Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 32

Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 32
DAGBÓK 32 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Han- seduo kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hanseduo kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söng- stund, kl. 13–16.30 smíð- ar, útskurður, kl. 13– 16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 16 handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13.30 dans. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrif- stofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11– 11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9–12, opin vinnustofa, kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 13.30. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Dval- arheimilinu, Hlaðhömr- um. Kl. 16 spænsku- námskeið. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kvenna- leikfimi kl. 9.30, kl. 10.20 og kl. 11.15, spænska, framh., kl. 11.30, gler- bræðsla og pílukast kl. 13, spænska, byrjendur, kl. 14, bollukaffi í Garða- bergi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, pútt í Hraunseli kl. 10–11.30, biljardsalurinn opinn til 16, tréút- skurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30, kóræfing Gafl- arakórsins kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Línudanskennsla fyrir byrjendur kl. 18. Danskennsla í sam- kvæmisdönsum, fram- hald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Bollu- kaffi í Kaffi Bergi í kaffi- tímanum. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postulín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 brids og bútasaumur, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín, keramik og fóta- aðgerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13.30 skraut- skrift, kl. 13 hárgreiðsla, kl. 13.30 skrautskrift. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9– 15 handmennt, kl. 9–10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13– 16 spilað. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun, þriðjudag, sundleikfimi Graf- arvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 10–11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, myndlist. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 dans- kennsla, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 9–16. Kl. 13.30 opið hús, m.a. söngur, fé- lagsvist. Þórðarsveigur 1–5, Grafarh. Kl. 13.30 spila- dagur, kaffiveitingar. Hana-nú, Kópavogi. Mánudagur til mæðu fellur niður í kvöld. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, öll mánudags- kvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK, Gullsmára, spilar í félagsheimilinu, Gullsmára 13, mánu- og fimmtud. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19 brids. Í dag er mánudagur 23. febrúar, 54. dagur ársins 2004, bolludagur. Orð dagsins: Og hann leit í kring á þá með reiði, sárhryggur yfir harðúð hjartna þeirra, og sagði við manninn: „Réttu fram hönd þína.“ Hann rétti fram höndina, og hún varð heil. (Mk.. 3, 5.)     Erlingur Þór Tryggva-son skrifar á Frelsi.is um lokun einu einka- reknu heilsugæslu lands- ins, Læknalindar, 1. sept- ember. „Mig furðar að ríkið skuli ekki hafa kom- ið til móts við stöðina þar sem að um fátt er meira rætt en nauðsynlegar að- gerðir til að hagræða í heilbrigðisgeiranum. Bestu sparnaðaraðgerðir ríkisins eru að koma rekstri úr þeirra höndum, yfir í hendur einkaaðila.     Fyrirfram mætti ætla aðheilsugæsla án rík- isstyrkja væri mun dýrari en ríkisrekin, en svo er nú ekki. Eins og staðan er í dag fer enginn á heilsu- gæslu án þess að greiða að minnsta kosti 1.000 kr komugjald, í Læknalind var aðeins greitt mán- aðargjald og með því mánaðargjaldi gat maður komið eins oft og þörf var á, án þess að bíða klukku- tímum saman á biðstofu. Betri þjónusta og þægi- legt verð (eitthvað um 2.500-3.000 kr.). Hvað var það þá sem fór úrskeiðis? Var þetta einhver áminn- ing um það að einka- rekstur í heilbrigðisgeir- anum sé ómögulegur? Nei, þetta var fyrst og fremst greinileg um- merki þess að einhverjar uppstokkunar væri þörf í heilbrigðiskerfinu. Ég spyr sjálfan mig hvers vegna hægt var að reka heilsugæslu án rík- isstyrkja í yfir ár, en heilsugæslur sem að greiddar eru niður af rík- inu og innheimta komu- gjald eru í vanda stadd- ar? Ég leyfi mér að fullyrða að hefði Lækna- lind fengið þó ekki nema helming þess fjármagns sem að hinar heilsugæsl- unar fá, hefði reksturinn skilað hagnaði.     Nú kippa margir sérkannski upp, því að hagnaður hefur verið al- gjört bannorð í tengslum við heilbrigðisþjónustu á Íslandi. En hvað er að því að aðilar hagnist svolítið á heilbrigðisþjónustunni? Sama „fobia“ var með skólakerfið, en nú í dag efast fáir um það að hinir einkareknu skólar hafi verið til góðs, ég tel það sama eiga eftir að gerast í heilbrigðisgeiranum. Einkarekstur í heilbrigð- isgeiranum veitir rík- isrekstrinum nauðsynlegt aðhald, heldur þeim á tánum, eins og sagt er.     Nú eru framsókn-armenn búnir að hafa ráðuneytið í að ganga 9 ár, og sama sem ekkert hefur gerst. Sjálf- stæðismenn, líkt og landsmenn, eru orðnir þreyttir á ástandinu í heilbrigðismálum og heimta breytingar. Þær gerast þó ekki á meðan hinn afturhaldssami og úrelti flokkur Framsókn fer með ráðuneytið. Það er kominn tími til að sjálf- stæðismenn taki stjórnina í ráðuneytinu og komi heilbrigðiskerfinu í við- unandi ástand! „Oft var þörf en nú er nauðsyn.““ STAKSTEINAR Hvað fór úrskeiðis? Víkverji skrifar... Vinkona Víkverja nemur líffræðivið Háskóla Íslands og er því í hópi þeirra sem fyrir skemmstu fengu nýtt þak yfir höfuðið, þar sem er hið glæsilega Náttúrufræðahús í Vatnsmýrinni. Vinkonan og samnem- endur hennar eru í sjöunda himni yf- ir þessu glæsilega húsi, sem og því, að vera komin á háskólasvæðið „og meira að segja í miðja Vatnsmýrina!“ eins og vinkonan komst að orði. Þó hefur ýmislegt verið að koma í ljós sem óneitanlega mætti betur fara í nýtingu þessa glæsilega húss, sem Maggi Jónsson arkitekt hann- aði. Vinkonan tjáir Víkverja að um það bil 400 nemendur séu skráðir til BS- og MA- náms í Náttúrufræða- húsinu, en þar er ekki lesaðstaða fyr- ir nema 25 BS-nema og annað eins fyrir MA-nema. Auk þess sé lessal- urinn ekki hljóðeinangraður og ofan í kaupið staðsettur beint yfir kaffistof- unni, sem þjóni öllum sem fara um svæðið. Lessalurinn er lokaður af með glervegg, en ekki hljóðeinangr- aður. Hópvinnuborð á svölum fyrir framan lesstofu teljist ekki til les- aðstöðu, enda þau alveg án hljóðein- angrunar í rými sem er opið frá neðstu hæð hússins og upp í rjáfur. Vinkona Víkjverja er dálítið fúl út af þessu fyrirkomulagi og telur það til marks um gamaldags hugmyndir skipuleggjenda hússins um nám, það er að segja, að nám sé eitthvað sem maður geri með annarri hendinni á meðan maður eyðir tímanum að öðru leyti í djamm og vinnu. „Staðreyndin er hins vegar sú, að þeir sem fara út í nám taka það mjög alvarlega, enda leggja þeir oft mikið undir, taka milljónir í lán og sinna náminu öllum stundum,“ sagði vin- konan við Víkverja um daginn. Nem- endur líti á skólahúsið sem vinnu- staðinn sinn, ekki bara stað til að mæta á til að hlýða á fyrirlestra. „Nám er vinna“ sé ekki bara slagorð hjá bönkum. Það sé því óneitanlega undarlegt að í Náttúrufræðahúsinu sé í raun ekki vinnuaðstaða fyrir 2⁄3 þeirra sem starfi í húsinu. Til að bæta gráu ofan á svart sé geymsluaðstaða nemenda fyrir námsgögn sín engin, hvergi læst hólf að hafa og því ekki hægt að leggja frá sér verðmæti. Há- skólasvæðið muni vera vinsælt hjá þjófum. Fulltrúar stúdentaráðs – sem eru kosnir af nemendum – hafi svarað at- hugasemdum um þessi mál með orð- um eins og „ég lærði nú alltaf heima hjá mér“, og „eiga ekki allir fartölvur hvort eð er?“ Frá bygginganefnd hafi borist ummæli eins og „ég lærði nú alltaf á kaffihúsum krakkar mínir, hvað eruð þið að kvarta?“ Húsið er fagurt og fínt. En vin- kona Víkverja telur að ekki hafi nóg verið hugað að nýtingu þess og þörf- um nemendanna sem það hýsir. Morgunblaðið/Ásdís Í Náttúrufræðahúsi HÍ. Hver á myndina? ÞESSI mynd fannst í bílageymslu Kringl- unnar fyrir ca. 2 vik- um. Nánari upplýs- ingar gefur Unnur í síma 550-2000 á skrif- stofutíma. Ísland í býtið ÉG er einn af þeim er vakna snemma og þykir prýðilegt að horfa á morgunsjón- varp Stöðvar 2. Eitt sem ég undra mig þó á, og er ekki einn um það, er þáttar- stjórnendavalið. Með fullri virðingu fyrir stjórnendun- um, ná þeir æði misjafnlega saman. Í morgun, 19. febr- úar, sáu Heimir og Gulli Helga um þáttinn og blómstruðu saman. Greini- legt að þar voru á ferðinni tveir gæðasjónvarpsmenn er drógu það besta fram hjá hvor öðrum. Náðu að gera misáhugaverð mál áhuga- verð, nauðsynlegur eigin- leiki þáttagerðamanna. Eins og Inga Lind mynd- ast vel og sómir sig frábær- lega, á skjánum, sem frétta- þulur, þá virðast hvorki Heimir né Gulli Helga njóta sín í hennar návist. Manni er spurn hvað ræður er fólk er parað sam- an á stöð 2 í þáttagerð. Er Ísland í bítið eitthvert æf- ingaverkefni fyrir sjón- varpsmenn meðan þeir vinna sig upp í eitthvað ann- að? Ef áhorf er það sem skiptir máli, er nokkuð ljóst að það ættu tveir herra- menn að stjórna þættinum á hverjum morgni. Aðdáandi Íslands í bítið. Á engan fána? GETUR verið að Þjóð- menningarhúsið eigi engan íslenskan fána? Hann alla vega sést ekki, hvorki á virkum dögum né tyllidög- um. En aftur á móti eru hangandi uppi þrjár skítug- ar bláar auglýsingadulur. Sverrir R. Bjarnason. Gott framtak Hundaræktarfélag Íslands vill koma á framfæri þökkum til RÚV, fyrir að sýna frá Westminster-hundasýning- unni í sjónvarpinu og hvetur sjónvarpið til að sýna frá fleiri viðburðum tengdum hundum á sýningum og í vinnu. Hundaeigendum og áhugamönnum um hundinn fjölgar stöðugt og er því mik- ill áhugi fyrir þess háttar sjónvarpsefni. Gott framtak. F.h. HRFÍ, Hanna Björk Kristins- dóttir. Tapað/fundið Gsm-sími í óskilum GSM-sími fannst á bílaplan- inu við Skíðaskálann í Hveradölum sunnudaginn 15. febrúar. Upplýsingar í síma 581 4969. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 geðrík, 8 brestir, 9 starfað, 10 ætt, 11 slitna, 13 afkomenda, 15 höf- uðfats, 18 drengur, 21 kriki, 22 kroppi, 23 vaf- inn, 24 sljór. LÓÐRÉTT 2 skarð milli fjalla, 3 böggul, 4 ásynja, 5 at- vinnugrein, 6 espar, 7 starf, 12 hef gagn af, 14 greinir, 15 fornafn, 16 mannsnafn, 17 vitur, 18 áfall, 19 borðhaldinu, 20 framkvæma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 flagg, 4 afber, 7 Leifs, 8 úlfúð, 9 súð, 11 rödd, 13 áran, 14 Íraks, 15 fugl, 17 tólf, 20 ess, 22 riðil, 23 kot- ið, 24 kenna, 25 penna. Lóðrétt: 1 falur, 2 aðild, 3 góss, 4 alúð, 5 bifar, 6 rúðan, 10 úrans, 12 díl, 13 ást, 15 fersk, 16 gæðin, 18 óttan, 19 fiðla, 20 elja, 21 skip. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.