Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 17

Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 17 Fjármögnun og rekstur heilbrigð- isþjónustu nefnist haustskýrsla Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands 2003 eftir þau Ax- el Hall og Sól- veigu F. Jóhanns- dóttur. Að þessu sinni er í skýrslunni fjallað um heilsu- hagfræði í ljósi íslenskra aðstæðna. Leitast er við að lýsa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þróun þess og helstu úrlausnarefnum um þessar mundir. Sérstaklega er litið til sér- stöðu heilbrigðisþjónustu og m.a. spurt um hvaða eiginleikar þjónust- unnar geri það að verkum að stjórn- völd séu jafn fyrirferðarmikil og raun ber vitni á heilbrigðismörkuðum. Enn fremur er leitast við að skoða ýmsar leiðir til fjármögnunar og rekstrar heil- brigðiskerfa, kosti þeirra og galla. Í skýrslunni er ennfremur leitast við að draga fram ýmis töluleg gögn um heilbrigðismál og þau tengd við hag- rænar kenningar um heilbrigðisþjón- ustu og reynslu hér á landi og erlend- is af slíkum rekstri. Útgefandi: Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands en Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Skýrslan er 163 bls. – kilja. Verð: 3.500 kr. Heilsuhagfræði ÁRBÓK Ólafsfjarðar kemur nú út í fjórða sinn. Fyrsti árgangurinn kom út árið 1999 og var þá einungis 51 bls. En afkvæmið óx eins og vera ber. Næsta rit var orðið 78 bls. Þriðja ritið 98 bls. Á ritstjóra er að skilja að nú sé það orðið fullvaxta. Nokkrir fastir liðir hafa verið í ár- bókinni frá upphafi. Ber þar fyrst að nefna Annál Ólafsfjarðar 1900–2000 ritaðan af Friðriki G. Olgeirssyni. Í fyrstu þremur heftunum var tekinn fyrir einn áratugur í hefti, 1900–1910, 1911–1920, 1921–1930, en í þessu síð- asta hefti eru árin aðeins fimm, 1931– 1935, enda úr meira efni að moða. Það mun því taka allmörg ár að ná til nú- tímans. Þá hefur alltaf verið stuttur fréttaannáll útgáfuársins. Þriðji fasti liðurinn er myndarlegur eftirmæla- þáttur um þá Ólafsfirðinga, sem látist hafa á árinu. Myndasíður hafa frá upp- hafi verið af nýburum ársins, brúð- hjónum ársins og öll árin nema það fyrsta af fermingarbörnum ársins. Þessir föstu liðir og myndasíður gefa ritinu fast svipmót og eru, ef svo má segja, einkennismerki þess. Að öðru leyti er efnið margbreytilegt. Þar eru löng viðtöl við Ólafsfirðinga, sem mikið hafa komið við sögu í bæjarlífinu, aldna sem yngri. Í þessu hefti eru þrjú slík myndarleg viðtöl. Þá eru margir smáp- istlar um félagsstarfsemi af ýmsu tagi, myndasíður frá ýmsum atburðum úr bæjarlífinu, veðurfarsannáll ársins og fjölmargt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Árbók Ólafsfjarðar hefur því, eins og lesandi getur þegar áttað sig á, sinn sérstæða blæ. Hún gefur lesandanum sérstaklega góða innsýn í þetta bæj- arsamfélag eins og það er nú. Maður kynnist fjölmörgum persónum, fær talsverða vitneskju um athafnalíf, tóm- stundir, einkum íþróttaiðkun, o.fl., o.fl. Þetta finnst þeim, sem hér heldur um penna, áhugavert. Þá skyldi ekki gleymast að ljómandi vel er frá ritinu gengið í alla staði. Það er vel og fjörlega skrifað og ber með sér ánægjulegan ferskleika. Það er í nokkuð stóru broti. Þrír dálkar eru á blaðsíðu og myndefni er mikið, bæði gamlar og sögulegar myndir, svo og nýjar, ýmist í lit eða svarthvítar. Það eitt hef ég út á að setja að heft- in skuli ekki vera númeruð eftir ár- göngum. Úr því er auðvelt að bæta næsta ár. Ánægjulegur ferskleiki árbókar BÆKUR Héraðsrit Ritstj.: Hannes Garðarsson. Útg.: Hornið. 2002, 102 bls. ÁRBÓK ÓLAFSFJARÐAR 2002 Sigurjón Björnsson Evrópusamruninn og Ísland [Leið- arvísir um sam- runaþróun Evrópu og stöðu Íslands í evrópsku sam- starfi] eftir Eirík Bergmann Ein- arsson, stjórn- málafræðing við Háskóla Íslands er komin út á kilju. Bókin hefur áður komið út innbundin. Höfuðmarkmið bókarinnar er að veita almennt yfirlit yfir samrunaþróun Evrópu og greina stöðu Íslands í evr- ópsku samstarfi. Í bókinni leiðir höf- undur lesendur í gegnum samstarf Evrópuríkja í sameiginlegum stofn- unum frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýrir um leið tengsl Íslands við evrópskt samstarf á sama tímabili. Jafnframt er greint frá helstu mögu- leikum Íslands í Evrópusamstarfi til framtíðar. Bókinni er skipt upp í þrjá hluta og sextán kafla. Í fyrsta hluta er fjallað um sögu, uppbyggingu og fram- tíðarþróun Evrópusambandsins. Í öðr- um hluta er fjallað um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi í gegnum Fríversl- unarsamtök Evrópu (EFTA), Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Schengen- landamærasamstarfið, auk þess sem reynt verður að greina Evrópuumræð- una eins og hún birtist á Íslandi. Í þriðja hluta er svo fjallað um þær breytingar sem Evrópusambands- aðild hefði í för með sér á Íslandi. Útgefandi og dreifing: Háskóla- útgáfan. Bókin er 203 bls., kilja og kostar 2.500 kr., innbundin 3.490 kr. Evrópusamruninn Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.