Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 37
að landið sem þeir náðu á sitt vald í sex daga
stríðinu árið 1967 sé skilgreint sem hernumið
svæði, þar eð Jórdanar hafi þá farið með stjórn
Vesturbakkans og hafi síðar gefið eftir tilkall sitt
til svæðisins. Því eigi Haag- og Genfarsáttmál-
arnir ekki við. Ísraelsstjórn viðurkennir að múr-
inn víki sumstaðar frá Grænu línunni, en fullyrðir
að það sé einungis af landfræðilegum ástæðum.
Múrinn hafi enga varanlega þýðingu, því unnt sé
að fjarlægja hann ef Ísraelar og Palestínumenn
komist að pólitísku samkomulagi.
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, for-
dæmdi dómsmálið á þriðjudag sem „alþjóðlega
fjölleikasýningu“ og hét því að byggingu múrsins
yrði fram haldið. En um það bil sem málflutn-
ingnum var að ljúka fyrir Alþjóðadómstólnum á
miðvikudag bárust fregnir af því að stjórnvöld í
Ísrael hygðust breyta áætlunum sínum um lagn-
ingu múrsins, þannig að hann verði 80 km styttri
en áður var ráðgert.
Rétta leiðin?
Bygging múrsins
leysir engan vanda og
minnir með óhugnan-
legum hætti á annan múr, sem reis fyrir fjórum
áratugum. Þeim múr var ætlað að halda íbúum
Austur-Þýzkalands innan landamæra alþýðulýð-
veldisins. Múr Ísraelsmanna er ætlað að koma í
veg fyrir að Palestínumenn komist inn í Ísrael
nema undir nákvæmu eftirliti Ísraelsmanna. En
áhöld eru um hvort umfjöllun fyrir Alþjóðadóm-
stólnum sé heppilegasta leiðin til að leita lausnar
á deilunni.
Þrátt fyrir að aðildarríki Evrópusambandsins
hafi setið hjá við afgreiðslu málsins í Allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna, varaði sambandið
við því að málið yrði sent Alþjóðadómstólnum til
umfjöllunar. Í máli Jacks Straw, utanríkisráð-
herra Bretlands, kom fram að Bretar hefðu farið
þess formlega á leit við dómstólinn að hann kvæði
ekki upp úrskurð í málinu. „Við [ríki Evrópusam-
bandsins] teljum að það sé ekki við hæfi að dóm-
stóllinn flækist inn í svo hápólitískt tvíhliða deilu-
mál. Við teljum ennfremur að dómstóllinn eigi
ekki að fjalla um mál nema samþykki beggja
deiluaðila liggi fyrir,“ sagði Straw í yfirlýsingu í
breska þinginu. Bandaríkjastjórn var alfarið á
móti því að Alþjóðadómstóllinn kæmi að málinu
og stendur enn fast á því að áætlunin um Vegvísi
til friðar sé rétta leiðin fram á við í Mið-Aust-
urlöndum.
Tekið hefur verið undir þessi sjónarmið á und-
anförnum dögum í forystugreinum og viðhorfs-
dálkum í fjölmörgum blöðum og tímaritum, bæði
í Evrópu og Bandaríkjunum. Bent er á að þar
sem hugsanlegur úrskurður Alþjóðadómstólsins
hefði hvort eð er ekki bindandi áhrif tæki hann
óskynsamlega og ónauðsynlega áhættu með því
að taka afstöðu í málinu.
Ýmis arabaríki hafa hins vegar fullyrt að það
sé í verkahring Alþjóðadómstólsins að taka málið
til umfjöllunar og að það græfi undan trúverð-
ugleika dómstólsins ef hann tæki ekki afstöðu til
þess.
Þröngt sjónar-
horn á öryggis-
hagsmuni
Hvað svo sem segja
má um lagningu máls-
ins fyrir Alþjóðadóm-
stólinn er ljóst að
áframhaldandi upp-
bygging múrsins og
deilurnar sem af henni leiða eru mikið áhyggju-
efni. Múrinn hefur augsýnilega dýpkað enn frek-
ar þá gjá sem er á milli Ísraela og Palestínu-
manna og vonin um frið fyrir botni Miðjarðarhafs
virðist nú æði langsótt.
Ísraelar hafa vissulega ríka ástæðu til að óttast
um öryggi sitt og þeir eiga vitaskuld rétt á því að
grípa til ráðstafana til að vernda líf og limi
óbreyttra borgara. En aðeins svo fremi sem slík-
ar ráðstafanir ganga ekki gegn alþjóðalögum og
brjóta ekki gegn rétti annarra saklausra borg-
ara.
Auk þess má telja víst að bygging múrsins ali
enn frekar á því hatri sem leitt hefur af sér upp-
gang öfgasamtaka Palestínumanna og hræðileg
óhæfuverk þeirra. Það hlýtur að teljast þröngt
sjónarhorn á öryggishagsmuni ísraelsku þjóðar-
innar að grípa til svo umdeildra og eldfimra ráð-
stafana, sem við virðist blasa að auka ekki lík-
urnar á því að friðsamleg lausn náist í bráð á
þeim erfiðu deilumálum sem Ísraelar og Palest-
ínumenn hafa átt við að etja um áratugi.
Morgunblaðið/Eggert
Ástfangnar álftir við Gróttu.
Hvað svo sem segja
má um lagningu
málsins fyrir Al-
þjóðadómstólinn er
ljóst að áframhald-
andi uppbygging
múrsins og deil-
urnar sem af henni
leiða eru mikið
áhyggjuefni.
Laugardagur 28. febrúar