Morgunblaðið - 23.02.2004, Page 12

Morgunblaðið - 23.02.2004, Page 12
Íranar staðfesta kjarn- orkukaup Teheran, Vín. AP. ÍRÖNSK stjórnvöld staðfestu í gær að þau hefðu keypt kjarn- orkubúnað frá erlendum milli- göngumönnum, þ. á m. ein- hverjum frá Suður-Asíu, en kváðust ekki vita hvaðan bún- aðurinn væri upprunninn. „Við keyptum ýmiskonar [kjarnorku]útbúnað frá ýmsum milligöngumönnum en við vit- um ekki hver uppruni hans var eða frá hvaða landi hann kom,“ sagði Hamid Reza Asefi, tals- maður íranska utanríkisráðu- neytisins, við fréttamenn í gær. „Svo vildi til, að sumir milli- göngumannanna voru frá [Suð- ur-Asíu].“ Í síðustu viku greindi lög- regla í Malasíu frá því að kaup- sýslumaður hefði borið við yf- irheyrslur að Abdul Qadeer Khan, sem hannaði fyrstu kjarnorkusprengju Pakistana, hefði selt Írönum tæki til auðg- unar á úrani. Khan hefur við- urkennt að hafa selt Írönum, Líbýumönnum og Norður-Kór- eumönnum kjarnorkutækni og -þekkingu. ElBaradei til Líbýu Yfirmaður kjarnorkuvopna- eftirlits Sameinuðu þjóðanna, Mohamed ElBaradei, kvaðst í gær vera á förum til Líbýu til að afla frekari upplýsinga hjá þarlendum embættismönnum um hver seldi hvað til líbýskra stjórnvalda, og ráðamanna annarra ríkja sem eru að reyna að koma sér upp gereyðingar- vopnum. För ElBaradeis er liður í hertri leit að forsprökkum svarts alþjóðamarkaðar þar sem verslað er með kjarnorku- búnað og -þekkingu. ElBaradei hefur kallað þetta „kjarnorku- stórmarkað“ og sagt að milli- göngumenn á þessum markaði starfi í fimm heimsálfum. ERLENT 12 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐLEG sendinefnd fór frá Haítí á laugardagskvöldið og hafði í farteskinu loforð frá forseta landsins, Jean Bertrand Aristide, um að hann myndi deila völdum með andstæðing- um sínum. Stjórnarandstaðan neitaði aftur á móti að gefa nefndinni slíkt loforð og sagði að ef friður ætti að komast á í landinu yrði forsetinn að fara frá. Stjórnarerindrekar frá Bandaríkj- unum, Karíbahafslöndum, Kanada, Frakklandi og Samtökum Ameríku- ríkja áttu fund með Aristide á laug- ardaginn, og gekkst hann inn á að skipaður yrði nýr forsætisráðherra og ríkisstjórn sem skipuleggja myndi þingkosningar. Aristide yrði áfram forseti, sam- kvæmt ákvæðum friðaráætlunar sem Bandaríkjamenn lögðu fram, og lýsti hann því yfir að hann myndi „ekki vinna með neinum hryðjuverkamönn- um“, og átti við að hann myndi ekki semja við uppreisnarmenn sem hafa í hálfan mánuð tekið fjölda bæja og borga í norðurhluta landsins og hótað að ráðast inn í höfuðborgina, Port-au- Prince, verði Aristide ekki búinn að segja af sér í lok mánaðarins. Rúm- lega 60 manns hafa fallið í átökunum. Einn forsprakka uppreisnarinnar spurði hvað yrði um sig samkvæmt friðaráætluninni. „Hvað með mig? Þegar alþjóðasamfélagið kemur til Haítí koma þeir og taka byssuna af mér og ég neyðist til að fara í felur á Haítí,“ sagði Buteur Metayer í viðtali við Associated Press-sjónvarpið í borginni Gonaives, sem uppreisnar- menn hafa á valdi sínu. „Hann [Ar- istide] drepur mig.“ Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru heldur ekki hrifnir af tillögum Bandaríkjamanna. Fundi þeirra með erlendu stjórnarerindrekunum lauk með loforði stjórnarandstæðinga um að gefa endanlegt svar í dag, mánu- dag, en þeir gáfu í skyn að afstaða þeirra væri óbreytt. „Við væntum þess að alþjóðasam- félagið hafi skilning á þeirri stöðu sem við erum í ... og hún mun ekki breyt- ast,“ sagði Gerard Pierre-Charles, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, sem fyrrum var bandamaður Aristides. „Ef við samþykkjum þessa áætlun án þess að Aristide fari frá hættum við í rauninni að vera stjórn- arandstaða,“ sagði annar frammá- maður stjórnarandstöðunnar, Rose- mond Padel. Erlendir ríkisborgarar á Haítí hafa að undanförnu flúið landið hver á fæt- ur öðrum vegna óaldarinnar, sem versnar sífellt. Aristide hefur á sínum snærum tæplega 4.000 manna lög- reglulið, en engan her. Uppreisnar- menn hafa sagst hafa um 700 manns undir vopnum og tvö hundruð til við- bótar. Í síðustu viku gengu margir fyrrverandi hermenn í lið með Meta- yer og mönnum hans, þ. á m. fyrrver- andi yfirmaður dauðasveitar í her Haítí, sem hrakti Aristide frá völdum 1991. Aristide hefur lifað af þrjú bana- tilræði og eina byltingu. Hann hefur sagst ekki munu fara frá fyrr en kjör- tímabili hans lýkur 2006. Eftir að Ar- istide var hrakinn frá 1991 sættu stuðningsmenn hans sífelldum árás- um af hendi hermanna og voru marg- ir felldir uns Bandaríkjamenn skár- ust í leikinn 1994. Þáverandi Bandaríkjaforseti, Bill Clinton, sendi 20 mann herlið til Haítí til að hrekja stjórn hersins frá og stöðva straum flóttafólks á bátum frá Haítí til Flór- ída. Núverandi Bandaríkjastjórn hef- ur lýst því yfir að hún hafi engan áhuga á hernaðarævintýrum á Haítí. Aristide fellst á friðaráætlun Stjórnarandstaðan og uppreisnar- menn hafna alþjóðlegum sáttatil- lögum og krefjast afsagnar forsetans Reuters Forseti Haíti, Jean Bertrand Ar- istide, ræðir við fréttamenn í for- setahöllinni í Port-au-Prince.                                 !                       !! "    # $%  &'! &  (  &   Port-au-Prince. AP. Uppreisn- armenn í Úganda drápu 192 Kampala í Úganda. AP. UPPREISNARMENN sem í 17 ár hafa staðið í baráttu við stjórnvöld í Úganda drápu 192 er þeir réðust á búðir uppflosn- aðra í norðurhluta landsins, að því er embættismenn greindu frá í gær. Vopnaðir rifflum, fallbyssum og sprengjuvörpum gerðu upp- reisnarmenn í svonefndum Andspyrnuher drottins árás á Barloonyo-búðirnar í Lira-hér- aði í Úganda á laugardags- kvöld. Lögðu þeir eld að kofum íbúanna og skutu á þá er þeir flýðu, sagði embættismaðurinn, Charles Anjiro. „Þetta var vonlaust. Við fór- um þangað í morgun ásamt lög- reglustjóranum í Lira og töld- um 192 lík,“ sagði Anjiro í símtali við Associated Press í gær. „Vettvangurinn er skelfi- legur. Ég hef aldrei á ævinni séð neitt svona hræðilegt.“ Ekki náðist samband við neinn talsmann Andspyrnu- hersins, sem hefur barist gegn Yoweri Museveni forseta, sem er frá suðurhluta landsins, frá því að hann komst til valda 1986 eftir átök sem stóðu í fimm ár. ÍRANSKUR klerkur horfir í spegil er hann hnýtir túrban sinn í Teheran í gær. Íslamskir íhaldssinnar voru í gær smám saman að þokast nær tryggum meirihluta á þingi eftir því sem leið á talningu í kosningunum sem fram fóru í landinu á föstudaginn. Til íhaldssinna á íranska þinginu teljast bæði harðlínusinnaðir íslamistar og aðrir sem eru dyggir stuðningsmenn klerka- stjórnarinnar í landinu. Samkvæmt tölum sem innanríkisráðuneytið birti í gær höfðu íhalds- sinnar þá tryggt sér að minnsta kosti 135 þing- sæti af 290. Umbótasinnar og óháðir höfðu 65, en umbótasinnar hafa undanfarin ár verið í meirihluta á þinginu. Ekki er talið að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en í dag. Reuters Íhaldssinnar þokast nær þingmeirihluta ARNOLD Schwarzenegger, ríkis- stjóri í Kaliforníu, sagði í gær í sjón- varpsumræðuþætti í gær, að hann og aðrir bandarískir ríkisborgarar sem fæddir væru á erlendri grund ættu að mega bjóða sig fram til forseta. Schwarzenegger, sem er austur- rískur að uppruna, var í Washington í gær þar sem hann fundaði með öðr- um ríkisstjórum. Hann notaði tæki- færið og tók þátt í umræðum í „Meet the Press“, stjórnmálaumræðuþætti NBC-sjónvarpsstöðvarinnar á sunnu- dagsmorgnum. Ríkisstjórinn kvaðst ekki hafa hug- leitt það sérstaklega að sækjast eftir að komast í Hvíta húsið, en teldi að þeir sem hefðu verið bandarískir rík- isborgarar í 20 ár eða meira ættu „skilyrðislaust“ að mega fara í for- setaframboð. Samkvæmt bandarísku stjórnarskránni mega einungis Bandaríkjamenn fæddir í Bandaríkj- unum bjóða sig fram. Schwarzenegger, sem fluttist til Bandaríkjanna 1983, benti á, að fjöl- margir Bandaríkjamenn væru inn- flytjendur og hefðu lagt mikið af mörkum fyrir landið. „Lítiði bara á það sem fólk á borð við Henry Kiss- inger og Madeleine Albright hafa lagt af mörkum,“ sagði Schwarzenegger, og skírskotaði til tveggja fyrrverandi ráðherra sem fæddust í Evrópu. Ríkisstjóranum og leikaranum fyrrverandi verður að ósk sinni ef stjórnarskrárviðaukatillaga sem Orr- in Hatch, öldungadeildarþingmaður repúblíkana, hefur lagt fram nær fram að ganga. Vill eiga möguleika á forsetaframboði Reuters Arnold Schwarzenegger veifar til fjölmiðlamanna í Washington í gær. Washington. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.