Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 12

Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 12
12 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ au Kristinn, Guð- björg Linda og Hólmfríður, sem öll starfa á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og gerðu þessa rann- sókn, telja að þetta hafi verið fyrsta tilraunin hérlendis til að gera heildarúttekt á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustu. Rannsóknin gefi því mikilvægar upplýsingar um mat starfsfólksins á þessum þáttum og bendir Kristinn sérstaklega á að ríf- lega 1% af vinnuafli þjóðarinnar sé bundið í öldrunarþjónustu og 2–3% allra kvenna á vinnumarkaði. Þetta sé því töluvert stór hópur af heild- inni sem þarna hafi verið rannsak- aður. Kristinn segir að þegar ákveðið er að fara út í rannsókn sem þessa séu hópar valdir sem takmarkaðar upp- lýsingar eru um annars staðar. Starfsmenn í öldrunarþjónustu hafi þannig verið lítt skoðaðir í vinnu- verndarrannsóknum. Viðfangsefnið hafi verið áhugavert þar sem álagið sé mikið í starfinu. „Það má segja að þetta sé slítandi og þögult starf, sem ekki er mikið fjallað um. Það er kannski ekki gefandi með sama hætti og til dæmis að vinna í leik- skóla og geta fylgst með börnunum vaxa og dafna. Umhverfið er allt annað á öldrunarstofnunum,“ segir Kristinn. Margvísleg rannsóknarverkefni bíða Guðbjörg Linda bendir einnig á að meðalaldur þjóðarinnar sé að hækka. Á næstu árum muni því hlut- fallslega fleiri starfa við öldrunar- þjónustu en í dag. Þá liggi það fyrir að margir erlendir starfsmenn vinni á elliheimilum og því hafi einnig ver- ið lagðir fram spurningalistar á ensku til að ná til sem flestra. Ekki hafi verið ráðlegt að hafa lista á fleiri tungumálum því þá hafi verið nokk- ur hætta á að könnunin væri per- sónugreinanleg. Hólmfríður segir ennfremur að rannsóknir á vinnutengdri líðan og heilsu hafi lengst af verið fátíðari meðal kvenna en karla. Áður hafi konur heldur ekki verið svo mikið úti á vinnumarkaðnum og einnig taldar vinna „hættulaus störf“. Breytingarnar séu hraðar á vinnu- markaðnum og fleiri þættir séu rannsakaðir nú en áður fyrr. Þannig megi vænta þess á næstu árum að kulnun í starfi og fjarvistir frá vinnu verði meira rannsökuð. Slík ein- kenni séu t.d. vel kunn í heilbrigð- isþjónustunni. Nú sé einnig farið að huga að einelti á vinnustöðum, sem Guðbjörg Linda og fleiri hafi haft af- skipti af. Bendir Hólmfríður einnig á að nú sé verið að rannsaka fleiri hópa þar sem konur eru í miklum meirihluta. Hún sé t.d. í samstarfi við Rannsóknastofnun í hjúkrunar- fræði að rannsaka heilsu og líðan hjúkrunarfræðinga, kennara og flugfreyja og bera þessa hópa sam- an. Þar nýtist rannsóknin í öldrunar- þjónustunni sem bakgrunnur. Guðbjörg Linda bendir jafnframt á að rannsóknir á vinnuverndarsviði séu skammt á veg komnar hér á landi miðað við nágrannalöndin, sem hafi stórar stofnanir til að vinna slíkt. Hér sé fámenn deild hjá Vinnueftirlitinu að störfum og fjöl- mörg áhugaverð viðfangsefni bíði skoðunar, en á rannsókna- og heil- brigðisdeild eru fjórir fastir starfs- menn auk eins sem er á sérstökum rannsóknastyrk. Þau eru hins vegar öll sammála um það að vinnuveitendur hafi sýnt vinnuverndinni aukinn áhuga á síð- ustu árum. Vakning sé að eiga sér stað og loks farið að huga að öllum þáttum í vinnuumhverfi starfs- manna. Hið sama eigi við um stjórn- völd þar sem lögum um vinnuvernd hafi nýlega verið breytt. Breyting- arnar fólu m.a. í sér að nú er gerð krafa til Vinnueftirlitsins um að stunda rannsóknir í vinnuvernd og nú eru atvinnurekendur skyldaðir til að framkvæma svonefnt áhættumat á vinnustað. Konur 96% starfsfólks En víkjum þá að rannsókn Vinnu- eftirlitsins meðal starfsfólks í öldr- unarþjónustu. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að spurningalisti var lagður fyrir 1.886 starfsmenn sem voru í vinnu sólarhringinn frá morgni 1. nóvember til morguns 2. nóvember árið 2000 á 62 öldrunar- stofnunum eða öldrunardeildum sjúkrahúsa um allt land. Voru list- arnir bæði á íslensku og ensku til að ná til sem flestra starfsmanna. Í alls 84 efnisatriðum var m.a. spurt um lýðfræðileg atriði, líkamlegt álag og líkamsbeitingu, félagslega og and- lega álagsþætti, almenn atriði í vinnuumhverfinu, lífsstíl og heilsu- far. Starfsmenn Vinnueftirlitsins sóttu spurningalistana að lokinni svörun, með aðstoð ábyrgðarmanns á hverjum vinnustað, og alls fengust 1.515 svör eða frá um 80% úrtaksins. Karlar voru 4% þeirra sem svöruðu en 96% konur á aldrinum 14 til 79 ára. Flestir starfsmenn voru ófag- lærðir í umönnun, eða 44%, 20% sjúkraliðar, 16% hjúkrunarfræðing- ar, 8% ræstitæknar og 11% aðrir starfsmenn, t.d. úr mötuneyti eða sjúkraþjálfarar. Annar hluti þessarar rannsóknar fór svo fram í lok mars árið 2001 þegar eftirlitsmenn í öllum umdæm- um Vinnueftirlitsins heimsóttu öldr- unarstofnanir með fleiri en 10 starfsmenn og enduðu þeir með því að heimsækja 61 deild á 52 stofn- unum. Markmið heimsóknanna var að skoða vinnuumhverfi starfs- manna, með tilliti til vinnuaðstæðna og líkamlegs álags. Úrvinda í lok vinnudags Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós var að 74% svarenda sögðu starfið líkamlega erfitt. Niðurstöð- urnar sýndu sterk tengsl á milli til- tekinna vinnuskipulagsþátta og þess að vera andlega úrvinda í lok vinnu- dags, þess að finnast starfið andlega erfitt og lítillar starfsánægju. Þeir vinnuskipulagsþættir sem hér um ræðir voru t.d. tímaálag, óánægja með valdaskipulagið á vinnustaðn- um, óánægja með samskipti við yf- irmenn, lélegt upplýsingaflæði og erfiðleikar við að samræma kröfur og væntingar vistmanna, starfs- manna og/eða yfirmanna. Meira en helmingur starfsmanna sagðist oft eða stundum vera líkam- lega og andlega úrvinda eftir vinnu- vaktina. Sjúkraliðar eða ófaglærðir í umönnun eru þeir hópar sem töldu starfið einna erfiðast og voru helst úrvinda eftir vinnu. Meirihluti starfsfólksins í öldrunarþjónustu taldi starf sitt líkamlega fjölbreytt en ræstitæknar voru þeir einu þar sem meirihlutinn sagði starfið lík- amlega einhæft. Þeir starfsmenn sem voru oftast andlega úrvinda í lok vinnudags og fannst starfið and- lega erfitt voru líklegri en aðrir til að hafa þurft að leita læknis vegna vöðvabólgu, bakverkja, þunglyndis og svefnerfiðleika. Í rannsókninni segir m.a. að umönnunarstörf á öldrunarstofnun- um séu almennt talin líkamlega erf- ið. Oft sé verið að lyfta einstakling- um, snúa og hlúa að þeim í rúmi, baða þá, aðstoða við flutning á milli stóls og rúms eða baðkars. Algengt virðist vera að unnið sé í óæskileg- um líkamsstellingum vegna þrengsla eða skorts á hjálpartækj- um. Um 12% starfsfólks höfðu orðið Undir miklu líkamlegu og andlegu álagi Greinar byggðar á rannsókn Vinnueftirlits ríkisins meðal starfsfólks í öldrunarþjónustu hafa verið að birtast í erlendum fagtímaritum. Greinarnar eru eftir þau Kristin Tómasson yfirlækni, Hólmfríði K. Gunnarsdóttur sérfræðing og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur félagsfræðing. Björn Jóhann Björns- son hitti þau að máli og kynnti sér rannsóknirnar. Morgunblaðið/Ásdís Rannsókn Vinnueftirlitsins leiddi meðal annars í ljós að 74% starfsfólks á öldrunarstofnunum sögðu starfið líkamlega erfitt. Oft er verið að lyfta einstaklingum, snúa og hlúa að þeim í rúmi, baða þá og aðstoða á annan hátt. Myndin er tekin á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þeir starfsmenn sem voru oftast andlega úrvinda í lok vinnu- dags og fannst starf- ið andlega erfitt voru líklegri en aðrir til að hafa þurft að leita læknis vegna vöðva- bólgu, bakverkja, þunglyndis og svefn- erfiðleika. Í FEBRÚARHEFTI Scandinavian Journal of Public Health er rann- sóknin um öldrunarþjónustuna kynnt og birt grein um áfengis- misnotkun meðal starfsfólks í öldr- unarstofnunum. Auk Kristins, Hólm- fríðar og Guðbjargar Lindu vann Berglind Helgadóttir einnig að þeirri grein. Eins og kemur fram hér á síðunni sögðust tæp 5% starfsmanna í öldr- unarþjónustu, sem svöruðu spurn- ingalistum Vinnueftirlitsins, misnota áfengi, annaðhvort að eigin dómi eða annarra. Frá sjónarmiði starfs- manna heilsuverndar telja þau sem gerðu rannsóknina mikilvægt að horfa til þess að þrátt fyrir að mis- notkunin hafi ekki verið mikil voru þessir starfsmenn frekar en aðrir með astma, vöðvabólgu, síþreytu, verki og vægar geðraskanir. Þessir einstaklingar höfðu einnig frekar lent í vinnuslysum en aðrir starfsmenn. Þá var það mat þessara starfs- manna, sem eru um 80 talsins mið- að við ríflega 1.500 svarendur, að þeir byggju frekar við erfitt sálfélags- legt vinnuumhverfi. Þeir ættu al- mennt erfitt uppdráttar á vinnustað sínum. Þrátt fyrir þetta var ekki munur á veikindafjarvistum milli þeirra og annarra starfsmanna. Er það talið skýrast af því hvernig tekið er á áfengistengdum fjarvistum á öldrunarstofnunum. Kristinn Tómasson bendir einnig á að almennt hafi verið talið að áfeng- ismisnotkun meðal kvenna sé óveru- leg og þá alls ótengd vinnu viðkom- andi. Var þessi rannsókn t.d. kynnt á ráðstefnu í Bandaríkjunum á vegum John Hopkins-spítalans í Baltimore. Kristinn segir það sérlega áhugavert hversu lítil áfengisneysla getur haft mikil áhrif í vinnunni. Einnig sé tíðni vinnuslysa athyglisverð meðal þessa hóps þó að engin dæmi hafi verið um að starfsfólkið hafi verið ölvað í vinnunni. Tíðari neysla hjá yfirmönnum Á meðfylgjandi súluriti sést að áfengisneysla starfsfólks í öldr- unarþjónustu er tíðari hjá deild- arstjórum og öðrum yfirmönnum en er mestu hófi hjá ófaglærðum. Þann- ig sögðust 63% ófaglærðra neyta áfengis einu sinni til tíu sinnum á ári, 55% faglærðra og 42% yfirmanna. Hins vegar sögðust 18% yfirmanna neyta áfengis vikulega eða oftar á meðan hlutfallið hjá faglærðum var 8% og 4% hjá ófaglærðum.                                                   Áfengismisnotkun leiddi til fleiri kvilla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.