Morgunblaðið - 23.02.2004, Page 20

Morgunblaðið - 23.02.2004, Page 20
20 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. J afnrétti allra borgaranna er undirstöðuatriði hins frjálsa skipulags. Með slík- um réttindum gefast tæki- færi til pólitískrar þátt- töku, til að stofna félög og segja álit sitt afdráttarlaust. Þau opna þó einn- ig dyr að efnahagslegri þátttöku og að félagslegum stofnunum eins og skólum. Stjórnarskrárbundnar tryggingar fyrir þessum réttindum eru mestu afrekin sem unnin voru í baráttunni fyrir borgararéttindum sem einkenndi síðustu tvær aldirnar. Oft nægja þó ekki slíkar lagalegar tryggingar fyrir réttindum. Jafnvel rétturinn til að kjósa hefur litla þýð- ingu fyrir mann sem er algjörlega háður öðru fólki eða stofnunum. Það að allir eigi að vera jafnir fyr- ir lögunum er haldlaust loforð hvað varðar þá sem hafa ekki efni á því að nýta sér það eða vita einfaldlega ekki hvernig þeir eiga að gera það. Réttur borgaranna til menntunar í samræmi við hæfileika þeirra krefst hvatningar af ýmsum toga. Eitt af meginviðfangsefnunum í bar- áttunni fyrir félagslegum fram- förum á öldinni sem leið fólst þess vegna í því að gefa óhlutstæða jafn- réttishugtakinu félagslegt inntak. Þetta kallaði á áhrifamikla hvatn- ingu með upplýsingum, pólitískri fræðslu, svo dæmi séu nefnd. Hvað menntunina varðaði þýddi þetta oft að opinberir sjóðir voru notaðir til að aðstoða námsmenn fjárhagslega, svo sem með niðurgreiddum lánum eða styrkjum. Þegar allt þetta var gert héldust samt ákveðnir þrálátir þættir sem hindruðu jafna þátttöku. Meðal þeirra sem vegnaði best í samfélög- unum voru fáir sem komu úr stórum hópum í samfélögunum. Þetta var áberandi hvað konur áhrærði og nokkra menningarlega min hlutahópa, sérstaklega ef þ skilgreindir eftir eiginleikum og hörundslit. Fáir úr þessum hópum vo meðal forstjóra, ráðherra, p ora, lækna og lögfræðinga, að sá grunur ágerðist að til fyrirstöður, að miklu leyti ó legar, sem hindruðu aðgang um stöðum. Ef til vill vann r stofnanamenning á móti ko blökkumönnum. Til að allir raunveruleg borgararéttind eitthvað meira en lagalegar Ættum við að staðfe Eftir Ralf Dahrendorf ’ Jákvæð mismlokaskref í barát indum allra – ekk heldur í raun og ætti ekki að verð hins frjálsa skip © Project Syndicate. A ð undanförnu hefur orðið mikil umræða í samfélaginu um raf- orkumálin. Kemur þar fyrst og fremst til skýrsla svokall- aðrar 19 manna nefndar iðn- aðarráðherra, sem hefur haft það verkefni að gera tillögur um fyrirkomulag flutnings raforku. Sérstaklega hefur verið fjallað um þau álit forsvarsmanna ýmissa orkufyr- irtækja að raforkuverð til almennings muni hækka um allt að 20% og í einstökum tilvikum meira, verði tillögur nefndarinnar að veruleika. Nú er rétt að minna á að ýmsir nefndarmenn skiluðu séráliti svo ekki er niðurstaða nefndarinnar einróma, nema síður sé. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur í borgarráði bent á að orkuverð á svæði OR muni hækka um allt að 20% ef tillögurnar ná fram að ganga. Sumir hafa dregið þess- ar tölur í efa og vel getur verið að þær séu ekki nákvæmar og ef til vill í hærra lagi, ekki hef ég forsendur til að dæma um það. Á hinn bóginn hlýtur öllum að vera ljóst að hækkun af þeirri stærðargráðu væri með öllu óviðunandi og kemur ekki til greina og borgaryfirvöld hljóta að bregðast hart við ef slíkt er á döfinni. Enginn ágreiningur hygg ég að sé í sam- félaginu almennt um mikilvægi þess að jafna orkukostnað landsmanna og víst er að í dag búa landsmenn við mjög misjafnar aðstæður í þeim efnum. En hvernig á að standa að slíkri jöfnun? Á hún að koma í gegnum raforkuverðið eða með beinum framlögum úr ríkissjóði? Um þetta geta menn vitaskuld deilt og ekki víst að afstaða manna ráðist af flokkspólitík. Kannski miklu fremur af því við hvaða aðstæður þeir búa í dag að þessu leyti. Hér getur líka skipt máli hver hækkunarþörfin er ef einungis er ætlunin að jafna orkuverðið. Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það. Almennt er það mín skoðun að jöfn- unin geti ekki orðið með því að hækka verulega orkuverð á hluta landsmanna. Ætla menn t.d. að jafna lífeyrisrétt lands- manna með því að stórskerða réttindi sumra til þess að geta bætt réttindi ann- arra? Mér er til efs að sátt gæti tekist um það. Það sem mér hefur hins vegar fundist vanta í umræðuna að undanförnu er að fá nákvæmar upplýsingar um það hvað arð- semiskrafan, sem leggja á á nýtt raf- orkuflutningsfyrirtæki, kallar á mikla hækkun raforkuverðs. Því hefur verið haldið fram að með kerfisbreytingunni í raforkumálum sé ekki verið að búa til nýj- an kostnað. Þó er ljóst að krafa um 3–6% arðsemi af sem lögð v mun óumd kostnaðara ná í stórhæ tölur um þ því lægri s mun minni orkuverðið skv. lögum magns og b virkja eftir framt verð starfsemi. keppnisrek magnsflutn Það er þ irtækið ver sjálfsögðu Hvert stefna menn í eftir Árna Þór Sigurðsson ’ Ætlalífeyris með þv réttind geta bæ arra? M gæti te Eftir Stein Jónsson þess að byggja LSH upp á lóðunum við Hringbraut, í Fossvogi eða á Vífilsstöðum. Allir kostirnir voru taldir framkvæm- anlegir þótt misjafnlega mikið húsnæði þyrfti á hverjum stað. Danska ráðgjafarfyrirtækið mælti með uppbyggingu í Fossvogi, taldi að nýta mætti núverandi húsnæði áfram í nokkra áratugi og að unnt væri að byggja upp í smærri áföngum. Þá myndu framkvæmdir ekki hafa truflandi áhrif á starfsemi spít- alans. Sænska fyrirtækið tók í raun ekki aðra afstöðu til valkostanna en þá að á end- anum þyrfti að byggja minnst viðbótar- húsnæði ef Hringbraut yrði fyrir valinu enda væri mest húsnæði nú þegar fyrir hendi við Hringbraut. Umræðan snerist því um það hvort byggja ætti upp við Hring- braut eða í Fossvogi. Miðað við hve stór framkvæmd er hér á ferðinni hafa þessi mál lítið verið rædd opinberlega. Nefnd á vegum heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra hefur skilað áliti um að framtíðaruppbygging LSH skuli verða við Hringbraut. Viðbygging við LSH Hring- braut þykir ekki vænleg og verður því nauðsynlegt að byggja nýtt húsnæði yfir nánast alla þá starfsemi sem nú fer fram í aðalbyggingum LSH við Hringbraut og í Fossvogi í einum áfanga til að markmiði um bráðaspíta Staðsetnin núverandi ur verið áæ Þeim sem f iðleikum sp legt að af þ tíma, en ek Ef farið næði LSH næstu 15–2 LandspítalÁ form um færslu Hringbrautar til suðurs í þeim tilgangi að rýma fyrir nýbyggingum við Landspítala – háskólasjúkra- hús (LSH) hafa aftur komist til umræðu eftir að arkitektar og skipulags- fræðingar hafa vakið athygli á ýmsum göll- um við þessa framkvæmd. Bent er á að verðmætt byggingarland muni glatast og að framkvæmdin muni hafa mikla þýðingu fyr- ir allt Vatnsmýrarsvæðið og skipulag þess. En er nauðsynlegt að flytja Hringbrautina strax eða eru aðrir valkostir í stöðunni? Ljóst er að eitt brýnasta hagsmunamál LSH í dag er sameining allrar bráðaþjón- ustu spítalans undir eitt þak. Slík samein- ing er nauðsynleg til að hagræðing náist í rekstri en einnig mikilvæg forsenda þess að allar sérgreinar njóti nálægðar hver af ann- arri og þjónustan við sjúklinga verði mark- viss og hröð. Rétt er að rifja upp að tvö ráð- gjafarfyrirtæki voru fengin til að gera tillögur um þetta mál í aðdraganda samein- ingar spítalanna, fyrst danska ráðgjaf- arfyrirtækið Ementor en síðar sænska arkitektafyrirtækið White (sjá heimasíðu LSH). Fyrirtækin könnuðu kosti og galla Færsla Hring- brautar og fram- tíð Landspítala ’ Óþaflutnin og hið Landsp njóta s hverfi. ÓBREYTT ÁSTAND GENGUR EKKI LENGUR Í gærmorgun létust átta mannsog 59 særðust vegna sjálfs- morðssprengingar í Jerúsalem. Það var 23 ára gamall maður, sem sprengdi sprengjuna og palestínsk skæruliðasamtök hafa lýst tilræð- inu á hendur sér. Í valdatíð Saddams Hussein í Írak var talið að hann stæði á bak við þessa tegund af árásum með miklum peningagreiðslum til fjöl- skyldna þeirra, sem fórnuðu lífi sínu með þessum hætti. Nú er Saddam ekki lengur við völd og ljóst að einhverjir aðrir hafa komið í hans stað til þess að fjármagna slíkar aðgerðir. Snemma í febrúar flutti Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands ræðu í München, þar sem hann sagði m.a.: „Hvað sem líður ágreiningi um stríðið í Írak hefur það lengi verið skoðun okkar að eftir 11. september 2001 geti hvorki Bandaríkin, Evrópa né ríki Miðausturlanda sætt sig við óbreytt ástand í Miðausturlöndum. Í Miðausturlöndum er að finna rætur mestu ógnunar við öryggi í okkar heimshluta og raunar á heimsvísu nú í upphafi nýrrar ald- ar. Eyðileggjandi hryðjuverka- starfsemi, sem byggir á hugmynda- fræði einræðis. Hryðjuverkin ógna ekki aðeins samfélögum Vestur- landa heldur einnig ríkjum músl- ima.“ Ein af röksemdum Bandaríkja- stjórnar fyrir hernaðaraðgerðunum gagnvart Írak var, að þær væru nauðsynlegar til þess að hægt yrði að útrýma hryðjuverkastarfsemi, sem augljóslega á rætur sínar í Miðausturlöndum. Atburðarásin eftir innrás Bandaríkjamanna og Breta hefur að sumu leyti staðfest þessa skoðun Bandaríkjamanna. Það á ekki sízt við um viðleitni Líb- ýumanna til þess að ná samkomu- lagi við Vesturlönd og hætta stuðn- ingi við hryðjuverkasamtök. En þótt viss árangur hafi náðst hefur það ekki dugað til. Manndráp Ísraelsmanna og Palestínumanna halda áfram. Spyrja má, hvort ástæðan fyrir því geti verið sú, að Bandaríkjamenn hafi ekki verið til- búnir til að ganga nægilega hart að Ísraelsmönnum og setja þeim stól- inn fyrir dyrnar. Þeir hafa sýnt til- burði til þess, þegar áform og að- gerðir Ísraelsmanna hafa gersamlega ofboðið fólki á Vest- urlöndum en mikið þarf til. Í Ísrael er öflugur hópur manna, sem er tilbúinn til að ganga fram fyrir skjöldu og hvetja til friðar- samninga við Palestínumenn. Þeir hafa hins vegar ekki völdin í Ísrael enn sem komið er. Vel má vera, að það sé líka nauðsynlegt að Banda- ríkjamenn knýi Sharon til þess að semja frið vegna þess, að þeir frið- arsamningar verði trúverðugri í augum þeirra Ísraelsmanna, sem ella hefðu tilhneigingu til að eyði- leggja þá. Sú skoðun þýzka utanríkisráð- herrans, að óbreytt ástand í Mið- austurlöndum gangi ekki lengur er rétt. Bandaríkjamenn hafa í sínum höndum það, sem til þarf til þess að knýja deiluaðila til sátta. Þeir þurfa að beita því valdi. TÍÐNI HJÓNASKILNAÐA Oft er haft á orði að upplausnfjölskyldunnar sé einn affylgifiskum nútímasam- félags. Í úttekt Hildar Einarsdóttur blaðamanns í Tímariti Morgun- blaðsins í gær á ofsóknum einstak- linga á hendur fyrrverandi mökum sínum kemur fram að undanfarin þrjátíu ár hafi tæplega helmingur hjónabanda endað með skilnaði. Þetta er mjög hátt hlutfall og það þarf ekki að hafa mörg orð um það umrót, sem skilnaðir geta valdið þegar um er að ræða barnafjöl- skyldur. Hjónaskilnaðir bitna ekki síst á börnunum og kenna þau sér oft um þegar foreldrar þeirra skilja. Tekur steininn úr þegar foreldr- arnir hefja að deila um réttinn yfir börnunum. Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að árið 2002 gengu 1.619 pör í hjónaband á Íslandi. Níu pör stað- festu samvist, fjögur pör kvenna og fimm karla. Lögskilnaðir voru 524. Á vefnum kemur fram að líkt og annars staðar á Norðurlöndum sé giftingartíðni fremur lág hér á landi: „Giftingartíðni reiknuð sem fjöldi hjónavígslna af hverjum 1.000 íbúum var 5,6 árið 2002. Eins og í nágrannalöndunum er algengt að pör búi saman áður en gengið er í hjónaband. Samkvæmt hjónavígslu- skýrslum 2002 höfðu 89% hjónaefna verið í óvígðri sambúð. Lengd sam- búðar er breytileg. Algengast er að pör gangi í hjónaband fljótlega eftir að stofnað var til óvígðrar sambúð- ar. Það vekur engu að síður athygli að nær helmingur allra hjónaefna hafði verið í óvígðri sambúð lengur en fimm ár.“ Um tíðni skilnaða segir á vef Hagstofunnar: „Tíðni lögskilnaða af 1.000 íbúum var 1,8 á árinu 2002 samanborið við 1,9 árið 2001. Skiln- aðartíðni hefur lítið sem ekkert breyst undanfarin þrjátíu ár, en á árabilinu 1961–1975 hækkaði skiln- aðartíðni fremur ört. Algengast er að lögskilnaður fari fram stuttu eft- ir að gengið er í hjónaband. Þriðj- ungur þeirra sem skildu að lögum árið 2002 höfðu verið giftir skemur en sex ár og helmingur skemur en tíu ár.“ Segja má að undanfarna þrjá ára- tugi hafi um tveimur af hverjum fimm hjónaböndum lyktað með skilnaði. Þetta háa hlutfall hefur mikil áhrif á þjóðfélagið í heild sinni og koma þau fram með ýmsum hætti, en mest eru þau á hugi og þroska barnanna, sem fyrir verða. Sérstaka athygli vekur að hlutfall skilnaða skuli vera jafn hátt og raun ber vitni þrátt fyrir að þorri þeirra, sem ganga í hjónaband, hafi áður búið í óvígðri sambúð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.