Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 33

Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 33 DAGBÓK SÍMI 530 1500 STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert jarðbundin/n, sjálfs- örugg/ur og ráðagóð/ur og hefur gott tímaskyn. Leggðu hart að þér á þessu ári því þú munt uppskera árið 2005. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag verður mun betri en gærdagurinn. Þú elskar lífið og það skilar sér í bættum samskiptum þínum við aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vikan byrjar vel hjá þér. Þú munt bæði njóta þess að vera með öðru fólki og ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú getur gert hvað sem þú vilt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinir þínir eru sérlega hjálp- legir og skemmtilegir í dag. Njóttu þess að vera með þessu góða fólki. Þetta er einnig góður dagur til að undirbúa listræna samvinnu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur mikil áhrif á fólk í dag. Þú ert heillandi og þægi- leg/ur í samskipum og sam- vinnu. Yfirmenn þínir og aðrir yfirboðarar taka ekki síður eftir þessu en aðrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ferðaáætlanir og áætlanir sem varða framhaldsmenntun líta nú loks betur út. Þú færð mikið út úr því að ræða heim- speki og trúarbrögð í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver gæti fært þér gjöf eða boðist til að gera þér greiða í dag. Þú ættir endilega að þiggja gott boð. Þannig gefurðu öðrum tækifæri til að sýna örlæti. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það liggur vel á þér í dag. Njóttu þess að tala við aðra, jafnvel þá sem þú hittir úti á götu. Líttu á þá sem vini sem þú hefur enn ekki kynnst. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta ætti að veðar góður dag- ur í vinnunni. Fólk er hjálp- legt og samvinnuþýtt. Það er eins og vinsemdin liggi í loft- inu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert í skapi til að leika þér, daðra og vinna að listsköpun. Þú munt fá mikið út úr því ef þú tekur þér frí í vinnunni í dag. Dagurinn mun þó einnig verða ánægjulegur ef þú þarft að vinna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Kauptu eitthvað fallegt fyrir heimilið eða handa ein- hverjum í fjölskyldunni. Það þarf ekki að kosta mikið til að gleðja bæði þig og aðra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt hugsanlega afla tekna með skriftum eða ein- hvers konar upplýsingamiðlun í dag. Þú átt auðvelt með að telja aðra á þitt band og það mun skila þér góðum árangri bæði í viðskiptum og kennslu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur til við- skipta og innkaupa. Þú munt njóta þess að kaupa föt á sjálfa/n þig og gjafir handa ástvinum þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FAÐIR VOR Á FERÐ Allra augu mæna á Drottin hvar hann skálmar niður fjallshlíðina með broddstafinn mikla á lofti og snjóflóð í skegginu. Ærin í svæflutónni hvessir gul augun stappar og blæs: hún er hrædd um gimbilinn sinn því enginn veit hvar eða hvenær stórbóndinn velur sér nýtt lamb til að bera synd heimsins. Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Átt-ræður er á morgun, þriðjudaginn 24. febrúar, Karl Jónatansson, harm- onikufrömuður. Hann og kona hans, Sólveig, verða að heiman á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 23. febrúar, er sextug Guðrún Engilbertsdóttir, hár- greiðslumeistari. Hún er stödd erlendis en netfang Guðrúnar er gudruneng- @visir.is. „Ég gæti skrifað langa bók um þetta spil, en hver myndi kaupa hana?“ Eng- inn er spámaður í sínu föðurlandi og það veit Er- ik Kokish betur en aðrir. Hann hefur þjálfað lands- lið um allan heim, en fé- lagar hans í kanadíska landsliðinu hlusta ekki á orð af því sem hann segir. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠-- ♥1043 ♦Á1096 ♣KG9732 Vestur Austur ♠ÁD73 ♠10842 ♥9762 ♥G8 ♦D7532 ♦KG84 ♣-- ♣1054 Suður ♠KG965 ♥ÁKD5 ♦-- ♣ÁD86 Spilið er frá 8-liða úr- slitum NEC-keppninnar í Japan. Þótt sex lauf sé frábær slemma í NS (jafn- vel sjö lauf), vafðist það fyrir keppendum að kom- ast upp fyrir geimið. Að- eins eitt par spilaði sex lauf og það voru Kan- adamennirnir Mittelman og Graves. En Kokish var ekki hrifinn af sögnum þeirra og hafði meiri sam- úð með félaga sínum frá Bretlandi, Brian Senior: Vestur Norður Austur Suður Silver Lambardi Carruthers Senior -- -- -- 1 spaði Pass 1 grand * Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Allir pass Þetta er vandmeðfarið spil í eðlilegu kerfi, því hinn óvirðulegi lauflitur gæti hæglega týnst. Hér gerir Senior þó tilraun til að koma litnum inn í myndina, en Lambardi túlkaði fjögur lauf sem fyrirstöðusögn á leið í há- litageim. Mittelman og Graves fóru beint af augum í laufslemmuna á hinu borð- inu: Vestur Norður Austur Suður Armstrong Graves Callaghan Mittelman -- -- -- 1 spaði Pass 1 grand * Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 6 lauf Dobl Pass Pass Redobl Allir pass Sama byrjun, en Graves ákveður að segja fjögur lauf við þremur hjörtum. „Gott ef það sýnir lauflit,“ segir Kokish, „en sam- kvæmt mínum skilningi er þetta fyrirstöðusögn með hjartaslemmu í miðinu.“ Það er augljóst að Mit- telman og Graves eru á öðru máli og miðað við ár- angurinn eru þeir ekki lík- legir til að skipta um skoð- un eða kaupa bók Kokish um stöðuna. Graves fékk alla slagina og 1580 fyrir spilið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. 0–0–0 Rxd4 9. Dxd4 0–0 10. Dd2 h6 11. Bf4 e5 12. Be3 Be6 13. Kb1 a6 14. f3 Dc7 15. g4 Had8 16. Rd5 Rxd5 17. exd5 Bc8 18. Hg1 Bf6 19. Bd3 De7 20. h4 Bxh4 Staðan kom upp á þýska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Thies Heinemann (2.426) hafði hvítt gegn Ger- lef Meins (2.460). 21. Bxh6! f5 21. … gxh6 gekk ekki upp vegna 22. Dxh6 og hvítur hótar of mörgu og miklu til þess að svartur geti komið vörnum við. 22. gxf5 Bf6 23. Be4 Kf7 24. Bxg7! Bxg7 25. Hxg7+ Kxg7 26. Dg2+ og svartur gafst upp enda verður hann mát bæði eftir 26. … Kf7 27. Dg6# og 26. … Kh8 27. Hh1. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. PENNAVINIR MASTER ANDY, sem er 12 ára nemi, óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Hann hefur mikinn áhuga á landi og þjóð og er að læra um Ísland. Master Andy Multari, 1924 Port Weybridge Place, Newport Beach, CA. 92660, U.S.A. GALINA, sem er 16 ára rússneskur nemi, óskar eft- ir íslenskum pennavinum. Hún hefur áhuga á bók- lestri, íþróttum og tölvu- leikjum. Galina Saparbaeva, 30, K. Marx. St., Novouzensk, Saratov region, Russia, 413360. FATIMA, sem er rúss- neskur nemi, óskar eftir að skrifast á við 14–20 ára Ís- lendinga. Fatima Bazarbaeva, 30, K. Marx. St., Novouzensk, Saratov region, Russia, 413360. BRIAN, sem er 27 ára, óskar eftir íslenskum pennavini. Hann hefur hug á að koma til Íslands í sumar. Brian Craig, P.O. Box 90431, Camten, NJ., 08101, U.S.A. BIANCA Hanke, sem er 15 ára, óskar eftir íslensk- um pennavinum. Hún hefur áhuga á að heimsækja Ís- land. Hún hefur áhuga á hestum og erlendum tungumálum. Bianca Hanke, filou15@gmx.de ELENA, sem er 19 ára rússnesk stúlka, búsett í Noregi, óskar eftir íslensk- um pennavini á sínum aldri. Elena Gilyazova, Skrøytnes, 9925 Svanvik, Norge.        FUNDUR sex evrópskra lágfar- gjaldaflugfélaga hefst í Reykja- vík í dag. Fundurinn er á vegum BAA, British Airport Authority, og eiga félögin það sameiginlegt að fljúga öll til Stanstead-flug- vallar í London. Gestgjafi er Ice- land Express en hin flugfélögin sem um ræðir eru Air Berlin, Air Polonia, Germanwings, Norwegi- an og SkyEurope. Í fréttatil- kynningu frá Iceland Express segir að félögin sex hafi flutt um 13,5 milljónir farþega á síðasta ári. „Þetta er í fyrsta skipti sem evrópsk lágfargjaldafélög eiga fund af þessu tagi, en tilgangur hans er að huga að möguleikum á markaðssamstarfi. Einkum er hugað að gagnkvæmu kynning- arstarfi, sem felst í því að hvert flugfélag kynnir viðskiptavinum sínum möguleika á framhalds- flugi frá Stanstead með hinum fé- lögunum,“ segir í tilkynningunni. Lággjaldaflugfélög á fundi í Reykjavík FRÉTTIR SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.