrir tveimur gjald- skrárhækkunum á heitu vatni síðastliðið sumar, það er vísan til góðrar veðráttu, varð ekki til að auka álit almennings á fyrirtækinu.“     Björn segir að hugs-anlega sé kveikjan að yfirlýsingu starfsmanna- félagsins viðtal í Rík- issjónvarpinu við borg- arfulltrúann Guðlaug Þór Þórðarson, þar sem hann vakti m.a. athygli á því hvernig peningar OR væru notaðir í vonlaus fjarskiptafyrirtæki og í risarækjueldi. „Það er mikil einföldun hjá starfsmannafélagi OR að skilgreina vanda OR sem „pólitísk átök“ – um- ræðurnar snúast um margra milljarða króna óarðbæra ráðstöfun á fjármunum Reykvíkinga, eigenda Orkuveitu Reykjavíkur. Halda starfsmenn eða aðrir, að það sé tilviljun, að stjórn- endur Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa kosið að selja hlut sinn í OR? Vissulega er mál að linni, eins og starfsmenn OR vilja, en til að það ger- ist eiga þeir að beina máli sínu til annarra en þeirra, sem lýsa því, hvernig fjár- munum fyrirtækisins er ráðstafað – og síðan þarf að hækka gjaldskrána vegna góðrar veðráttu!“ skrifar Björn Bjarnason. STAKSTEINAR Umræður um OR Víkverji skrifar... Víkverji dagsins er ekki mikillsjónvarpsfíkill en honum finnst þó gaman að setjast niður við kass- ann litla stund til að njóta þess, sem þar er í boði. Það er hins vegar mein- ið að hans mati, að þar er heldur fátt um fína drætti. Hann fylgist auðvit- að með fréttunum og furðar sig á því enn og aftur, að þær skuli vera á sama tíma hjá báðum fréttastöðv- unum en að því búnu lítur hann á dagskrána. Þá áttar hann sig á því hver dagurinn er því að hún er með sama sniði alla tiltekna vikudaga. Það er ekkert verið að koma fólki á óvart og næstum því hægurinn hjá að læra dagskrána utan að. x x x Smekkur manna fyrir sjónvarps-efni er að sjálfsögðu misjafn en Víkverja finnst til dæmis gaman að góðum sakamálamyndum, náttúru- lífsmyndum, þáttum um sagn- fræðileg efni og öðru, sem fróðleikur er að. Um þetta má nefna ánægjuleg dæmi eins og þættina hans Atten- boroughs og um Endurreisnina og Medici-ættina í Flórens. Fyrir utan einstaka enska þætti, sem eru oftar en ekki frábært sjón- varpsefni, slæðist stundum inn í dagskrána ein og ein mynd eða þátt- ur frá einhverju öðru Evrópulandi en að öðru leyti er uppistaðan í ís- lensku sjónvarpi því miður amerísk. Amerískar kvikmyndir, amerískar sápuóperur, amerískir framhalds- þættir og þannig mætti áfram telja. Að mati Víkverja vantar verulega á, að leitað sé fanga víðar um heim. Hvað til dæmis með sakamálaþætti, náttúrulífsmyndir og þætti um menningar- og listasögu svo eitthvað sé nefnt frá Austur- og Suður- Evrópu, Rússlandi, Kína, Japan, Afríku og Suður- og Mið-Ameríku? Heimurinn er svo miklu stærri en ætla mætti af þeirri mynd, sem ís- lenskt sjónvarp dregur upp af hon- um, og Víkverji á bágt með að trúa því, að þar, það er að segja utan hins engilsaxneska málsvæðis, sé ekki að finna áhugavert sjónvarpsefni á skikkanlegu verði. Þættir frá fyrrnefndum heims- hlutum, hvers eðlis sem þeir eru, gefa okkur sýn inn í viðkomandi samfélag og vega upp á móti þeirri stöðluðu og fábreyttu mynd, sem við erum mötuð á alla daga. x x x Víkverji minnist þess er Vil-hjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri fylgdi íslensku sjónvarpi úr hlaði með óskum um, að það yrði að eins konar kögunarhóli, sem gæfi okkar sýn til allra átta, en því miður virðist það ekki hafa ræst. Víða er- lendis er þess gætt, að sjónvarpsefni sé að drjúgum hluta innlent en lík- lega yrði erfitt að koma því við hér. Víkverji teldi það þó enga goðgá, þótt reynt yrði að koma í veg fyrir, að það hallaðist um of á merinni, og settar yrðu reglur, sem tryggðu meiri fjölbreytni en nú er boðið upp á. Sigrúnu svarað ÉG þakka Sigrúnu Ár- manns Reynisdóttur fyrir réttmæta gagnrýni og að- vörun í minn garð en verst er að hún misskildi mig hrapalega. Ég get ekki skilið að sá sem er virkilega 75% öryrki geti unnið fullan vinnudag bara af því að hann eða hún þarf ekki að borga sína skatta og skyldur. Ég hef fulla samúð með þeim sem eru raunverulega illa staddir heilsu sinnar vegna hvort það er til líkama eða sálar. En ég get ekki haft samúð með hinum sem eru að svindla. Sigrún er að vara mig við að geysast svona fram á rit- völlinn. Ég vona að hún sé ekki að skella á skeið á fjöl- miðlafáknum. Hún má passa sig að slá ekki of fast í klárinn svo hún detti ekki af baki. Ég skil ekki af hverju hún er að bera blak af þeim sem geta verið þekktir fyrir svona svindl og siðleysi gagnvart þeim sem borga sína skatta af sínum launum. Ekki sleppa ellilífeyrisþegar við skatta. Ég er ekki að höggva tærnar af neinum þó ég segi sannleikann og ég hlýt að mega bera af mér sakir eins og þingmennirnir gera hver við annan. Kristjana Vagnsdóttir. Fordómar ÉG var að lesa grein í „Vel- vakanda“, sem er undir fyr- irsögninni, „Fordómafull fyrirsögn“. Ég er sammála konunni sem skrifar hana. Ég minn- ist þess ekki að hafa lesið greinar um menn, sem hafa skarað fram úr á einhverju sviði (íþróttamenn, tónlist- armenn, listamenn o.fl.); að kynhneigðar þeirra sé getið sérstaklega. Mér sýnist þetta léleg söluvara, væg- ast sagt. Björk Pétursdóttir. Að gefnu tilefni AÐ gefnu tilefni vil ég taka fram að pistlar sem birtir hafa verið að undanförnu í Velakanda undir nafninu Ólafur Þórisson eru mér óviðkomandi. Ólafur Þórisson, guðfræðingur, Neðstaleiti 1. Svar við fyrirspurn VEGNA fyrirspurnar hér í Velvakanda þriðjudaginn 10. febrúar um umferðar- ljós vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Græn beygjuör þýðir að heimilt er að beygja í þá átt sem örin vís- ar og ekki þarf að veita um- ferð á móti forgang, þar sem rautt ljós logar á móti henni. Ef hins vegar græna örin er slökkt, þá virka ljós- in eins og venjuleg umferð- arljós, heimilt er að beygja en veita verður umferð á móti forgang. Áhugamaður um umferðaröryggi. Tapað/fundið Lopavettlingur í óskilum HÆGRI handar lopavett- lingur, útprjónaður í svörtu og hvítu, með annan hvítan innan í, fannst á gangstétt við Mýrarveg á Akureyri. Eigandi getur vitjað þeirra í síma 462 2045 og 899 3572. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 dreng, 4 dinguls, 7 seg- ir ósatt, 8 drekkur, 9 veiðarfæri, 11 forar, 13 karlfugl, 14 rotna, 15 digur, 17 eymd, 20 am- boð, 22 dylur, 23 básúna, 24 rás, 25 vagn. LÓÐRÉTT 1 gösla í vatni, 2 huglaus, 3 mjöl, 4 úrræ›i, 5 hrammur, 6 græt, 10 sýð- ur, 12 beisk, 13 agnúi, 15 er í svefni, 16 aldurs- skeiðið, 18 ríkir yfir, 19 glitra, 20 grenja, 21 flatt- ur fiskur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 grábölvað, 8 lýsir, 9 tugga, 10 gat, 11 tíðka, 13 ósatt, 15 hratt, 18 sakir, 21 enn, 22 glati, 23 örlar, 24 gleiðgosi. Lóðrétt: 2 ræsið, 3 borga, 4 Lottó, 5 angra, 6 hlýt, 7 satt, 12 ket, 14 sóa, 15 hagl, 16 aðall, 17 teiti, 18 snögg, 19 kolls, 20 rýrt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.