Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 33

Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 33 Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða veitt í sjöunda sinn á hausti kom- anda og mun verðlaunabókin koma út sama dag hjá Vöku-Helgafelli. Skila- frestur handrita er til 1. maí 2004. Megintilgangur Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar. Bókaforlagið Vaka-Helgafell stendur að verðlaununum. VERÐLAUNIN Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð sem nemur 500 þúsund krónum en við verðlaunaupphæðina bætast venjuleg höf- undarlaun samkvæmt rammasamningi Rit- höfundasambands Íslands og Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu, eða safn smá- sagna, að undangenginni samkeppni sem er öllum opin. Árið 2002 hlaut Ari Trausti Guðmundsson verðlaunin fyrir smásagna- safn sitt, Vegalínur. Aðrir höfundar sem fengið hafa verðlaunin eru Bjarni Bjarnason fyrir Mannætukonan og maður hennar, Skúli Björn Gunnarsson fyrir Lífsklukkan tifar, Eyvindur P. Eiríksson fyrir Landið handan fjarskans en sú bók var einnig til- nefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Sindri Freysson fyrir Augun í bænum og Gyrðir Elíasson fyrir Gula húsið sem einnig hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Handritum skal skilað til Vöku-Helga- fells, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, merkt „Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax- ness“. Handritin eiga að vera merkt dul- nefni en rétt nafn fylgja með í lokuðu um- slagi. SAMKEPPNIN ÖLLUM OPIN Samkeppnin um Bókmenntaverðlaun Hall- dórs Laxness er öllum opin og eru ungir jafnt sem aldnir höfundar hvattir til þess að senda handrit sín í keppnina. Að samkeppni lokinni geta þátttakendur vitjað handrita sinna hjá Vöku-Helgafelli. Upplýsingar um samkeppnina veitir Dröfn Þórisdóttir hjá Vöku-Helgafelli (drofn.thorisdottir@edda.is). Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 500.000 KRÓNA VERÐLAUNAFÉ! Skilafrestur til 1. maí Suðurlandsbraut 12 • 108 Reykjavík Sími: 522 2000 • www.edda.is VENJULEGA tryggir fjöldi að- standenda góða aðsókn á kórtónleik- um, og hér voru m.a.s. tveir kórar í boði. En hvort sem olli útiverusól, gott skíðafæri í Bláfjöllum eða annað, brást sú regla í Víðistaðakirkju þar sem heldur tómlegt var um að litast, einkum hjá sneisahúsfyllinum á tón- leikum Þrasta sl. október í Hafnar- borg. Hér höfðu kynningarstjórar augsýnilega sofnað á verðinum. Eftir ígildi stuttrar lúðrafanföru Þrasta ofan af svölum (Látum söng- inn hvellan hljóma e. Grieg) tók gestakórinn frá Keflavík við og söng 10 lög við undirleik píanós, stundum að viðbættum rafbassa og harmón- ikku. Seljalandsrósin (The Rose of Tralee) var fyrst, þá svolítið þung- stígt en vel samið og flutt lag Sig- valda Snæs Kaldalóns, Tveir fuglar (Laxness), og síðan „Landsýn“, þekkt frá sígildri þjóðlagaplötu Jans Johansson, Jazz på svenska. Eftir fylgdu La Pastorella (Schubert), Haustlauf (Bjarni J. Gíslason), Kveðja farandsveinsins (K.A. Kern), Capríljóð Winklers, Kvöld í Moskvu Soloviews (einsöngur: Steinn Erl- ingsson), Lehár-valsinn Okkar glaða söngvamál og loks þyzka lagið Rósa Marie. Flest ágætlega sungið, nema hvað þrálátasti vandi flestra áhuga- mannakóra – daufur hljómblær og siggjörn tónstaða í veikum söng, oft- ast vegna stuðningsleysis – setti óþarflega snöggan blett á flutninginn við lítinn styrk. Mun sá vandi né heldur hafa verið með öllu ókunnur hjá Þröstum, enda því meir áberandi sem oftar er sung- ið án undirleiks. Það kom því gleði- lega á óvart hvað kórinn virtist hafa náð afgerandi betri tökum á veika söngnum í 5 laga sérskrá sinni, er öll var a cappella. Reyndi að vísu ekki svo mjög á hann í rúmensku Drykkjuvísunni (kunnastri úr þjóð- lagaþrennu Bartóks fyrir píanó), en hins vegar í næstu þrem lögum, Tárinu (Bay), Kvöldblíðunni logn- væru (Silcher) og Sofðu rótt (Brahms). Þótt aðeins hafi slaknað á í Silcher, var Bay mjög fallegur og Brahms hreinasta afbragð. Fátt skemmir eins mikið fyrir kórsöng og tónsig, en hér var það nánast úr sög- unni, fyrir utan hvað aukinn glans virtist kominn yfir 1. tenór í hæðinni. Eftir Söngbræður góðir (Páll Ís- ólfsson) sungu báðir kórar saman Þú álfu vorrar (Sigfús Einarsson) og Sefur sól hjá Ægi, bæði án undir- leiks; hið fyrra með hefðbundnum brimölduglæsibrag, en síðara á fal- lega veikum styrk. Með píanói sungu þeir hina hollenzku Þakkarbæn ein- radda fram að síðustu hendingu, en að lokum hið óslítandi Hraustir menn Rombergs við fágaðan einsöng Steins Erlingssonar. Laufléttur Kuhlau, langdreginn Brahms „Áhugamennska“ hefur fengið á sig frekar neikvæðan blæ á okkar tómstundalausu sérhæfingartímum, þar sem helzt má vænta andlegra hópátaka í stærri skömmtum innan vébanda kóra og leikfélaga. Í landi þar sem kammerleikur á áhuga- grundvelli komst aldrei á legg, ólíkt því sem gerðist sunnar á Norður- löndum, er hins vegar auðvelt að gleyma hversu mikið af jafnvel meistaraverkum þeirrar greinar var upphaflega samið fyrir áhugamenn eða allt fram undir 1900 (Brahms kvað eitt síðasta stórtónskáldið er enn samdi töluvert fyrir áhuga- mannahópa). Enda bera kröfur margra verkanna þess augljós merki, að fyrir daga raffjölmiðlunar höfðu ástundendur, a.m.k. í menn- ingarborgum Mið-Evrópu, bæði list- ræna örvun og félagslegt svigrúm til að láta efnisleg lífsgæði víkja fyrir hinum andlegu. Að slíkar aðstæður geti nokkurn tíma komið aftur, hvað þá hér á landi þar sem ekkert var fyrir, kann að þykja draumórakennd óskhyggja. Samt hafa aðrar eins sveiflur áður gerzt í sögunni, og þegar sjást ýmis teikn á lofti um vaxandi leiða á núver- andi ofmötun á skyndiafþreyingu. Það gæti því verið góð byrjun í rétta átt, ef tónskáldin okkar færu að gefa sérhæfðum framúrstefnuvirtúósum sínum smáfrí og huga betur að sam- spilsþörfum hinna verkefnalausu áhugamanna í landinu. Þessi rósrauða framtíðarsýn spratt upp úr ljóslifandi fortíð á vel sóttum tónleikum Kammermúsík- klúbbsins á sunnudagskvöld, þegar Þriðji kvintett Friedrichs Kuhlau fyrir flautu, fiðlu, tvær víólur og selló í A-dúr kviknaði úr öruggum hönd- um Martials Nardeau, Gretu Guðna- dóttur, Guðmundar Kristmundsson- ar, Þórunnar Óskar Marínósdóttur og Hrafnkels Orra Egilssonar. Hið bráðgera eineygða holtsezk-danska tónskáld (1786–1832), ásamt Weyse annar hornsteina í danskri snemm- rómantík, samdi nefnilega mikið fyr- ir tízkuhljóðfæri tímans og hlaut auk- nefnið „Beethoven flautunnar“. Hann var enda mikill aðdáandi snill- ingsins frá Bonn, eins og sást kannski bezt á hrynrænt frumleg- asta þætti kvintettsins, Scherzóinu, er minnti á mið-Beethoven í „tyrk- neskum“ móð. Að vísu kom lysthafendavænn af- þreyingarblær verksins ekki með öllu til af góðu; Kuhlau var smánar- lega launaður af dönsku hirðinni, og sætti einnig stöðugum kröfum for- leggjara sinna um auðspilanleika. Það átti þó sízt við leifturflögrandi flautupartinn, er virtist sjaldan gera ráð fyrir öndunarstöðum þótt furðu- lítið bæri á því í laufléttum leik Martials. Hópurinn flutti þetta elskulega verk af viðeigandi sam- stilltri ljúfmennsku, og stakk fátt í eyru utan reigingskenndra ör- styrkrisa í tónmyndun einkum efri strengja. Settu þau hins vegar frekar hvimleiðan, stundum jafnvel slitrótt- an, blæ á lagferlisstreymið er náði einnig nokkuð til seinni verka dag- skrár. Næst var boðið upp á sjaldheyrt „rarítet“ úr heimilishandraða Moz- arts annó 1782, þ.e. strengjatríóút- setningu hans á 8. fúgu Velstillta hljómborðsins I (1722) í fís-moll eftir Bach. Að fúgunni leiddi (er gleymdist að nefna í annars skemmtilegum dagskrárnótum Sigurðar Steinþórss- sonar) frumsamin prelúdía Mozarts í skondinni blöndu af rókókómenúett og frönskum forleik. Sennilega rétt- lættist sú einkum af fígúrunarforleik Bachs, er hentar miður vel fyrir þrjú raddhljóðfæri. Fróðlegt væri að vita hvað Mozart bætti inn af styrk- merkjum í dýnamískt ófrágengnu ágmentasjón-fúgu kontrapunktjöf- ursins, er telst meðal hátinda fyrra heftisins, bæði að tækni og andagift. Hvað sem því líður var leikið nánast beint af augum, án þess að staldra nánar við einstaka staði og byggja upp efnisframvindu. Varð útkoman að vonum varla rismeiri en þegar kreist er krem úr túpu. Strengjasextett Brahms í B-dúr frá 1860, fyrra verk hans af tveimur fyrir hina þá lítt nýttu áhöfn, var síð- ast á boðstólum. Þetta vandmeðfarna og oft fullþykkildislega skrifaða æskuverk þykir ekki ná hæðum hins seinna. Flutningur kvöldsins var eft- ir því fremur þyngslalegur og hrár, þó að stöku sinni mætti láta hrífast af auðsýndum krafti eins og í Scher- zóinu (III), þrátt fyrir fremur silaleg- an skilning á „Allegro molto“. Aðal- æfingatímaþjófur alls kammerleiks – samtaka stórmótun í styrk og eink- um tíma – sagði áberandi til sín í þessu verki, þar sem gæla hefði þurft miklu meira við breiða lotubyggingu og skerpun andstæðna en skilaði sér út í sal. Einnig hefði að ósekju mátt gegnlýsa kyrrlátustu augnablikin með sléttum „brjósttónum“ til kær- kominnar litaauðgunar. Fyrir vikið varð heildin langdregnari en efni stóðu til, jafnvel þótt varla sé á færi nema samspiluðustu kammerhópa að breyta þessum blýklumpi Brahms í fullfleyga perlu. Karlakórar og kammerhópar Morgunblaðið/Þorkell Félagar í Karlakórnum Þröstum á æfingu. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Víðistaðakirkja KÓRTÓNLEIKAR Sameiginlegir tónleikar Karlakórs Kefla- víkur og Karlakórsins Þrasta. Steinn Erlingsson einsöngur, Ester Ólafsdóttir píanó, Ásgeir Gunnarsson harmónika, Þórólfur Þórsson rafbassi. Stjórnendur: Vilberg Viggósson og Jón Kristinn Cort- ez. Laugardaginn 21. febrúar kl. 16. Bústaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Kuhlau: Flautukvintett í A Op. 51,3. J.S. Bach/Mozart: Fúga nr. 8 í Es úr WTC I K404a. Brahms: Strengjasextett í B Op. 18,1. Martial Nardeau flauta, Greta Guðnadóttir & Zbigniew Dubik fiðlur, Guðmundur Kristmundsson & Þórunn Ósk Marínósdóttir víólur, Hrafnkell Orri Egilsson & Sigurgeir Agnarsson selló. Sunnudaginn 22. febrúar kl. 20. NORÐURBRYGGJA í Kaup- mannahöfn hefur stefnt saman rithöfundunum Einari Má Guð- mundssyni og Johannes Møllehave í dag kl. 16 og 19 og deila þeir með sér hug- takinu minn- ing. Johannes Møllehave er einn kunnasti rithöfundur Dana og hefur m.a. öðlast viðurkenningu fyrir endurminningarbækur sínar. Johannes Møllehave er Ísland hugleikið og hefur hann marg- sinnis heimsótt landið til að sækja efnivið í sögur sínar. Hann mun deila reynslu sinni og upplifun af hugtakinu minning, og þeim einstaka máta sem minningin skipar í hugsun hans. Minningin hefur einnig skip- að ríkan sess í rithöfundarferli Einars Más allt frá hans fyrstu ljóðabókum til síðustu þriggja bóka, Fótspor á himnum, Draumar á jörðu og Nafnlausir vegir. Á Norðurbryggju segir Einar Már m.a. frá verkum sín- um og hvers vegna minningin er honum svo mikilvæg. Einar Már og Johannes Møllehave ræða einnig saman um minningar og hvort það sé munur á að muna og minnast. Rætt um minningar í Kaup- mannahöfn Einar Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.