Morgunblaðið - 23.02.2004, Qupperneq 23
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 23
✝ Lilja Guðmunds-dóttir fæddist á
Laugalandi í Staf-
holtstungum í Mýra-
sýslu 21. maí 1920.
Hún lést 14. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Krist-
jánsson frá Grísa-
tungu í Borgarfirði
og Guðrún Jónsdótt-
ir frá Hraunholtum
á Snæfellsnesi.
Systkini hennar eru
þau Kristinn, f.
1903; Guðlaugur
Sigurbjörn, f. 1907; Guðrún Mar-
grét, f. 1909; Sigurbjörg, f. 1910;
Kristján, f. 1911 og Sigrún, f.
1915, sem ein lifir systkini sín.
Lilja fluttist ásamt foreldrum
sínum til Vestmannaeyja árið
1931.
Árið 1945 kynntist hún Axel
Sveinssyni og bjó með honum um
fimm ára skeið, þau eignuðust
einn son, Ármann Guðlaug, f.
1946. Axel lést af slysförum á
Siglufirði 1950 og fluttist Lilja
þá aftur til Vestmannaeyja. Hún
giftist Einari Jóns-
syni 1952 og eignuð-
ust þau tvo syni; Ax-
el Gunnar, f. 1952
og Jóhann Sigurvin,
f. 1959. Einar átti
þrjú börn frá fyrra
hjónabandi; Jón, f.
1936; Guðlaug
Kristrún, fædd 1938
og Hjálmar Hún-
fjörð, f. 1943,
drukknaði árið
1980.
Þau Einar og
Lilja bjuggu á Kal-
mannstjörn en eftir
eldgosið á Heimaey 1973 bjuggu
þau að Dvalarheimilinu Ási í
Hveragerði. Eftir að Einar lést
árið 1981 flutti Lilja á ný til Vest-
mannaeyja og bjó um nokkurra
ára skeið á Dvalarheimilinu
Hraunbúðum. Árið 1999 flutti
Lilja til Reykjavíkur og bjó á
Dvalarheimilinu Felli, en síðustu
árin dvaldi hún á Elliheimilinu
Grund.
Útför Lilju verður gerð frá Að-
ventkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Góð vinkona okkar hefur kvatt
þennan heim. Gengin til þagnar-
innar og hvíldar er þreyttir þrá.
En við sem enn erum á lífsleiðinni
erum minnt á hve tími okkar er
takmarkaður og allt ber að þeim
lyktum sem hver verður að lúta.
Jónína Lilja Guðmundsdóttir,
sem hér er kvödd með fáum orð-
um, hefur gengið þann veg allan á
þann hljóðláta hátt sem fyrirbúinn
var, ekki heldur óvænt eða ótíma-
bært, heldur það sem ekki varð
undan vikist og minnti samt á sig
að samfylgdinni væri lokið.
Það sem eg vildi segja um þessa
konu og kynni okkar langan tíma
er ekki með stórum upphrópunum
eða afrekum umfram það sem
flestir þurfa að vinna í lífinu, held-
ur helst hennar æðruleysi og sátt
við lífið við margar þær erfiðu að-
stæður sem hún lifði. Hún var
fundvís á gleðina í dagsins önn en
erfiðleikunum tók hún eins og
veðri og vindum. Okkur er það líka
nærri við íslenska veðráttu og að-
stæður til sjávar og sveita.
Unglingsárin sem hún ól í Borg-
arfirðinum voru ekki auðveld, bæði
aðstæður heimafyrir og persónu-
lega, einmitt sá tími sem hvað mik-
ilvægastur er í lífinu.
Hjúskaparmál og eftirvænting
um gleði og hamingju varð líka
þungbær og sár reynsla mörg ár í
lífi ungrar konu er hún missti
mann sinn, Axel Sveinsson, 30 ára
gömul með fjögurra ára son þeirra,
Ármann.
En á ögurstund kom þessi kona
inn í líf fjölskyldunnar á Kal-
mannstjörn í Vestmannaeyjum og
síðan höfum við haldið hópinn,
reyndar oft sitt í hvoru lagi, þó
nokkuð hafi skarðast úr gegnum
þau rúm 50 ár sem síðan eru liðin.
Það má segja að með sinni glað-
værð og bjartsýni hafi Lilja ein-
kennt líf sitt og innt af hendi
skyldur sínar og ábyrgð sem hús-
móðir og móðir þriggja sona gegn-
um veikindi og litla burði og þá
sérstaklega litla sjón gegnum allt
lífið og nú síðustu árin myrkrið
eitt.
En þá veit eg líka að hennar
sterka trúarsannfæring, þolgæði
og von vegna fyrirheita um fram-
tíðina, sem Guð lofar, var henni
mikilvægt, og að sumu leyti viðmið
því æðruleysi sem á þarf að halda
við slíkar aðstæður.
Þá er alveg viðeigandi, í þessu
sambandi, að þakka það frábæra
starf sem unnið er á sjúkradeild-
inni á Grund við Hringbraut, við
fólk sem er svo lasburða að þurfa
algjörlega að treysta á aðra með
allar þarfir sínar. En þar dvaldi
hún síðustu árin.
Einn hæfileiki Lilju, sem var
henni mikil gleði, var ljóðagerð og
hafði raunar dulist fyrir mér hve
mikið hún orti en kom í ljós er gef-
ið var út í bók er synir hennar
stóðu fyrir árið 1995 og nefnist
Ljóðmæli eftir Borgfjörð.
Margt hefur borið við á þessum
tíma og margs að minnast.
Vindasama tíð á vertíðum í Vest-
mannaeyjum, þegar ekki var róið.
Hlýjuna í eldhúsinu á Kalmanns-
tjörn, hvininn í olíueldavélinni,
kaffiilmur og umræður um marg-
vísleg málefni.
Þeir dagar löngu horfnir og ekki
bara dagarnir, einnig það tímabil í
sögunni er var svo allt öðruvísi en í
dag. Það er ekki bara tíminn „fyrir
gos“ heldur líka tíminn fyrir svo
margt annað sem er horfið og ann-
að komið í staðinn.
Margar stundir sem við áttum
bæði fyrr og síðar og ræddum
saman, hversdagslegt amstur, gleði
eða sorg sem deilt var er gjarnan
umhugsunarvert að leiðarlokum.
Hún sýndi mér þann trúnað að
ræða við mig í einlægni bæði yndi
sitt og angur. Hvernig hún tókst á
við það sem að kom og reyndar all-
ir þurfa að fást við í lífinu en þó
sýnu meira mál fyrir þá sem hafa
ekki mikla krafta. En hún leysti
það einnig, henni var raunar gefið
heilmikið þegar á þurfti að halda.
Það er bara lífið sjálft með öllu
sem því fylgir að vera manneskja.
Og er það ekki það sem skiptir
þá máli þegar allt kemur til alls?
Er það ekki sá farareyrir sem skil-
ur eftir þegar lagt er í ferðina sem
allir fara?
Það er ekki undarlegt eða heldur
óvænt að numið sé staðar, lagðar
frá sér byrðarnar við vegkantinn
er lúinn líkaminn vill hvílast og
ekki voru þá efni til að rísa upp aft-
ur og halda ferðinni áfram. Þannig
skildir þú við okkur og við þökkum
fyrir samfylgdina.
Hitt er þá líka umhugsunarvert
hvað okkur miðar eða er ætlað,
sem enn erum á veginum. Við ráð-
um ekki öllu en með góðri viðleitni
má vera að við hvert og eitt getum
orðið viðmið þeirra dyggða sem
skipta máli.
Og með þeirri hughreystingu
sem okkur er gefin frá skaparan-
um sjálfum og við Lilja töluðum
um að myndi leiðrétta allar misfell-
ur sem ófullkomnir menn þurfa að
búa við kveðjum við Lilju Guð-
mundsdóttur.
Opinberunarbók. 21:3,4. „Sjá,
tjaldbúð Guðs er meðal mannanna
og hann mun búa hjá þeim, og þeir
munu vera fólk hans og Guð sjálfur
mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og
hann mun þerra hvert tár af aug-
um þeirra. Og dauðinn mun ekki
framar til vera, hvorki harmur né
vein né kvöl er framar til. Hið
fyrra er farið.“
Jón Einarsson,
Inga Jónatansdóttir.
LILJA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Kæri bróðir, ég kveð þig með
söknuði og bið þér blessunar í nýjum
heimkynnum.
Elsku Anna, Höskuldur og dætur.
Ólöf, Jonni, Eyjólfur og Eddi Þór, ég
bið góðan Guð að vera með ykkur og
styrkja ykkur í sorginni.
Magnea Ásdís (Magga Dís).
Eddi hafði verið undanfarin ár á
Finnbogastöðum í Árneshreppi á
Ströndum.
Á ferðum sínum milli Reykjavíkur
og Finnbogastaða kom hann yfirleitt
og gisti hjá okkur.
Síðastliðið sumar keypt hann sér
þessa íbúð á Skagaströnd og hugðist
skipta veru sinni á milli þess staðar
og Finnbogastaða.
Hann gekk út úr húsi þótt vissi hann varla
hvar veldi hann næturstað.
Hann gekk aðeins þangað sem grasið var
mjúkt
og grænt og fallegt hvert blað.
Hann leiðina valdi í gamalli götu
sem glöð honum vísaði leið.
Hann fann sig einan og fagnaði því
að finna hve slóðin var greið.
Hann mátti feta sig hægasta fetið
því honum lá ekki á.
Hann vita myndi víst að kveldi
hvar vegurinn endaði þá.
---------
Horfði ei til baka þó húmaði að kveldi
og hræddist ei myrkrið svart.
Hann vissi að einhver lýsti hans leið
og ljósið var himinbjart.
Hann fann sér hvílu í fallegri laut
og fann hve hvíldin var vær.
Hann vissi að einhver vísaði leið
og væri ávallt nær.
(Sigfús Þorst. frá Rauðuvík við Eyjafj.)
Blessuð sé minning Edda.
Fjölskyldan Bálkastöðum.
Elsku afi. Minningar mínar um
þig mun ég ávallt geyma í hjarta
mér. Ég man alltaf þær góðu stundir
sem við áttum saman. Ég man alltaf
þegar við fórum í gönguferð í búðina
og keyptum Coco Puffs og fórum svo
heim til þín og fengum okkur fulla
skál. Ég man þegar þú fórst með
okkur út á svalir og mældir okkur
systurnar og merktir á vegginn. Það
var svo gott að kúra í faðmi þínum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku afi, ég kveð þig núna með
söknuði.
Sigríður Höskuldsdóttir.
Elsku afi. Það var svo sárt að
frétta að þú værir dáinn. Þú varst
fluttur til Skagastrandar þannig að
styttra var fyrir þig að koma til okk-
ar. Þú hringdir fyrir jól og sagðist
ætla að koma að heimsækja okkur,
en varst ekki enn kominn. Við vitum
að mjög vont veður var á Skaga-
strönd síðustu dagana sem þú lifðir
og erfitt að keyra til okkar. Við
geymum þig í hjarta okkar.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Þín barnabörn
Ólöf Lilja, Laufey Lára
og Aldís Anna.
Elsku afi. Það eru margar minn-
ingar um þig sem skjótast upp í
huga mér núna. Ég veit því varla
hvar ég á að byrja. En ein minning
er mér efst í huga, það var þegar ég
var hjá þér í Reykjavík og þú bjóst
rétt hjá Miðbænum í risíbúð. Á
morgnana vaktir þú mig milli 8-9 og
ég var alltaf kominn út um hálftíu í
strætó upp í Laugardalslaugina og
þar var ég til 8-10 á kvöldin. Á eftir
fórum við annaðhvort til Ollu eða
fórum og keyptum okkur ís. Þetta
gekk svona í tvær vikur. Öll skiptin
þegar þú komst norður til okkar
keyrðir þú með okkur út um allt og
sýndir okkur hvar þú hefðir verið í
sveit þegar þú varst lítill strákur.
Þegar þú komst til okkar um ára-
mótin varst þú með okkur að skjóta
upp. Þegar þú varðst fimmtugur þá
var svo gaman hjá okkur. Þú hélst
upp á afmælið þitt með okkur á
Laugarvatni í hjólhýsinu okkar og
það kom fullt af fólki að heimsækja
þig. Ég heimsótti þig tvisvar í sumar
og var alltaf á leiðinni til þín á
Skagaströnd. Afi minn, þín er sárt
saknað.
Þín afastelpa
Edda Bára.
mikill og góður, Líflegir dagar í hey-
skap, réttum og mannamótum koma
upp í hugann, hjálpsemi Birnu gagn-
vart sínu frændfólki var ætíð mikil.
Listræn var hún, teikning, olíu-
málverk, útskurður lék í höndum
hennar.
Málverk hennar jafnt úr nátt-
úrunni sem og teikningar af hestum
þóttu okkur framúrskarandi og
sýndi hún okkur myndir sínar af
stolti.
Bakkakot var jafnan líflegur stað-
ur þar sem vinir og ættingjar þáðu
kaffibolla, spáðu í tilveruna, spiluðu
á spil og marga skákina tók hún við
föður okkar.
Ef sá gamli fannst ekki var hann
eflaust búin að gleyma sér yfir skák-
inni hjá Binnu.
Birna hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og lét þær
óspart í ljós. Hún var sterkur per-
sónuleiki og talaði jafnan tæpitungu-
laust yfir hausamótunum á okkur
krökkunum ef henni sýndist svo og
uppátæki okkar gáfu tilefni til.
Eftir orðum hennar var jafnan
tekið.
Eftir að maður hennar Ólafur Þór-
arinsson féll frá varð garðyrkja og
trjárækt henni hugleikin og þar
hafði hún svo sannarlega græna
fingur, og lét hendur standa fram úr
ermum.
Á fáum árum gerði hún vöxtuleg-
an skrúðgarð við Bakkakot, þar sem
áður var nauðbitið af skepnum gróð-
ursetti hún mikið af trjám og jurtum.
Jafnvel eftir að heilsan bilaði var
harðfylgi hennar í garðinum jafnt í
gróðursetningu og grjóthleðslu með
ólíkindum.
Birna var einnig mikil skákkona
og var Íslandsmeistari kvenna í skák
um árabil. Tók hún til dæmis þátt í
alþjóðlegu skákmóti í Buenos Aires á
8. áratuginum Síðustu árin dvaldi
Birna á vetrum mestu leyti á Reyk-
hólum í Barðastrandarsýslu bæði
hjá Indíönu dóttur sinni og á dval-
arheimili aldraða en var á sumrin í
Bakkakoti.
Með söknuði og þakklæti kveðjum
við frænku okkar og allar góðu
stundirnar.
Fjölskyldu hennar og börnum
vottum við samúð núna að leiðarlok-
um.
Megi minning hennar lifa í guðs
friði.
Fjölskyldan á Hólmi.
Mín mæta vinkona Birna Norð-
dahl, merk kona og mikil hetja,
kvaddi þennan heim 8. febrúar síð-
astliðinn.
Birna var alveg einstök mann-
eskja. Hún var bæði bóndi og lista-
maður: bjó lengst af í Bakkakoti fyr-
ir utan Reykjavík, hafði þar hesta
sem hún heyjaði fyrir, málaði mynd-
ir, vann úr leðri, skar út í tré auk
þess sem hún gerði alla hefðbundna
handavinnu og alla smíðavinnu inn-
anhúss sem og utanhúss. Síðast en
ekki síst var hún skákkona og á því
sviði frumkvöðull að því að íslenskar
konur tefldu fyrir Íslands hönd á Ól-
ympíumótum í skák.
Birna tók þátt í sínu fyrsta skák-
móti árið 1940, þá 21 árs að aldri. Þá
var hún eina konan sem tefldi á
mótinu. Þegar kvennadeild Tafl-
félags Reykjavíkur var stofnuð 1975
kom Birna fram á sjónarsviðið aftur.
Sem ein fyrsta konan á Íslandi sem
tefldi á opinberum skákmótum mátti
Birna oft þola neikvætt viðhorf frá
karlpeningnum. Hún minntist þess
að karlmenn sýndu oft sterk við-
brögð ef þeir töpuðu fyrir henni og
að einu sinni vorkenndi hún svo
strák einum sem hún hafði mátað,
því hann var alveg niðurbrotinn eftir
skákina, mest þó vegna þess að fé-
lagar hans stríddu honum svo mikið
fyrir það „að hafa tapað fyrir kerl-
ingunni“ eins og Birna orðaði það.
Þegar ég kynntist Birnu á Skák-
þingi Íslands í apríl 1976 var hún
þegar orðin margföld amma og bjó
ein í Bakkakoti. Við tefldum af og til
næstu árin og vorum svo í kvenna-
sveitinni sem tefldi á Ólympíumótinu
á Möltu 1980. Birna tefldi þar á sínu
öðru og síðasta Ólympíumóti 61 árs
og var hún þá orðin langamma.
Birna sýndi þar sem fyrr að hún var
mikil baráttukona, einnig á skák-
borðinu, því hún tefldi ætíð til síðasta
peðs og henni var í rauninni illa við
jafntefli. Henni fannst „spenningur-
inn, hvort maður lifir eða deyr“ það
skemmtilegasta við skákina.
Á árunum 1980 til 1985, eða þang-
að til ég fluttist af landi brott til
fjölda ára, vorum við Birna oft í sam-
bandi, bæði heimsótti ég hana í
Bakkakot og svo töluðumst við oft
við í síma. Ég gat alltaf borið undir
hana allar mínar vangaveltur um líf-
ið og tilveruna og hún var ætíð góður
hlustandi og sýndi mér skilning og
hafði sjálf frá svo mörgu að segja.
Birna var afar skemmtilegur ferða-
félagi og sumarið 1983 tókum við
tvær upp á því að fara með ferju til
Bremenhaven í Þýskalandi með ein-
ungis tveggja tíma stoppi í höfninni
þar og svo tilbaka. Við höfðum taflið
með og tefldum báðar leiðirnar uppi í
veitingasalnum og vorum að sjálf-
sögðu aðalskemmtikraftarnir á skip-
inu fyrir bragðið.
Alla tíð sem ég man eftir átti Birna
við heilsubresti að stríða en hún
gerði nú sjálf oftast gys að sínum
veikindum og sagði frá þeim eins og
um gamansögur væri að ræða. Mið-
að við hennar sjúkdómssögu í gegn-
um öll herrans árin hefur hún án efa
snúið á læknavísindin og storkað
læknunum oftar en einu sinni. Það
kom nefnilega fyrir að hún fór rak-
leiðis eftir uppskurð til útlanda á
skákmót í trássi við læknana. En hún
vildi jú tefla og fór því til útlanda á
skákmót hvað sem öðru leið og svo
eftir á sagði hún sigri hrósandi:
„Auðvitað hafði ég rétt fyrir mér og
ég vissi að ég myndi koma lifandi til
baka!“
Birna var ein af glöðustu mann-
eskjum sem ég hef kynnst um ævina.
Hún hló dátt og innilega. Það geisl-
aði af henni orka og áhugi. Hún var
fordómalaus gagnvart fólki og sýndi
dýrum og gróðri umhyggju og ég er
sannfærð um að hún skildi dýr betur
en flestir aðrir, einkum kindur og
hesta, það sýna hin fjölmörgu mál-
verk af þessum dýrum sem hún mál-
aði. Birna sýndi mér ógleymanlegan
vináttuvott þegar hún vorið 1982 gaf
mér málverk af hryssu með folaldið
sitt sem hún hafði málað og tileinkað
mér.
Ég þakka forsjóninni að vegir
okkar Birnu Norðdahl lágu saman í
gegnum skákina, því annars hefðum
við – með okkar 42 ára aldursmun –
sennilega aldrei hist.
Innilegar samúðarkveðjur frá
kvennalandsliði Íslands í skák til
fjölskyldu Birnu Norðdahl. Við
drúpum allar höfði yfir andláti Birnu
og munum ætíð minnast hennar sem
einnar fremstu og mestu skákkonu
Íslands.
Sigurlaug Regína
Friðþjófsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Birnu Eggertsdóttur Norðdahl
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.