Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Allir þekkja skilgreiningunabílskúrsrokk – er það ekkitónlist hljómsveita sem æfaí bílskúr, oftar en ekki hrátt, frumstætt og skemmtilegt rokk. Vestan hafs er skilgreiningin áþekk en vísar þó til sérstaks tímabils í bandarískri rokksögu er unglinga- hljómsveitir tóku að stæla Bítlana, Kinks og Rolling Stones um miðjan sjöunda áratuginn. Getur nærri að hljómur hafi verið frumstæður og rokkið hrátt en margar sveitanna reyndu einmitt að hafa rokkið eins hrátt og hávært og þeim var unnt. Bílskúrsrokkið leið undir lok, eða hætti í það minnsta að vera sýnilegt um hríð, en sneri svo aftur með látum undir lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda og svo reglulega eftir það. Bandaríska rokksveitin White Stripes er einn af boðberum síðustu uppsveiflu bílskúrsrokksins en aðeins ein hljómsveit af mörgum, nefnum til sögunnar Von Bondies sem sendu frá sér fyrirtaks breið- skífu, Pawn Shoppe Heart, á dög- unum. Motown = Detroit White Stripes eru frá Detroit, þeirri ágætu rokkborg sem var þó löngum þekkt fyrir sitt svarta popp Motown-útgáfunnar sem dregur nafn sitt einmitt af borginni (Motor City / Motor Town kölluðu menn Detroit fyrir bílafabrikkurnar sem þar voru). Af rokksveitum sem þaðan hafa kom- ið má nefna MC5, Stooges / Iggy Pop, Amboy Dukes / Ted Nugent og ? and the Mysterians, að ógleymdri Parlia- ment-fjölskyldunni svo helstu sveitir séu taldar. Í dag eru helstar áður- nefnd White Stripes, Soledad Brothers, Detroit Cobras, Volebeats og Von Bondies, sem eru tilefni þess- ara skrifa. Leiðtogi Von Bondies er gítarleik- arinn og söngvarinn Jason Stoll- steimer sem stofnaði hljómsveitina fyrir hálfu fimmta ári. Hann var áður í hljómsveit sem hét því hráslagalega nafni The Baby Killers, en Marcie Bolen, gítarleikari og söngkona, var einnig í þeirri sveit. Hún fylgdi Stoll- steimer í nýja hljómsveit og við bætt- ust trymbillinn Don Blum og ónefnd stúlka sem lék á bassa. Hún hætti snemma, fór í skóla, og í hennar stað kom bassaleikarinn og söngkonan Carrie Smith. Hálfgerður draugabær Hljómsveitinni gekk bærilega að koma sér á framfæri í Detroit sem Stollsteimer lýsir sem hálfgerðum draugabæ. Hann segir og að það að alast upp í Detroit hafi kennt liðs- mönnum sveitarinnar að allt sé hverf- ult og miklu skipti að vera ekki hluti af einhverri „hreyfingu“, að vera ekki ein af „Detroit-sveitunum“, heldur að vera hljómsveit sem enginn man hvaðan er en allir muna eftir tónlist- inni. „Málið er að hafa eitthvað að segja, að vera að segja eitthvað. Þeir sem hafa ekkert fram að færa nema flotta frasa, eru ekki að segja frá lífi sínu eða reyna að breyta heiminum, ættu að hætta strax.“ Hann gerir mikinn greinamun á Rock n’ Roll eða bara rokki. Rokk sé Kiss (sem er reyndar frá Detroit líka) og álíka sveitir og snúist ekki um tón- list, heldur ímynd. „Aftur á móti er- um við Rock n’ Roll og eigum fyrir vikið ekki eftir að verða heimsfræg og vinsæl.“ Textarnir í lögum Von Bondies eru býsna persónulegir enda segist Stoll- steimer jafnan semja um sjálfan sig og líf sitt. „Ég byrjaði að semja lög fyrir sjálfan mig vegna þess að mér fannst það betra en að sitja og þjóra alla nóttina og eftir að við tókum upp Pawn Shoppe Heart er ég nánast hættur að drekka, búinn að fá útrás.“ Hann segir að líta megi á plötur sveit- arinnar sem hálfgerðar sólóskífur að því leyti að hann semur öll lög og texta, en leggur þó áherslu á að aðrir liðsmenn leggi ýmislegt til málanna þegar kemur að því að útsetja lögin, spila á tónleikum og taka upp. Lögin semur hann yfirleitt á bassa þó hann sé gítarleikari, segir þau flest orðin til þannig að hann vakni um miðja nótt, yfirleitt um fjögur- til fimmleytið, með bassalínu í hausnum sem hann vinnur úr og kennir síðan Smith. Textarnir koma síðar, yfirleitt samdir á nóttunni líka og gengur jafnan erfiðlega enda á Stollsteimer erfitt með sjónina, getur illa lesið og skrifar víst hörmulega, nánast skrif- blindur. Vendipunktur í sögu sveitarinnar var þegar Jack White, betri helm- ingur White Stripes, bauð Von Bon- dies að vera með á safnskífunni Sympathetic Sounds of Detroit, því í framhaldinu bauðst sveitinni útgáfu- samningur við Sympathy for the Re- cord Industry, útgáfu White Stripes. Jack White tók að sér að stýra upp- tökum en vegna fjárskorts fékk sveit- in aðeins tvo daga til að taka upp, fyrri daginn var allt hljóðritað og þann seinni hljóðblandað og frum- eintak búið til. Kemur varla á óvart að platan, Lack of Communication, sem kom út 2000 í takmörkuðu upp- lagi, var einkar hrá og kraftmikil og fékk fína dóma. Fyrsta „alvöru“ platan Það varð enn til að auka hróður sveitarinnar að eftir að skífan kom út fór Von Bondies í tónleikaferð um heiminn sem upphitunarsveit fyrir White Stripes og í kjölfar þess, og vinsælda White Stripes og bílskúrs- rokksins tóku stórfyrirtækin að keppast um að gera við Von Bondies útgáfusamning. Á endanum samdi sveitin við Sire sem er undirmerki Warner, og fékk þá loks tíma og að- stöðu til að gera „alvöru“ plötu þar sem hægt var að liggja aðeins yfir hljómnum og spilamennsku. Upp- tökustjóri var ekki af verri endanum, Jerry Harrison, sem lék á gítar með Modern Lovers og síðar Talking Heads eins og flestir muna eflaust og hefur sent frá sér sólóskífur síðan. Afraksturinn er svo Pawn Shoppe Heart, afbragðsplata og kandídat í uppgjör yfir bestu plötur ársins. Von Bondies hafa verið mikið í pressunni undanfarið eftir að Jack White gekk í skrokk á Stollsteimer, en vonandi gleymist sá krytur fljótt og sögurnar sem bundnar eru í músíkina fá að heyrast. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Við erum vagg og velta Rokkhefðin er sterk í Detroit eins og sannast á nýrri afbragðsskífu Von Bondies, Pawn Shoppe Heart. A ustfirðingurinn HálfdánSteinþórsson hefur glattlandsmenn með nærveru sinni í gegnum Skjá einn und- anfarin ár. M.a. var hann einn um- sjónarmanna Djúpu laugarinnar og var síðan heilinn á bakvið Hljóm- sveit Íslands. Hann stýrir nú nýjum þætti, Landsins snjallasta, ásamt Elvu Björk Barkardóttur og er hann nýfarinn í gang og á dagskrá á föstudagskvöldum. En hér kom- umst við hins vegar að ögn sértæk- ari hlutum um Hálfdán, t.a.m. að furðulegasti matur sem hann hefur bragðað var framreiddur á Hest- eyri … Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það alveg ágætt þakka þér fyrir. Hvað ertu með í vösunum? Ég er með tóma vasa og ekki í fyrsta skiptið. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Þetta er nú það eina sem ég get gert skammlaust í eldhúsinu svo ég verð að velja hvort tveggja eins og alltaf. Hefurðu tárast í bíói? Jú, jú, ég hef grenjað eins og stung- inn grís. Ef þú værir ekki dagskrárgerð- armaður, hvað vildirðu þá vera? Þá myndi ég vilja vera dag- skrárgerðarkona. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ég held að fyrstu tónleikarnir sem ég fór á hafi verið með SúEllen í portinu við Egilsbúð. Ég hlusta á Led Zeppelin. Uppáhaldsmálsháttur? Ég á því miður ekki neinn uppá- haldsmálshátt, en mig hefur dreymt um það í mörg ár. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Ég man varla til þess að hafa nokk- urn tíma keypt plötu. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Éta allt úr jóladagatalinu hennar Stellu systur minnar. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Hádegismatur hjá Önnu vinkonu minni á Hesteyri. Trúirðu á líf eftir dauðann? Þetta er lífið eftir dauðann. „Þetta er lífið eftir dauðann“ SOS SPURT & SVARAÐ Hálfdán Steinþórsson Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Ben Affleck. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég gef frá mér hátíðnihljóð þegar ég er sofandi og ég get aldrei munað að setja setuna niður þegar ég er búinn að gera mitt. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Ég, er, sonur, Siggu, og, Steina (ef ég má nota sex orð). Bítlarnir eða Stones? Bítlarnir hafa alltaf verið í meira uppáhaldi hjá mér enda voru þeir al- gjörir snillingar. Hver var síðasta bók sem þú last? Það var Ríkur pabbi fátækur pabbi. Hvaða lag spilarðu áð- ur en þú ferð út á laugardags- kvöldi? M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.