Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, dóttur og tengda- dóttur, RUTAR BERGSTEINSDÓTTUR, Rauðagerði 54, Reykjavík, Sérstakar þakkir færum við skólastjóra, kennurum og nemendum Breiðagerðisskóla og skólastjóra, kennurum, starfsfólki og nemendum Landakotsskóla fyrir að heiðra minningu hinnar látnu svo fallega. Guð blessi ykkur öll. Kristján Kristjánsson, Rán, Steinunn, Andrés Lars, Þórunn Andrésdóttir, Bergsteinn Ólason, Guðný Björnsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR BERGMANN BENEDIKTSSON, Stekkjarholti 22, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju- daginn 24. febrúar kl. 14.00. Ásta Guðjónsdóttir, Drífa Garðarsdóttir, Jóhannes Eyleifsson, Skúli Garðarsson, Lilja Kristófersdóttir, Halldóra J. Garðarsdóttir, Gunnlaugur Sölvason, Guðrún Garðarsdóttir, Karl Örn Karlsson, Friðgerður Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN HJÁLMARSSON DIEGO, Hátúni 10 B, Reykjavík, lést í Víðinesi miðvikudaginn 25. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 3. mars kl. 13.30. Æska Björk Birkiland, Þorsteinn Þorsteinsson, Þórdís Björk Sigurgestsdóttir, Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, ✝ Sigurlaug Guð-laugsdóttir fæddist á Skúfi í Norðurárdal 18. júlí 1904. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Guðmundsson, f. 14. september 1870, d. 6. febrúar 1951, bóndi á Sæunnarstöðum í Hallárdal í Vindhæl- ishreppi, og kona hans Arnbjörg Þor- steinsdóttir, f. 25. júlí 1872. d. 13. nóvember 1963. Systkini Sigurlaugar voru átta, urlaugar og Guðmundar eru: 1) Eggert Egill, endurskoðandi, f. 21. mars 1937. 2) Sigurlaug Jóhanna, f. 1. maí 1941, d. 25. nóvember sama ár. 3) Ingunn, húsfreyja og bóndi, f. 10. mars 1943. Ingunn giftist árið 1970 Jóni B. Bjarna- syni, f. 14. júlí 1948, þeirra börn eru: A) Guðmundur, f. 8. janúar 1967, sambýliskona hans er Ingv- eldur B. Bragadóttir, f. 30. mars 1965, börn þeirra eru Ingunn María og Kristján. B) Bjarni, f. 3. maí 1970, sambýliskona hans er Ebba Björg Húnfjörð, f. 21. janúar 1967, börn þeirra eru Jón Eggert og Thelma Karen. C) Sigurlaug, f. 15. júní 1973, sambýlismaður hennar er Sigurður R. Freysteins- son, f. 31. desember 1973, börn þeirra eru Atli Freyr og Daníel Smári. D) María, f. 26. október 1977, d. 15. maí 1978. E) Ragnheið- ur Lauga, f. 26. apríl 1979. Útför Sigurlaugar fór fram í kyrrþey. Ólafur, Þorsteinn, Guðmundur, Sigríður, Sigurður og Áslaug, auk tveggja sem dóu í æsku. Þau eru nú öll látin. Sigurlaug ólst upp í föðurgarði og vann síðan ýmis þjónustu- störf í Reykjavík og víðar. Hinn 15. ágúst 1936 giftist Sigurlaug Guð- mundi Jónassyni og hófu þau búskap á Kornsá í Vatnsdal, en árið 1939 flytja þau að Ási í sömu sveit, þar sem þau bjuggu uns þau fluttu á Blönduós er aldurinn færðist yfir. Börn Sig- Nú lyftir hann hendinni, signir sig, svo á hann erindi, Guð, við þig, ég veit það, því varirnar bærast. Hann flýtir sér ekkert, hann er hjá þér, nú er hann að biðja fyrir sér og öllu sem er honum kærast. Ég á þessa minningu, hún er mér kær. Og ennþá er vor og þekjan grær og ilmar á leiðinu lága. Ég veit að hjá honum er blítt og bjart og bærinn hans færður í vorsins skart í eilífðar himninum háa. (Oddný Kristjánsdóttir.) Nú er komið að kveðjustund, hún amma er sofnuð svefninum langa. Elsku amma, nú ertu komin til afa og allra hinna sem á undan þér fóru. Við vitum að þú ert nú búin að öðlast það sem þú þráðir. Dvöl þín hér á jörð var orðin löng og þú upplifað margt. Þér auðnaðist að fylgjast með okkur vaxa úr grasi og kynnast barnabarnabörnum þínum. Við minnumst þín sem brosandi og góðrar ömmu sem alltaf átti eitthvað gott handa okkur að maula þegar við komum í heimsókn. Ekki var það nú verra ef við vorum með köttinn með, þegar við komum til ykkar afa í Hnitbjörg. Þú hafðir svo gaman af dýrum, sérstaklega þótti þér vænt um hunda og hesta. Þú vildir fá að vita um allt sem var að gerast heima í Ási og hlustaðir full af áhuga á sög- urnar sem við sögðum þér. Sérstak- lega var gaman að segja þér fyndnar sögur úr sveitinni og skellihlæja með þér, það var alltaf svo stutt í brosið hjá þér. Oft var það að við hlógum okkur máttlaus af minnsta tilefni. Þetta eru aðeins brot af þeim ljúfu minningum um þig, sem við munum geyma í hjörtum okkar, elsku amma Hvíldu í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guðmundur, Bjarni, Sigurlaug og Ragnheiður. SIGURLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR Elsku amma Ragn- heiður. Nú ert þú kom- in til Guðs og englanna og þar líður þér vonandi vel. Mamma segir að þú munir fylgjast með okkur af himnum ofan. Ég skil þetta samt ekki alveg og er alltaf að spyrja hana ýmissa spurninga um þig, hvar þú sért, hvort þú komir aldrei aftur, hvað þú borðir og fleira, sem henni finnst mjög erfitt að útskýra. Við för- um með bænirnar á hverju kvöldi og biðjum Guð að passa þig og láta þér líða vel. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar afa upp á Ránarvelli. Þá fengum við alltaf eitthvað gott. Oft þegar mamma sótti mig á leikskólann þá vildi ég ekki fara strax heim, held- ur aðeins í heimsókn til ömmu Ragn- heiðar. Við komum því mjög oft í heimsókn til ykkar afa og á ég eftir að sakna þessara samverustunda með þér, elsku langamma. Ég vil kveðja þig með þessari bæn sem þú gafst mér þegar ég var skírð RAGNHEIÐUR ÞÓRISDÓTTIR ✝ Ragnheiður Þór-isdóttir fæddist á Húsavík 2. júní 1939. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 13. febrúar síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 20. febrúar. og hangir nú fyrir ofan rúmið mitt. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Kær kveðja. Þín Lilja Björk. Elsku amma mín. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Þessa bæn gaf ég þér fyrir þó- nokkrum árum þegar þú gekkst í gegnum önnur erfið veikindi, og hef- ur hún alltaf átt fastan stað í mínu hjarta. Ég var svo ánægð þegar þér loksins batnaði og trúði að nú myndi þér fara að líða betur og gætir farið að lifa lífinu enda kona á besta aldri. Því miður kom fljótlega annað dökkt ský yfir þig, þú greindist með krabbamein í maí 2001. Þá tók við erf- ið barátta sem tók sinn toll, en þú barðist eins og hetja og þrátt fyrir að vera mikið veik léstu okkur aldrei finna fyrir því. Síðustu jól bakaðir þú meira að segja handa okkur Óla fullt af smákökum og við vorum nú ekki þau einu sem fengum sendar smá- kökur frá þér. Þú varst svo gjafmild og vildir alltaf hjálpa öllum. Þú varst alveg einstök persóna og fátækleg orð geta ekki lýst því hve mikils virði þú varst mér. Það leið vart sá dagur sem við hittumst ekki eða töluðum saman í síma. Ég var fyrsta barna- barnið ykkar afa, þá varst þú aðeins 39 ára. Þið hafið alltaf gert allt fyrir mig, og er ég ykkur afar þakklát fyrir allan stuðninginn í gegnum tíðina. Við eigum svo margar góðar minn- ingar saman, allar utanlandsferðirn- ar okkar. Ég fór fyrst tveggja ára með ykkur afa til Mallorca í tvær vik- ur og svo aftur þegar ég var þriggja ára. Það var líka einstaklega gaman þegar við fórum til Florida með Svölu, Svölu litlu og Óla heitnum, sem hefur eflaust tekið vel á móti þér þarna hinum megin. Allar þessar og dýrmætu minningar, sem ég á, ylja mér um hjartarætur. Þú varst hjart- að í litlu fjölskyldunni okkar, þér fannst svo gaman þegar við hittumst og varst alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt eins og að spila, fara í leiki og fleira eins og þegar þið afi settuð pínulítið jólatré á borð og dróguð það út á mitt gólf. Þú baðst pabba að spila jólalög og svo döns- uðuð þið í kringum tréð með barna- börnunum. Þetta fannst okkur öllum svo gaman. Þú varst alltaf til í að leika við krakkana, og er það mér nú afar ofarlega í huga þegar við spiluðum saman um síðustu jól, ég, þú , Nína og Lilja. Ekki grunaði mig að það yrði okkar síðasta spil. Samband okkar var mjög sérstakt, þú varst svo miklu meira en amma mín, við vorum miklar vinkonur og ég gat ávallt leitað til þín með allt. Trygglyndi þitt var mér mjög mikils virði. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir því hversu veik þú í raun- inni varst. Þú barst þig alltaf svo vel og hlífðir okkur við öllu. Ég hefði vilj- að hjálpa þér meira í veikindunum og einnig hefði ég viljað geta sagt þér, amma mín, hversu heitt ég ann þér. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við þetta en vegir Guðs eru órannsakan- legir og þú hefur greinilega verið bú- in með þitt hlutverk hér á jörðu og þín verið meiri þörf annars staðar. Þú varst alltaf svo dugleg að hrósa mér, hvað ég væri dugleg í skólanum, hversu góð mamma ég væri, og fleira sem þú sagðir og meintir alveg frá hjartanu. Þessi orð voru svo dýrmæt, þau hvöttu mig til dáða því ég fann hversu stolt þú varst af mér. Án þinn- ar hvatningar og stuðnings væri ég ekki sú sem ég er. Takk fyrir allt og ég veit að þú munt vaka yfir okkur uns við hittumst á ný. Minning þín er ljós í lífi mínu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unnin og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Guð geymi þig. Þín Ragnheiður Sif. Kær vinkona er horfin á braut ei- lífðarinnar. Fyrir tæpum þremur ár- um greindist hún með ólæknandi krabbamein og lést 13. febrúar sl. eft- ir síðustu hrinuna í því veikindaferli. Þjáningin gerði vinkonu mína sterka og sýndi hún ótrúlega þrautseigju og styrk þegar hún í næstum áratug barðist við erfið og langdregin fótas- ár. Þrátt fyrir veikindin vann hún um árabil við afgreiðslustörf og sinnti heimili sínu af kostgæfni. Hún var mikill fagurkeri og heimili hennar bar merki einstakrar snyrtimennsku og fágætrar smekkvísi. Hún var list- ræn í hvers kyns hannyrðum og mjög afkastamikil. Allt lék í höndum henn- ar og hún var tilbúin að hjálpa og klára það sem vinkonur hennar höfðu gefist upp á. Hún var gjafmild og trygglynd og vinur vina sinna. Ragnheiður sinnti öllum sínum daglegu störfum af einstakri natni. Hún tók veikindum sínum af miklu æðruleysi og þegar hún greindist með krabbameinið ákvað hún að taka einn dag í einu. Hún hélt sínu striki og gerði allt hvað hún gat til að sem minnst röskun yrði á lífi þeirra sem næst henni stóðu. Hún var heilsteypt kona og ávallt vakin og sofin yfir vel- ferð fjölskyldu sinnar og sýndi af- komendum sínum endalausa um- hyggju og ástúð. Mér er minnisstætt hvað hún var alltaf tilbúin að fá dætur sínar og fjölskyldur þeirra til sín og sinnti þeim af einstakri alúð þó hún gengi ekki heil til skógar. Ég kynntist henni fyrir fjórtán ár- um í gegnum fyrri veikindi hennar og urðum við góðar vinkonur frá upp- hafi. Í hjúkrunarstörfum kynnist maður ýmsum hliðum mannlífsins en Ragnheiður var eftirminnileg fyrir einstakan persónuleika sinn. Hún var heilsteypt, bognaði aldrei og hélt reisn sinni þar til yfir lauk. Ég votta eiginmanni og fjölskyldu Ragnheiðar innilega samúð – og bið að alvaldið gefi þeim styrk í sorg þeirra. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Jóhanna Brynjólfsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Lagga mín, margs er að minnast þegar litið er yfir þann tíma sem við vorum vinkonur. Sem börn heima á Húsavík byrjaði vinskapur- inn og hefur varað í yfir 60 ár. Við gengum í sama skólann, meira að segja vorum við svo samrýndar að við völdum okkur báðar maka úr Kefla- Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.