Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 72

Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. ENSKA tónskáldið John Taverner samdi verk fyrir Björk Guðmundsdóttur sem hún hljóðritaði með Brodsky-kvartettinum. Verkið hefur aldrei heyrst opinberlega en kemur nú út á geisladiski í fyrsta sinn. Plötufyrirtækið Naxos, stærsta útgáfa á sígildri tónlist í heimi, gefur diskinn út. Taverner samdi verkið eftir að hafa hitt Björk fyrir nokkrum árum, en hann segist hafa hrifist af rödd hennar fyrir frum- stæða orkuna sem búi í henni. „Það besta við röddina fannst mér og finnst enn að hún er ekki mótuð af vestrænni hefð, óbeisluð og hrífandi,“ segir Taverner og bætir við að hann þekki vel til tónlistar Bjarkar, til að mynda sé lagið An Echo A Stain af Vespertine svo þrungið tilfinn- ingum að jafnist á við Schubert. /22 Líkir Björk við Schubert Morgunblaðið/Árni Sæberg LÖGREGLAN í Reykjavík var kölluð að húsi í vesturbænum í Reykjavík um miðnætti á föstu- dagskvöldið en þar hafði fólki verið ógnað með skotvopni. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu virðist aðdragandi málsins vera sá að 18 ára karlmanni hafi ekki líkað hávaði frá gleðskap sem var í nágrannahúsi. Þegar ekki var tekið undir kvörtun mannsins sótti hann skotvopn og ógnaði gestum og hafði í hótunum við þá. Ók hann síðan í burtu í bifreið. Skömmu síðar stöðvaði lögregl- an bifreiðina á Vatnsmýrarvegi og voru fimm einstaklingar handtekn- ir og fluttir á lögreglustöð. Einum þeirra var sleppt að loknu viðtali en hinir bíða nú yfirheyrslu lög- reglu. Við leit lögreglu fannst af- söguð haglabyssa og skotfæri. Ógnaði ná- grönnum með byssu DÝRIN í Þórukoti í Víðidal eru mörg og mis- jöfn að stærð og látum. Í fjósinu lúra kus- urnar ljúfar og rólegar og virða forvitnar fyrir sér gestkomandi á bænum, þó með þann fálætislega svip sem gefur í skyn að hér sé nú ekki um neitt nývirki að ræða. Fjörkálfurinn atarna er hins vegar ekki eins veraldarvanur og vildi óður og upp- vægur heilsa upp á gestinn með gleði og kát- ínu þeirri sem einkennir ungdóminn. Brönd- ótti fjósakötturinn hefur greinilega tileinkað sér fyrirsætustörf í gegnum tíðina og er þaulvanur gapandi linsu ljósmyndarans. Hann heldur stellingunni með þokka og reynslu atvinnukattarins en virðist þó hugsa fjörkálfinum þegjandi þörfina fyrir að skemma fyrir sér augnablikið með ærslum og kálfslátum. Morgunblaðið/Eggert Fjörkálfur og fjósaköttur Á FÖSTUDAGINN var undirritaður við- aukasamningur milli Vöku-Helgafells, eins forlaga Eddu útgáfu, og fjölskyldu Halldórs Laxness um útgáfu og kynningu á öllum verkum hans bæði hér- lendis og erlendis. Samningurinn gildir til ársins 2008. Þessi samningur felur í sér að á vegum forlags- ins verði starfrækt Skrifstofa Halldórs Lax- ness. Samkvæmt þess- um samningi mun Skrif- stofa Halldórs Laxness hafa það að meginmarkmiði að stuðla að sem víðtækastri útbreiðslu á verkum skáldsins og halda nafni Halldórs Laxness hátt á lofti. Hún mun hafa allsherjarumsjón og yfirsýn með upplýsingagjöf um verk Halldórs Laxness ásamt allri samningagerð um notkun á verkum hans í hvaða formi sem kann að vera. Að sögn Páls Braga Kristjónssonar, for- stjóra Eddu, styrkir þessi viðauki útgáfu- samninginn um verk Halldórs Laxness til muna. „Laxness er því ekki á leiðinni frá Eddu,“ segir Páll Bragi. Höfundar eru heldur ekki á leiðinni frá Máli og menningu, að sögn Páls Valssonar, útgáfustjóra forlagsins, þó að Halldór Guð- mundsson, fyrrverandi útgáfustjóri Máls og menningar til margra ára, hafi gengið til liðs við JPV-útgáfu í liðinni viku. „Ég veit ekki til þess að neinn sérstakur óróleiki sé hjá mínum höfundum,“ segir Páll. Opnar Skrif- stofu Hall- dórs Laxness  Hræringar/32 Útgáfusamningur Vöku-Helgafells um verk Laxness til 2008 Halldór Laxness STJÖRNUSPEKIÞJÓNUSTA í farsímakerfum, viðskipta- hugmynd, sem Gunnlaugur Guð- mundsson stjörnuspekingur hrinti í framkvæmd hér á landi með stofnun fyrirtækisins Tel- enstar árið 2001, hefur verið markaðssett víða um heim. Þessa dagana er verið að ganga frá samningum við bandaríska símafyrirtækið Verizon Wireless með 35 milljónir notenda, og Vodafone í Þýskalandi með 25 milljónir not- enda, og hafin er vinna við þýðingu yfir á þýsku. Enn- fremur er að fara af stað þýðing á spænsku fyrir stærsta símafyrirtæki Spánar. „Auk íslensku símafyrirtækj- anna, Símans og Og Vodafone, eru öll helstu símafyrirtæki Bretlands, O2, Vodafone, Or- ange og T Mobile, að bjóða not- endum sínum vöru frá okkur,“ segir Gunnlaugur í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Í Bretlandi er stjörnuspeki- þjónustan markaðssett sem TimeOut Stars, í samvinnu við TimeOut-fjölmiðlafyrirtækið. „Við erum einnig á Indlandi, Singapúr, Rúmeníu, Danmörku, Portúgal, Litháen, Ástralíu og Nýja-Sjálandi,“ segir Gunn- laugur, en tekur skýrt fram að þótt allt líti ágætlega út í dag geti brugðið til beggja vona því allt sé í heiminum hverfult. „Það má ekki ætlast til þess að stjörnuspekingar geti ráðið göngu himintunglanna. Veð- urfræðingar geta ekki ráðið veðrinu þótt þeir spái í það. Og þeir þurfa að fara út úr húsi þótt rigni eða snjói.“ Íslensk stjörnuspeki til tólf landa  Tímarit Morgunblaðsins Gunnlaugur Guðmundsson STARFSMENN í öldrunarþjón- ustu eru undir miklu líkamlegu og andlegu álagi. Þetta kemur fram í rannsókn sem Vinnueftirlit ríkis- ins gerði en greinar upp úr henni hafa verið að birtast að undan- förnu í erlendum fagtímaritum. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós var að 74% svarenda sögðu starfið líkamlega erfitt. Sýndu niðurstöðurnar sterk tengsl á milli tiltekinna vinnuskipulags- þátta og þess að vera andlega úr- vinda í lok vinnudags, þess að finn- ast starfið andlega erfitt og lítillar starfsánægju. Meira en helmingur starfsmanna sagðist oft eða stund- um vera líkamlega eða andlega úr- vinda eftir vinnuvaktirnar. Sjúkra- liðar og ófaglærðir í umönnun eru þeir hópar sem töldu starfið einna erfiðast og voru helst úrvinda eftir vinnu. Um 12% starfsfólks höfðu orðið fyrir áreitni, ofbeldi eða hótunum í vinnunni og könnunin leiddi einnig í ljós að um 5% sögðust misnota áfengi, annaðhvort að eigin mati eða annarra. Þegar áfengisnotkun- in var skoðuð nánar kom í ljós að yfirmenn á öldrunarstofnunum neyttu oftar áfengis en undirmenn þeirra. Könnunin fór þannig fram að spurningalisti var lagður fyrir 1.886 starfsmenn á 62 öldrunar- stofnunum eða öldrunardeildum sjúkrahúsa um allt land. Alls feng- ust 1.515 svör eða frá um 80% úr- taksins. Þar af voru konur um 96% og karlar 4%. Slítandi og þögult starf Kristinn Tómasson, yfirlæknir á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, segir að rann- sóknin hafi verið áhugaverð þar sem álagið sé mikið á starfsfólki í öldrunarþjónustu. „Það má segja að þetta sé slít- andi og þögult starf, sem ekki er mikið fjallað um.“ segir Kristinn. Rannsókn meðal starfsmanna í öldrunarþjónustu Starfsfólkið úrvinda í lok hvers vinnudags  Undir miklu/12 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.