Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 24

Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristjana Jós-epsdóttir versl- unarkona fæddist í Reykjavík 20. júlí 1918. Hún lést á deild L3 Landakoti föstudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jósep Jónsson prófastur, f. 24. des- ember 1888, d. 20. júlí 1974 og Hólm- fríður Halldórsdótt- ir húsfreyja, f. 19. febrúar 1981, d. 4. nóvember 1979. Bræður Kristjönu voru Halldór, f. 23. maí 1917, d. 20. ágúst 1993, kvæntur Unni Jakobsdóttur, f. 9. desember 1913, d. 4. mars 1996, Skafti, f. 1. mars 1920, d. 28. nóv- ember 1993, kona hans var Mar- grét Jónsdóttir, f. 17. október 1920, d. 10. mars 1995, Jón, f. 5. ágúst 1925, d. 30. desember 1990, kvæntur Sigrúnu Þorsteinsdótt- ur, f. 29. apríl 1926, d. 31. ágúst 2003 (þau skildu), og Pétur, f. 13. júlí 1937, kvæntur Rósu Dóru Helgadóttur, f. 16. desember 1940, d. 28. apríl 1999. Uppeld- issystir Kristjönu var Ása Gunn- arsdóttir, f. 21. janúar 1928, giftt Gunnari O. Þ. Egilssyni, f. 13. júní 1927. Kristjana gifttist Friðþjófi Adolf Óskarssyni, hárskerameist- ara í Reykjavík, f. 13. apríl 1916, Sigurbjörnsdóttur, þau eiga tvö börn. Kristjana var í nærri 30 ár í sambúð með Jörundi Þorsteins- syni skrifstofumanni, f. 13. mars 1924, d. 15. apríl 2001. Kristjana flutti með foreldrum sínum frá Reykjavík að Setbergi í Grundarfirði tæplega ársgömul er faðir hennar var þar settur sóknarprestur, síðar skipaður prófastur í Snæfellsprófasts- dæmi. Hún ólst þar upp til 12 ára aldurs er hún hóf nám árið 1930 í Kvennaskólanum í Reykjavík. Meðan á náminu stóð dvaldist hún á veturna hjá ömmu sinni, Krist- jönu Appoline, Tjarnargötu 34, en var á sumrin að Setbergi hjá for- eldrum sínum og systkinum. Að námi loknu starfaði Kristjana sem afgreiðslustúlka í Reykjavík- urapóteki þar til hún flutti árið 1939 til Húsavíkur með Friðþjófi manni sínum þar sem hann starf- aði sem hárskeri. Þau fluttu aftur til Reykjavíkur árið 1943 en höfðu þá dvalið síðasta veturinn á Akur- eyri. Við komuna aftur til Reykja- víkur hófu þau búskap sinn á Framnesveginum en fluttu árið 1946 að Kirkjutorgi 6, í hjarta miðborgarinnar. Þar bjuggu þau allt til ársins 1964 er þau fluttu í Efstasund 33 þar sem þau opnuðu einnig rakarastofu. Kristjana hóf um svipað leyti verslunarstörf hjá Bernharði Laxdal, Laugavegi 58 og réði sig svo síðar sem versl- unarstjóri í Kápunni Laugavegi 66. Árið 1988 flutti Kristjana ásamt Jörundi í Hvassaleiti 58 og átti þar heimili til æviloka. Útför Kristjönu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. d. 10. júní 1967. Faðir hans var Óskar Árna- son, f. 28. júní 1894, d. 11. nóvember 1957 og móðir hans var Guðný Guðjónsdóttir, f. 4. janúar 1894, d. 23. desember 1978. Krist- jana og Friðþjófur eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dótt- ur. Synirnir eru: 1) Óli Pétur, f. 24. sept- ember 1940, kvæntur Ingiríði Oddsdóttur, sonur þeirra er Frið- þjófur Adolf, f. 23. febrúar 1964, maki María Thjell, þau eiga tvö börn. 2) Óskar Hauk- ur, f. 25. maí 1942, d. 26. nóvem- ber 2000, kvæntist Bryndísi Svav- arsdóttur, f. 7. apríl 1946, þau skildu. Börn þeirra eru tvö, María Björk, f. 30. júlí 1967, gift Þór Sig- urgeirssyni, þau eiga tvær dætur og andvana fæddan son, og b) Haukur, f. 14. ágúst 1972, í sam- búð með Huldu Bjarnadóttur f. 6. apríl 1973, þau eiga einn son. Dóttir Kristjönu og Friðþjófs er Hólmfríður, f. 15. desember 1944, gift Michael W. Hohnberger. Börn þeirra eru Michael Óli, f. 20. apríl 1977, hann er í sambúð og á tvö börn og Kristjana Debbie, f. 26. ágúst 1979, í sambúð og á einn son. Fyrir á Hólmfríður einn son, Guðmund Óskarsson, f. 20. febr- úar 1965, kvæntur Helgu Hrönn Elsku amma mín. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú virkilega óskaðir þér síðustu árin enda varstu svo friðsæl og falleg þegar við sáum þig í hinsta sinn við kistulagninguna. Loksins laus úr viðjum erfiðu veikindanna sem bundu þig að lokum í hjólastól. Loksins komin með sjónina sem yf- irgaf þig smátt og smátt þar til þú gast svo til einungis séð muninn á birtu og myrkri. Loksins sameinuð öllum þeim sem þú elskaðir svo heitt en fóru ótímabært á undan þér yfir móðuna miklu. Þó að það sé sárt fyr- ir okkur sem eftir erum að kveðja þig í síðasta sinn þá getum við ekki annað en glaðst fyrir þína hönd því við trúum því að nú líði þér vel. Ótal myndir og hugsanir hafa flogið í gegnum huga minn síðustu daga þegar ég hef verið að rifja upp allan þann góða tíma sem við áttum saman í gegnum árin. Mér þykir mjög verðmætt að hafa alist upp í þar næsta húsi við þig í Efstasund- inu enda kom ég svo oft í hinum mis- munandi erindagjörðum. Tilgangur- inn gat verið alveg sérstakur eða bara rétt til að heilsa upp á þig enda stutt að fara. Húsið tengdist mér líka sterkt því þar var jú rakara- stofan hans afa Friðþjófs sem þú baðst pabba um að taka við þegar afi veiktist og pabbi starfrækti svo allt þar til þú seldir húsið. Ég man allar skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman úti í garði sem þú og Jörundur voruð svo dugleg að halda fallegum. Það er ótrúlegt hvað allar hinar fjölmörgu sólbaðsstundir og drekkutímar sem við nutum saman í garðinum þínum virðast margar í minningunni. Þær virka einhvern vegin miklu fleiri heldur maður upplifir nú í seinni tíð, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Jólin skipa líka sérstakan sess í minningunni. Hvað það var nú skemmtilegt að vera öll stórfjöl- skyldan hjá þér á jóladag ár eftir ár í hangikjöti og spila svo vist eða eitt- hvert annað spil langt fram á nótt. Mér fannst það mikill áfangi þegar ég fékk loksins að spila sjálf og þurfa ekki lengur að spila með pabba eða þér. Á þessum kvöldum var alltaf mikil alvara í spilamennskunni en það var líka mikið hlegið. Ég man t.d. ekki hver hló mest, þú eða við, þegar þú spilaðir „Actionary“ í fyrsta skipti ein jólin í Hvassaleitinu. Þú sýndir alveg ótrúlega leikhæfi- leika, komin á vel á áttræðisaldur- inn. Ég hef alltaf dáðst að visku þinni amma mín og þekki fáa með skarp- ari hugsun en þú hafðir. Ég leitaði oft til þín með heimalærdóminn í gamla daga enda hafðir þú alla tíð ótrúlegt vald á íslenskri tungu sem fleiri tungumálum. Þú lést fréttatím- ana helst aldrei framhjá þér fara enda fylgdist þú alltaf grannt með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Elsku amma mín, ég gæti haldið lengi áfram að draga upp úr hatti minninganna en á prenti læt ég nú staðar numið. Minningarnar um þig munu hins vegar lifa með mér og fjölskyldu minni um ókomin ár. Ég er þér afar þakklát fyrir allar sam- verustundirnar okkar og spjallið. Traustið og vináttan sem á milli okk- ar ríkti er mér mikils virði. Það hef- ur verið einstakt að sjá andlitið þitt ljóma í hvert skipti sem ég kom langömmustelpurnar þínar þær Söru Bryndísi og Örnu Björk í heim- sókn, takk fyrir umhyggjuna í garð okkar allra. Að lokum bið ég þig að hugsa vel um litla drenginn okkar Þórs, hann Dag. Ég veit að þú ert þegar búin að skila ástarkveðjunni fyrir mig til hans sem og til pabba og allra hinna eins og við ræddum stuttu áður en þú kvaddir þennan heim. Þakka þér fyrir allt og allt amma mín, mér þótti innilega vænt um þig. Megi Guð vernda þig um alla eilífð. Þín ávallt, María Björk Óskarsdóttir. Elsku amma Kristjana. Mamma og pabbi segja okkur að þú sért nú komin til Guðs þar sem Dagur stóri bróðir, afi Óskar, afi Jörundur og fleiri eru. Við erum búnar að vera að kíkja upp í him- ininn en þó að við sjáum þig ekki þá vitum að þú eltir okkur út um allt til að passa upp á okkur. Það er gott að þú ætlar að fylgjast vel með okkur. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og sjá hvað þér fannst skemmtilegt þegar við vorum að tala saman eða syngja fyrir þig. Manstu þegar við fórum stundum upp á píanóstólinn og héldum tón- leika fyrir þig, það var mjög fyndið og skemmtilegt. Svo teiknuðum við líka oft myndir handa þér sem þú varst svo ánægð með. Það er skrítið að geta ekki heimsótt þig aftur en í staðinn biðjum við alltaf Guð um að passa þig vel þegar við biðjum bæn- KRISTJANA JÓSEPSDÓTTIR ✝ Haraldur ÖrnTómasson fædd- ist í Reykjavík 19. apríl árið 1929. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 14. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Tómas Jónsson verkamaður og Guð- rún Björnsdóttir húsmóðir. Alsystir Haralds, Hrafnhild- ur, er nýlega látin. Hálfbræður Haralds voru Garðar Tómas- son og Björn Sigurðsson, sem báðir eru látnir. Hálfsystir hans er Margrét Arnbjörg Vilhjálms- dóttir. Haraldur kvæntist 19. apríl ár- ið 1950 Elínu Erlendsdóttur. Syn- ir þeirra eru þrír, Hörður fram- reiðslumaður, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur, Gunnar fram- reiðslumaður og Trausti sím- smiður, kvæntur Ástu Sigríði Stefánsdóttur. Barnabörnin eru tólf og barnabarnabörnin sex. Haraldur, Elín og synirnir bjuggu lengst af í Álfheimum 30 og þegar drengirnir yfirgáfu hreiðrið bjuggu Haraldur og Elín í Rauðagerði 20. Haraldur bjó lengst af sem ungur drengur á Ljósvalla- götu 12 í vesturbæn- um. Hann stundaði nám í framreiðslu á Hótel Borg og vann m.a. á Röðli, í Tjarn- arbúð, í Klúbbnum og á M.S. Gullfossi, en frá árinu 1963 starfaði hann sem þjónn á Hótel Sögu. Þar vann hann í 30 ár en hætti svo sem þjónn og hóf störf á skrifstofu stéttarfélags síns, allt þar til hann settist í helgan stein. Haraldur tók alla tíð mikinn þátt í félagsmálum. Hann var formað- ur Félags framreiðslumanna árin 1952, 1954, 1955 og 1975 og 1976 auk þess sem hann sat í stjórn F.F. og gegndi ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyrir félagið all- an sinn starfsferil. Útför Haralds verður gerð frá Kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku afi. Þá ertu búinn að fá hvíldina sem þú kannski þráðir eftir erfið veik- indi. Margar á ég minningarnar um þig og þá sérstaklega úr sumarbú- staðnum fyrir austan, Brekkuborg. Afi minn, alltaf sast þú á sama stað, drakkst kaffið með miklum sykri og mjólk og hlustaðir á fréttir og veðr- ið. Kunnir veðurstöðvarnar utan- bókar og það fannst mér frábært. Það má eiginlega segja að mínar bestu stundir með ykkur ömmu hafi verið fyrir austan, þar var spilað, verið úti og spjallað, já heilmikið spjallað, því þú varst mjög forvitinn maður og spurðir mig spjörunum úr og það fannst mér gaman. Einnig varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til að vinna með þér hluta úr vetri á Mímisbar, þar varst þú í essinu þínu, þú varst þjónn af Guðs náð. Elsku amma, þið voruð sem eitt og verða þetta miklar breytingar fyrir þig en þú getur þó huggað þig við að afa líður vel og er á góðum stað. Elsku afi, hvíl þú í friði og megi ljósið eilífa fylgja þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín Elín, Guðmundur, Eva Sólveig og Ásdís Eir. „Halli Tomm farinn,“ sagði ég upphátt við sjálfan mig er ég las um, að Haraldur Örn Tómasson framreiðslumaður væri látinn. Kon- an mín hváði, hún er ekki vön að heyra mig „staldra við upphátt“ við lestur andlátsfregna í Morgun- blaðinu. En þetta var dálítið sér- stakt. Mynd af þessum fyrrverandi vinnufélaga og einstaklega prúða og geðþekka manni kom mér til að hrökkva samstundis með hugsunum mínum í annan heim, sem nú er löngu liðinn. Sá tími kemur ekki aft- ur. Hann er í minningunni, tími eft- irvæntingar um framtíð sem var í órafjarlægð, ólíkur nútíðinni sem líður nú hjá eins og örskot. Það var fyrir meira en fimmtíu árum, að ég kynntist Haraldi, sem þá var framreiðslumaður á Hótel Borg. Ég hafði ráðist þar til starfa sumarlangt á skólaárum og fleiri sumur fylgdu þar á eftir, síðar á far- þegaskipinu Gullfossi þar sem Har- aldur starfaði einnig um tíma. Minningar hlaðast upp í huganum frá þessum vinnustöðum báðum. Þetta voru tímar glaðværðar og gáska, gjöful ár á viðburðaríkum tímum. Ég minnist sumarmorgnanna fyr- ir meira en hálfri öld, þegar ég sem unglingur kom við á Laugarnesveg- inum, þar sem Halli bjó þá, til að fylgjast að í vinnu á Hótel Borg. Það var ekki síst að þakka mönnum eins og Halla Tomm – eins og hann var kallaður af vinnufélögum – að mað- ur ílentist svo síðar meir í þeim störfum sem sneru að hótel- og veit- ingamennsku. Þeir framreiðslu- menn sem héldu uppi sínum þætti starfseminnar á veitingastöðum og hótelum sem hér voru starfrækt í Reykjavík um og upp úr 1950 voru fagmenn á evrópska vísu og héldu þeim tóni og takti sem viðtekinn var í nágrannalöndunum. Haraldur Tómasson var einn þessara frábæru fagmanna, sem fékk viðskiptavini til þess að sækj- ast eftir þjónustu þeirra, hvers um sig. Það fór ekkert úrskeiðis í starfi hjá þeim sem stóðu í forsvari í veislusölum Hótels Borgar á þess- um árum. Eða á Gullfossi, undir stjórn Guðmundar Þórðarsonar, Konráðs Guðmundssonar og Símon- ar Sigurjónssonar. Haraldur Tóm- asson var í hópnum sem tók þátt í þessum stundadansi sem nú heyrir sögunni til. Það er skaði að ekki skuli vera til í bókarformi heildstæð lýsing á starfsemi Hótels Borgar á þessum árum, þeim sérstaka heimi sem þar ríkti innandyra á meðan hótelið var rekið af fyrsta eiganda, Jóhannesi Jósefssyni og starfsliði á þeim tíma. Hótel Borg var í raun „stóri stað- urinn“ í miðbæ Reykjavíkur lengst af. Allt þar til Sjálfstæðishúsið tók til starfa sem veitingstaður og síðar Naustið sem Halldór Gröndal þró- aði og gerði að sérstökum og eft- irminnilegum veitingastað er starf- ræktur var um áratuga skeið. Þetta kemur allt upp í hugann, einmitt nú, þegar Halli Tomm er fallinn frá. Og þeir eru margir eftirminnileg- ir frá þessum árum á Hótel Borg. Yfirþjónarnir Ólafur Jóhannsson, Garðar Sigurðsson, Henry Hansen, Sigurður Gíslason, og í þessari tímaröð. Allir vel þekktir í bæjarlíf- inu á þeim tíma. – Eða Edward Torp, hinn danski heiðursmaður, einn hinna eftirtektarverðu fram- reiðslumanna á þeim tíma. Og síðan hver af öðrum: Theodór Ólafsson, Páll Arnljótsson, Sigurður Kristjánsson, Ólafur Guðbjörnsson, Janus Halldórsson og Jónas Þórð- arson, Christian Lillie og Benny Hansen, Stefán Þorvaldsson (starf- aði sem barþjónn á Gullfossi frá upphafi) og Bjarni Guðjónsson (sem síðar starfaði á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju). – Allt þekktar persón- ur í bæjar(borgar)lífi Reykjavíkur. Ósögð er saga Hótels Borgar og fagstétta matreiðslu- og fram- reiðslumanna. Þetta heyrir sögunni til, og þar er fróðleikur sem ekki á að fara forgörðum. Minningin um menn eins og Harald Örn Tómasson geymist hins vegar í huga þeirra sem þekktu hann. Hann var heið- ursmaður og gengur vammlaus og virtur af sviðinu. Ég votta eiginkonu Haraldar og öðrum nánustu samúð. Geir R. Andersen. Góður og mjög náinn samstarfs- maður, Haraldur Örn Tómasson, oftast kallaður Halli Tomm, er fall- inn frá svo stuttu eftir að hann hætti störfum fyrir okkur í Mat- væla- og veitingasambandi Íslands. Ég varð þeirrar’ forréttinda aðnjót- andi að fá að kynnast og vinna með Haraldi Erni Tómassyni, það er mikill söknuður og missir að þess- um sómamanni sem Haraldur var. Það hafa margir matreiðslu- og framreiðslumenn kynnst Haraldi í gegnum störf hans á veitingahúsum og fyrst kynntist ég honum þegar ég var að læra matreiðslu á Hótel Sögu fyrir um þrem áratugum, þá var hann á Mímisbar. Seinasta ára- HARALDUR ÖRN TÓMASSON Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.... (V. Briem.) Fjölskyldan var alltaf efst í huga Kristjönu og hún vakti yfir velferð hennar. Ég er sannfærð um að hún mun áfram vaka yfir ástvinum sínum. Elsku Kristjana, ég kveð þig með virðingu og þakk- læti. Virðingu fyrir þér, sem hefur alltaf staðið upprétt og tekist á við lífið með trú, skynsemi og hugrekki að leiðarljósi og þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Ég bið Guð að varðveita hreina og tæra minningu þína. Þín tengdadóttir og vinur, Bryndís Svavarsdóttir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.