Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 39 ✝ Sigríður Hauk-dal Andrésdótt- ir fæddist í Höll í Haukadal í Dýra- firði 17. febrúar 1914. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudag- inn 8. febrúar síð- astliðinn. Sigríður var önnur í röð sjö barna hjónanna Ólafíu Jónsdóttur, f. 19. júlí 1882, d. 15. júlí 1979, og Andrésar Guð- mundssonar, f. 24. ágúst 1884, d. 26. júlí 1962. Þau hjónin fluttu frá Húsatúni í Haukadal að Sveinseyri í Dýra- firði þegar Sigríður var sjö ára gömul. Einn bróðir Sigríðar lifir hana, en nöfn systkinanna eru: Sigurjón, f. 7. desember 1912, d. 8. desember 1912, Sigurjón Há- kon Haukdal, f. 5. mars 1916, d. 21. október 1996, Sólveig Stein- unn, f. 5. ágúst 1917, d. 27. júní 1939, Páll Hauk- dal, f. 28. ágúst 1919, d. 3. septem- ber 1987, Guð- mundur Haukdal, f. 14. desember 1920, og Björg Haukdal, f. 12. ágúst 1922, d. 18. maí 1926. Sigríður giftist 15. október 1951 Herði Ágústssyni loftskeytamanni, f. 29. desember 1913, d. 23. febrúar 1979. Sigríður eignaðist dóttur með Páli Sig- fússyni skipstjóra, Halldóru Björgu Pálsdóttur, f. 14. sept- ember 1936. Halldóra giftist Snorra Jóhannssyni, f. 22. júlí 1944, þau skildu. Börn þeirra eru Sigríður Margrét og Andrés Jóhann. Barnabarnabörnin eru fimm. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey að ósk hennar. Látin er föðursystir mín Sigríð- ur Andrésdóttir 90 ára gömul. Hún var kona ekki áberandi í samfélag- inu heldur ræktaði sitt hlutverk sem eiginkona, móðir, amma og langamma af hógværð, trú- mennsku og hlýju. Sigga frænka var hún nefnd í minni fjölskyldu og tæpast hef ég vitað um hennar rétta nafn fyrr en ég komst nokkuð til vits. Ung fékk ég að heyra það frá henni að hún væri nú ekki bara frænka, ég væri nú nafna hennar líka. En hvort sem nafnið réð þar nokkru um þá naut ég og fjölskylda mín vissulega hennar góðmennsku, enda mátum við hana mikils. Ég heyrði þegar ég var ung stúlka einhvern nefna og ræða um sína uppáhaldsfrænku. Átti ég einhverja slíka? Og hver var hún þá? Þetta hugleiddi ég dá- lítið með sjálfri mér. Jú, niðurstað- an var að það kom engin önnur en Sigga frænka til greina og sagði ég henni það. Þótti henni mjög vænt um að heyra það. Sigga frænka var ekki sú kona sem kvartaði eða gerði mikið úr hlutunum. Hún var natin og rækt- arsöm og gerði allt vel. Hún bar umhyggju fyrst og fremst fyrir fjölskyldu sinni, og einnig fyrir þeim sem minna máttu sín. Hún vann öll sín verk án þess að bera þau á torg og margur átti henni gott að gjalda. Hún var lágvaxin, kvenleg, falleg kona, snaggaraleg í hreyfingum, góðleg og með dill- andi hlátur. Alltaf smekklega klædd. Geislaði af henni hvar sem hún kom. Alltaf hringdi hún í mig á afmæl- inu mínu til að óska mér til ham- ingju með daginn. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar frænku minnar er minnst, því samvistir við hana eru hluti af æskuminningum mínum. Hún var svo frábær kona. Fylgdist vel með því sem var að gerast hjá mér og minni fjölskyldu, lét sig virkilega varða velferð okkar og fundum við það að við skiptum hana miklu máli. Ung fékk hún að kynnast sorg- inni, eins og svo margir sem upp- lifðu hörmungar stríðsáranna. Vet- urinn 1941 var hún námsmey í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísa- firði, trúlofuð ungum og efnilegum manni, Þorsteini Magnússyni, skipstjóra á vélbátnum Pétursey. Það var ást og hamingja sem blasti við þeim er hún kæmi heim um vorið. Hann var búinn að útvega þeim húsnæði á Þingeyri og þar átti að stofna heimili fyrir litla fjöl- skyldu. Áður átti Sigga frænka dótturina Halldóru Björgu og hafði dóttir hennar dvalið hjá afa og ömmu á Sveinseyri á meðan móð- irin unga sat í skóla. En svo fljótt skiptust á gleði og sorg á þessum tíma. Þorsteinn fór skipstjóri á Pétursey í siglingu til Englands þetta vor með fullfermi af ísfiski. Aldrei komst báturinn til Englands því hann hafði verið skotinn niður á leiðinni og með honum fórust all- ir sem í áhöfn voru. Það var ungri unnustu þungbært, hún bar harm sinn í hljóði og fékk stuðning frá foreldrum sínum og ástvinum. Dóttirin unga gaf henni mikla fyll- ingu í lífið þá. Um tíma var Sigga frænka heima á Sveinseyri. En síð- an lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún fór að vinna. Dóttir hennar varð eftir heima á Sveins- eyri. Þar ólst hún upp í faðmi afa, ömmu og annarra ástvina. Við lit- um alltaf á hana sem eina af okkur systkinunum. Í Reykjavík vann Sigga frænka ýmis störf og þar kynntist hún manni sínum, Herði Ágústssyni loftskeytamanni. Þau giftu sig 15. október 1951. Oft komu þau vestur og var mikil tilhlökkun hjá okkur unga fólkinu að fá heimsókn þeirra. Alltaf fengum við eitthvað fallegt frá þeim. Hörður lést langt um aldur fram og hefur frænka mín búið ein síðan og fengið stuðn- ing frá dóttur sinni og börnum hennar. Sigga frænka var jörðuð 17. febrúar í kyrrþey að eigin ósk. Það lýsir best hversu hógvær hún var. „Ekkert vesen í kringum mig“ hafði hún sagt. Minningin um fal- legu konuna með snaggaralegu hreyfingarnar og dillandi hláturinn er sú sem mun lifa áfram í hugum okkar. Elsku Dóra frænka, Sigga, Assi og fjölskyldur, Mummi frændi og Inga. Nú hafið þið kvatt elskulega móður, ömmu, langömmu, systur og mágkonu. Vil ég biðja góðan Guð að veita ykkur styrk á sorg- arstundum. Í einum af sálmum Davíðs standa þessar ljóðlínur: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Þessi sálmur um hinn mikla og góða hirði kom í hug minn er ég að leiðarlokum kveð Siggu frænku mína og þakka henni samfylgdina. Guð blessi minningu hennar. Ólafía Sigríður Sigurjóns- dóttir og fjölskylda. Elskuleg frænka mín Sigríður Haukdal Andrésdóttir hefur kvatt þennan jarðneska heim. Á kveðju- stundu leitar hugurinn vestur í Dýrafjörð en þaðan var hún Sigga frænka, eins og mér var tamt að kalla hana. Hún fæddist í Höll í Haukadal og var næstelst af sjö systkinum, börnum afa Andrésar og ömmu Ólafíu, en fimm þeirra komust til fullorðinsára. Fjölskyld- an flutti síðan að Sveinseyri við Dýrafjörð sem er rétt fyrir utan Haukadal en víðsýnt er þaðan til allra átta í firðinum. Fyrst þegar ég man eftir Siggu frænku var hún ung kona orðin bú- sett í Reykjavík. Minningar streyma fram í hugann frá þeim árum er við börnin fylgdumst vel með komu sumargestanna líkt og farfuglanna sem komu á vorin og fóru á haustin. Við biðum spennt eftir að sjá farþegaskipin sigla inn fjörðinn eða þegar heyrðist í flug- vél sem bar við Glámuna og við vissum að von var á gestum. Einn af eftirminnilegustu sumargestun- um var Sigga frænka en hún kom heim árlega í sínu sumarleyfi. Sigga frænka var glæsileg kona. Hún var vinmörg og átti auðvelt með að sjá alltaf það góða og já- kvæða í fari hvers manns. Sterkust er þó minningin um góða frænku, þá væntumþykju sem hún sýndi okkur systkinunum og jákvætt við- horf hennar til okkar. Eftir að ég fluttist að heiman til Reykjavíkur var mér oft boðið á heimili Siggu og manns hennar Harðar. Naut ég þar oft góðra stunda með þeim. Sigga frænka var snillingur í að elda góðan mat og því fékk ég að kynnast í þessum heimsóknum. Sigga var heilsuhraust og stund- aði alla tíð vinnu, síðast hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga á Kirkjusandi. Síðustu ár ævinnar bjó hún í íbúð aldraðra á Álfaskeiði í Hafnarfirði. Fyrir nokkrum árum varð hún fyrir því slysi að lær- brotna og þurfti um tíma að dvelja á sjúkrahúsi en komst þó aftur heim í íbúðina sína við Álfaskeið. Eftir þetta fór að halla undan fæti hjá henni því heilsan fór að gefa sig. Naut hún þá í ríkum mæli um- hyggju fjölskyldunnar og þá sér- staklega Dóru dóttur sinnar. Í jan- úar síðastliðnum flutti hún á hjúkrunarheimilið Sólvang og var aðeins búin að vera þar í tvær vik- ur þegar hún veiktist og lést á Landspítalanum í Fossvogi. Síðasta samverustund okkar var í lok desember er ég heimsótti hana á heimili hennar á Álfaskeiði. Þá spurði hún frétta af ættingj- unum og ræddi við mig, m.a. um bækur sem hún var nýbúin að eignast og henni fannst áhugaverð- ar. Hún hafði alltaf ákaflega gott minni svo eftir var tekið. Hún var bókaunnandi, las mikið og fylgdist vel með öllu. En nú er komið að leiðarlokum og kveð ég elskulega frænku með þakklæti í huga fyrir alla um- hyggjusemi hennar og kærleika. Blessuð sé minning hennar. Elsku Dóra og fjölskylda, ég votta ykkur öllum innilega samúð. Sólveig A. Sigurjónsdóttir. SIGRÍÐUR HAUKDAL ANDRÉSDÓTTIR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU SIGRÍÐAR RAGNARSDÓTTUR, Ljósheimum 10, Reykjavík. Ragnar Ó. Steinarsson, Emilía Sigmarsdóttir, Sigmundur Ó. Steinarsson, María Haraldsdóttir, Andrea Steinarsdóttir, Magnús Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, HELGA BRYNJÓLFSSONAR vélstjóra frá Þingeyri, Hrafnistu Reykjavík. Huld Þorvaldsdóttir, Elís R. Helgason, Inga G. Guðmannsdóttir, Unnur R. Helgadóttir, Bjarni Gunnar Sveinsson, Sigurborg Þóra Helgadóttir, Sigtryggur Ingi Jóhannsson, Marta B. Helgadóttir, barnabörn og langafabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS HAFLIÐASONAR, Njörvasundi 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrun- ardeildar K-2 Landspítala, Landakoti og tauga- deildar B-2 Landspítala, Fossvogi. Þorsteina Sigurðardóttir, Hafliði Benediktsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Jónas R. Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Haukur Hauksson, Erna Benediktsdóttir, Steindór Gunnarsson, Birna Benediktsdóttir, Daníel Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, sonar, tengdaföður og bróður, SVEINS KONRÁÐSSONAR, Háagerði 25, Reykjavík. Konráð Ragnar Sveinsson, Arna Eir Einarsdóttir, Gunnar Örn Sveinsson, Sara Kristjánsdóttir, Jón Arnar Sveinsson, Konráð Ragnar Sveinsson, Guðbjörg Jóna Jónsdóttir og systkini hins látna. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS GUÐMUNDSSONAR húsasmíðameistara og byggingaeftirlitsmanns, Langagerði 74, Reykjavík. Ólafía Pálsdóttir, Guðmundur Pálmi Kristinsson, Ragnheiður Karlsdóttir, Sigríður Hrönn Kristinsdóttir, Brynjólfur Helgason, Ólafía Pálmadóttir, Halldór Már Sverrisson, Karl Pálmason, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Kristinn Pálmason, Unnur Eir Björnsdóttir, Pálmi Örn Pálmason og barnabarnabörn. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.