Morgunblaðið - 23.02.2004, Page 21

Morgunblaðið - 23.02.2004, Page 21
Andrúmsloftið þolir ekki bið Í desember sl. beindist at- hygli fjölmiðla að alþjóð- legum fundi um loftslags- breytingar sem haldinn var í Mílanó á Ítalíu. Í yf- irlýsingu um 100 ráðherra sem sóttu fundinn kom fram að þeir teldu loftslagsbreytingar af mannavöldum vera mest aðkall- andi viðfangsefni mannkynsins. Neikvæðar afleiðingar loftslags- breytinga væru staðreynd víða um jörðina. Það kom fram í yf- irlýsingu fundarins að aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda þyrftu ekki að tak- marka svigrúm til hagvaxtar. Ef gripið væri til tímanlegra og vel útfærðra aðgerða gætu þær örv- að hagvöxt. Undanfarinn áratug hafa verið haldnir fleiri alþjóðlegir fundir um loftslagsbreytingar en tölu verður á komið. Þrátt fyrir það heldur uppsöfnun gróðurhúsa- lofttegunda af manna völdum áfram. Kýótóbókunin sem sam- þykkt var fyrir sex árum var hugsuð sem mikilvægt fyrsta skref til að ná nýju jafnvægi í andrúmsloftinu. Hún hefur enn ekki gengið í gildi en virðist engu að síður hafa innleitt nýja hugsun og framsæknar hugmyndir um samspil loftslags, orkubúskapar og fjárfestingar. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra sótti Mílanófundinn og lýsti yfir miklum áhyggjum vegna þess að afstaða stjórnvalda í Rússlandi virtist ætla að koma í veg fyrir að Kýótóbókunin gengi í gildi. Áður hafði Bush Banda- ríkjaforseti sett þetta mikilvæga samkomulag í uppnám með því að hafna því á þeim grundvelli að það skaðaði hagsmuni Bandaríkj- anna. Bandaríkjamenn einir standa að baki um fimmtungi af árlegri losun gróðurhúsaloftteg- unda í heiminum. Samstarf um aðgerðir án þeirra þátttöku virð- ist því við fyrstu sýn ekki álit- legur kostur. Fjölmargar aðrar þjóðir telja þó að bregðast verði við loftslagsvandanum þrátt fyrir óábyrga afstöðu Bandaríkja- stjórnar. Ef koma á í veg fyrir hættu- legar breytingar á loftslagi jarðar þarf að draga úr notkun kolefna- eldsneytis um 70%. Hagkerfi heimsins eru í dag háð því að fá ódýra orku úr kolum, olíu og jarðgasi. Ef ekki tekst að bæta verulega orkunýtni og finna fjár- hagslega hagkvæma staðgengla fyrir þessa mengandi orkugjafa blasir við víðtæk og langvarandi vistkreppa með afar neikvæðar afleiðingar fyrir mannkynið. Við- fangsefnið er án efa eitt vanda- samasta viðfangsefni þessarar aldar. Það er tæknilega leys- anlegt. Árlega er varið um 200 milljörðum dollara í heiminum til að niðurgreiða mengandi orku- gjafa. Með því að beina þessu fé til þróunar vistvænni og end- urnýjanlegra orkugjafa má án efa ná miklum árangri. Það verður einnig að efla tækniaðstoð til orkuþyrstra þróunarlanda svo þau byggi ekki framþróun sína á mengandi orkugjöfum eins og Vesturlönd hafa gert fram að þessu. Í hnattrænu samhengi nýtur Ísland mikillar sérstöðu. Landið býr yfir miklum möguleikum til að afla endurnýjanlegrar orku. Með réttum vinnubrögðum má einnig sjá til þess að þeirrar orku verði aflað með sjálfbærum hætti. Það er vel hve mikið kapp stjórnvöld leggja á forystu- hlutverk Íslands í því að kanna möguleika vetnisvæðingar. Ef vel tekst til gæti íslenskt samfélag orðið í fararbroddi á þessu sviði þar sem bæði samgöngur og fisk- veiðar yrðu knúnar hreinu ís- lensku afli. Það getur tekið áratugi að þróa tækni vetnisvæðingar svo fleira verður að koma til. Í nýlegri spá umhverfisráðu- neytisins er gert ráð fyrir að losun vegna samgangna hér á landi muni vaxa um 40% frá árinu 1990 til 2020. Vöxtur er einnig fyr- irsjáanlegur í losun gróð- urhúsalofttegunda frá fisk- veiðiflotanum. Stjórnvöldum ber skylda til að tefla fram hugmyndum um að- gerðir sem geta snúið þessari þróun við. Virkja verður almenn- ing, félagasamtök og framsækin fyrirtæki til samstarfs. Samtökin Landvernd hyggjast taka virkan og skapandi þátt í þessu við- fangsefni. Vinnuhópur á vegum samtakanna hefur mótað fjölþætt rannsóknarverkefni til að leita svara við því hvað sé hægt að gera hér á landi svo Íslendingar nái tökum á þessu mikilvæga við- fangsefni. Eftir Tryggva Felixson Höfundur er framkvæmdastjóri Land- verndar. ’ Í nýlegri spá umhverf-isráðuneytisins er gert ráð fyrir að losun vegna samgangna hér á landi muni vaxa um 40% frá árinu 1990 til 2020. ‘ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 21 nni- eir voru m eins oru á prófess- þannig væru ósýni- g að slík- rótgróin onum og fengju di þurfti r trygg- ingar, upplýsingar eða jafnvel fjár- hagslega aðstoð. Það var áræðið skref, sem fyrst var tekið í Bandaríkjunum, að ákveða að taka upp nýja stefnu, að minnsta kosti um sinn, til að ráða bót á lang- varandi óréttlæti. Jákvæð mis- munun, eins og þetta var kallað, fólst í reglum um að fólk í hópum, sem hingað til hafa átt erfitt uppdráttar, yrði ákveðið hlutfall embættismanna, námsmanna og kennara, lögreglu- og hermanna, og fleiri stétta. Hæstirétt- ur Bandaríkjanna varð verndari já- kvæðrar mismununar. Hvar sem hún var reynd af alvöru bar jákvæð mismunun tvímælalaust nokkurn árangur. Þetta á sér- staklega við um lönd sem voru eitt sinn einsleit en þurfa nú að taka tillit til borgara sem eru blökkumenn eða múslímar, eða tilheyra öðrum minni- hlutahópum sem hafa verið van- ræktir. En einmitt um það leyti sem önnur lönd fóru að líta á Bandaríkin sem fyrirmynd í þessum efnum tóku spurningar að vakna um jákvæða mismunun, og þrjár þeirra eru sér- lega mikilvægar. Í fyrsta lagi, er ekki hætta á nýju óréttlæti sem felst í því að þeir sem nutu áður forréttinda eigi erfitt upp- dráttar? Hæstiréttur Bandaríkj- anna stóð frammi fyrir þessari spurningu þegar hann fjallaði fyrst um mál hvíts námsmanns sem fékk ekki inngöngu í læknadeild háskóla þótt námsárangur hans væri betri en annarra umsækjenda. Börn í einkaskólum í Bretlandi hljóta nú að óttast að þau verði illa sett vegna þess að lagt er að háskólunum að veita fleiri nemendum úr rík- isskólum inngöngu. Þetta færir okk- ur aftur að þessari gömlu og erfiðu spurningu: getum við verið jöfn og líka framúrskarandi? Í öðru lagi er jöfn þátttaka á öllum sviðum raunverulega það sem allir hópar vilja eða þurfa? Þrátt fyrir allt hefur „kvenvæðing“ kennarastétt- arinnar í mörgum löndum ekki vald- ið neinum skaða. Mörg lönd hafa notið góðs af framtakssemi sjálf- stæðra atvinnurekenda úr röðum minnihlutahópa, svo sem Kínverja og gyðinga. Sækjumst við ef til vill eftir of vélrænu fyrirkomulagi sem leiðir til skorts á fjölbreytileika? Í þriðja lagi, veldur jákvæð mis- munun í sumum tilvikum nýrri skiptingu sem eyðileggur einmitt það borgarasamfélag sem mismunin átti að skapa? Eru konur, svo dæmi sé tekið, alltaf best til þess fallnar að verja hagsmuni kvenna? Sömu spurningar geta vaknað um fólk sem tilheyrir trúarhópum og þjóðarbrotum, eða jafnvel ákveðnum stéttum. Mann hryllir við tilhugsuninni um þjóðþing þar sem helsta forsenda þingsetu væri að til- heyra hópi sem þyrfti á jákvæðri mismunun að halda. Reyndin er sú í nokkrum löndum að lýðræðið nær ekki að leiða til hugmyndaríkrar og árangursríkrar stjórnunar vegna þess að helsta markmiðið virðist vera að hafa alla helstu hópana um borð. Jákvæð mismunun var og er áræðið lokaskref í baráttunni fyrir borgararéttindum allra – ekki að- eins á pappírnum, heldur í raun og veru. En jákvæð mismunun ætti ekki að verða varanleg meginregla hins frjálsa skipulags. Ef einhverjar reglur þurfa „sól- setursákvæði“ sem knýr fram end- urskoðun eftir tiltekinn og takmark- aðan tíma þá eru það reglurnar um jákvæða mismunun. Sveigjanleiki hæstaréttar Bandaríkjanna í þess- um efnum er aðdáunarverður. Í öðr- um löndum væri líklega best að í landslögum og reglum stofnana væru ákvæði um að jákvæð mis- munun félli úr gildi eftir fimm ár, eða í mesta lagi tíu. Slíkt ákvæði væri hægt að endurnýja, en ekkert er eins árangursríkt og niðurnjörv- aður frestur til að knýja fram gagn- gera endurskoðun og fá menn til að skoða vel hug sinn. esta jákvæða mismunun? Ralf Dahrendorf á sæti í lávarðadeild breska þingsins. Hann er fyrrverandi rektor London School of Economics. Dahrendorf átti sæti á þýska þinginu, gegndi embætti aðstoðarráðherra í þýska utanríkisráðuneytinu og var fulltrúi Þýskalands í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en hann fluttist til Bretlands ár- ið 1974. Hann hefur ritað fjölmargar bækur um stjórnmál og á sviði fé- lagsfræði. munun var og er áræðið ttunni fyrir borgararétt- ki aðeins á pappírnum, veru. En jákvæð mismunun ða varanleg meginregla ulags. ‘ f línum og öðrum mannvirkjum erða inn í hið nýja fyrirtæki eilanlega valda umtalsverðum auka, sem mér sýnist að eigi að ækkuðu raforkuverði. Nákvæmar etta hafa ekki komið fram, en em arðsemiskrafan verður, þeim i þörf verður á að hækka raf- ð. Flutningsfyrirtækið verður m með einkaleyfi á flutningi raf- byggingu nýrra flutningsmann- r að það verður stofnað og jafn- ður því óheimilt að sinna annarri Því verður ekki um neinn sam- kstur að ræða, hvorki á sviði raf- nings né annarrar starfsemi. því fráleitt annað en að fyr- rði í eigu þjóðarinnar, það á að ekki að vera hlutafélag þar sem eignarhlutir geta gengið kaupum og sölum, og það á ekki að gera neina arðsemiskröfu til þess umfram það sem þarf til eðlilegs viðhalds og endurnýjunar búnaðar og mannvirkja. Hugmyndir meirihluta 19 manna nefndarinnar eru um 3–6% arðsem- iskröfu fyrst um sinn en síðan verði fyr- irtækið sett á almennan markað 1. janúar 2011. Þá hlýtur arðsemiskrafan að verða orðin miklum mun hærri, jafnvel 10–15%, ef hlutirnir eiga að vera eftirsóknarverðir fyrir fjárfesta. Þarna held ég að sé komin meginskýringin á því að menn telja að raf- orkuverð hækki stórlega. Í umræðunni hefur líka komið til tals hvernig eignarhaldi á Landsvirkun á að vera háttað og hvort eðlilegt sé að Reykja- víkurborg sé þar jafnstór eignaraðili og raun er á. Ekki síst er bent á að það orki tvímælis þegar haft er í huga að borgin á og rekur Orkuveitu Reykjavíkur. Um þetta atriði eru skiptar skoðanir, m.a. inn- an borgarstjórnar Reykjavíkur og raunar miklu víðar. Af hálfu Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs hefur það skipt miklu máli að Landsvirkjun gegnir sam- félagslegu hlutverki og það eru því sterk rök fyrir því að Reykjavíkurborg, sem líka hefur samfélagslegum skyldum að gegna, eigi hlut í þessu mikilvæga fyrirtæki. Ég hef ekki viljað ganga svo langt að segja að borgin eigi skilyrðislaust að losa um hlut sinn í fyrirtækinu, tel raunar að á því máli séu margar hliðar sem skoða þurfi gaum- gæfilega. Sérstök ástæða er til að gjalda varhug við að samfélagslegum fyr- irtækjum sé breytt í hlutafélag, enda er það jafnan undanfari þess að fyrirtækin séu einkavædd eins og dæmin sanna. Ljóst er að VG mun ekki taka þátt í breytingum á Landsvirkjun sem byggjast á þess háttar markmiðum og hið sama á að sjálfsögðu við um Orkuveitu Reykjavíkur, enda er það skýrt tekið fram í málefnasamningi flokkanna þriggja sem standa að Reykja- víkurlistanum að „einkavæðing Orkuveit- unnar sé ekki á dagskrá“. Þrátt fyrir þetta, kann vel að vera skynsamlegt að breyta eignarhaldi í Landsvirkjun, og að þær breytingar sem væntanlega eru fram- undan í fyrirkomulagi raforkumála kunna að vera tilefni til að skoða þessi mál frá grunni. Markmiðið á að mínum dómi þó að vera að tryggja eignarhald þjóðarinnar á þeirri mikilvægu auðlind sem orkan er og samfélagslegan rekstur þeirrar þjónustu sem orkufyrirtækin veita og er að sjálf- sögðu einn af grunnþjónustuþáttum í nú- tíma samfélagi. í raforkumálunum? Höfundur er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. a menn t.d. að jafna srétt landsmanna ví að stórskerða di sumra til þess að ætt réttindi ann- Mér er til efs að sátt ekist um það. ‘ Höfundur er læknir. la undir einu þaki verði náð. ng hefur verið fyrirhuguð sunnan Hringbrautar og kostnaður hef- ætlaður 25–40 milljarðar króna. fylgst hafa með rekstrarerf- pítalans kann að finnst harla ólík- þessu verði innan skikkanlegs kki sakar að vera bjartsýnn. yrði að ráðum Ementor og hús- í Fossvogi yrði nýtt áfram í 20 ár er ljóst að unnt yrði að sam- eina alla bráðastarfsemi spítalans undir einu þaki með því að byggja við spítalann húsnæði af stærðargráðunni 14–15.000 fer- metrar. Barnadeildir, kvennadeild og geð- deild yrðu áfram við Hringbraut fyrst um sinn. Kostnaður við byggingu nútíma sjúkrahúss er sennilega á bilinu 400– 500.000 krónur á hvern fermetra. Heild- arkostnaður við þennan fyrsta áfanga yrði þannig líklega 6–8 milljarðar króna auk kostnaðar við tækjabúnað. Fyrir þessa fjármuni mundi spítalinn fá nýja slysa- og bráðamóttöku, röntgen- og rannsókna- deildir, skurðstofur, vöknun og gjörgæslu- deild, 4–6 nýjar legudeildir samtals með 100–150 rúmum. Þá mætti líklegast koma fyrir rannsóknastofum í sýklafræði og meinafræði sem mikilvægt er að hafa í sama húsi og bráðaspítala ásamt kennslu- húsnæði og aðstöðu fyrir starfsfólk. Með þessu móti yrði til 400–450 rúma bráðaspítali með allri nauðsynlegri stoð- þjónustu sem myndi fullnægja þörfum landsins næstu áratugi. Það húsnæði sem losnar (við Hringbraut) mætti nýta til öldr- unar-og hjúkrunarþjónustu sem mjög mikil og vaxandi þörf er fyrir. Óþarft yrði að ráð- ast í flutning Hringbrautar í bili og hið fal- lega hús gamla Landspítalans fengi að njóta sín í núverandi umhverfi. Við þetta bætist að lóð LSH í Fossvogi er meira mið- svæðis í borginni og byggðin er öll að fær- ast til austurs. Í fljótu bragði virðast hag- kvæmnisrök mæla með þessum valkosti og að hann sé framkvæmanlegur innan við- unandi tíma. Þar við bætast þau rök sem lúta að skipulagi miðborgarinnar og fram- tíð Vatnsmýrarsvæðisins sem nú er svo mjög til umræðu og margir hafa bent á að vert sé að skoða betur. Morgunblaðið/Þorkell linn við Hringbraut. Greinarhöfundur telur að flutningur götunnar yrði óþarfur ef meginuppbygging LSH færi fram í Fossvogi. arft yrði að ráðast í ng Hringbrautar í bili fallega hús gamla pítalans fengi að sín í núverandi um- . ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.