Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 45
annan áróður frá hendi Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna.
Það eru engin rök færð fyrir þeim
tölum sem settar eru fram. Því síður
er gerð grein fyrir þessu gríðarlega
misræmi í málflutningi, þegar hann
fullyrðir fyrst að „tæp þúsund tonn“
af aflaheimildum yrðu tekin af Hrað-
frystihúsinu-Gunnvöru hf. en segir
nokkru síðar „... ef við misstum frá
okkur yfir 160 tonn að óbreyttu, í
þorski, ýsu og steinbít“. Hvernig
stendur á þessu misræmi? Útvegs-
menn voru reyndar með véfréttir af
þessu tagi í hverju byggðarlaginu af
öðru um allt land en færðu engin rök
fyrir þeim tölum sem þeir slógu
fram í áróðursskyni. Mér finnst slíkt
vera óheiðarlegur leikur.
„Ef við misstum ...“
Ég hef líka sérstakar athugasemdir
við það orðalag hjá Einari Val þegar
hann segir „... ef við misstum frá
okkur yfir 160 tonn að óbreyttu, í
þorski, ýsu og steinbít“. Rökin fyrir
þessum talnaleik eru ekki til. Það
eru aðeins til rök og raunhæfar tölur
varðandi þorskinn. Sjávarútvegs-
ráðuneytið hefur einungis varðandi
þorskinn gefið út með bindandi
hætti hversu mikið skuli fara í línu-
ívilnunina. Varðandi ýsuna og stein-
bítinn hefur ráðherra hins vegar lög-
um samkvæmt heimild til að stöðva
þær veiðar ef þær teljast vera að
fara eitthvað úr böndunum. Í annan
stað hefur dregið úr ýsuveiðum
vegna áhugaleysis manna á þeim
veiðum út af verðhruninu á þessari
fisktegund. Af þessum tveimur
ástæðum er ákaflega hæpið að taka
einhverjar tölur um ýsuna inn í
þessa umræðu. Umræðan ætti að
snúast um raunveruleikann en ekki
einhvern órökstuddan hugarburð.
Í Útveginum leggur Einar Valur á
það áherslu, að Hraðfrystihúsið-
Gunnvör hf. sé matvælaframleiðslu-
fyrirtæki, orðnotkun sem minnir
mig einna helst á kjúklingafram-
leiðslu – tel farsælla að menn tengi
sig frekar við hafið.
Vissulega eru hölin stór hjá tog-
urum Hraðfrystihússins-Gunnvarar
hf. og mikið af hráefni skemmist af
þeim sökum og því óhæft til mat-
vælaframleiðslu. Smábátamenn á
línuveiðum eru ekki að taka nein
stór höl. Hjá þeim kemur bara einn
og einn fiskur. Hér mætti minna á
hversu illa ýsan fer í trolli, svo dæmi
sé tekið. Það veit ég af langri
reynslu. Ef ýsan afhreistrast, þá er
hún í flestum tilvikum dauð þótt hún
sleppi. Það gildir um fleiri fiskteg-
undir. Við vitum að togskipin drepa
óhemju magn af fiski. Hins vegar
vantar meiri rannsóknir til að geta
staðhæft með nokkurri nákvæmni
hversu mikið það er sem togveið-
arnar drepa af fiski sem aldrei kem-
ur upp í skipin. Engin efast hins veg-
ar um að slíkt gerist. Togarar hafa
þannig notið ívilnunar við veiðar
sem nemur þúsundum tonna, en
þess konar ívilnun þegja þeir um
þunnu hljóði. Um línuveiðarnar
gegnir allt öðru máli. Allt sem er
drepið kemur um borð og dregst frá
kvóta. Nýsett línuívilnun minnkar
þá mismunun sem hingað til hefur
tíðkast.
Öryggi í hráefnisöflun
Eitt af því sem Einar Valur og fleiri
stórútgerðarmenn hafa nefnt smá-
bátunum til foráttu, er að þeir séu
ekki nógu stórir og öflugir til stöð-
ugrar og öruggrar hráefnisöflunar.
Við í Bolungarvík þekkjum þetta
ekki. Með hinum nýju og öflugu
fimmtán tonna smábátum okkar hef-
ur aldrei dottið dagur úr vinnu. Hrá-
efnisöflunin getur tæpast orðið
öruggari, þótt vissulega sé heppilegt
að hafa einnig stærri línuskip sem
geta verið lengur úti og farið yfir
stærra svæði. En það sem gerir ekki
síst gæfumuninn varðandi smábát-
ana er gangurinn. Þeir eru með yf-
irburða ganghraða gagnvart öðrum
fiskiskipum. Þeir hafa það líka fram
yfir önnur fiskiskip, að þeir landa
alltaf alveg nýveiddum og algerlega
ferskum fiski. Ísfisktogararnir eru
aftur á móti búnir að eyða allt upp í
viku af geymsluþoli fisksins þegar
þeir koma með hann í land. Þetta
geymsluþol ætti frekar að nýtast
þegar fiskurinn er kominn á erlenda
markaði. Því meira svigrúm og því
meiri tími sem þar gefst, þeim mun
lengra inn í löndin er hægt að selja
fiskinn og stækka þar með mark-
aðina.
Rosaleg skerðing hjá HG?!
Páll Halldórsson, skipstjóri á Páli
Pálssyni ÍS, ísfisktogara Hraðfrysti-
hússins-Gunnvarar hf., sagði op-
inberlega í haust, að hásetahlut-
urinn á skipinu myndi rýrna um 900
þúsund krónur á ársgrundvelli ef
aflaheimildir skipsins yrðu skertar
vegna línuívilnunar. Þarna er skip-
stjórinn, líkt og fleiri, að slá fram
einhverju sem á ekki við nein rök að
styðjast. Ef hin nýju lagaákvæði um
línuívilnun og byggðakvóta hefðu
komið til framkvæmda 1. september
á liðnu hausti, þá hefði úthlutun á
þorskkvóta til Páls Pálssonar ÍS á
fiskveiðiárinu 2003/2004 orðið 0,8%
minni en hann er nú, en aftur á móti
hefur málflutningur stórútgerð-
arinnar skert hann um 50% í
byggðakvóta. Alls verða þetta því
tæp 25 tonn. Þetta eru nú öll ósköp-
in. Skerðingin á þorskkvóta hjá öll-
um skipum Hraðfrystihússins-
Gunnvarar hf. hefði að sama skapi
orðið rúm 54 tonn á fiskveiðiárinu
2003/2004 þar með talin 50% skerð-
ing á byggðakvóta. Þetta er enn eitt
dæmið um órökstuddan talnaleik og
fullyrðingar sem slegið er fram til að
reyna að berja niður mál, línuíviln-
unina, sem er hreint og klárt
byggðamál.
Að lokum skal því hnýtt hér við
sem framkvæmdastjórinn gleymir
að minnast á í hinu ítarlega viðtali að
sértækar aðgerðir stjórnvalda til
HG á þessu fiskveiðiári eru tæp 104
tonn í þorski og þá er ótalinn vænt-
anlegur þorskeldiskvóti, sem á sl ári
var 50 tonn.
Höfundur er formaður Smábáta-
félagsins Eldingar á norðanverðum
Vestfjörðum.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 45
Höfðabakki
Atvinnuhúsnæði
Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði.
Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar.
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í
síma 588 4477 eða 822 8242
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30
Mögulegt er að skipta ofangreindum stærðum í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir
höfuðstöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl.
Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag.
1. hæð 280 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust
266 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust
481 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust
2. hæð 1.460 fm Skrifstofur/þjónusta
Mjög hagstæð leiga
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
ÁLFKONUHVARF - RAÐH. - VATNSENDA
Nýkomin í sölu á þessum frábæra útsýnisstað í austurhlíðum Vatnsenda-
hvarfs mjög vel skipulögð raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr sam-
tals um 170 fermetrar. Húsin skiptast í forstofu, hol, borðstofu, stofu, eldhús,
þrjú herbergi, baðherbergi, geymslu, þvottahús, bílskúr innangengt. Húsin af-
hendast fullbúin án gólfefna. Traustur verktaki. Upplýsingar og teikningar á
skrifstofu Hraunhamars. Verð frá 17,7 millj.
Tvær glæsilegar skrifstofubyggingar
Þessar tvær glæsilegu skrifstofubyggingar eru til sölu. Húsin afhendast tilbúin undir tréverk og
málningu og frágengin að utan með vandaðri utanhúsklæðningu. Sameign verður fullbúin og
lóð fullfrágengin með malbikuðum bílastæðum.
Hlíðasmári 3 er samtals um 4.400 fm og tilbúin til afhendingar nú þegar.
Hlíðasmári 1 er samtals um 3.300 fm og verður tilbúinn til afhendingar síðar á árinu.
Eignirnar henta vel fyrir hvers kyns skrifstofur, verslanir og þjónustu.
Húsin eru sérlega vel hönnuð. Fyrirkomulag er gott og nýting húsanna góð. Lyfta. Hægt er að
tengja húsin saman enda liggja þau samsíða. Aðkoma og staðsetning húsanna er mjög góð
og við fjölfarna umferðaræð. Útsýni er fallegt. Frágangur er vandaður. Húsunum fylgir fjöldi
bílastæða. 3957
Undirritaðir annast sölu eignanna og veita allar nánari upplýsingar um þær.
HLÍÐASMÁRI 1 OG 3 - KÓPAVOGI
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
SMS tónar og tákn