Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 58
DAGBÓK
58 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss kemur í dag
Bjarmi fer í dag.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Ís-
lands Eskihlíð 2–4, í
fjósinu við Miklatorg.
Móttaka á vörum og
fatnaði, mánudaga kl.
13–17. Úthlutun mat-
væla og fatnaðar,
þriðjudaga kl. 14–17.
Sími skrifstofu er
551 3360, netfang dal-
ros@islandia.is, gsm
hjá formanni 897 1016
Mannamót
Aflagrandi 40. Lög-
reglan býður í óvissu-
ferð með Hópbílum
fimmtud. 4. mars. Mót-
taka í völdu fyrirtæki,
hressing, farið frá Afla-
granda kl. 13, umferð-
ar- og öryggismál rædd
í ferðalok á Aflagranda.
Skráning er hafin í
síma 562 2571 og á
Aflagranda.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Fulltrúi úr
notendaráði verður
með viðtalstíma mánu-
daginn 1. mars kl. 9–10.
Þeir sem vilja koma
með ábendingar eða
hugmyndir um fé-
lagsstarfið eru vel-
komnir að koma eða
hringja í síma 568 3132
og ræða við hana.
Félag eldri borgara í
Garðabæ. Miðvikudag-
inn 3. mars heldur
Hrafnkell Helgason
læknir áfram frásögn
sinni um helstu atburði
„Sturlungu“ kl. 14 í
Garðabergi. Skráning
stendur yfir í leik-
húsferð 2. apríl á sýn-
ingu Snúðs og Snældu,
Rapp og rennilásar.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Leikfélagið
Snúður og Snælda sýna
„Rapp og rennilása“ í
dag kl. 17.
Ath. breyttan sýning-
artíma. Dansleikur í
kvöld kl. 20, Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið er opið virka
daga frá kl. 9–17, alltaf
heitt kaffi á könnuni.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ. Pútt-
kennsla í Íþróttahúsinu
Varmá, á sunnudögum
kl. 11–12.
Vesturgata 7. Miðviku-
daginn 3. mars kl.13
verður haldið bingó,
vöfflur með rjóma í
kaffitímanum. Allir vel-
komnir.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar heldur
fund í safnaðarheimili
kirkjunnar kl. 20 mánu-
daginn 1. mars.
Kvenfélag Seljasókn-
ar. Fundur þriðjudag-
inn 2. mars kl. 20.
Helga Braga mætir á
fundinn með glens og
grín, kaffiveitingar.
Orlofsnefnd kvenna í
Reykjavík kynnir ferðir
sumarsins á fundi á
Hótel Loftleiðum, Vík-
ingasal, mánudaginn 1.
mars kl. 20.
Kvenfélag Garða-
bæjar. Fundur verður
haldinn þriðjudaginn 2.
mars á Garðaholti.
Fundurinn hefst kl. 20.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar, fundur verður
þriðjudaginn 2. mars
kl. 20 í Setrinu.
Kvenfélagið Heimaey,
fundur verður mánu-
daginn 1. mars í Ársal
Hótel Sögu kl. 20.30.
Gestur er Hlíf Gylfa-
dóttir safnvörður.
Kristniboðsfélag karla.
Fundur verður í
Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58–60,
mánudaginn 1. mars kl.
20. Kristín Bjarnadótt-
ir sér um fundarefnið.
Allir karlmenn vel-
komnir.
Ferðaklúbbur eldri
borgara heldur kynn-
ingarfund á sum-
arferðum 2004 í félags-
heimili Þróttar við
Engjaveg miðvikudag-
inn 3.mars, kl. 13.30.
Upplýsingar í síma
892 3011. Allir eldri
borgarar velkomnir.
NA (Ónefndir fíklar).
Neyðar- og upplýs-
ingasími 661 2915. Opn-
ir fundir kl. 21 á þriðju-
dögum í Héðinshúsinu
og á fimmtudögum í
KFUM&K, Austur-
stræti.
Minningarkort
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í s. 525 1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Landssamtökin
Þroskahjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í s.
588 9390.
Minningarsjóður
Krabbameinslækn-
ingadeildar Landspít-
alans. Tekið er við
minningargjöfum á
skrifst. hjúkrunarfor-
stjóra í s. 560 1300 alla
virka daga milli kl. 8 og
16. Utan dagvinnutíma
er tekið á móti minn-
ingargjöfum á deild
11-E í s. 560 1225.
Í dag er sunnudagur 29. febrúar,
60. dagur ársins 2004,
Hlaupársdagur. Orð dagsins:
Sérhver sem fer of langt og er
ekki stöðugur í kenningu Krists,
hefur ekki Guð. Sá sem er stöð-
ugur í kenningunni, hann hefur
bæði föðurinn og soninn.
(2. Jh. 9.-10.)
Guðni Ágústsson ermikið ólíkindatól
segir Hjörleifur Pálsson á
frelsi.is. „Hann er líklega
einn fyndnasti stjórn-
málamaður okkar tíma,
og þreytist seint á að
reyta af sér brandarana.
Það sem gerir Guðna
svona fyndinn er að hon-
um tekst ávallt að segja
eitthvað skondið, jafnvel
þótt hann sé bara alls
ekkert að djóka. Eins og
til dæmis nú um daginn
þegar hann fór hreinlega
á kostum með ummælum
sínum um kúabú landsins.
Samkvæmt Guðna ámjólkurframleiðsla
landsins að vera byggð
upp á litlum fjöl-
skyldubúum. Aðkeypt
vinnuafl, stærri bú og of
mikil vélvæðing er hins
vegar af hinu illa. Guðni
tók þó skýrt fram að
mjaltavélar væru af hinu
góða. Hann var samt ekki
alveg nógu skýr í máli
sínu, og minntist t.d. ekk-
ert á traktora. Vonandi
sker hann þó fljótlega úr
um það hvort traktorar
séu góð eða vond tæki, og
bindur þar með enda á þá
miklu óvissu sem hefur
vafalaust nagað marga
landsmenn síðustu daga.“
Hjörleifur segir að sam-kvæmt kenningum
Guðna séu bændum sett-
ar miklar takmarkanir
varðandi ráðstafanir á
eignum sínum. Þeim sé
ekki ætlað að stækka við
sig og kaupa aðra bænd-
ur út úr greininni. „Nei,
þá gætu þeir freistast til
að byggja upp stærri og
hagkvæmari bú. Og þetta
gerir það að sjálfsögðu
að verkum að búin verða
verðlítil þar sem enginn
hefur hag af því að kaupa
þau, og þar með verður
illmögulegt fyrir þá
bændur sem vilja losna úr
greininni að selja. Og það
er væntanlega planið hjá
Guðna.
Það á bara greinilegaekki að leyfa fólki að
sleppa úr greininni ef það
vill, eða að hagræða hjá
sér þannig að það hafi
það betra. Nei, bændur
skulu búa á sínum litlu
fjölskyldubúum, hvort
sem þeim líkar það betur
eða verr. Og allt skal
þetta að sjálfsögðu vera
ríkulega styrkt af skatt-
borgurum, enda myndi
kerfið annars ekki ganga
upp, þar sem hag-
kvæmnin er orðin bann-
orð.“
Í lokin segir hann: „Núer það ekki ætlunin að
níðast á mönnum fyrir
það eitt að vera fyndnir,
en það er einkenni góðra
húmorista að hafa líka
húmor fyrir sjálfum sér.
Það væri því óskandi að
Guðni myndi segja fleiri
brandara á eigin kostnað,
en hingað til hefur nán-
ast öll hans gamansemi
verið á kostnað skatt-
borgara. Þetta er bara
orðið soldið þreytt hjá
honum, og spurning um
að fara að skipta um pró-
gramm áður en fólk
hættir alveg að hlæja.“
STAKSTEINAR
Gamansemi á kostnað
skattborgara
Víkverji skrifar...
Víkverji á það til að bregða sér íbæinn um helgar og heimsækir
þá venjulega ákveðnar ölstofur sem
hann kann best við sig á. Á dögunum
brá hann út af vananum og ákvað að
hitta vini á Hverfisbarnum, en þang-
að hafði hann ekki komið lengi.
Víkverji er hins vegar nokkuð viss
um að hann ætlar ekki að fara þang-
að aftur.
x x x
Er Víkverji kom að Hverfisbarnumvar þar nokkur röð fyrir framan,
svona á að giska 15 manns eða svo.
Víkverja þótti það nú ekkert tiltöku-
mál og ákvað að bíða rólegur þar sem
hann er vanur slíkum röðum á ölstof-
unni sem hann mest sækir og yf-
irleitt, fyrr en síðar, endar með því að
Víkverji er kominn inn fyrir. En röð-
in á Hverfisbarnum haggaðist ekki. Í
40 mínútur beið Víkverji án þess að
færast úr sporunum og það var ekki
fyrr en að hópur fólks sem var fyrir
framan hann gafst upp og fór á
næsta bar að Víkverji eygði von um
að komast inn fyrir lokun. En skýr-
ingin á biðinni löngu var handan við
hornið. Eða réttara sagt beint á móti
honum því svo virðist vera á þessum
stað að sért þú sérlegur vildarvinur
staðarins fáir þú forgang og komist
„fram fyrir röðina“ eins og það er
kallað. Þarna virðist sem sagt við-
gangast svokölluð VIP-röð sem fer
afskaplega í taugarnar á Víkverja.
x x x
Víkverji hafði orð á þessu við dyra-vörðinn og sagði honum eins og
var að hann væri búinn að bíða óhóf-
lega lengi á meðan aðrir gengju beint
inn. Svarið við þessu var nú einfald-
lega glott af vörum dyravarðar, sem
greinilega fann til valds síns.
Víkverji lét sig hafa það að bíða
lengur, eingöngu af því
að vinirnir biðu innan-
dyra. Hann á hins veg-
ar ekki von á því að
koma aftur á Hverf-
isbarinn í bráð.
x x x
Eigendum skemmti-staða er auðvitað í
sjálfvald sett hvort þeir
vilji að ákveðnir ein-
staklingar, velunnarar,
fastagestir og þekkt
fólk, fái að fara fram
fyrir aðra almenna
gesti staða sinna. Vík-
verja finnst sér þó vera
sýnd óvirðing með
slíku, sérstaklega þegar VIP-röðin
gengur hundrað sinnum hraðar en
„venjulega“ röðin. Hverfisbarinn og
aðrir barir, sem þetta stunda, eru
sennilega að sækjast eftir ákveðnu
fólki á staðina sína, ákveðnum mann-
gerðum jafnvel og ætlar Víkverji
ekki að fara að draga ályktanir út frá
því. Hann veit bara eitt, á flestum
öðrum stöðum er fólki að jafnaði
hleypt inn eftir því hvað það er búið
að bíða lengi í biðröð, ekki eftir því
hvaða nafn það ber eða hvaðan það
kemur.
Morgunblaðið/Golli
Að bíða í biðröð er ekki sterkasta hlið Víkverja.
ÉG sótti um e-kortið, þar
sem ég sá fram á að það
gæti komið sér vel að fá
endurgreiðslu af öllum inn-
lendum færslum sem færu
á kreditkortið mitt.
Síðastliðinn mánudag
fékk ég svo sendan tölvu-
póst þar sem mér var til-
kynnt að ég gæti ekki feng-
ið e-kortið þar sem ég væri
eignalaus (á hvorki hús né
bíl) en gæti fengið fyrir-
framgreitt kreditkort (eins
konar debetkort).
Þar sem ég hef slæma
reynslu af slíku korti vildi
ég bara fá venjulegt kred-
itkort. Sjálf hef ég verið
með MasterCard í rúmt ár
og alltaf greitt á réttum
tíma. Svo ég hringdi í þjón-
ustufulltrúa hjá SPRON og
benti henni á þessa
greiðslusögu mína hjá
MasterCard, og spurði
hvort það vantaði bara ekki
ábyrgðarmenn á kortið.
Þá vildi hún ekki fá
ábyrgðarmenn, það væri
bara ekki í boði á þessu
korti. Þá benti ég henni á
bankareikningana mína
(sem eru ekki galtómir), og
hvort þá væri ekki mögu-
leiki að ég fengi svona kort.
Nei var svarið.
Og nú spyr ég: Af hverju
er þá ekki auglýst að e-
kortið sé ekki fyrir eigna-
lausa? Og þar með útilokar
SPRON marga námsmenn
og ungt fólk á vinnumark-
aði. En ég verð víst að
halda mig við gamla kortið
mitt, sem er með ábyrgð-
armönnum.
Ein eignalaus.
Vantar texta
MIG vantar texta sem var
sunginn fyrir nokkrum ár-
um og byrjar á þessa leið:
„Ég heiti bara Kalla í
Kaplaskjólinu“. Þeir sem
gætu liðsinnt mér hafi sam-
band við Helgu í síma
487 8262.
Illa gerð
ÞAÐ er birt krossgáta í
Vikunni sem er ætluð börn-
um að ég held. Mér finnst
hún ekki vera nokkru barni
samboðin og ég skil ekki að
þetta skuli vera birt ár eftir
ár því hún er svo illa gerð
að það er með ólíkindum.
Sigrún.
Dýrahald
Hvolpur fæst gefins
GULLFALLEGUR níu
vikna hvolpur (tík), fæst
gefins á gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 567 7612 eða
661 0908.
Kettlingar fást gefins
TVEIR kettlingar, 9 vikna,
fást gefins. Svartur og hvít-
ur og grár og hvítur, kassa-
vanir, vel upp aldir. Upp-
lýsingar í síma 894 0409.
Fresskettir fást gefins
ÞRÍR kolsvartir eins árs
fresskettir (bræður) fást
gefins vegna sérstakra að-
stæðna. Blíðir og góðir.
Upplýsingar í síma
552 5859 eða 847 1064.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
E-kort ekki fyrir
eignalausa
LÁRÉTT
1 merkjamálið, 8 ræsi, 9
kvenfuglinn, 10 greinir,
11 talar um, 13 elda, 15
drukkna, 18 orkaði á, 21
þegar, 22 botnfall, 23
hornspýtunnar, 24 borg-
inmennska.
LÓÐRÉTT
2 smyrsl, 3 fékkst, 4 púk-
ans, 5 bandaskó, 6 hæðir,
7 draga andann, 12 reið,
14 hestur, 15 fægja, 16
þvo, 17 ilmur, 18 kulda-
straum, 19 eru í vafa, 20
viljuga.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 bófar, 4 bylta, 7 glært, 8 nárum, 9 tog, 11 róar,
13 fimm, 14 ylgur, 15 þökk, 17 Írak, 20 urt, 22 rófur, 23
álkan, 24 korði, 25 nemur.
Lóðrétt: 1 bogar, 2 flæða, 3 rétt, 4 bing, 5 lærði, 6 aum-
um, 10 orgar, 12 ryk, 13 frí, 15 þorsk, 16 kæfir, 18 rík-
um, 19 kænur, 20 urgi, 21 tákn.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html