Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands, sagði á ráðstefnu Samfylkingarinnar á laugardag, að iðnaðurinn á Íslandi væri á hraðri leið úr landinu. „Ís- lenski iðnaðurinn er áfram íslenskur af því að hann er í eigu Íslendinga,“ sagði hann en bætti því við að iðnaðurinn væri þó ekki íslenskur að því leyti að framleiðslan færi fram erlendis. „Fyrirtækin Byko og Húsasmiðjan eru búin að flytja alla glugga-, hurða- og rammafram- leiðslu úr landi til Litháen. Hún er farin. Það er ekkert sem verður á morgun. Hún er farin.“ Gylfi var meðal fyrirlesara á ráðstefnu Sam- fylkingarinnar, sem bar yfirskrftina: Hug- myndir um hagstjórn. Framtíðarhópur Sam- fylkingarinnar stóð að ráðstefnunni. Formaður hópsins, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og varaformaður flokksins, sagði m.a. í inngangsorðum sínum að tímabært væri orðið að halda þeim ávinningi til haga sem áunnist hefði í hagstjórn hér á landi, m.a. fyrir til- stuðlan jafnaðarmanna. Sagði hún að þar bæri auðvitað hæst, á síðustu árum, samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. „Það er ekki síður tímabært að við leggjum raunhæft mat, bæði á sögu og framtíð efnahagsmála á Íslandi, en látum andstæðingum okkar það ekki eftir,“ sagði hún og hélt áfram. „Í kosningabarátt- unni sl. vor, hélt forsætisráðherra því fram að efnahagsmál myndu fara úr böndum og verð- bólga verða áður en varir komin í tveggja stafa tölu, ef mynduð yrði ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið klappaði sama steininn og fullyrti m.a. í leiðara að ef ríkisstjórnin missti meirihlutann myndi koma upp svipuð staða og 1971, þegar stjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks féll og við tók svokölluð vinstri stjórn þriggja flokka. Það er raunar illskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að fara 30 ár aftur í tímann, og sækja sér viðmið í tímum, sem voru að flestu leyti frá- brugðnir þeim tímum sem við lifum nú á, hvort heldur sem litið er til stjórnmála, efnahags- mála, viðskipta og vinnumarkaðsmála. Segja má að á áttunda áratugnum, sem m.a. mót- aðist af olíukreppu, verðbólgu, atvinnuleysi og erfiðri stöðu í efnahagsmálum um alla Evrópu, hafi rótgrónar hugmyndir um efnahagsmál og samfélag beðið skipbrot,“ sagði hún. „Hagfræðingar voru lengi að átta sig á þessu og allir stjórmmálaflokkar, bæði á vinstri og hægri væng stjórnmálanna, höfðu átt hlutdeild í gamla kerfinu og báru á því ábyrgð. Hægri flokkar ekki síður en þeir vinstri, því þeir voru að jafnaði oftar og lengur við völd. Það var aftur á móti verkefni níunda áratugarins að reisa nýtt kerfi á rústum hins gamla. Víðast hvar í Evrópu gerðist það í upp- hafi áratugarins, en á Íslandi gerðist það ekki fyrr en í lok hans með þjóðarsáttarsamn- ingnum 1990.“ Ingibjörg sagði að þetta verkefni hefði verið gert með aðkomu verkalýðshreyfingar, at- vinnurekenda og stjórnvalda. Hún sagði enn- fremur að víðast hvar í Evrópu hefðu hægri flokkar staðið að umbreytingunni, en á Íslandi hefði það verið verkefni þriggja og síðar fjög- urra flokka vinstri stjórna, eins og þær væru kallaðar, þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn hefði verið innanborðs. „Sjálfstæðisflokkurinn var í áhorfendahlutverki,“ sagði hún. „Smiðs- höggið í umbreytingarferli níunda áratugarins í Evrópu var rekið 1986 með sameiginlegum innri markaði Evrópusambandsins, sem Ís- lendingar gerðust aðilar að fyrir áratug með EES-samningnum.“ Bætti hún því við að það hefði verið hlutverk Alþýðuflokksins að vinna því máli brautargengi gagnvart þingi og þjóð. Hagkerfið ekki opnara Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, einn frummælenda á ráðstefnunni, skoðaði m.a. þróun útflutnings miðað við landsframleiðslu á Íslandi frá 1960. Á þeim tíma hefði Ísland verið með útflutningshlutfall upp á 40%. Síðan þá hefði mikil aukning átt sér stað, í þessum efnum, í öðrum löndum Evr- ópu. Á Íslandi hefði hlutfallið hins vegar nokk- urn veginn staðið í stað. Sagði hann að ís- lenska hagkerfið væri ekki opnara nú en fyrir fjörutíu árum, þegar litið væri til vöru og þjón- ustu. Gylfi Arnbjörnsson sagði, eins og áður kom fram, að íslenski iðnaðurinn væri á hraðri leið úr landinu. Hann talaði fyrir aðild Íslands að evrunni og sagði að við ættum að hætta að blekkja okkur á því að iðnaðurinn gæti dafnað á tímabili þar sem „gengi króunnar sveiflast um þrjátíu til fjörutíu prósent á fimm ára tímabili,“ sagði hann. „Við verðum að hætta að blekkja okkur í því að íslensk fyrirtæki á opn- um markaði, á innri markaði, geti keppt við evrópsk fyrirtæki og borgað þá vexti sem hér eru. Það er ekki hægt.“ Hann sagði að það gæti enginn iðnaður enda væri hann að fara úr landi. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, á ráðstefnu Samfylkingarinnar um efnahagsmál Íslenski iðnað- urinn á hraðri leið úr landi Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, var með framsögu á fundinum. ENGINN samningur hefur verið lagður fram af hálfu forsvarsmanna Heilsugæslunnar í Reykjavík í kjaraviðræðum þeirra við starfs- menn heimahjúkrunar, eins og tals- menn starfsmanna sögðu í frétt Morgunblaðsins í gær. Forsvars- menn heilsugæslunnar segjast hafa lagt fram minnisblað með tillögum til viðræðna í janúar sl. en ekki formlegan samning. „Það var eng- inn samningur lagður fram, þetta voru tillögur á blaði,“ segir Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarforstjóri hjá Heilsugæslunni í Reykjavík. Þá segja forsvarsmenn heilsu- gæslunnar það af og frá að saka stofnunina um lögbrot, en í frétt- inni í gær er haft eftir talsmönnum starfsmanna að ólöglegur samning- ur hafi verið lagður fram. Deila starfsmanna heimahjúkrunar og forsvarsmanna heilsugæslunnar snýst um hvernig skuli staðið að greiðslum fyrir akstur í vitjanir. Núverandi fyrirkomulag er á þann veg að starfsmenn nota eigin bíla til að komast í vitjanir í heima- húsum og fá greitt fyrir 8 kíló- metra akstur á hverja vitjun, hvort sem sú vegalend er ekin eða ekki. Það samsvarar 452 krónum fyrir hverja vitjun. Heilsugæslan vill nú breyta fyrirkomulaginu þar sem forsendur fyrir því séu ekki lengur fyrir hendi. Starfsfólk getur valið að nota eigin bíl í vitjanir Á minnisblaði til viðræðna við starfsmenn Heimahjúkrunar frá því í janúar síðastliðnum eru til- greindir þrír kostir sem forsvars- menn heilsugæslunnar leggja til að standi starfsfólki til boða. Í fyrsta lagi geti starfsmaður fengið bíl til umráða við störf sín sem heilsu- gæslan hefur á rekstrarleigu og greiðir allan kostnað af. Annar kostur er sá að starfsmaður fái bíl til umráða í starfi en geti framleigt hann af heilsugæslunni og haft einnig til einkanota. Í þriðja lagi geti starfsmaður ekið á eigin bíl í vinnunni eins og nú er. Þó er lagt til að fyrirkomulaginu verði breytt þannig að starfsmaður fái rau- nakstur greiddan skv. akstursbók, eins og tíðkast annars staðar hjá ríkinu, ásamt 100 kílómetrum á mánuði. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir að starfsmaður heima- hjúkrunar hækki um einn launa- flokk. Að sögn Þórunnar féll annar kosturinn, sá er fól í sér að starfs- maður gæti framleigt vinnubílinn af heilsugæslunni til einkanota, út af borðinu vegna þess að ekki fékkst samþykki fjármálaráðuneyt- is fyrir því fyrirkomulagi. Hún seg- ir af og frá að lög hafi verið brotin af heilsugæslunni með því að leggja fram þessa tillögu. Vonbrigði að geta ekki framleigt rekstrarleigubíla Hugmyndin að baki framleigu á bílum sem heilsugæslan er með á rekstrarleigu er til komin vegna þess að forsvarsmenn heilsugæsl- unnar vildu finna leið til að nýta bílana. Samningar við bílaumboð hljóða upp á 20 þúsund kílómetra akstur á ári að lágmarki. „Við fundum það út að þeir sem keyra mest hjá okkur í Heimahjúkrun eru að keyra 12–13 þúsund kíló- metra á ári. Þarna standa útaf 7–8 þúsund kílómetrar sem ekki eru nýttir. Við vildum að starfsmenn gætu nýtt þessa kílómetra og fengju bílana til einkanota. Þannig gætu þær sleppt því að til dæmis vera með tvo bíla á heimilinu. Þetta hefði verið veruleg kjarabót fyrir starfsmenn og hefði verið gott fyrir okkur að geta nýtt bílana. Það voru okkur vonbrigði að þessi möguleiki væri ekki fær. Það hefði skapað allt annan samningsgrundvöll,“ segir Þórunn. Hún segir að starfsfólki hafi ver- ið boðnar launabætur í stað þeirrar kjaraskerðingar sem felst í breyt- ingum á núverandi akstursfyrir- komulagi en þær hafi ekki þótt nægar. Kostnaður heilsugæslunnar við bíl sem er á rekstrarleigu er áætl- aður um 45–50 þúsund krónur á mánuði. Miðað við raunakstur í kringum 13 þúsund kílómetra á ári gæti kostnaður vegna bíls sem starfsmaður á sjálfur numið um 65 þúsund krónum á mánuði fyrir heilsugæsluna. Þórunn segir að það hagræði sem hljótist af því að nota rekstrarleigubíla verði nýtt til að bæta kjör starfsfólks og auka þjón- ustu Heimahjúkrunar. Hún segir að framlög til Heimahjúkrunar hafi verið að aukast og ekki standi til að skera niður, enda fari þörfin fyrir þjónustuna vaxandi. Mestu skiptir að efla þjónustuna Þórunn segir forsendur aksturs- fyrirkomulagsins breyttar. Ein ástæða þess sé sú að það sé af- kastahvetjandi, þ.e. vegna þess að greidd sé ákveðin upphæð fyrir hverja vitjun. „Skjólstæðingar Heimahjúkrunar eru veikara fólk en áður. Fólk fer fyrr heim af sjúkrahúsi nú en áður tíðkaðist. Þessar breyttu aðstæður krefjast lengri viðveru starfsfólks Heima- hjúkrunar. Núverandi kerfi er í raun barn síns tíma. Við viljum breyta kerfinu í þeim tilgangi að bæta þjónustuna,“ segir Þórunn. Hún segir að verið sé að bjóða starfsfólki upp á tvo möguleika; að nota bíl sem heilsugæslan tekur á rekstrarleigu eða halda áfram að keyra sína eigin bíla, en þá sam- kvæmt því greiðslufyrirkomulagi sem tíðkast hefur hjá ríkinu. Með þessu verði það ekki lengur skil- yrði að þeir sem sæki um starf hjá Heimahjúkrun hafi bíl til umráða. Heilsugæslunni hafa borist upp- sagnarbréf frá 40 þeirra 83 hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða sem starfa hjá Heimahjúkrun. Þegar hefur verið auglýst eftir starfsfólki í stað þess sem tilkynnt hefur um uppsögn. Forsvarsmenn heilsu- gæslunnar segjast þó vonast til að sem flestir endurskoði afstöðu sína um uppsögn. „Við erum auðvitað mjög áhyggjufull yfir ástandinu. Það verður óhjákvæmilega röskun á þjónustunni fyrstu vikurnar. En það skapast ekki neyðarástand. Þeir sem nauðsynlega þurfa á að þjónustunni að halda fá hana,“ seg- ir Þórunn. Hún tekur fram að ástæða breyt- inganna sé sú að bæta þurfi þjón- ustu Heimahjúkrunar. „Heima- hjúkrun hefur oft verið gagnrýnd fyrir mikinn hraða og að geta ekki staðið undir því hlutverki sem henni er ætlað. Við viljum skapa umhverfi og aðstæður til að geta sinnt þessu hlutverki sem best,“ segir Þórunn. Forsvarsmenn Heilsugæslunnar í Reykjavík vísa ásökunum um lögbrot á bug Enginn samningur hefur enn verið lagður fram Um 700 á tölvuleikja- mótinu Skjálfta SEGJA má að skjálfti hafi riðið yfir íþróttahúsið í Digranesi um helgina. Ekki var þó um jarð- skjálfta að ræða heldur fór þar fram tölvuleikjamót Símans og Op- inna kerfa, Skjálfti 2004. Mótið er það er hið fyrsta af nokkrum sem haldin verða undir þessu nafni á árinu. Skjálftamótin hafa verið haldin frá því í desember 1998 og hefur fjöldi þátttakenda vaxið jafnt og þétt. Nokkrir tugir mættu til leiks á fyrsta mótið en fjöldi þátttakenda á síðustu mótum hefur verið ríflega 500 manns. Að þessu sinni tóku ná- lægt 700 ungmenni þátt í mótinu. Keppt er í ýmsum leikjum á Skjálfta en sá vinsælasti mun vera Counter-Strike. Á mótinu er keppt í liðum, allt frá tveggja manna liðum upp í tíu manna lið, allt eftir því hvaða tölvuleik er verið að spila. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.